Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Sigríður Ásta Hilmarsdóttir Aldur: 32 Starf: Heilsunuddnemi og móðir Hjúskaparstaða: Í sambúð Hvenær byrjaðir þú að þyngjast? Ég fór að þyngjast fyrir alvöru þegar ég hætti að æfa fótbolta 17 ára. Hef samt sem áður aldrei verið nein mjóna og alltaf svolítið mjúk. Hvað hefur það, að vera ekki alveg í kjörþyngd, haft í för með sér og hefur það aftrað þér frá því að láta drauma þína rætast? Það hefur mest áhrif á sjálfsálit, sjálfsvirð- ingu og sjálfstraust. Mig dreymir um að stofna fyrirtæki en skortir þorið og trúna á að það geti gengið upp hjá mér. Hvað myndir þú vilja vera þung? Mig langar að verða 65 kg í góðu formi. Stefni á að komast undir 70 kg á þessum 10 vikum. Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Dætur mínar tvær, maðurinn minn og nán- asta fjölskylda. Hvernig ætlar þú að fara að því að komast í gegnum þessar 10 vikur? Ég ætla að taka einn dag í einu og setja raun- hæf markmið. Fjölskyldan mín er yndisleg og styður við bakið á mér í einu og öllu og þau hvetja mig áfram. Það er líka ótrúleg forréttindi að fá að æfa með hinum 4 sem eru í átakinu með mér. Með allan þennan stuðning get ég allt. Unnur Elva Arnardóttir Aldur: 47 ára Starf: Deildarstjóri á fyr- irtækjasviði hjá Símanum Hjúskaparstaða: Trúlofuð og sæl í rúm 18 ár Hvenær byrjaðir þú að þyngjast? Rúm tvö ár síðan. Hvað hefur það, að vera ekki alveg í kjörþyngd, haft í för með sér og hefur það aftrað þér frá því að láta drauma þína rætast? Þetta hefur líkamleg áhrif á mig, ég mátti ekki þyngjast út af bakinu á mér, einnig eru verkir í hælum vegna þyngdar, föt passa illa á mig. Hvað myndir þú vilja vera þung? Draumastaða er 74 kíló, í þessum áfanga er talan 79 sem ég stefni á. Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Að vera með fjölskyldu minni, ferðast og borða góðan mat Hvernig ætlar þú að fara að því að komast í gegnum þessar 10 vikur? Ég fæ mikinn stuðning frá minni fjölskyldu, það skiptir miklu máli, mæti í ræktina sex til sjö sinnum í viku og borða reglulegar máltíðir. Kristín Jónína Rögnvaldsdóttir Aldur: 43 ára. Starf: Sölumaður hjá Fjár- festingu fasteignasölu Hjúskaparstaða: Gift, 3 barna móðir Hvenær byrjaðir þú að þyngjast? Fyrir 8 árum eignaðist ég mitt þriðja barn, síðan er ég búin að vera að bæta á mig um 1 kílói á ári. Hvað hefur það, að vera ekki alveg í kjör- þyngd, haft í för með sér og hefur það aftrað þér frá því að láta drauma þína rætast? Það hefur ekki aftrað neinu, en þegar mað- ur er í kjörþyngd þá er allt auðveldara, þú ert léttari á þér, það er auðveldara að kaupa sér föt sem klæða mann vel og líðan manns er að öllu leyti betri andlega og líkamlega. Hvað myndir þú vilja vera þung? 68 kg. Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Að verja tíma með fjölskyldunni minni, hreyfing og elda hollan og góðan mat. Svo les ég mikið og hef gert frá unga aldri. Hvernig ætlar þú að fara að því að komast í gegnum þessar 10 vikur? Ég kemst í gegnum þetta með jákvæðni og góðri skipulagningu. Við fimm sem vorum valdar í þetta heilsuferðalag erum frábær stuðningur hver fyrir aðra. Síðan er þetta extra sem ég hef ekki haft áður og gerir senni- lega gæfumuninn, það eru einkaþjálfararnir okkar og Marta María sem hvetja okkur áfram á hverjum degi. Elín Lilja Ragnarsdóttir Aldur: 44 ára Starf: Starfa sem sölu- fulltrúi í stóreld- húsadeild Ásbjörns Ólafssonar ehf. Hjúskaparstaða: Ég er gift Hvenær byrjaðir þú að þyngjast? Ég byrja að þyngj- ast fyrir ca. 3-4 árum, með pásum þó. Hef þyngst mest síðastliðið ár eða um ca. 10 kg. Hvað hefur það að vera ekki alveg í kjör- þyngd haft í för með sér og hefur það aftrað þér frá því að láta drauma þína rætast? Að vera ekki í kjörþyngd hefur haft mikið að segja fyrir mig þar sem ég er bak- sjúklingur. Hvert aukakíló er mjög slæmt fyrir bakið og fæturna. En ég hef líka feng- ið æðahnúta og farið í æðahnútaaðgerð. Því er öll aukaþyngd af hinu slæma fyrir mig og alger vítahringur. Ég hef t.d. mjög gaman af því að fara í gönguferðir á fjöll en hef ekki getað lengi fyrir verkjum í baki og fót- um. Hvað myndir þú vilja vera þung? Ég myndi vilja vera ca. 73-75 kg. Þá liði mér súper vel. Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Að vera með strákunum mínum þrem, ferðast og vera laus við verki. Við erum gríðarlega samrýnd fjölskylda sem finnst gaman að ferðast saman og borða góðan mat, en ég hef t.d. stundum þurft að sleppa ferðum sökum heilsuleysis. Hvernig ætlar þú að fara að því að komast í gegnum þessar 10 vikur? Ég er svo óendanlega glöð að hafa komist í þennan hóp og ávinningurinn er svo mikill að ég held að þessar 10 vikur eigi ekki eftir að verða erfiðar. Annars reyni ég að líta svo á að þessu ljúki ekki eftir 10 vikur heldur haldi áfram að eilífu. Ég ætla ekki að reyna að komast í gegnum þessar 10 vikur og svo fari ég bara aftur í gamla farið, það er ekki í boði. Svo ég ætla að vera jákvæð og þakklát fyrir þetta tækifæri sem ég fékk og finna þennan gullna meðalveg. Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir Aldur: 49 ára í sumar Starf: Þjónustufulltrúi hjá Borgun hf. Hjúskaparstaða: Gift Steinari Stephensen kennara Hvenær byrjaðir þú að þyngjast? Ég byrjaði að þyngjast svona 12 ára á kynþroska- skeiðinu. Um fermingu kom í ljós að mig vantaði vaxtarhormón og stækkaði ekki og þá fitnaði ég mikið. En ég fékk læknishjálp en hef síðan samt verið í yf- irþyngd. Hvað hefur það að vera ekki alveg í kjörþyngd haft í för með sér og hefur það aftrað þér frá því að láta drauma þína rætast? Já ég varð fyrir mikilli stríðni í grunnskóla vegna vaxtarlagsins og hef alltaf verið óörugg með sjálfa mig. Held að fólk kunni ekki að meta mig, eins og með að sækja um vinnu, það hefur oft reynst mér erfitt, mig vantar hug- rekkið, á erfitt með að taka hrósi, er feimin við líkama minn og að horfa í spegil og vera sátt við mig, vantar alltaf einhverja viðurkenningu. Hef ekki getað klætt mig eins og ég vil, langar að vera smart og fylgja tískunni en það er ekki hægt með auka 30 kg og þurfa að kaupa föt í yfirstærðum sem eru ekki smart. Hvað myndir þú vilja vera þung? Ég væri sátt með sjálfa mig í 65 kg. Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Það sem veitir mér mesta lífsfyllingu er að vera umkringd fjölskyldunni, heilbrigði, já- kvæðni og umfram allt að vera sátt í eigin skinni. Hvernig ætlar þú að fara að því að komast í gegnum þessar 10 vikur? Næstu 10 vikur munu einkennast af skipu- lagningu, heiðarleika gagnvart sjálfri mér, já- kvæðni og dugnaði. Ég þarf á hverjum degi, oft á dag, að minna mig á að takast á við daginn í sátt við sjálfa mig og muna að þetta á allt bara eftir að skilja eftir góða hluti. Ég einblíni líka á það sem mig hefur ALLTAF dreymt um, að vera í kjörþyngd og halda henni og nú hef ég engar afsakanir þar sem mér er rétt tækifærið beint í faðminn og hann er GALOPINN. Heilsuferðalag Smartlands Heilsuferðalag Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar hófst í síðustu viku þegar Unnur Elva Arnardóttir, Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir, Sigríður Ásta Hilmarsdóttir, Elín Lilja Ragnarsdóttir og Kristín J. Rögnvaldsdóttir voru valdar úr nokkur hundruð manna hópi með það að markmiði að bæta heilsu sína. Á þessum 10 vikum mun Anna Eiríksdóttir í Hreyfingu koma þeim í form. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Verð í tveggja manna herbergi kr.98.900,- Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, íslensk fararstjórn og rúta til og frá flugvelli. Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda. Upplýsingar í síma 588 8900 Úrval veitingahúsa, verslana (m.a.H&M) og kaffihúsa. Næturlíf eins og það gerist best. Riga Lettlandi Stórfengleg borg Beint flug frá Keflavík og Akureyri 14.-17. maí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.