Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 kosti eitt slíkt lúxushótel. Það er hins vegar ekki hægt að reka slíkt hótel, nema hafa vel menntað starfs- fólk innanborðs, til þess að tryggja gæðin. Í þessu sambandi tek ég þó fram að nokkur hótel uppfylla þegar kröfur um góða þjónustu, en fimm stjörnu hótel er nauðsynlegt, ef markaðssetja á landið sem kjörinn vettvang til að halda alþjóðlegar ráð- stefnur. Sömu sögu er að segja um hvataferðir, þar sem kröfur við- skiptavinarins eru ríkar. Það er með öðrum orðum ekki nóg að státa af mannvirki á borð við Hörpuna og ég bendi líka á að ekki var farið að markaðssetja Hörpuna af alvöru fyrr en eftir að húsið var fullbyggt, sem er miður. Það þýðir ekkert að segja við alþjóðlega ferðaskipuleggj- endur að hérna séu góð fjögurra stjörnu hótel, þeir segja á móti að þeirra viðskiptavinir krefjist fimm stjörnu hótels og það er jú kúnninn sem ræður ferðinni. Eins og staðan er í dag erum við í flestum tilvikum að byggja greinina upp miðað við að veita miðlungs þjónustustarfsemi eða þar fyrir neðan og það er hættu- leg þróun. Við heyrum til dæmis um- ræðuna um ágang ferðamanna á fjölförnum stöðum.“ Gullgrafaraæði Wilhelm segir að svo virðist sem gullgrafaraæði ríki í greininni og bendir á að svört atvinnustarfsemi virðist vera algeng og upp hafi kom- ist um skattsvik. Slíkt verði að upp- ræta með öllum tiltækum ráðum, annars missi almenningur tiltrú á þessari umfangsmiklu atvinnugrein. Auk þess séu innviðirnir ekki til staðar, svo sem vegakerfi landsins og öryggiskerfi. Sem alþjóðlegur ráðgjafi í hótelrekstri segir hann að til að ná árangri í gæðaþjónustu þurfi um 70% starfsfólks í viðkom- andi fyrirtæki að hafa menntun á því sviði sem það starfar við. „Tveggja stjörnu hótel þarf 0,2 starfsmenn á herbergi en á fimm stjörnu hóteli þurfa starfsmennirnir að vera 2,2 til 2,5 á hvert herbergi. Ef við ætlum að laða hingað til lands vel borgandi ferðamenn verður að huga að menntamálum, svo sem menntun matreiðslu- og framleiðslu- manna. Það gefur líka augaleið að stjórnendur og rekstraraðilar þurfa líka að hafa menntun og þekkingu á því sviði sem rekstur þeirra gefur tilefni til. Ég tel nauðsynlegt að út- skrifaðir leiðsögumenn sem útskrif- ast samkvæmt námsskrá ráðuneyt- anna fái löggildingu. Wilhelm segir ekki of snemmt að hefjast handa við að byggja upp gæðaferðaþjónustu. „Landið þolir ekki allan þennan ágang ferðamanna sem koma til landsins, sama hvað hver segir. Ég fór í Leiðsöguskóla Íslands við Menntaskólann í Kópavogi og lauk þar námi 2013. Tilgangurinn með náminu var að tengja mig við gras- rótina í ferðaþjónustunni og fá til- finningu fyrir því hvernig gestir okkar upplifa Ísland í dag. Þar sann- færðist ég um að uppbyggingin hef- ur að mestu miðast við að bjóða upp á þjónustu sem telst vera undir með- allagi. Það er ekki rökrétt stefna að mínu viti. Við eigum ekki að telja fjöldann sem heimsækir okkur. Ís- land á að byggja sína ferðaþjónustu á gæðum en ekki fjölda. Þetta eigum við að hugleiða, þegar horft er til framtíðar,“ segir Wilhelm Wessman. Ferðaþjónustu á að byggja á gæðum en ekki fjölda  Fimm stjörnu hótel nauðsynlegt hér á landi  Ferðaþjónustuna þarf að byggja upp í sátt við íbúana Morgunblaðið/RAX Áhersla á gæði „Við eigum ekki að telja fjöldann sem heimsækir okkur,“ segir Wilhelm Wessman. Morgunblaðið/Golli Fjölmenni Erlendum ferðamönnum fjölgar jafnt og þétt hér á landi. VIÐTAL Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is Ferðaþjónustan er orðin stærsta at- vinnugreinin í íslensku efnahagslífi og allar spár segja að greinin muni vaxa enn frekar á komandi árum. Í fyrra voru ferðamenn um ein milljón og í ár er talað um að fjöldinn verði á bilinu 1,2 til 1,3 milljónir. Ferðaþjón- ustan stendur því frammi fyrir mörgum áskorunum, þannig að unnt verði að gera sem mest úr þeim tækifærum sem felast í þessari ört vaxandi atvinnugrein. Wilhelm Wessman þekkir vel til í íslenskri og alþjóðlegri ferðaþjónustu. Hann stýrði um langt árabil hótelum í Reykjavík og einnig hefur hann ver- ið hótelráðgjafi víða um heiminn. Wilhelm segist fagna því að íslenskri ferðaþjónustu hafi vaxið fiskur um hrygg, en hann bendir á að hver ferðamaður sem komi til landsins skilji eftir sig færri krónur nú en áð- ur. Það þýði í raun og veru að verið sé að stíla inn á magn en ekki gæði. „Markmiðið hlýtur að vera að okkur ber að skila landinu af okkur til komandi kynslóða í betra ásig- komulagi en við tókum við því. Það verður ekki gert með núverandi stefnu, eða réttara sagt stefnuleysi í ferðaþjónustunni. Það þarf að byggja upp greinina í sátt við íbúa landsins, annars er hætt við að illa fari á endanum. Almennt virðist af- staða íbúa landsins til ferðaþjónust- unnar vera jákvæð, en ef ekki er haldið rétt á spilunum getur af- staðan hæglega snúist við á auga- bragði. Lítum bara á annir björg- unarsveita í vetur við að bjarga ferðafólki, sem oft reyndist vera á vanbúnum bílaleigubílum. Hætt- urnar eru margar og við þurfum að vera á varðbergi. Að mínu viti þarf sérstaklega að beina kastljóninu að menntun i greininni, stefnumörkun og markaðssetningu. Það gengur ekki að flestir hafi frítt spil í grein- inni, sem er samt sem áður stað- reynd í dag.“ Fimm stjörnu hótel „ Ef við ætlum að fá hingað til lands ferðamenn sem skilja sem mest eftir eigum við að auka sölu á alþjóðlegum ráðstefnum og hvata- ferðum til landsins. Til þess að það sé gerlegt verða fimm stjörnu hótel að vera til staðar. Ég tala þarna í fleirtölu, en við þurfum að minnsta Wilhelm Wessman segir, að einn af grunnþáttum í því að byggja upp gæðaferðaþjónustu sé hátt menntunarstig, það segi sig nánast sjálft. „Sömuleiðis þurfum við að standast alþjóðleg gæðakerfi. Það gagnar lítið að taka slík kerfi í gagnið og fylgja þeim svo ekki eftir, þá skapast hætta á að ungt fólk sjái lítinn tilgang með fjögurra ára iðnnámi, svo dæmi sé tekið. Allar alþjóðlegar hót- elkeðjur eru sammála um að eftirfylgni sé grundvöllurinn fyrir því að gæðakerfi virki. Því miður skortir á að svo sé hérna á Íslandi.“ Menntun er grundvöllur gæða FERÐAÞJÓNUSTA Skipasmíðastöðin Tersan í Tyrklandi undirritaði síðast- liðinn föstudag samning við Héðin um kaup á HPP 2000 próteinverksmiðju fyrir nýjan frystitogara sjávarútvegsfyrirækisins Ramma. Verksmiðjan afkastar 50 tonnum af hráefni á sólarhring. Hún tekur við öllum afskurði, slógi og beinum sem til fellur við vinnslu afurð- anna um borð í skipinu og framleiðir mjöl og lýsi. Áformað er að smíði verksmiðjunnar hefjist í byrjun sumars og verði lokið um næstu áramót. Verksmiðjan verður send í tilbúnum einingum til Tyrklands og hefst uppsetning hennar hjá Tersan í febrúar á næsta ári. Á fullri keyrslu framleiðir HPP 2000 verksmiðjan 3-4 stór- sekki af mjöli á sólarhring, en lýsisframleiðslan fer eftir fituinnihaldi fisksins. Heitið HPP er stytting á Héðinn Protein Plant. 20-25% af aflaverðmæti Þetta er önnur mjöl- og lýsisverksmiðjan sem Héðinn smíðar til notkunar um borð í frystitogara. Fyrsta verk- smiðjan fór um borð í færeyska togarann Norðborg 2009. Sú verksmiðja skilar að jafnaði 20-25% af heildar- aflaverðmæti skipsins. HPP verksmiðjan hefur verið í þróun hjá Héðni síð- ustu ár og er fyrsta verksmiðjan nú í rekstri hjá S. Ice- land í Hafnarfirði. Það er minnsta útgáfa verksmiðj- unnar, HPP 300, sem afkastar að lágmarki sjö tonnum af hráefni á sólarhring. aij@mbl.is Héðinn smíðar próteinverk- smiðju í nýtt skip Ramma Ljósmynd/Rammi Breyting Nýr frystitogari bætist í flotann í lok næsta árs. Innréttingar & gólf Gólfþjónusta Íslands • SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Sími 897 2225 • info@golfthjonustan.is • golfthjonustan.is Sérsmíðum innréttingar fyrir þig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.