Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 91

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 91
dauða. Maður getur varla sett sig í þessi spor. En þó þetta hafi gerst í gamla daga þá er þetta bara alvöru fólk eins og við í dag með tilfinningar. Það er ótrúlegt hvað manneskjan er fær um að kljást við í erfiðum að- stæðum,“ segir Nína Dögg og rifjar upp að á Íslandi á 18. öld hafi ríkt harðstjórn og réttlæti verið af skorn- um skammti. Leiðinlegt að leika súpermann „Hreppstjórar og sýslumenn höfðu gerræðisvald. Það má auðveldlega sjá sterk líkindi milli Íslands á 18. öld og villta vestursins, því fólk var að mis- nota vald sitt. Það var líka nóg að ljúga upp á annan mann einhverjum glæp til þess að hann yrði ofsóttur,“ segir Stefán Hallur og rifjar upp að Danakóngur hafi á sínum tíma þó komið í veg fyrir að sýslumenn hér- lendis fengju vald til að dæma menn og hengja samstundis. „Það ríkti ógnarstjórn hérlendis á þessum tíma. Þar af leiðandi skilur maður mjög vel af hverju þau flýja,“ segir Stefán Hall- ur. „Það er eini kosturinn,“ bætir Nína Dögg við. „Og þau flýja ekkert endilega í verri aðstæður. Frelsið á öræfum er betra en fangelsið í sið- menningunni,“ segir Stefán Hallur. „Og þá geta þau líka verið saman,“ segir Nína Dögg. Að sögn Stefáns Halls er auðvelt að sjá Fjalla-Eyvind sem nokkurs konar Hróa hött síns tíma. „Eyvindur stal aðeins af nauðsyn til að sjá fyrir sér og fjölskyldu sinni. Við ræddum það hvort hann hefði verið vændur um þjófnað að ósekju, en í þessari upp- færslu er hann réttilega sakaður um sauðaþjófnað. Okkur fannst áhuga- verðara að hann væri breyskur. Ey- vindur er bara manneskja. Hann er ekki súpermann. Það er ekkert áhugavert að leika tvívíðar persónur. Ég held það sé mjög erfitt að leika súpermann,“ segir Stefán Hallur. „Ég held það sé mjög leiðinlegt að leika súpermann,“ segir Nína Dögg. Leikritið spannar 15 ára samveru Eyvindar og Höllu, en í raunveruleik- anum eyddu þau 40 árum saman á flótta. Einn af dramatískum hápunkt- um verksins er þegar Halla velur á flótta undan armi réttvísinnar að drepa þriggja ára dóttur þeirra Ey- vindar með því að kasta henni í foss. Spurð hvernig maður setji sig í spor konu sem velji að gera slíkt svarar Nína Dögg: „Það er pínu flókið. En það er einhver taug í mér sem skilur hana. Hún gerir þetta ekki af illsku. Hún er sannfærð um að það sé betra fyrir barnið að fara inn í eilífðina en lenda í höndum vondra manna. Að fara þangað tilfinningalega er mjög flókið og erfitt, en það er partur af starfinu.“ „Maður finnur einhvern þráð eða einhvern persónulegan missi sem maður magnar og margfaldur með þúsund. Leikarar fara ólíkar leiðir að þessu og það getur verið mjög erfitt að útskýra rökrænt hvernig maður gerir þetta, því þetta ferli liggur hand- an rökhugsunar. Þetta er frumhvöt – líkt og ástin. Það er ekki rökhugsun sem liggur að baki gjörðum Eyvindar og Höllu. Þess vegna er þetta svona flókið og vandasamt,“ segir Stefán Hallur. Ekki málað eftir númerum „Maður má ekki hugsa of mikið í ferlinu sjálfu. Halla tekur ákvörðun sína á örskotsstundu. Sjokkið kemur ekki fyrr en eftirá, þegar hún þarf að horfast í augu við það sem hún hefur gert og reyna að sætta sig við það. Hún þarf að bera þessa ábyrgð alla ævi og spyr sjálfa sig eðlilega hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ segir Nína Dögg. Stefán Hallur minnir á að Eyvindur sé á staðnum þegar þetta gerist og hann verði því stöðug áminning fyrir konu sína um hvað gerst hafi. „Það sem gerir eftirköstin svo flókin og áhugaverð er að þau eru stöðug áminning fyrir þau bæði um það sem áttu og hvað þau hafa misst. Maður hefur lesið um hjón sem misst hafa börn sín og geta í framhaldinu ekki verið saman,“ segir Stefán Hallur og bætir við að hægt sé að tala um tilfinn- ingarnar sem fylgi því að missa barn, hvort heldur það er reiði, gremja eða sorg, en það sé samt varla hægt að setja sig í þessi spor. „Það er ekki hægt að mála eftir einhverjum núm- erum í þessum efnum.“ Nína Dögg og Stefán Hallur hafa þekkst lengi, en unnu sína fyrstu sýn- ingu saman árið 2012 þegar Vestur- port setti upp Bastarða. Spurð hvort það hjálpi þeim að þekkjast fyrir þeg- ar komi að því að vinna jafn átakamik- ið verk og Fjalla-Eyvindur og Halla sé svara þau bæði játandi. „Traustið hefur verið til staðar frá byrjun og það er ótrúlega góð tilfinning, því þá getur maður bara hent sér út í vinnuna. Við erum líka með frábæran leikstjóra sem heldur vel utan um hópinn,“ segir Nína Dögg. „Stefan Metz býr til vinnuumhverfi sem er mjög gjöfult og einkennist af miklu áreynsluleysi,“ segir Stefán Hallur og tekur fram að það sé svo ánægjulegt að finna þegar allir séu í sama bátnum og rói í sömu átt. „Stefan Metz horfir á leikhópinn sem heild og er ekki upptekinn af að- al- og aukahlutverkum,“ segir Stefán Hallur og rifjar upp að þessi nálgun hafi líka einkennt Eldraunina. „Það er enginn aðal og enginn auka. Við erum öll sem hópur að segja þessa sögu. Um það á leikhúsið einmitt að snúast, þ.e. að hópurinn skapi heildina. Því hópurinn er heildin.“ Að lokum er ekki úr vegi að spyrja hvers vegna Fjalla-Eyvindur og Halla tali enn jafnsterkt til nútímaáhorf- enda og fyrir rúmum hundrað árum. „Vegna þess að við erum ennþá að kljást við þessar sömu tilfinningar, þ.e. ást, gleði, missi, sorg og kúgun,“ segir Nína Dögg. „Og reynum að vera hamingjusöm skuldum vafin. Þetta er svo marglaga verk – eins og lífið sjálft,“ segir Stefán Hallur og bætir við að vangavelturnar sem í verkinu birtast um frelsið séu einnig mjög áhugaverðar. „Hvenær erum við frjáls? Og hvað er að vera frjáls?“ spyr Nína Dögg. „Er maður frjáls ef maður er ástfanginn? Getur ástin lifað af öræfi Íslands? Getur ástin lifað af þau áföll sem þau verða fyrir?“ spyr Stefán Hallur. „Ást þeirra er svo sterk að þó það fari fyrir þeim eins og fer, þá efast ég ekki um ást þeirra í lokin,“ segir Nína Dögg. „Ég er sam- mála því,“ segir Stefán Hallur. „Það eru bara aðstæðurnar sem ýta þeim á þennan stað,“ segir Nína Dögg. „Þau eru enn að berjast fyrir ástinni í ómögulegum aðstæðum,“ segir Stefán Hallur. „Og með svo ótrúlega mikið á samviskunni eða eins og Halla orðar það undir lok leikritsins: „Það er svo sárt.““ MENNING 91 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Tímarit Máls og menningar er kom- ið út, fyrsta hefti ársins 2015. Meðal efnis eru tvö áður óbirt ljóð sem Ein- ar Bragi skáld skildi eftir sig fullfrá- gengin; Kristín Ómarsdóttir tekur ýtarlegt og skemmtilegt viðtal við Álfrúnu Gunnlaugsdóttur rithöfund; hinn serbneski þýðandi bókarinnar Mánasteins eftir Sjón, Ana Stanice- vic, skrifar um tengsl bókarinnar við expressjónismann og þá einkum myndir norska málarans Edvards Munchs; Gísli Sigurðsson fjallar um Landnámu og heimildagildi hennar sem dregið hefur verið mjög í efa á umliðnum árum og Þorsteinn Þor- steinsson veltir vöngum yfir bók- menntakenningum og ljóðalestri í framhaldi af bók sinni um fjögur ljóðskáld sem kom út nú fyrir jólin. „Loks má nefna rækilega grein eftir Kjartan Má Ómarsson, „Húsin eru eins og opin bók“, sem fjallar um Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkisins, verk hans og samband við Jónas Jónsson frá Hriflu,“ segir m.a. í tilkynningu. Ritstjóri er Guð- mundur Andri Thorsson. Fyrsta TMM-hefti ársins Jóhann Sigur- jónsson (1880- 1919) var fyrsta íslenska skáldið á eftir höfundum fornbókmennt- anna sem vakti verulega athygli utan landstein- anna. Verkið Fjalla-Eyvindur var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykja- víkur 26. desember 1911 og hálfu ári síðar í Dagmar-leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Sú sýning bar hróður verksins víða og var það í framhaldinu þýtt á mörg tungumál og sýnt á Norðurlöndunum, í ýms- um borgum Þýskalands, sem og í Bretlandi, Hollandi, Eistlandi, Rúss- landi og Bandaríkjunum, auk þess sem gerð var þögul kvikmynd árið 1917 sem byggðist á leikritinu. Fjalla-Eyvindur var ein af þremur opnunarsýningum Þjóðleikhússins árið 1950. Það var aftur tekið til sýningar í Þjóðleikhúsinu árið 1988 og þá sýnt undir heitinu Fjalla- Eyvindur og kona hans. Leikritið hefur verið leikið hjá áhugaleik- félögum út um allt land og sett upp nokkrum sinnum hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Leikfélagi Akureyr- ar, auk þess sem leikhópurinn Aldr- ei óstelandi sýndi það árið 2011. Þess má geta að boðið verður upp á umræður í Þjóðleikhúsinu um verkið og uppfærslu þess eftir 6. sýningu laugardaginn 11. apríl auk þess sem sýningin verður til um- fjöllunar í Leikhúskaffi í Gerðubergi miðvikudaginn 29. apríl kl. 20. Vakti heimsathygli FJALLA-EYVINDUR HEFUR RATAÐ Á SVIÐ Í FJÖLMÖRGUM LÖNDUM Jóhann Sigurjónsson Morgunblaðið/Styrmir Kári Sterk „Ást þeirra er svo sterk að þó það fari fyrir þeim eins og fer, þá efast ég ekki um ást þeirra í lokin,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir sem leikur Höllu á móti Stefáni Halli Stefánssyni í hlutverki Fjalla-Eyvindar. Billy Elliot (Stóra sviðið) Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Fös 24/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Sun 26/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Mið 29/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Fim 30/4 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Sun 3/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Þri 5/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00 Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Mið 22/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 28/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Lau 11/4 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fim 26/3 kl. 20:00 3.k. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Fös 27/3 kl. 20:00 4.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Sun 29/3 kl. 20:00 aukas. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 17/5 kl. 20:00 Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi Hystory (Litla sviðið) Fim 26/3 kl. 20:00 Fors. Lau 11/4 kl. 20:00 3.k. Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Fös 27/3 kl. 20:00 Frums. Sun 12/4 kl. 20:00 4.k. Sun 29/3 kl. 20:00 2.k Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Minnisvarði (Aðalsalur) Fös 27/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 20:00 Vatnið (Aðalsalur) Lau 28/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 14:00 Mið 1/4 kl. 20:00 Minningartónleikar Elísabetar Sóleyjar (Aðalsalur) Fim 26/3 kl. 20:00 Carroll: Berserkur (Mörg rými Tjarnarbíós) Fim 9/4 kl. 20:00 Sun 12/4 kl. 20:00 Fim 16/4 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Þri 14/4 kl. 20:00 Fös 17/4 kl. 20:00 Lau 11/4 kl. 20:00 Mið 15/4 kl. 20:00 Aukablað alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.