Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 79
laugur hafði næmt auga fyrir fegurð í hvaða listformi sem hún var. Hann var mikill hagleiks- maður og var annálaður fyrir módelsmíði sína af ýmsum bygg- ingum og mannvirkjum. Það var alltaf ákveðin eftirvænting að skoða jólakortin frá Bíbí og Lauga, ekki bara vegna þess að kveðjurnar voru góðar, heldur vegna þess hversu falleg rithönd Guðlaugs var á kortunum. Þau voru hreint listaverk. Við systkinin, ásamt móður okkar og öllum hennar afkom- endum, minnumst allra góðu samverustundanna og biðjum góðan Guð að blessa Bíbi og styrkja í hennar sorg. Minningin lifir. Guðríður (Gurrý), Guðbrandur og Einar. Strandamaður af Guðs náð með blik hafarnarins í auga, skerpa til allra átta, glæsilegur, fríður sýnum, næmur fyrir and- ardrætti náttúrunnar, næmur fyrir mikilvægi þess góða, drengskaparmaður fram í fing- urgóma. Þannig var hann Laugi minn, svo sjaldgæfur að taldist til djásna í mannheimum. Áran hans var hekluð kostum ætta hans, verkgleði, vandvirkni, sköpun og skemmtilegheit, fullur bitakassi af glaðningi fyrir lífs- leiðina. Er hægt að hugsa sér betri mal til ferðar. Guðlaugur Jörundsson frá Hellu við Steingrímsfjörð var dverghagur völundur og á þeim vettvangi sem hann vann við lengi, módelsmíði, geymast ein- hver fegurst húsa og vettvangs- módel sem hafa verið smíðuð á Íslandi, ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu, Perlan í Öskjuhlíð, Þvottalaugarnar í Laugardal, Laufás í Vestmannaeyjum, Þjóð- arbókhlaðan, Borgarleikhúsið, Menningarmiðstöð Kópavogs, Nesjavallavirkjun, sundlaugin í Árbæ, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, lóð Háskóla Íslands, svo nokkuð sé nefnt. Laugi var einstaklega vandvirkur og ná- kvæmur. Frekar tók hann margra mánaða vinnu upp en að einn feill fylgdi með. Ég var að byggja hús í Reykjavík, bankaði upp á vinnustofu hans og spurði hvort ég gæti fengið aðstöðu hjá honum fjóra morgna til að gera módel af húsi mínu. Hann leit á teikningarnar, „fjóra morgna, ég hefði gaman af að sjá það. Mættu bara“. Ég kom til hans snemma á hverjum morgni í fjóra mánuði og var ekkert gefið eftir. Laugi var snjall tónlistarmað- ur, samdi tugi fallegra laga með- al annars við ljóð föður síns, Jör- undar listasmiðs og skálds á Hellu. Hann nam við Tónlistar- skóla Ísafjarðar með orgel sem sérsvið, söngkennarapróf við Kennaraskóla Íslands og söng- nám stundaði hann um skeið. Um langt árabil lék Laugi meðal annars í hljómsveitinni Skugg- um, lengst í Þjóðleikhúskjallar- anum. Var organisti á Ströndum. Hann lék á mörg hljóðfæri, harmonikku, píanó, hljómborð, orgel og gítar, alla tíð söngvari, snillingur á hvaða hljóðfæri sem hann snerti. Eins og Stranda- manna er siður, lá Laugi ekki á skoðunum sínum og þá var ekki verið að mylja moðið og talað í myndrænum náttúrugjörningum Vestfjarðaveldisins með öllum sínum sjarma, en svo skall hann skyndilega á með logni og þá var Laugi fimastur allra að stíga dans blíðunnar og brossins, kær- leikans og gamanseminnar eins og þeir átta sig á sem vita að það sem skiptir mestu máli er að hafa gaman af lífinu. Þar sem hann kom við sögu varð til eftirminnilegt landslag sem skipti máli. Og svo kemur galdurinn, hún Bíbí hans Lauga, stóri vinning- urinn í lífi hans þrátt fyrir öll hlunnindin sem hann fékk í vöggugjöf. Ást þeirra var afger- andi og falleg, full af skilningi, tillitssemi, gæsku og gleði og ef það hvessti þá endaði það alltaf eins og heiðaþeyr á Ströndunum í bylgjandi blíðu grasi. Þau hafa alltaf búið við anda heiðlóunnar, sérstæðar persónur saman og til mikils yndis. Það hefur verið magnað að fylgjast með umönn- un Bíbíar á honum Lauga henn- ar lokasprettinn þessa heims, fagurt ljóð. Megi góður Guð varðveita Lauga, vandamenn hans og vini. Hans verður sárt saknað. Megi hann eiga góða heimkomu á smábátabryggju himnarannsins þar sem bátar pabba hans og frænda liggja við kengi, ljóða- bönd í loftinu, ljúfmennska og ættmenni fara um hlöð þar sem maður er manns gaman undir bliki í auga vestfirska hafarnar- ins. Árni Johnsen. Vinur barna og dýra. Þau orð koma fyrst í hugann þegar minnst er okkar góða nágranna, Guðlaugs Jörundssonar (Lauga) í Bollagörðum á Seltjarnarnesi. Einstakt ljúfmenni var hann, með næmt auga fyrir hinu list- ræna í tilverunni. Þúsundþjala- smiður sem lengst af vann við módelsmíði en hafði einnig num- ið orgelleik og lokið söngkenn- araprófi, starfað sem organisti á Ströndum og samið falleg lög. En fyrst og síðast kynntumst við honum sem góðum og smekk- vísum nágranna sem lét sér annt um börn og dýr. Ef nágrannarnir brugðu sér af bæ þá voru þau hjónin Guð- laugur og Guðrún Valgerður jafnan meira en reiðubúin að gæta dýra, hvort heldur voru hundar eða kettir. Og sú gæsla var annað og meira en gæsla, fremur umhyggja sem innt var af hendi af einstakri ástúð. Harmsefni þeirra hjóna var að þeim varð ekki barna auðið en fjölmörg börn vina og ættingja fengu í staðinn að njóta hlýju þeirra og elskusemi. Við nágrannar Guðlaugs nut- um líka smekkvísi hans þegar kom að sameiginlegum fram- kvæmdum í raðhúsalengjunni. Þá var gott að njóta leiðsagnar hans og tillagna og minnistætt er þegar hann skilaði hallamæli með þeim orðum að hann væri skakkur! Við hlógum. Þetta lýsti vel nákvæmni hans. Guðlaugur átti við vondan sjúkdóm að stríða síðustu árin, tapaði smám saman minni og ýmsum einkennum sínum en alltaf var ástúðin til staðar og hlýlegt faðmlag. Einstök var um- hyggja Guðrúnar konu hans í veikindum hans, allt til hinstu dags. Guð blessi minningu Lauga, okkar elskulega nágranna, og styrki hans góðu konu í sorginni. Guðrún H. Brynleifsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson. Í janúar 1998 flutti fjölskylda okkar á Seltjarnarnesið og fljót- lega tókst með Eiríki, syni okkar á sjöunda ári, og Guðlaugi, ná- granna okkar í næsta húsi, mikil vinátta. Fóru þeir jafnan saman hönd í hönd og köstuðu korni á skafl norðan við húsið. Heyrðist þá fjaðraþytur í lofti af snjótitt- lingasveimi. Við urðum brátt málkunnug Lauga og eiginkonu hans, Bíbí, og með tímanum góð- ir vinir. Það var þó ekki fyrr en við fylgdum Lauga að æskuheimili hans á Hellu við Selströnd í Steingrímsfirði að við skildum hann til fulls. Undir lynggrónum hlíðum Helluháls blasir skerjótt strönd- in við og handan fjarðar Hólma- vík, Kálfanesfjall og Spákonufell. Efst á Helluhálsi eru Urriða- vötn. Á þessu heimili sveitar- höfðingjans, Jörundar Gestsson- ar, ólst hreiðurböggullinn Laugi upp í stórum systkinahópi. Sveitamenning liðinna alda, með sagnaskemmtun, eftirhermum og söng var enn lifandi á Strönd- um á árunum fyrir síðari heims- styrjöld. Snemma varð ljóst að Laugi var gæddur góðum tónlistargáf- um og fór hann til Ísafjarðar á þrettánda ári og nam við Tónlist- arskóla Jónasar Tómassonar. Tónlistin varð þó ekki hans ævi- starf þótt oft settist hann við flygilinn og rómansaði upp og niður tilfinningastigann eða léki á harmónikkuna í afmælis- veislum og mannfögnuðum, glað- ur og reifur. Líkanagerð eða módelsmíð varð hans ævistarf, hann var mikill nákvæmnismað- ur, smiður ágætur og listfengur, líkt og faðir hans. Verkstæði hans var undarlegt safn af sund- urleitum samtíningi, sem nýttist í smágerð mannvirki þar sem hlutföll voru nákvæm og efnis- áferð sem líkust byggingum sem síðar risu á grunni. Líkön hans eru víða aðgengileg og bera snilli hans vitni. Laugi var ágætur sagnamað- ur og hermdi fádæma vel eftir gömlum sveitungum sínum og ýmsum æringjum sem þóttu þess verðir að af þeim væru til sannfróðar sögur sem geymdu tilsvör þeirra. Var gaman að fylgjast með þegar hann fór á flug í þessari sérstöku útgáfu af íslenskri fyndni. Frá æskuheim- ilinu fylgdi honum innileg trú á gæsku guðs gagnvart breysk- leika mannanna. Sama átti raun- ar einnig við um stjórnmálaskoð- anir hans. Þær voru óbifanlegar, trúfesta hans rík og Sjálfstæð- isflokkurinn óbrigðull. Í grennd við Hellu áttu Laugi og Bíbí margar yndisstundir. Í Hellubrekkunum var unun að tína aðalbláberin og í nágrenni Urriðavatna slógu þau upp tjaldi og renndu fyrir silung. Þar ríkti kyrrð og friður og hamingjan ein. Á síðustu árum var Laugi illa haldinn af alzheimer og annaðist Bíbí hann af þeirri einstöku ást og virðingu sem einkenndi hjónaband þeirra. Undir það síðasta var minnið nær alveg horfið og orðaforðinn fátæklegur. Eitt það síðasta sem við heyrðum hann segja, var þó það sem hann hafði svo oft haft yfir: „Mikið ertu falleg, elskan mín“ og átti þá við hana Bíbí sína og „Guð er góður“. Hinn illvígi sjúkdómur máði aldrei út kær- leikann, sem honum var svo eðl- islægur, þótt flest væri frá hon- um tekið. Um leið og við kveðjum góðan vin vonum við að hann sé geng- inn þeim guði á hönd, sem hann treysti á frá því hann stóð við móðurkné. Ársæll og Ingveldur. Hvað er fyrsta orðið sem manni dettur í hug, þegar nafn Guðlaugs, Lauga, ber á góma? Sjálfstæðismaður? Módelsmið- ur? Hljóðfæraleikari? Fagur- keri? Ekki gott að segja, því hann var allt þetta og margt fleira. Laugi varð þess valdandi, ásamt Torfa bróður, að við Hild- ur hófum að byggja raðhús á Nesinu, en Torfi og Laugi unnu saman. Voru hús okkar Lauga hlið við hlið, í ellefu húsa Bollagarða- hverfinu, annars vegar hógvært hús viðskiptafræðingsins, ný- skriðins úr skóla, og hins vegar vandað og sérstakt hús hins mið- aldra módelsmiðs. Okkur varð vel til vina í þessu sambýli sem stóð í 18 ár. Var margt brallað, sem tengdi okkur saman, og einnig hverfið í heild. Eftir- minnilegt er t.d. stórafmæli Lauga sem stóð frá sólarupprás og fram á rauðanótt eftir viku undirbúning. Og þá er gott að minnast fallegs orgelspilsins og harmonikkuleiks sem gjarnan barst milli húsa í lengjunni. Var það gjarnan endurgoldið með trumbutakti og gítargargi frá bílskúrnum okkar, sem Laugi hafði fínan skilning á. Við þökkum Guðlaugi Jör- undssyni frá Hellu í Steingíms- firði samfylgdina á lífsins vegi, og sendum Guðrúnu (Bíbí) konu hans innilegar samúðarkveðjur. Minningin um Guðlaug er góð og friðsæl. Dýri og Hildur. MINNINGAR 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Það er mjög skrýtin og erfið stund að kveðja ást- vin. Það var samt svo gott að fá að kveðja þig, elsku afi minn, síð- ustu orð mín til þín voru „sofðu vel, elsku afi, ég sé þig á morg- un“. Á svona stundu fer hugurinn að reika og minningarnar marg- ar. Ég hugsa að fyrsta minningin mín um þig sé þegar þú komst með nýtt hjól fyrir mig frá Þýskalandi, þetta var fyrsta al- vöru hjólið mitt fyrir utan þrí- hjól. Ég vildi strax prófa nýja gripinn og var mjög stolt þegar ég náði tökum á því þar sem ég hjólaði upp og niður Gljúfraselið. Einnig er mjög sterkt í minning- unni ferðalögin um landið sem ég, þú, amma og Hildur fórum í. Þá var brunað austur fyrir fjall, kassettan góða látin í tækið og hlustuðum við á lýsingu á öllu landslagi og örnefnum ef við keyrðum á réttum hraða (60 til 70 km hraða). Afi, þú varst alltaf svokallað tæknitröll, um leið og vídeóupp- tökuvél varð almenningseign varst þú búinn að fjárfesta í einni þannig, ég held að ég viti um engan sem var eins duglegur að Halldór Stefán Pétursson ✝ Halldór StefánPétursson fæddist 14. maí 1934. Hann lést 26. febrúar 2015. Útför Halldórs fór fram 5. mars 2015. nota hana og þú. Þetta eru ómetan- legar og skemmti- legar minningar sem við búum að. Þú lést ekki þar við sitja, þú varst alltaf með á nótunum hvað tæknina varð- ar, auðvitað varstu með Facebook, áttir smartsíma og ipad. Þú varst alltaf með sterka skoðun á málefnum líðandi stundar og til í að detta í pólitískar umræður, ég á eftir að sakna þess að geta ekki rætt við þig og heyra þína skoðun. Þú varst þrjóskur og mikill baráttu- maður allt fram á síðustu stundu, það sást best á því hvernig þú tókst á við veikindin þín síðustu ár. Ég er svo þakklát fyrir að Eið- ur Rafn fékk að kynnast langafa sínum og var hann einnig þakk- látur fyrir að fá að kveðja þig. Morguninn þegar ég vakti hann rétt eftir að þú fórst sagði hann við mig: „Mamma, þú átt alveg eftir að brosa aftur, þú verður bara að hugsa eins og ég að langafi er ekki alveg farinn, hann er alltaf hjá okkur.“ Þó það sé erfitt að kveðja, þá veitir það mér huggun að vita til þess að þú sért á betri stað og færð að hvílast. Það er gott fólk sem tekur þér opnum örmum að handan. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Sjáumst seinna. Þín Stefanía. Ástkær eiginmaður minn, GÍSLI STEINSSON, Neðstaleiti 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Landakoti þriðjudaginn 17. mars. Útförin fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn 26. mars kl. 13. . Ólöf Thorlacius, ættingjar og vinir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður að Asparfelli 12, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 16. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ eru færðar sérstakar þakkir. . Baldur Kjartansson, Sóley Gestsdóttir, Guðmundur Bragi Kjartansson, Bára Kjartansdóttir, Jórunn Kjartansdóttir, Gunnhildur S. Kjartansdóttir, Páll Vignir Héðinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA STEINUNN LEIFSDÓTTIR frá Brúarreykjum, Borgarfirði, lést að heimili sínu Hrafnistu í Reykjavík 10. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík fyrir einstaka alúð og umönnun. Fyrir hönd ástvina, . Bryndís Ósk Haraldsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Sigríður Þorbjörg Þorsteinsdóttir. Okkar ástkæri, GÍSLI ÍSFELD GUÐMUNDSSON húsgagnasmiður, Víðivöllum við Elliðavatn, lést á líknardeild Landspítalans 23. mars. Jarðarförin auglýst síðar. . Ólafía Ólafsdóttir, Ólafur Kristinn Guðmundsson, Guðlaug Pétursdóttir, Björn Ingi Guðmundsson, Pétur Guðjónsson, Sigurður Vignir Guðmundsson, Gísli Finnsson, Guðmundur Víðir Guðmundsson, Elísa Finnsdóttir og fjölskyldur. Okkar ástkæra DALLILJA HULDA JÓNSDÓTTIR, Skólastíg 14, Stykkishólmi, andaðist 22. mars. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 28. mars kl. 13. Fyrir hönd aðstandenda, . Gunnar Jónsson. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR GUÐMUNDSSON frá Kvígindisfelli í Tálknafirði, lést á Hrafnistu laugardaginn 21. mars. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 31. mars kl. 13. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Blindrafélagið. . Ríkharð Óskarsson, Hrefna K. Óskarsdóttir, Georg Karonina, Hallgrímur Óskarsson, Ragna Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.