Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 64
SJÁVARÚTVEGUR Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landsvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Þ eir Eyjólfur Júlíus Pálsson og Halldór Heiðar Hall- dórsson opnuðu Hafið fisk- verslun árið 2006 og það má segja að verslunin hafi átt góðu fylgi að fagna strax frá fyrsta degi,“ segir Vera þegar hún er innt eftir tilurð fiskbúðarinnar og ástæðum fyrir góðu gengi. „Þeir voru þá frekar ungir, báðir á 24. aldursári og þetta var frumraun beggja í fyrirtækjarekstri. Þeir höfðu þó báðir mjög skýra hugsjón og hún var að bjóða alfarið upp á fyrsta flokks hráefni með góðri þjónustu. Það er auðvitað áhrifarík- asti galdurinn í þessu. Viðskiptavin- irnir lærðu fljótt hvaða gæðum þeir gengu að og þar sem Ísland er lítið land eru slík leyndarmál illa geymd, okkur til mikillar ánægju.“ Línuveiddur gæðafiskur Það helsta sem einkennir Hafið eru áherslunar og úrvalið af fersk- um fiski og fiskréttum, bendir Vera á. „Við erum töluvert stærra fyr- irtæki en margir gera sér grein fyrir. Hafið er eitt af umsvifamestu fyrirtækjum í þjónustu við mötu- neyti og veitingastaði á höfuðborg- arsvæðinu. Því fylgir bæði mjög mikil hagræðing og hröð velta á fiskinum. Það er því enginn freistnivandi til staðar hjá okkur að stelast til að selja fisk sem er ekki sá nýjasti. Fiskurinn sem við kaup- um er einnig veiddur á línu og er sá gæðamesti sem völ er á. Hann er meðhöndlaður af okkur sjálfum og við takmörkum aðkomu véla og tækja í því ferli. Við erum því ennþá ,,kaupmaðurinn á horninu“, persónulegt og einlægt fyrirtæki þrátt fyrir mjög breiða og mikla starfssemi.“ Allir sem hafa komið í Hafið þekkja úrvalið sem þar er af til- búnum fiskréttum. Skyldi ekki vera erfitt að viðhafa nýsköpun á þeim vettvangi þegar viðskiptavinirnir flestir eiga sína uppáhaldsrétti í fiskborðinu? Vera er fljót til svars. „Fiskréttirnir eru okkar stolt. Hvað varðar sérstöðu réttanna þá sækjum við innblástur frá öllum heimshornum og höfum í gegnum tíðina unnið hart að því að full- komna þá enda höfum við aðgang að fagaðilum í matreiðslugeiranum. Við höfum frábæran sölustjóra og matreiðslumeistara, Ingimar Alex Baldursson, fyrrverandi yfirkokk á Sjávarkjallaranum og áður mat- reiðslumann á Hótel Holti. Nokkrir réttir hafa verið „best sellers“ og stimplað sig inn í hjörtu við- skiptavina og við hróflum lítið við þeim. Þar má kannski helst nefna þorskinn í basil og hvítlauk, löng- una í austurlensku karríi og spænska saltfiskréttinn. Við höfum nýlega bætt við réttum sem eru innblásnir af mexíkóskri- og grískri matargerð svo eitthvað sé nefnt. Það skiptir því ekki máli hvernig mat maður er í stuði fyrir, fólk get- ur fengið fiskinn í þeim búningi og það þarf ekki að leita í skyndibit- ann.“ Nýjar fisktegundir ryðja sér til rúms Vera segir að helsta breytingin á fiskneyslumynstri landans sé lík- lega sú að fólk leitar því mun meira í fiskréttina heldur en ferska fisk- inn. „Vinnandi fólk með fjölskyldur hefur almennt minni tíma til að elda frá grunni og er duglegt að spara sér sporin með réttunum. Margir halda samt í þær hefðir að hafa reglulega soðinn fisk í matinn með öllu tilheyrandi. Ýsan er því nánast ósnertanleg þegar kemur að vinsældum. Hvað varðar aðsókn eftir tegundum þá hafa fiskteg- undir sem var hent hér á árum áð- ur rutt sér til rúms eins og t.d. langa. Hana er að finna í mjög mörgum réttum hjá okkur enda gott hráefni. Margir eiga samt erf- itt með að afmá gamla stimpla af ákveðnum tegundum en á sama tíma eru margir mjög nýj- ungagjarnir, þar sem matarmenn- ing Íslendinga er orðin mjög al- þjóðleg og fjölbreytt.“ Spurð um tilurð nýrra fiskrétta í fiskborðinu þá segir Vera þá alla byrja einfaldlega með hugmyndum. „Það gerist oft þegar okkur finnst tími til kominn að lífga upp á úrvalið, breyta til eða þegar við kynnumst nýjum hráefnum. Rétt- irnir eru því oft þróaðir út frá því hvað okkur finnst vanta fyrir við- skiptavini okkar sem jafnframt smellpassar fyrir bragðlaukana. Okkar starfsfólk, bæði áhugafólk og fagmenn í matargerð, vinna þá saman að þeim. Þrátt fyrir að við sjálf þróum réttina erum við mjög opin fyrir utanaðkomandi hug- myndum viðskiptavina og til dæmis geta fagaðilar hjá birgjunum okkar komið með hugmyndir þegar þeir fá til sín nýjar vörur. Við setjum ekki rétt í borðið fyrr en við erum alveg sátt við hann. Oft höfum við tilboð á honum til að byrja með til að kynna hann og sjáum svo hvað setur. Langoftast verða réttirnir mjög farsælir en það gefur til kynna að þróunarferlið og okkar eigið innsæi virki.“ Í dag eru tvær fiskbúðir reknar undir merki Hafsins, áðurnefnd búð við Hlíðarsmára og svo í Spönginni í Grafarvogi. Eru ef til vill fleiri opnanir á döfinni? Vera verður leyndardómsfull á svip við þessa spurningu. „Í augnablikinu er rosalega mikið á döfinni og stefnt er að frekari stækkun fyrirtækisins. Þrátt fyrir að ég freistist mjög til að segja frá þá get ég ekki greint frá því að svo stöddu, en við erum meðal annars að fara út í verkefni af toga sem við höfum ekki verið í áður. Forvitnir geta þó huggað sig við að það kem- ur allt í ljós á næstu mánuðum,“ segir Vera Dagsdóttir hjá Hafinu að endingu. Fiskréttirnir eru okkar stolt  Fátt er landanum kærara en að geta gengið að glænýjum fiski sem vísum í eftirlætisfiskbúðinni sinni  Fyrsta flokks hráefni og góð þjónusta er allur galdurinn, segir Vera Dagsdóttir Morgunblaðið/Styrmir Kári Sælkeramatur „Fiskréttirnir eru okkar stolt. Hvað varðar sérstöðu réttanna þá sækjum við innblástur frá öllum heimshornum og höfum í gegnum tíðina unnið hart að því að fullkomna þá.“ Ljúfmeti „Vinnandi fólk með fjölskyldur hefur almennt minni tíma til að elda frá grunni og er duglegt að spara sér sporin með réttunum. Margir halda samt í þær hefðir að hafa reglulega soðinn fisk í mat- inn með öllu tilheyrandi,“ segir Vera Dags- dóttir, markaðs- og fjármálastjóri Hafsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.