Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 100

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 100
100 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 VIÐTAL Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Alþjóðleg flautuhátíð í Reykjavík hefst á morgun og stendur yfir fram á sunnudag. Vegleg tónleika- dagskrá verður yfir helgina þar sem ókeypis verður á alla tónleika, auk þess sem 97 íslenskum börnum og unglingum gefst tækifæri á að þiggja kennslu í flautuleik og fram- komu frá reyndum alþjóðlegum kennurum. Áshildur Haraldsdóttir flautu- leikari er listrænn stjórnandi hátíð- arinnar og hefur borið hitann og þungann af undirbúningi hátíð- arinnar í samstarfi við Flautukór- inn ,,Undirbúningurinn hefur staðið yfir í hátt í eitt ár, með rykkjum og skrykkjum meðfram öðru,“ segir hún. Aðspurð um aðdragann að há- tíðinni, segir Áshildur góða pólska vinkonu sína, Ewu Murawska, hafa hvatt hana til að halda alþjóðlega flautuhátið á Íslandi og komið henni í samband við Ruth Wentorf, formann þýsku flautusamtakanna sem er jafnan kölluð Angela Mer- kel flautunnar. Þannig hafi eitt leitt af öðru. Hún segir það hafa verið auðvelt að finna erlenda þátttakendur fyrir hátíðina og margir hafi lýst yfir áhuga á þátttöku. Aldrei hafi jafn- margir erlendir gestir komið á flau- tuhátíð á Íslandi. ,,Erlendir gestir eru mjög spenntir að koma til Ís- lands. Ég þurfti jafnvel að vísa fjöl- mörgum frá sem vildu kenna á há- tíðinni. Mér gekk þar af leiðandi mjög vel að finna spennandi fólk frá fjölmörgum löndum til að koma, sem er með reynslu af tónlistar- kennslu á háskólastigi.“ Íslenski flautukórinn, sem hefur staðið fyrir mörgum flautuhátíðum hérlendis, kemur einnig að hátíð- inni. Áshildur segir þátttöku kórs- ins ómetanlega og bendir á að þrjú verk séu frumflutt á hátíðinni. ,,Við eigum frábæra kollega sem semja verkin sérstaklega fyrir há- tíðina og fyrir það erum við ótrú- lega þakklát. Þetta eru stórkostleg verk og stemmingin í Flautukórn- um er alveg sérstök. Hún einkenn- ist af góðri vináttu og hugsjóna- starfi.“ Ögrandi efnisskrá Hátíðin hefst í hádeginu á morg- un, föstudag, með opnunartónleik- unum, en þar verður ,,ögrandi efn- isskrá“ og óvenjulegur flutningur, eins og Áshildur orðar það. ,,Maður verður bara að mæta. Það er ekki nóg að heyra heldur þarf maður að sjá,“ segir hún. Á tónleikunum verða tvö verk frumflutt á Íslandi, bæði „Sea of names“ eftir Lasse Thoresen, handtaka tónskáldaverð- launa Norðurlandaráðs og verkið „Britney Whitney Clark Kent er ekki dulargervi“ eftir Carolyn Chen. Þá verða tónleikar í Norræna húsinu sama kvöld. Þar mun Ís- lenski flautukórinn flytja tónlist sem skrifuð hefur verið fyrir kórinn eftir íslensk tónskáld. Þrjú verk verða frumflutt á tónleikunum. Eitt þeirra er verkið „Fimm söngvar“ eftir Kolbein Bjarnason, flautuleik- ara og tónskáld. Þetta er fyrsta tónverk Kolbeins sérstaklega samið fyrir flautur en hann hefur verið flautuleikari um árabil. ,,Þarna renna saman flautuþekkingin og tónsmíðarnar. Verkið er vísun í hans flautuleikaralíf. Áratuga reynslu hans af flautuleik eru gerð skil í verkinu og er í raun óður til lífs flautuleikarans,“ útskýrir Ás- hildur. „Flytjendurnir á þessum tónleikum gjörþekkja flautuna. Þeir eru starfandi flautuleikarar og líka tónsmiðir meðfram öðru. Mörkin verða þar af leiðandi frekar óskýr á milli tónsmíða og flautuleiks.“ 97 börn frá sjö ára taka þátt Tónleikarnir á laugardagskvöld- inu verða svo tileinkaðir uppáhalds- lögum þeirra sem kenna á hátíð- inni. Endapunktur hátíðarinnar og í senn uppskeruhátið hennar verður svo síðdegis í Hörpu á sunnudeg- inum. Þar koma fram allir þátttak- endur hátíðarinnar á klukkustundar löngum tónleikum. ,,Ég býst við að við verðum um 110 manns sem spila á flautu í síðasta laginu.“ Að sögn Áshildar hafa 97 börn og ung- menni frá sjö ára aldri, sem æfa flautuleik, skráð sig til þátttöku á hátíðinni en þau munu njóta kennslu í mismunandi þáttum um helgina. Þau fá tækifæri til að auka þekk- ingu sína og getu í flautuleik, þiggja kennslu frá bestu flautuleik- urunum Evrópu, fá æfingu í að koma fram og enda svo á að koma fram á tónleikum í Hörpu fyrir full- um sal. ,,Þau verða líka innblásin hvert af öðru og hafa gaman,“ segir Áshildur og bætir við að tónlist sé óháð aldri, allir geti verið með. Helstu styrktaraðilar hátíð- arinnar eru menningar- og ferða- málasvið Reykjavíkurborgar, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Menn- ingarsjóður Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Norræna húsið, World Class og Norska sendiráðið. 110 flautuleikarar spila í Hörpu  Börn þátttak- endur og þrjú frumflutt verk Morgunblaðið/Eggert Flautuhátíð Áshildur Haraldsdóttir, listrænn stjórnandi flautuhátíðarinnar, segir dýrmætt að þrjú verk hafi verið samin sérstaklega fyrir hátíðina. Alþjóðleg flautuhátíð í Reykjavík fer fram dagana 27.-29. mars 2015. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana sem fara fram á Lista- safni Íslands, Hörpu og á tvennum tónleikum í Norræna húsinu. Opnunartónleikar hátíðarinnar verða haldnir föstudaginn 27. mars kl. 12.10 í Listasafni Íslands. Þar verða verkin Sea of names eft- ir Lasse Thoresen og Britney Whit- ney Clark Kent er ekki dulargervi eftir Carolyn Chen frumflutt á Ís- landi. Sea of names verður flutt af hjónunum Maiken Mathisen Schau flautuleikara og píanóleikaranum Trond Schau frá Noregi. Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari mun leika verkið Brit- ney Whitney Clark Kent er ekki dulargervi. Að tónleikunum loknum býður Kaffistofa listasafnsins upp á há- degisverðartilboð. Sama kvöld flytur Íslenski flautukórinn verk eftir íslensk tón- skáld, undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur. Á efniskránni má m.a. finna frumflutning á verkinu Síð- ustu dagar Bárðarbungu eftir Martial Nardeau sem er einn af kennurunum á hátíðinni, Grisaille fyrir tólf flautur eftir fyrrverandi flautunemanda Martials, tón- skáldið Þráin Hjálmarsson, og á verkinu Fimm söngvar eftir tón- skáldið og flautuleikarann Kolbein Bjarnason. Tón- leikarnir verða kl. 20.00 í Norræna húsinu. Laugardaginn 28. mars munu kennarar al- þjóðlegu flautu- hátíðarinnar flytja verk sem þeir hafa valið sér og þykir mikið til koma, á tón- leikum kl. 20.00 í Norræna húsinu. Munu sex mjög ólíkir flautuleik- arar koma fram og verður efnis- skráin því mjög fjölbreytt. Fram koma Caroline Debonne, Moshe Aron Epstein, Maiken Schau, Ruth Weintorf, Sibel Pensel, Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tóm- asdóttir, Magnea Árnadóttir og Martial Nardeau og píanóleik- ararnir Cordula Hacke og Trond Schau. Lokatónleikar hátíðarinnar verða haldnir sunnudaginn 29. mars kl. 17 í Hörpu. Þar munu yfir hundrað flautuleikarar, frá sjö ára til sjötugs, leika listir sínar á afar fjölbreyttum tónleikum. Á loka- tónleikunum mun ungt tónlistar- fólk flytja ólík samspilsatriði frá mismunandi tímabilum í fimm ólíkum sveitum. Þekkt nöfn úr flautuheiminum, kennarar við hátíðina, munu líka láta í sér heyra við þetta tækifæri. Vegleg dagskrá í þrjá daga ALÞJÓÐLEG FLAUTUHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Berglind María Tómasdóttir NÁNARÁWWW.GAP.IS HEIMAPAKKINN! SEM BIGGEST LOSER KEPP ENDUR FENGU MEÐ SÉR HEIM! HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5200200 ·GAP.IS TAKTUMÁLIN Í ÞÍNARHENDUR OGÆFÐUHEIMA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.