Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 58
58 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Opið bréf til Illuga Gunnarssonar. Sæll Illugi. Í lok síðasta árs ósk- aði ég eftir viðræðum við ráðuneytið um nýj- an þjónustusamning fyrir Menntaskólann Hraðbraut. Til fundar um málið var boðað 11. febrúar sl. Viðræður voru jákvæðar og fjallað m.a. um gott starf skólans á meðan hann starfaði. Þú sagðir hress í lok fundarins að þú mundir taka afstöðu til „beiðni Hrað- brautar um nýjan þjónustusamning á grundvelli fjár-hagslegrar hag- kvæmni fyrir ríkið“. Gladdist ég við að ákvörðunin ætti að byggjast á grunni sem mér fannst málefnalegur. Gekk ég af fundi algerlega sann- færður um að málið væri loks í höfn enda er Menntaskólinn Hraðbraut fjárhagslega hagkvæmasti fram- haldsskóli landsins fyrir ríkið, sam- kvæmt mínum útreikningum. Nú hef ég fengið synjun um nýjan þjón- ustusamning án þess að útreikningar „fjárhags- legrar hagkvæmni“ væru látnir fylgja með. Þótt ég sé mjög undr- andi á að hægt hafi ver- ið að komast að þessari niðurstöðu vænti ég ekki annars en að þú hafir staðið við loforð þitt um að niðurstaða máls þessa yrði byggð á útreikningum á fjár- hagslegri hagkvæmni. Hér að neðan er útreikningur minn á hagkvæmni Hraðbrautar fyrir ríkið og þau ungmenni sem velja skólann. Set ég útreikninginn fram í formi dæmis um nám ungmennanna Jóns og Gunnu. Þau eru í dag 25 ára. Fyrir níu árum völdu þau sér framhalds- skóla. Jón ákvað að fara í MR (4 ár) en Gunna ákvað að fara í Hraðbraut (2 ár). Þau luku bæði stúdentsprófi og fóru síðan í fimm ára nám í verkfræði í Háskóla Íslands. Gunna lauk meist- araprófi í verkfræði vorið 2013 en Jón mun ljúka sama prófi í vor, tveimur árum á eftir Gunnu. Reikningsdæmið lítur þá svona út fyrir ríkið (sleppt er að fara yfir kostnað við háskólanám Jóns og Gunnu þar sem sá liður er eins hjá þeim báðum og hefur því ekki áhrif hér): 1. Kostnaður ríkisins af framhalds- skólanámi Jóns og tekjur ríkisins af Jóni þessi 7 ár síðan hann lauk grunn- skóla: a. Stúdentspróf Jóns var tekið á fjórum árum frá MR sem var á þess- um tíma næst ódýrasti framhalds- skóli landsins. Prófið kostaði ríkið kr. 3.209.600. b. Þar sem Jón hefur verið í fullu námi síðan hann lauk grunnskóla hef- ur hann ekki haft nægar tekjur til að skila ríkissjóði tekjuskatti þennan tíma. 2. Kostnaður ríkisins af framhalds- skólanámi Gunnu og tekjur ríkisins af Gunnu þessi 7 ár síðan hún lauk grunnskóla: a. Stúdentspróf Gunnu var tekið á tveimur árum frá Hraðbraut sem var á þessum tíma ódýrasti framhalds- skóli landsins. Prófið kostaði ríkið kr. 3.118.100 eða 2,85% lægri upphæð en í MR. b. Gunna lauk námi sínu í verk- fræði vorið 2013. Hún fékk vinnu á verkfræðistofu og hefur verið í fullu starfi síðan. Laun hennar hafa verið prýðileg þennan tíma eða kr. 500.000 á mánuði. Heildartekjur hennar þennan tíma, sem Jón verður lengur í námi en hún, eru því kr. 500.000 * 24 mánuðir = kr. 12.000.000. Tekju- skattsgreiðslur Gunnu (fyrir utan aðra skatta) til ríkisins síðustu tvö ár nema því kr. 216.952 á mánuði * 24 mánuðir = kr. 5.208.848. Það er kr. 2.088.748 hærri upphæð en ríkið greiddi Hraðbraut fyrir nám Gunnu. Enginn annar skóli í landinu getur bent á slíka hagkvæmni enda, jafn ótrúlegt og þér kann að finnast það, þá sýna útreikningar mínir að tekjur ríkisins muni vaxa við að gera þjón- ustusamning við Hraðbraut! c. Ljóst er að ævitekjur Gunnu, vegna styttri námstíma, verða um 5% hærri en ævitekjur Jóns. Hagsmunir Gunnu af styttri námstíma eru því einnig miklir. Eins og fram var komið hefur þú neitað Hraðbraut um nýjan þjónustu- samning. Það hefur væntanlega verið gert „á grundvelli fjárhagslegrar hagkvæmni fyrir ríkið“ eins og þú lof- aðir á fundi okkar. Sjálfur tel ég þetta vera stórmál fyrir ríkissjóð og æsku landsins. Einnig er þetta stórmál fyr- ir eigendur Menntaskólans Hrað- brautar sem beðið hafa eftir nýjum þjónustusamningi með hundraða milljóna fjárfestingu frá árinu 2012. Með loforð þitt og ofangreinda hagsmuni í huga tel ég fullvíst að að baki ákvörðun þinni liggi vandaðir út- reikningar. Óska ég hér með eftir að fá að sjá þá. Virðingarfyllst. Eftir Ólaf H. Johnson » „…jafn ótrúlegt og þér kann að finn- ast það, þá sýna út- reikningar mínir að tekjur ríkisins muni vaxa við að gera þjón- ustusamning við Hraðbraut!“ Ólafur H. Johnson Höfundur er skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar. Er Hraðbraut hagkvæmur skóli? kÖku gerÐ hp www.flatkaka.is Er fjáröflun í gangi? hér er hugmynd að vörum til fjáröflunarsölu þjóðlegt, gómsætt og gott Pantaðu á flatkaka.is BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Páskastemning í Gullsmáranum Mjög góð þátttaka var í Gull- smára mánudaginn 23. mars. Spilað var á 15 borðum. Úrslit í N/S: Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonsson 346 Jón Bjarnar – Katarínus Jónsson 309 Gunnar Sigurbjss. – Sigurður Gunnlss. 288 Guðrún Hinriksd. – Haukur Hannesson 280 Þórður Jörundss. – Jörundur Þórðarson 279 A/V Unnar Guðmss. – Guðm. Sigursteinss. 338 Sigurður Njálsson – Óskar Karlsson 321 Sigurður Gíslason – Reynir Bjarnason 309 Birgir Ísleifsson – Jóhann Ólafsson 308 Jón I. Ragnarss. – Sæmundur Árnason 299 Ekki verður spilað í Gullsmára fimmtudaginn 26. mars vegna bæj- arkeppni við Reykjavík. Spilað verður í húsi Bridssambandsins við Síðumúla. Mánudaginn 30. mars verður svo páskastemning í Gullsmára. Frítt kaffi og meðlæti og páskaegg í verð- laun. Sextán borð hjá eldri borgurum í Rvík Mánudaginn 23. mars var spilað- ur tvímenningur á 16 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík.Efstu pör í N/S Haukur Harðarson – Ágúst Helgason 381 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 370 Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 365 Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 359 A/V Magnús Jónsson – Óli Gíslason 379 Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 376 Jóhannes Guðmannss. – Friðrik Jónss. 363 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 362 Fyrir mörgum, mörgum árum fékk Edda heitin Scheving listamannalaun í þrjá mánuði og ég man vel hvað hinn íslenski dansheimur gladdist með henni. Þið kann- ist öll við stéttaskipt- inguna í Indlandi, há- stétt og lágstétt. Á þessum tímum var listdans (nú oftast kallaður ballett) hástétt. Aðrir dansar eins og samkvæmisdans, þjóðdansar o.fl. voru lágstéttin, hið sama gilti um tónlist. Klassísk tónlist var hástétt, öll önnur tón- list lágstétt. Lágstéttartónlist var tekin miklu alvarlegar eftir að Sinfóníuhljómsveit Lundúna lék nokkur lög sem Bítlarnir höfðu samið. Þá sögðu tónlistarvitring- arnir „Nú, þetta er líka tónlist.“ Ég valdi danslög fyrir RÚV í 17 ár og eitt sinn eignaðist ég disk með sígildum lögum, öll útsett sem danslög. Spilaði þau flest í þætti mínum, en var strax á mánudegi kallaður fyrir tónlistar- stjóra, sem lét mig vita að ef ég spilaði aftur sígild lög sem dans- lög gæti ég átt mig. Ríkisútvarpið legðist ekki svo lágt að spila Perluveiðarana sem tangó eða Für Elisa sem vals og svo framvegis. Að sjálfsögðu fannst mér þetta út í hött, en hlýddi. Mörgum árum síðar spilaði ég þessi danslög hjá Útvarpi Sögu og spurði síðar um daginn stjórnandann þar hvort ég yrði nú rekinn en fékk svarið að lögin hefðu verið flott og ég þyrfti ekki að óttast brottrekstur, tímarnir breytast. Hér kemur ástæðan fyrir skrifum mínum því Grindavík hefur kosið danskennarann Hörpu Pálsdóttur sem handhafa menn- ingarverðlauna bæj- arins árið 2015. Laugardaginn 14. mars var ég við- staddur í troðfullri Grindavíkurkirkju þegar Hörpu Pálsdóttur voru afhent þessi verð- laun við mikinn fögnuð áhorfenda. Það gladdi mig vissulega mikið að Harpa Pálsdóttir fengi þessi verð- laun því hún var þjálfuð af mér og ég veit að hún á þessi verðlaun skilið. Mest er ég þó hrifinn af Grindavíkurbæ fyrir að veita danskennara þessi verðlaun. Ég veit að samkvæmisdans nýtur miklu meira álits en áður fyrr en samt er þetta alveg frábær við- urkenning, ekki eingöngu fyrir Hörpu persónulega heldur ekki síður fyrir dansinn í heild sinni. Nú á ég minninguna um Eddu Scheving að fá listamannalaun og Hörpu Pálsdóttur að fá viðurkenn- inguna menningarverðlaun ársins. Húrra Grindavík! Húrra Grindavík! Eftir Heiðar Róbert Ástvaldsson Heiðar Ástvaldsson »Klassísk tónlist var hástétt, öll önnur tónlist lágstétt. Höfundur er danskennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.