Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015
lÍs en ku
ALPARNIR
s
Faxafeni 8 // 108 Reykjavík
Sími 534 2727 // www.alparnir.is
www.alparnir.is
Góð gæði
Betra verð
✓
✓
25 - 50% afsl. af skíðavörum til páska.
Skíðahjálmar og
bakhlífar 30 - 50% afsl.
Gönguskíðabúnaður 30% afsl.
Svigskíðabúnaður
30 - 40% afsl.
Fjallaskíðabúnaður 25% afsl.
PÁSKASPRENGJA
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Samtök foreldrafélaga á Akureyri
hafa krafist þess að Akureyrarbær
endurskoði gjaldskrárhækkanir í
leik- og grunnskólum, sem tóku gildi
um áramót. Vistunargjöld og fæði í
leikskólum í bænum eru með þeim
næstu í bænum skv. ASÍ.
Samtökin gagnrýna m.a. að
börn greiði töluvert hærra verð fyr-
ir máltíðir en starfsmenn skólanna.
Einnig að leik- og grunnskólabörn í
bænum fái í mörgum tilfellum ekki
þá næringu sem ætlast er til skv.
viðmiðunartölum Lýðheilsustöðvar.
Gaman er að öflugum, stað-
bundnum fjölmiðlum. Þeir eru
nokkrir, en mér þykir vert að vekja
sérstaka athygli á einum og sá er
mjög staðbundinn: Heimasíða Verk-
menntaskólans á Akureyri.
Sá kunni fjölmiðlamaður, Óskar
Þór Halldórsson, sér um að skrifa á
síðuna, vma.is, og birtir þar nýtt efni
nær daglega. Fjallað er um eitt og
annað úr skólalífinu en áhersla lögð
á fólkið sjálft; viðtöl við nemendur,
sem eru jafn misjafnir og þeir eru
margir, og áhugamálin fjölbreytt.
Á síðunni má m.a. sjá að eftir
nokkurt hlé er nú röskur tugur
nemenda í múriðn í VMA. Þá var í
síðustu viku talað við sextán ára Ak-
ureyring, nema á almennri braut,
sem er ákveðinn í að leggja stund á
eldsmíði í framtíðinni. Jakob Ágúst
Róbersson stefnir á grunndeild
málmiðnar, síðan á í stálsmíði í
VMA og loks til útlanda. Horfir
hann til skóla á Englandi í því efni.
Nýverið var fjallað um skipti-
nemasamtökin AFS, sem kynntu
starfsemi sína fyrir nemendum í lífs-
leikni í VMA. Liður í kynningunni
voru frásagnir nemenda úr bæði
VMA og MA af upplifun sem skipti-
nemar í fjarlægum löndum. Þar
sagði Gunnuar [sem er að vísu í
Menntaskólanum á Akureyri!] með-
al annars frá því þegar máltíð henn-
ar á aðfangadagskvöld í Hong Kong
var McDonald’s hamborgari …
Sigríður Jóna Pálsdóttir, einnig
úr MA, var skiptinemi í Portúgal.
Henni kom á óvart að þar í landi
stunda stúlkur ekki fótbolta „og al-
mennt væri frjálsræði ungs fólks
minna þar en hér á landi.“ Athygl-
isvert er að kynnast hugmyndum
unga fólksins.
Þetta er ekki aprílgabb, segir í
tilkynningu sem barst frá Svalbarðs-
eyri: „1. apríl verða kvöldtónleikar í
Svalbarðskirkju með Svavari Knút
trúbador kl. 20. Aðgangseyrir 2.000
krónur.“
Þorri Hringsson sýnir nú mál-
verk í Hofi. Sýningin var opnuð fyrr
í mánuðinum og stendur fram í
ágúst. Þorri býr bæði í miðbæ
Reykjavíkur og á bökkum Laxár í
Aðaldal og er myndefni hans sótt í
náttúruna í dalnum fagra.
Minning Bítlanna verður heiðruð
í menningarhúsinu Hofi annað
kvöld, en um þessar mundir er hálf
öld síðan fjórmenningarnir frá Liv-
erpool komu fram á sjónarsviðið. Í
aðalhlutverki í Hofi verða söngv-
ararnir Björgvin Halldórsson, Matt-
hías Matthíasson, Stefán Jakobsson
og Eiríkur Hauksson.
Sýning frá Hönnunarsafni Ís-
lands, Ertu tilbúin, frú forseti? var
opnuð í Minjasafninu á Akureyri
um síðustu helgi. Þetta er skemmti-
leg sýning, sem vissulega varpar
ekki ljósi á forsetatíð Vigdísar í
heild en þarna eru sýnd fötin sem
hún klæddist, fylgihlutir, ýmsir
gripir og fjöldi ljósmynda frá for-
setaárunum. Þetta mun fjölsóttasta
sýning sem sett hefur verið upp í
Hönnunarsafni Ísands og full
ástæða til að hvetja alla til að kíkja
við.
Boðið er upp á leiðsögn um yf-
irlitssýningu Iðunnar Ágústsdóttur á
Listasafninu á Akureyri í dag kl.
12.45. Hlynur Hallsson safnstjóri tek-
ur á móti gestum og fræðir þá um
sýninguna og einstaka verk. Aðgang-
ur er ókeypis.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Vigdís forseti Margt áhugavert er á sýningunni – Ertu tilbúin, frú forseti? sem opnuð hefur verið í Minjasafninu.
Af Vigdísi og Verkmenntaskælingum
„Akureyringar hafa alltaf verið
duglegir að kom á bókamarkaðinn.
Þeim þykir mjög vænt um hann,“
sagði Kristján Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Bókamarkaðar ís-
lenskra bókaútgefanda, við Morg-
unblaðið í gærmorgun, eftir að dyr
markaðarins höfuð verið opnaðar.
Markaðurinn er að þessu sinni á
Óseyri 1, þar sem verslun Nettó
var til húsa fyrir margt löngu.
Kristján segir aldrei hafa verið
jafn margt í boði á markaðnum
nyrðra og nú. „Ég hef aldrei sett
upp jafn stóran markað hér og nú.
Titlarnir eru nánast jafn margir og
voru á markaðnum í Reykjavík, en
ég byrja með færri af hverri bók.
Verð svo bara duglegur að fá meira
sent norður ef þarf.“
Hljómsveitin Rökkurró heldur
tónleika á Græna hattinum annað
kvöld, í fyrsta skipti. Sveitin er ný-
komin af þriggja vikna tónleika-
ferðalagi um Evrópu og hyggst leik
plötuna INNRA í heild en hún var
gefin út síðasta haust.
Á laugardagskvöldið kemur
hljómsveitin Todmobile fram á
Græna hattinum. Hljómsveitin hef-
ur að undanförnu átt samstarf við
hetjurnar Jon Anderson úr Yes og
Steve Hackett úr Genesis, sem
koma báðir fram á þeirra nýjustu
plötu sem ber nafnið Úlfur.
Hvorki Anderson né Hackett
verða reyndar staddir á Akureyri á
laugardagskvöldið en sveitin ætlar
engu að síður að að flytja plötuna í
heild, ásamt öllum vinsælustu
sveitum hljómsveitarinnar í gegn-
um tíðina. Todmobile kemur fram á
tvennum tónleikum þetta sama
kvöld.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Bækur Kristján Kristjánsson við bókastaflana í gærmorgun.
Alltaf duglegir að
koma á markaðinn