Morgunblaðið - 26.03.2015, Page 28

Morgunblaðið - 26.03.2015, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 lÍs en ku ALPARNIR s Faxafeni 8 // 108 Reykjavík Sími 534 2727 // www.alparnir.is www.alparnir.is Góð gæði Betra verð ✓ ✓ 25 - 50% afsl. af skíðavörum til páska. Skíðahjálmar og bakhlífar 30 - 50% afsl. Gönguskíðabúnaður 30% afsl. Svigskíðabúnaður 30 - 40% afsl. Fjallaskíðabúnaður 25% afsl. PÁSKASPRENGJA ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Samtök foreldrafélaga á Akureyri hafa krafist þess að Akureyrarbær endurskoði gjaldskrárhækkanir í leik- og grunnskólum, sem tóku gildi um áramót. Vistunargjöld og fæði í leikskólum í bænum eru með þeim næstu í bænum skv. ASÍ.    Samtökin gagnrýna m.a. að börn greiði töluvert hærra verð fyr- ir máltíðir en starfsmenn skólanna. Einnig að leik- og grunnskólabörn í bænum fái í mörgum tilfellum ekki þá næringu sem ætlast er til skv. viðmiðunartölum Lýðheilsustöðvar.    Gaman er að öflugum, stað- bundnum fjölmiðlum. Þeir eru nokkrir, en mér þykir vert að vekja sérstaka athygli á einum og sá er mjög staðbundinn: Heimasíða Verk- menntaskólans á Akureyri.    Sá kunni fjölmiðlamaður, Óskar Þór Halldórsson, sér um að skrifa á síðuna, vma.is, og birtir þar nýtt efni nær daglega. Fjallað er um eitt og annað úr skólalífinu en áhersla lögð á fólkið sjálft; viðtöl við nemendur, sem eru jafn misjafnir og þeir eru margir, og áhugamálin fjölbreytt.    Á síðunni má m.a. sjá að eftir nokkurt hlé er nú röskur tugur nemenda í múriðn í VMA. Þá var í síðustu viku talað við sextán ára Ak- ureyring, nema á almennri braut, sem er ákveðinn í að leggja stund á eldsmíði í framtíðinni. Jakob Ágúst Róbersson stefnir á grunndeild málmiðnar, síðan á í stálsmíði í VMA og loks til útlanda. Horfir hann til skóla á Englandi í því efni.    Nýverið var fjallað um skipti- nemasamtökin AFS, sem kynntu starfsemi sína fyrir nemendum í lífs- leikni í VMA. Liður í kynningunni voru frásagnir nemenda úr bæði VMA og MA af upplifun sem skipti- nemar í fjarlægum löndum. Þar sagði Gunnuar [sem er að vísu í Menntaskólanum á Akureyri!] með- al annars frá því þegar máltíð henn- ar á aðfangadagskvöld í Hong Kong var McDonald’s hamborgari …    Sigríður Jóna Pálsdóttir, einnig úr MA, var skiptinemi í Portúgal. Henni kom á óvart að þar í landi stunda stúlkur ekki fótbolta „og al- mennt væri frjálsræði ungs fólks minna þar en hér á landi.“ Athygl- isvert er að kynnast hugmyndum unga fólksins.    Þetta er ekki aprílgabb, segir í tilkynningu sem barst frá Svalbarðs- eyri: „1. apríl verða kvöldtónleikar í Svalbarðskirkju með Svavari Knút trúbador kl. 20. Aðgangseyrir 2.000 krónur.“    Þorri Hringsson sýnir nú mál- verk í Hofi. Sýningin var opnuð fyrr í mánuðinum og stendur fram í ágúst. Þorri býr bæði í miðbæ Reykjavíkur og á bökkum Laxár í Aðaldal og er myndefni hans sótt í náttúruna í dalnum fagra.    Minning Bítlanna verður heiðruð í menningarhúsinu Hofi annað kvöld, en um þessar mundir er hálf öld síðan fjórmenningarnir frá Liv- erpool komu fram á sjónarsviðið. Í aðalhlutverki í Hofi verða söngv- ararnir Björgvin Halldórsson, Matt- hías Matthíasson, Stefán Jakobsson og Eiríkur Hauksson.    Sýning frá Hönnunarsafni Ís- lands, Ertu tilbúin, frú forseti? var opnuð í Minjasafninu á Akureyri um síðustu helgi. Þetta er skemmti- leg sýning, sem vissulega varpar ekki ljósi á forsetatíð Vigdísar í heild en þarna eru sýnd fötin sem hún klæddist, fylgihlutir, ýmsir gripir og fjöldi ljósmynda frá for- setaárunum. Þetta mun fjölsóttasta sýning sem sett hefur verið upp í Hönnunarsafni Ísands og full ástæða til að hvetja alla til að kíkja við.    Boðið er upp á leiðsögn um yf- irlitssýningu Iðunnar Ágústsdóttur á Listasafninu á Akureyri í dag kl. 12.45. Hlynur Hallsson safnstjóri tek- ur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgang- ur er ókeypis. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vigdís forseti Margt áhugavert er á sýningunni – Ertu tilbúin, frú forseti? sem opnuð hefur verið í Minjasafninu. Af Vigdísi og Verkmenntaskælingum „Akureyringar hafa alltaf verið duglegir að kom á bókamarkaðinn. Þeim þykir mjög vænt um hann,“ sagði Kristján Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Bókamarkaðar ís- lenskra bókaútgefanda, við Morg- unblaðið í gærmorgun, eftir að dyr markaðarins höfuð verið opnaðar. Markaðurinn er að þessu sinni á Óseyri 1, þar sem verslun Nettó var til húsa fyrir margt löngu.    Kristján segir aldrei hafa verið jafn margt í boði á markaðnum nyrðra og nú. „Ég hef aldrei sett upp jafn stóran markað hér og nú. Titlarnir eru nánast jafn margir og voru á markaðnum í Reykjavík, en ég byrja með færri af hverri bók. Verð svo bara duglegur að fá meira sent norður ef þarf.“    Hljómsveitin Rökkurró heldur tónleika á Græna hattinum annað kvöld, í fyrsta skipti. Sveitin er ný- komin af þriggja vikna tónleika- ferðalagi um Evrópu og hyggst leik plötuna INNRA í heild en hún var gefin út síðasta haust.    Á laugardagskvöldið kemur hljómsveitin Todmobile fram á Græna hattinum. Hljómsveitin hef- ur að undanförnu átt samstarf við hetjurnar Jon Anderson úr Yes og Steve Hackett úr Genesis, sem koma báðir fram á þeirra nýjustu plötu sem ber nafnið Úlfur.    Hvorki Anderson né Hackett verða reyndar staddir á Akureyri á laugardagskvöldið en sveitin ætlar engu að síður að að flytja plötuna í heild, ásamt öllum vinsælustu sveitum hljómsveitarinnar í gegn- um tíðina. Todmobile kemur fram á tvennum tónleikum þetta sama kvöld. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bækur Kristján Kristjánsson við bókastaflana í gærmorgun. Alltaf duglegir að koma á markaðinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.