Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 76
76 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 ✝ Gísli Krist-jánsson fædd- ist 2. ágúst 1924 í Reykjavík. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 16. mars 2015. Foreldrar hans voru Ingibjörg Árnadóttir ljós- móðir, f. 1.8. 1900, d. 26.6. 1996, ætt- uð frá Miðhúsum og Hlíð í Reykhólasveit og Krist- ján Franklín Gíslason vélsmiður, ættaður frá Fjarðarhorni í Gufudalssveit, f. 4.11. 1895, d. 25.12. 1958. Gísli var næstelstur fjögurra systkina en þau eru: a) Árni, f. 15.1. 1923, d. 10.11. 1985, c) Valdimar, f. 30.10. 1925, d. 30.8. 1984, og d) Þuríður, f. 10.2. 1928. Eiginkona Gísla var Erna Guðmundsdóttir, f. 16.11. 1925, d. 12.5. 2014. Þau gengu í hjóna- band 24. júlí 1948 og eignuðust þrjú börn. 1) Guðrún Gísladótt- ir, f. 24.10. 1950, maki Halldór Þórðarson, f. 1944. Synir þeirra eru: Þórður Dór Halldórsson, f. 1973, og Gísli Darri Halldórs- son, f. 1978, í sambúð með áhöfninni sem sótti Hæring til Bandaríkjanna 1948. Þá vann hann um árabil hjá Íslenskum aðalverktökum sf. á Keflavík- urflugvelli. Lengstan starfs- aldur átti hann hjá Reykjavík- urborg, 1958 –1994, fyrst sem vélagæslumaður og síðar sem yfirverkstjóri Vélamiðstöðv- arinnar. Síðustu árin, til starfs- loka, var hann tæknilegur ráðu- nautur á skrifstofu borgarverk- fræðings. Eftir starfslok lagði Gísli stund á listnám við Myndlista- skóla Reykjavíkur og Myndlista- og handíðaskóla Íslands í málun og skúlptúr. Gísli gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, m.a. fyrir Áskirkju, Kiwanishreyfinguna og TBO. Þá var hann heið- ursfélagi í Spoex, félagi psorias- is- og exemsjúklinga, og Mynd- höggvarafélaginu í Reykjavík. Gísli og Erna bjuggu fyrstu hjúskaparárin að Brávallagötu 42 en fluttu árið 1958 í nýbyggt hús að Rauðalæk 12. Lengst bjuggu þau í Sæviðarsundi 68, frá 1968–2003 þegar þau fluttu í Jökulgrunn 26. Síðustu mánuðina átti Gísli heimili að Stóragerði 7. Útför Gísla fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 26. mars 2015, kl. 13. Fanny Sanne Sis- saco, f. 1985. 2) Kristján Gíslason, f. 16.4. 1956, maki Ás- dís Rósa Bald- ursdóttir, f. 1956. Synir þeirra eru: Gísli Kristjánsson, f. 1981, í sambúð með Tinnu Jónsdóttur Molphy, f. 1979, þau eiga tvo syni: Krist- ján Gíslason Molphy, f. 2012, og Darra Gíslason Molphy, f. 2014. Baldur Krist- jánsson, f. 1983, í sambúð með Birnu Einarsdóttur, f. 1981, og Árni Kristjánsson, f. 1989. 3) Guðmundur Torfi Gíslason, f. 14.4. 1960, maki Ragnheiður Katrín Sigurðardóttir, f. 1962, sonur þeirra er Jökull Torfason, f. 1991. Gísli ólst upp í foreldrahúsum á Nýlendugötu 15 og starfaði við hlið föður síns frá unga aldri í Vélsmiðju Kristjáns Gísla- sonar. Hann útskrifaðist sem vélvirki frá Iðnskóla Reykjavík- ur 1945 og sem vélfræðingur frá Vélskóla Íslands 1954. Hann starfaði sem vélstjóri á íslensk- um millilandaskipum og var í Það hefur verið mikill og góður skóli að fá að lifa með og vera sam- ferða honum Gísla tengdaföður mínum í gegnum lífið, allt frá því að ég kynntist honum 18 ára að aldri. Nú hefur hann kvatt þetta jarð- líf en því lifði hann einstaklega vel, eiginlega listilega vel, í rúm 90 ár. Það er margs að minnast. Ég minnist manns sem lifði líf- inu af svo miklum krafti og áræðni alveg fram í andlátið að fáa þekki ég jafningja hans í þeim efnum. Ég minnist manns sem geislaði af gleði og gamansemi og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Ég minnist manns sem var ein- staklega frjór, hugmyndaríkur og framsýnn, stundum svo að hvorki ég né aðrir gátu fylgt honum eftir í hans vangaveltum. Ég minnist manns sem var uppfullur af náungakærleika og hjálpsemi, manns sem lifði sig svo inn í viðfangsefni sín að ekkert fékk stöðvað hann. Ég minnist manns sem umvafði fjölskyldu sína ást og umhyggju og studdi börn sín, tengdabörn og barnabörn í hverju því sem þau tóku sér fyrir hendur. Ég minnist manns sem var svo lánsamur að eignast eiginkonu sem hann virti og dáði enda var samlíf Gísla og Ernu með ein- dæmum fallegt og farsælt allt frá því að þau gengu í hjónaband árið 1948 og þar til yfir lauk. Ég minnist góðs tengdaföður sem kenndi mér svo margt um líf- ið og hvernig er eftirsóknarvert að lifa því. Ég minnist 2. ágúst 2014 þegar Gísli fagnaði 90 ára afmæli sínu með veislu í Iðnó þar sem hann var umvafinn fjölskyldu, vinum og samferðafólki. Þar sá ég myndar- legan, góðlegan og glaðan mann sem leit þakklátur og sáttur yfir lífið á þessu jarðríki. Það eru mikil forréttindi að eiga allar þessar minningar og margar, margar fleiri um elsku- legan tengdaföður minn og afa og langafa drengjanna minna. Nú þegar hann hefur kvatt þetta jarð- líf þá finn ég líka hvað það eru mikil forréttindi að geta gengið um heimili mitt og notið hinna mörgu listaverka sem sterkar hendur hans og síungur hugur skópu. Takk fyrir samfylgdina, elsku tengdapabbi, og hvíl þú í friði. Ásdís Rósa. Afi er dáinn. Það er sárt að missa hann og ömmu Ernu með tíu mánaða millibili. Það litla sem huggar er tíminn sem þau fengu – langur og litríkur. Ein fyrsta minningin er að sitja hjá afa og hlusta á allar bullu- sögurnar. Þær voru alveg ævin- týralega skemmtilegar og mér þykja þær ekki síður merkilegar en skúlptúrarnir hans. Hjá afa var grín og jákvæðni nefnilega við- horf. Hann var alltaf að reyna að lýsa upp í kringum sig. Brandar- arnir hittu oft í mark og það var stórkostlegt að sjá hann blómstra í margmenni þar sem grínið og gamansögurnar snerust oftar en ekki um hans eigin ófarir. Það hlýtur að hafa verið dapurt fyrir svona mikla félagsveru að missa marga vini síðustu árin, því ég held að hann hafi gengið fyrir hlátri. Einn dag í vetur sat ég hjá hon- um þegar síminn hans hringir. Afi svarar hálfþvoglumæltur eftir veikindi: „Já? … Já sæll og bless. Allt í fína, hann Gísli Darri er hérna hjá mér að pumpa út úr mér gamlar sögur … en ég hef ekkert að segja nema brandara af þér.“ Hlátur báðum megin línunnar. Það er líka ógleymanlegt úr æsk- unni þegar hann leyfði mér að kveikja og slökkva á gosbrunnin- um í Reykjavíkurtjörn með fjar- stýringu. Það var hvasst þennan dag og túristarnir fengu allar gus- urnar yfir sig. Hann hafði meira segja haft fyrir því að líma orðið „Gosi“ á fjarstýringuna. Smáatriði sem lítill drengur kunni að meta. Alltaf þótti mér samband hans og ömmu gullfallegt. Afi var dálít- ill draumóramaður með margar hugmyndir og því oft á undan sjálfum sér. Amma var raunsæis- manneskja og hélt honum á jörð- inni án þess þó að draga úr hon- um. Táknrænt fannst mér þegar hann var að gefa litlu fuglunum rúsínur í Sæviðarsundinu. Amma bað hann nú að hægja á sér á sér því fuglarnir væru orðnir spikfeit- ir og gætu ekki flogið með þessu áframhaldi. Amma hefur örugg- lega oft stýrt honum frá margri vitleysunni en aftur á móti líka hjálpað honum að komast á flug. Það var einstaklega gott að finna hvatningu frá þeim báðum þegar ég tók U-beygju eftir Verzl- unarskólann og hóf nám í teikni- myndagerð. Bransi sem blómstr- aði ekki beint, en þeim fannst mikilvægt að ég fylgdi ástríðunni. Slík hvatning er ekki sjálfgefin. Veturinn 2012 langaði afa að komast í sólina á Las Palmas en treysti sér ekki einn. Ég var á milli verkefna og skellti mér með. Burt- séð frá sólböðum, kokteilum og góðu spjalli þá er minnisstætt hversu góð áhrif hann hafði á ókunnuga. Því ekki talaði hann ensku en hann var einhvern veginn búinn að tileinka sér kæruleysislegt lát- bragð sem kætti meira að segja úrillt afgreiðslufólk. Auðvitað er það hálfgerð móðg- un við raunveruleikann að segja að einhver sé fullkominn. En afi gaf mikið af sér og ég ætla að reyna að tileinka mér hans lífsvið- horf og halda áfram að segja bullusögur. Gísli Darri Halldórsson. Minningarnar sem brutust fram þegar mér var tilkynnt að þú hefðir kvatt okkur voru ansi margar og magnaðar, afi minn. Enda varst þú gríðarlega stór partur af lífi mínu. Þrátt fyrir mik- inn söknuð og sorg þá fann ég einnig fyrir gleði í hjarta því það eru forréttindi að hafa átt afa eins og þig. Þú gafst mér fyrstu myndavélina mína, hjálpaðir mér að gera upp mína fyrstu íbúð, setja upp mitt fyrsta ljósmyndast- údíó, þú keyrðir mig upp á flugvöll þegar ég fór í margra mánaða bakpokaferðalag og svo mætti lengi telja. Þú varst upphafið að svo mörgu góðu en nú er komið að leiðarlokum hjá okkur, kæri afi. Allar minningarnar og gullkornin munu lifa og mun ég taka svo margt sem þú kenndir mér út í líf- ið. Kysstu ömmu frá mér. Baldur Kristjánsson. „Þeir komu hingað á Nýlendu- götuna með hestana sína. Við járnuðum þá í portinu.“ „Skíðin undan Katalínu-flugbátunum? Ég veit hvar þau lentu. Pabbi fékk þau í smiðjuna og við bræðurnir bjuggum til báta úr þeim. Sigldum um í höfninni.“ „Skothúsvegur- inn? Gamall öskuhaugur. Man eft- ir því. Þeir sturtuðu öskunni úr öskubílunum í Tjörnina og byggðu þannig upp undirlagið.“ Sennilega voru svona fróðleiksmolar um löngu liðna tíð það eina sem minnti okkur á aldur Gísla. „Flugvöllurinn? Erfitt og dýrt að vinna sig í gegnum hnausþykkt malbikið. Bara að geyma hann þarna. Leyfa komandi kynslóðum að ákveða afdrif hans. Flugvélar framtíðarinnar þurfa kannski miklu styttri lendingarbraut.“ Það var gaman að tala við Gísla. Hann var fróður og skemmtileg- ur. Hafði skoðanir á mörgu sem snéri að skipulagsmálum og því sem mætti kannski betur fara. Hann vann lengst af sem yfirmað- ur hjá Vélamiðstöð Reykjavíkur- borgar. Ótalmargt í umhverfi okk- ar er runnið undan hans rifjum. Til dæmis hannaði hann opnanleg járnhlið sem eru við göngustíga. Hann sá til þess að göngustígar í Hljómskálagarðinum eru breiðir. Þar var búið að skipuleggja þá mjóa. Gísli benti á að það væri svo miklu skemmtilegra fyrir barna- fólk með kerrur og vagna að geta gengið hlið við hlið og spjallað. Hann kom gosbrunninum fyrir í Tjörninni og setti á hann fjarstýr- ingu. Þegar íbúar við Bjarkargötu kvörtuðu yfir því að í vissri vindátt dreifðist leðja úr gosbrunninum yfir götuna, fékk hann einum þeirra fjarstýringuna og sá hinn sami gerðist gosbrunnsstjóri. Engar kvartanir bárust eftir það. Kynni okkar hófust fyrir rúm- um tuttugu árum þegar Mynd- höggvarafélagið í Reykjavík flutti starfsemi sína frá Korpúlfsstöðum að Nýlendugötu 15. Þar hafði ver- ið starfrækt vélsmiðja Kristjáns Gíslasonar um langt árabil. En tímarnir breytast og smiðjan var hætt að þjóna sínu upprunalega hlutverki. Gísli Kristjánsson var einnig kominn að tímamótum í sínu lífi, hefðbundinni starfsævi lokið en starfsorkan enn brenn- andi. Taugar til gömlu smiðjunnar voru sterkar og hann fór að venja komur sínar þangað, annað hvort færandi hendi eða gefandi góð ráð um betra verklag og vinnu- hagræðingu. Fyrr en varði var Gísli orðinn ómissandi í daglegu amstri okkar á vinnustofunni og sjálfur farinn að logsjóða og smíða af miklum eldmóði. Það var nota- legt að mæta til vinnu á Nýlendu- götunni, ekki síst þegar hann var búinn að kveikja upp í aflinum eða hella uppá könnuna. Það er auðvelt að grípa til há- stemmdra lofsyrða þegar Gísla er minnst. Hann var þúsundþjala- smiður, hugvitsmaður, listamað- ur, gæddur ríkri sköpunarþörf og ómældum húmor. Minning um verk hans, smíðisgripi og skúlp- túra, lifir í fallegri bók sem börn hans gáfu út í fyrra þegar hann fagnaði níræðisafmæli. Í Gísla eignuðumst við ómetan- legan og traustan vin sem við kveðjum í dag með söknuði og þakklæti. Hulda Hákon og Svava Björnsdóttir. Lífið kemur okkur oft á óvart. Það eru forréttindi að fá að fylgj- ast með vinum þegar aldurinn færist yfir þá og þeir takast stöð- ugt, af „eldmóði“, á við ný verk- efni, skila einstökum árangri og gleðja alla í kringum sig. En svo er eins hendi sé veifað og Lífið segir: „Nú kveð ég þig. Þinn tími til að „fara heim“ er kominn.“ Þessar setningar runnu gegn- um huga mér við fregnina um að Gísli Kristjánsson hefði kvatt okk- ur í hinsta sinn hinn 16. mars. Að- eins hálfum mánuði eftir að við nutum þess að vera með honum, dást að honum í vélsmiðjunni á Nýlendugötunni og eiga á eftir glaðlegar viðræður við hann í stórum vinahópi. Þau fylgdust að tæpa sjö ára- tugi, hjónin Erna og Gísli, ólík en samstillt. Jafnræði var með þeim. Bæði hæfileikarík, en hvort á sinn hátt. Og samveran ástrík. Erna lést fyrir tæpu ári – hún var reyndar byrjuð að kveðja löngu fyrr, en fallega brosið fylgdi henni alltaf. Gísli virtist aftur á móti enn í blóma lífsins, þrátt fyrir að vera kominn á tíræðisaldur, þegar hann hlýddi kallinu snögga. Minn- ingin um hann kallar fram angur- vært bros. Ferill Gísla Kristjánssonar hef- ur verið fjölþættur og glæsilegur. Án efa má rekja það til hæfileika, en þó tel ég að lunderni hans hafi ekki síður skipt máli. Þeirra verka sem hann kom að, sem iðkandi, stjórnandi eða kennari, verður án efa minnst af öðrum á verðugan hátt. Þessi orð eru hins vegar rituð til að minna á gildi þess að sam- skipti sem við eigum í lífinu af- markist ekki við þrönga aldurs- hópa heldur séu raunveruleg samvera kynslóða. Gísli Kristjáns- son varðveitti svo margt af því sem talið er einkenna yngra fólk í viðhorfum, áhuga og samskiptum. Megi mörgum auðnast að fylgja fordæmi hans. Með þakklæti minnist ég kynna minna af honum og votta afkomendum samúð okk- ar Arnlaugs. Anna Kristjánsdóttir. Það er gott og gaman að eign- ast nýjan vin. Á sama hátt er það sárt og saknaðarfullt að missa vin. Leiðir okkar Gísla lágu saman á vettvangi TBO fyrir tíu árum síð- an. Með okkur tókst vinátta þótt aldursmunurinn væri meiri en tuttugu ár. Gísli, sem nánast ólst upp í vélsmiðju föður síns, Krist- jáns Franklíns Gíslasonar, við Ný- lendugötu, hafði þá lokið langri starfsævi sem hönnuður og smið- ur ýmissa lausna í vélfræði en eld- móðurinn var ekki af honum runn- inn. Gísli fékk starfslokum sínum flýtt til að geta helgað sig listsköp- un í ellinni. Efniviður hans á þeim vettvangi var fyrst og fremst járn og í verkum hans mátti glöggt sjá að hann kunni á alla eiginleika efn- isins og nýtti sér þá til frjórrar sköpunar. Gísli var stoltur af verk- um sínum gegnum tíðina og einnig börnum. Í tilefni níræðisafmælis föðurins gáfu þau út listaverkabók með ljósmyndum af verkum Gísla auk þess að opna vefsvæði þar sem nálgast má sum verka hans á skemmtilegan hátt. Verkin sýna glöggt hugmyndaauðgi höfundar- ins og útsjónarsemi hönnuðarins auk þess að bera handbragðinu góðan vitnisburð. Gísli var maður ljúfur í lund, hlýr, glettinn og gamansamur. Hans er sárt saknað. Ég sendi Guðrúnu, Kristjáni, Guðmundi Torfa og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Arnlaugur Guðmundsson. Þótt hár aldur hafi vissulega verið farinn að segja til sín, bar andlát Gísla bráðar að en við átt- um von á. Þegar við litum til hans fyrir fáeinum vikum var hann glaður og reifur, nýlega fluttur í íbúð þar sem honum féll vistin af- ar vel og var þá þegar farinn að munda málarapensilinn eftir nokkurt hlé. Erna Guðmundsdóttir, kona Gísla, féll frá fyrir einungis um tíu mánuðum. Það var því stutt á milli brottfarar þessara góðu vina okk- ar. Kynnin við þau Ernu og Gísla eiga sér langa sögu. Ég undirrituð og Erna störfuðum saman á Skrif- stofu Ríkisspítalanna um áratuga skeið. En margs er líka að minn- ast frá samvistum utan vinnustað- arins. Við hjónin tókum upp þann hátt að fara reglulega með þeim Gísla og Ernu í leikhús, lengst af ásamt fleiri vinum, og áttum síðan góða stund yfir kaffiveitingum að sýn- ingu lokinni. Smám saman þynnt- ist hópurinn, svo að við vorum orð- in fjögur eftir áður en lauk. En þá höfðum við Gísli og Erna líka brugðið á það ráð að fara saman í utanlandsferðir. Urðu þær ferðir fjórar, allar farnar á árunum 2004 til 2006, og hver annarri eftir- minnilegri. Heimsóttir voru svo fjarlægir staðir sem Taíland og Kúba, og betri ferðafélaga en þau Ernu og Gísla var vart hægt að hugsa sér. Erna var með allra félagslynd- ustu konum, sem við höfum kynnst, meðal annars mótuð af starfi í skátahreyfingunni, sem hún hugsaði hlýtt til ævilangt. Og Gísli var enginn eftirbátur konu sinnar þegar til þess kom að halda gleði á loft, ævinlega með gaman- mál á vörum, eftir því sem við átti. Gísli gegndi um langt skeið ábyrgðarstörfum hjá Reykjavík- urborg, en hann gaf sig líka lista- gyðjunni á vald, einkum er á æv- ina leið. Hann kunni manna best með logsuðu að fara, og áhersla hans beindist því að gerð marg- víslegra skúlptúra, þar sem járn var uppistaðan. Eins og að ofan er getið lagði hann sig líka eftir list- málun. Niðjar Gísla eiga þakkir skildar fyrir að koma listaverkum hans myndarlega á framfæri í afar vel gerðri bók, sem gefin var út á níræðisafmæli Gísla og kynnt í veglegu afmælishófi í Iðnó síðast- liðið sumar. Allt hefur sinn tíma, er gjarnan sagt, en því er þó ekki að neita að við brotthvarf góðra vina fær til- veran eins og annan svip. Þannig er það nú þegar löng og gifturík ævi hjónanna Ernu og Gísla er á enda. Við blessum minningu þeirra og vottum niðjum þeirra einlæga samúð. Margrét Anna og Einar. Nokkrum sinnum á ævinni hitt- ir maður fólk sem hefur áhrif á mann til góðs, Gísli Kristjánsson var þannig maður. Ég var svo heppinn að kynnast Gísla fyrir um 50 árum, þá bara ungur strákur og ég man ennþá að þegar við kom- um í Sæviðarsundið var alltaf eitt- hvað í gangi í skúrnum, en samt tími til að spjalla við strákana og gefa góð ráð. Allir sem kynntust Gísla fengu sögur og brandara, alltaf glettin tilsvör, stríðni og brosið sem náði svo sterkt til augnanna. Eins og gengur fer unga fólkið sínar leiðir og ég hitti Gísla ekki eins oft um tíma, en þegar við feðgar leigðum hjá honum húsnæði í Síðumúlan- um breyttist það. Þá var hann hættur í skylduvinnunni og kom oft við og þá með vínarbrauð gær- dagsins og við fengum kaffi og sögur. Ef pabbi var ekki á staðn- um þegar hann kom, þá fékk ég nýjustu söguna með því loforði að segja honum hana ekki, þess vildi Gísli njóta. Gísli var sérlega handlaginn og hugmyndaríkur, við munum flest eftir kertastjökunum. En það var einstaklega gaman að sjá hann breytast í mikinn listamann og hvernig hann svo óeigingjarnt deildi tækni sinni og kunnáttu til annarra. Við hjónin erum svo heppin að eiga tvö falleg listaverk eftir Gísla sem við höldum mikið upp á og hafa heiðursstað á heimili okkar. Hann sýndi mér líka að þú ert aldrei of gamall til að fram- kvæma hugðarefni þín og drauma. Ég er viss um að við eigum öll skemmtilegar sögur af Gísla og segjum þær um ókomna framtíð. Þakka þér, kæri Gísli, fyrir liðna tíma. Elsku Kristján, Guðrún, Gummi, og fjölskyldur, hugur minn er hjá ykkur. Filippus Gunnar Árnason. Gísli Kristjánsson var fæddur og uppalinn á Nýlendugötu 15. Fyrir um 20 árum skipuðust mál þannig, gegnum samninga við borgaryfirvöld, að gamalgróin vél- smiðja Kristjáns Gíslasonar varð að athafnasvæði Myndhöggvara- félagsins í Reykjavík og æsku- heimili hans var að hluta breytt í kaffistofu sama félags sem löngum hefur verið kraumandi suðupottur framsækinnar list- hugsunar á Íslandi. Einhvern veg- inn þróuðust mál á þann veg að Gísli varð smám saman aftur, eftir farsæla starfsævi, fastagestur á æskuslóðum sínum. Hann gerðist meðlimur félagsins, kom sér upp björtu vinnuhorni í gömlu smiðj- unni og átti eftir að samsama sig skrafinu í kaffibrúsakörlum og te- konum sem nú höfðu yfirtekið stofuna í húsinu sem hann fæddist í. Þeir voru ófáir kringlupokarnir og kexpakkarnir sem hann kom með í húsið til að gleðja þennan fé- lagsskap. Það var í þessu um- hverfi sem ég átti þess kost að kynnast Gísla Kristjánssyni. Fljótlega kom í ljós í fari Gísla einstakt léttlyndi og jafnaðargeð, kurteisi, snyrtimennska og yfir- burða kunnátta, útsjónarsemi og alúð varðandi allt sem við kom járnsmíði. Í allri umgengni um verkfæri og hráefni ásamt viðmóti við fólk varð flestum ljóst að hérna var á ferðinni sannur meistari, og þeir eru aldrei margir til á hverj- um tíma. Nærveru hans í smiðj- unni fylgdi ávallt jákvæð nærvera, jafnvel það eitt að heyra hann vinna, þar sem yfirvegun fylgdi hverju handbragði fyllti viðstadda öryggistilfinningu og ró. Greið- vikni og hjálpsemi Gísla var ein- stök og oftar en ekki leysti hann úr vandamálum með nýjum lausn- um, þar sem saman fór smekkvísi og gallalaust handverk. Það var Gísli Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.