Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íslensk erfðagreining (ÍE) birti í gær fjórar greinar í vísindaritinu Nature Genetics. Þær eru byggðar á rannsóknum á erfðamengi meira en 104.000 Íslendinga þar sem beitt var nýjustu aðferðum við greiningu á samsetningu erfðaefnisins. Leiðarahöfundur Nature Genetics segir að hér sé um að ræða ítarleg- asta safn erfðaupplýsinga sem til sé um eina þjóð og að niðurstöðurnar auki skilning á stökkbreytingum, þróun, starfsemi gena og áhrifum þeirra á sjúkdóma. Hann segir að greinarnar fjórar vísi öðrum veginn við samskonar rannsóknir, um leið og þær veki spurningar um hvernig nýta skuli þekkingu af þessu tagi. Eina þjóðin í heiminum „Við höfum býsna gott innsæi í ís- lenskt erfðamengi,“ sagði Kári Stef- ánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar (ÍE). „Við erum eina þjóðin í heiminum þar sem menn hafa slíkt innsæi.“ Vísindamönnum ÍE tókst t.d. að fá innsæi í hversu algengt það væri að fólk hefði erft skemmda erfðavísa frá báðum foreldrum. „Þannig að 7,7% Íslendinga eru með að minnsta kosti einn erfðavísi þar sem þeir hafa erft stökkbreytingu bæði frá föður og móður sem kemur í veg fyr- ir að erfðavísirinn geti starfað,“ sagði Kári. Þetta vekur spurningar um hve algengt sé að þessir ein- staklingar séu með alvarlegan sjúk- dóm eða erfðagalla sem sé hamlandi og hve algengt það sé að menn séu með skemmdan erfðavísi en lifi samt eðlilegu lífi. „Við erum í aðstöðu til að svara þeirri spurningu og erum byrjuð að vinna að því,“ sagði Kári. Þá hefur ÍE tekist að sýna fram á stökkbreytingatíðni í Y-litningnum (karlkynslitningnum) sem má nota til að tímasetja ýmsa viðburði í þró- unarsögu mannsins. „Okkur tókst að sýna fram á að sá tími sem liðinn er síðan uppi var forfaðir allra Y- litninga í heiminum er 100.000 árum skemmri heldur en menn héldu áð- ur,“ sagði Kári. Hann sagði að þeim liði nokkuð vel með þessa tímasetn- ingu því hún væri nærri sú sama og þegar formóðir allra manna kom fram á sjónarsviðið. Kári sagði nokkuð ljóst að karlinn hefði ekki getað þróast nema hafa konu sér við hlið eða konan án þess að hafa karl með sér. Áhrif erfða á sjúkdóma Kári sagði að innsæið í erfða- mengi Íslendinga hefði verið notað til að gera alls konar uppgötvanir um erfðavísa sem hafa áhrif á sjúk- dóma. Sagt er frá nokkrum þeirra í þessum greinum. Þar er m.a. sagt frá erfðavísi sem hefur áhrif á hjart- sláttaróreglu, öðrum sem hefur áhrif á lifrarsjúkdóma og stökkbreyting í enn öðrum tvöfaldar líkur á að fólk fái Alzheimers-sjúkdóm. Kári sagði að sér þætti mikilvæg- ast af þessu öllu að nú hefði fengist það innsæi í erfðamengi Íslendinga að ef við sem samfélag vildum nota þær upplýsingar þá gætum við nú þegar farið að hafa áhrif á heilbrigð- iskerfið. „Við gætum gert það að kostnaðarlausu því þessar upplýs- ingar eru þegar til staðar hjá okkur. Í Bretlandi, Bandaríkjunum og ann- ars staðar í heiminum eru menn að láta sig dreyma um að afla svona upplýsinga,“ sagði Kári. Hann sagði að umræða um þetta hefði farið fram á undanförnum árum. Kári kvaðst telja að flestir væru sammála um að þessar upplýsingar ætti að nýta. Spurningin væri hvernig. Kári nefndi sérstaklega stökk- breytingu sem finnst í brjósta- krabbameinsgeni sem kallast BRCA2. Hún finnst í 0,8% Íslend- inga. Konur sem eru með stökk- breytinguna hafa með 86% líkur á því að fá banvænt krabbamein og lifa að meðaltali 11 árum skemur en konur sem ekki eru með stökkbreyt- inguna. Konur með stökkbreyt- inguna eru þrisvar sinnum líklegri til þess að deyja fyrir sjötugt en þær sem ekki eru með hana. Karlar sem hafa þessa stökkbreytingu eru 31⁄2 sinnum líklegri til þess að fá blöðru- hálskirtilskrabbamein heldur en þeir sem ekki eru með hana. Þeir eru sjö sinnum líklegri til þess að deyja af blöðruhálskirtilskrabba- meini heldur en þeir sem ekki eru með stökkbreytinguna og lifa sjö ár- um skemur en þeir sem ekki eru með þessa stökkbreytingu. Best þekkta erfðamengi þjóðar  Fjórar greinar eftir vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birtust í Nature Genetics í gær  Viðamiklar rannsóknir á erfðavísum sem hafa áhrif á sjúkdómslíkur og þróun sjúkdóma Morgunblaðið/Styrmir Kári Rannsóknir Íslensk erfðagreining hefur byggt upp ítarlegasta safn erfða- upplýsinga sem til eru um eina þjóð og veitir það margvíslega innsýn. Morgunblaðið/Styrmir Kári Erfðagreining Kári Stefánsson forstjóri segir að vilji menn nýta upplýs- ingar um erfðamengið þá gæti það strax haft áhrif á heilbrigðiskerfið. Íslensk erfðagreining (ÍE) var stofn- uð fyrir 18 árum. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, sagði að þegar þeir komu hingað hefðu engir innviðir og engin hefð verið fyrir svona rann- sóknum á Íslandi. Á nokkrum árum hefði tekist að byggja upp fyrirtækið á þann hátt að nú hafi það verið leið- andi á heimsvísu á þessu sviði í fimmtán ár. Þó séu þeir að keppa við stofnanir við háskóla sem starfað hafa öldum saman. Vísindamenn ÍE hafa birt um 400 vísindagreinar á sviði erfðarann- sókna. Greinarnar fjórar sem birtust Nature Genetics í gær voru því enn eitt framlagið til þessara vísinda sem kemur frá Íslandi. Ein greinanna segir frá því hvern- ig nákvæm raðgreining erfðaefnis 2.636 Íslendinga var notuð til að finna erfðabreytileika. Einnig hvernig reiknilíkön notuðu nið- urstöðurnar til að fylla nánar út í þá mynd sem áður lá fyrir af erfðaefni landsmanna og byggðist á grófari greiningu sýna frá yfir 104.000 ein- staklingum og gögnum um ætta- tengsl landsmanna. Kári greindi frá því í gær að búið væri að raðgreina enn meira frá því að greinin var skrifuð. Nú hafa meira en 10.000 íslensk erfðamengi verið raðgreind. Það má þakka nýj- um tækjum sem eru mun hraðvirk- ari en þau sem áður voru notuð. „Nú erum við að taka gögnin í notkun og það eru spennandi dag- ar,“ sagði Kári. „Við gerum hverja uppgötvunina á fætur annarri á nýj- um stökkbreytingum sem hafa áhrif á hina og þessa sjúkdóma. Það verð- ur mjög spennandi að segja heim- inum frá því á næstu mánuðum.“ Alzheimer og óvirk gen Í annarri grein er því lýst að á grundvelli þessarar vinnu hafi tekist að finna breytileika sem auka hættu á Alzheimers-sjúkdómnum. Þá rannsókn unnu vísindamenn ÍE í samstarfi við lækna á Landspít- alanum. Þetta er þriðja greinin á innan við þremur árum sem lýsir mikilvægum niðurstöðum þeirrar samvinnu. Sú fyrsta þeirra birtist 2012 og síðastliðið sumar veittu bandarísku Alzheimers-samtökin Kára Stefánssyni verðlaun fyrir hana sem mikilvægasta framlag síð- ustu tveggja ára til rannsókna á eðli Alzheimers-sjúkdómsins. Þriðja greinin fjallar um áhrif óvirkra gena. Hver einstaklingur ber tvö eintök af genum; annað frá móður og hitt frá föður. Verði breyt- ing í öðru eintakinu sem gerir það óvirkt, getur hitt tekið við að stýra viðkomandi starfsemi í líkamanum. Séu hins vegar breytingar í báðum eintökum sem gera þau óvirk, stöðv- ast viðkomandi starfsemi algerlega. Mýs hafa verið notaðar í áratugi til að rannsaka áhrif óvirkra gena. Það er líka hægt að gera slíkar rann- sóknir hjá mönnum, en til þess þarf nákvæm gögn. Nýju aðferðirnar sýna að á Íslandi má finna nærri 8.000 einstaklinga með bæði gen óvirk vegna sjaldgæfra stökkbreyt- inga. Frekari rannsóknir gætu gefið dýrmæta vitneskju um hlutverk ein- stakra gena í líffræði mannsins og opnað möguleika til að þróa ný lyf og aðferðir til greiningar sjúkdóma. Fjórða greinin frá ÍE fjallar síðan um stökkbreytingar í Y karlkyns- litningnum. Með íslensku gögn- unum, sem spanna margar kyn- slóðir, er hægt að ákvarða tíðni stökkbreytinga í Y litningnum í gegnum aldirnar af meiri nákvæmni en áður. Þær niðurstöður má síðan nota til að tímasetja hin ýmsu stig í þróun mannkyns og menningar. Morgunblaðið/Sverrir Íslensk erfðagreining Gríðarmikið starf hefur verið unnið á 18 árum. Leiðandi í erfðarann- sóknum á heimsvísu  Vísindamenn ÍE hafa nú birt um 400 vísindagreinar Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, sagði að Obama Bandaríkjaforseti hefði sagt fyrir nokkrum árum að Banda- ríkjastjórn ætlaði að verja 300 milljónum dollara til að raðgreina erfðaefni Alzheimers-sjúklinga í von um að finna erfðavísa sem verja gegn sjúkdómnum. „Á nákvæmlega sama tíma fund- um við stökkbreytingu sem ver gegn Alzheimers-sjúkdómnum,“ sagði Kári. Ári síðar lýstu vís- indamenn ÍE stökkbreytingu sem eykur líkur á að fá sjúkdóminn. Þriðja framlag ÍE til rannsókna á Alzheimers birtist í gær. Kári sagði að unnið væri að þró- un lyfja gegn sjúkdómnum m.a. á grundvelli niðurstaðna rannsókna ÍE. Uppgötvanir ÍE sýni að ef takist að hemja tiltekinn efnahvata, sem stuðlar að þróun sjúkdómsins, sé al- veg öruggt að það hægi á þróun sjúkdómsins. Afleiðingin sé sú að lyfjaheimurinn sé farinn að beita sér af miklum krafti að þróun lyfja gegn sjúkdómnum. „Þessar þrjár uppgötvanir okkar í Alzheimers-sjúkdómi eru það markverðasta sem gerst hefur rannsókn á Alzheimers-sjúkdómi í 25-30 ár,“ sagði Kári. Unnið að þróun lyfja gegn Alzheimers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.