Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 105

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 105
MENNING 105 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Eggsy“ Unwin (TaronEgerton) er týpískurbreskur vandræðaung-lingur, sem missti pabba sinn sem barn, en faðirinn dó í há- leynilegri aðgerð í Afganistan árið 1997. Síðan þá hefur hann gengið um með medalíu sem Harry Holt (Colin Firth) gaf fjölskyldunni í þakkarskyni, með þeim skilaboðum að aftan á henni væri símanúmer sem hægt væri að hringja í ef fjöl- skyldan lenti í vandræðum. Þegar „Eggsy“ er handtekinn fyrir að stela bíl eru góð ráð dýr, og hann hringir í númerið. Áður en hann veit af, er Harry búinn að út- nefna hann sem mögulegan leyni- þjónustumann í einkareknu leyni- þjónustunni Kingsman, en þeir sem vilja starfa fyrir hana þurfa að uppfylla ströngustu kröfur. Meðan á þjálfuninni stendur kemur hins vegar upp ný krísa. Margt frægt fólk hefur horfið, og grunur leikur á að því hafi verið rænt. Það mun því mæða nokkuð á Eggsy vilji hann standast námið og bjarga heiminum um leið. Andi gömlu James Bond-mynd- anna svífur yfir vötnum í Kings- man: The Secret Service, kannski ekki síst í hinum stórkostlega fá- ránlega og langsótta söguþræði myndarinnar, sem stenst nánast enga rökrétta skoðun. Myndin er raunar dugleg að vísa í þá stað- reynd. Samuel L. Jackson tekst nánast á flug í ofleik sínum á vonda kall- inum, Richmond Valentine, millj- arðamæringi sem er með djarfa áætlun um að bjarga jörðinni frá hlýnun af mannavöldum með því að fjarlægja mestallt mannkynið. Colin Firth nýtur sín sömuleiðis í hlutverki njósnarans Galahad sem tekur Eggsy undir verndarvæng sinn. Aðrir leikarar eins og Mark Strong og nafni hans Hamill (Star Wars) eiga einnig góða spretti, auk þess sem gamla brýnið Michael Caine er sem sniðinn í hlutverk sitt sem yfirmaður leyniþjónustunnar. Kannski er einn helsti annmark- inn í leikaravalinu sá, hvað kven- persónur myndarinnar láta lítið að sér kveða, þó reyndar sé Sofia Boutella ágæt í hlutverki sínu sem helsti morðingi Valentines. Ljóst er að leikstjórinn Matthew Vaughn (Kick-Ass) ákvað að nú væri rétti tíminn til þess að keyra allt upp í ellefu í hasar og hama- gangi og líður myndin eiginlega fyrir það að persónusköpunin fær aðeins að víkja, og einhverjir gætu átt erfitt með að lifa sig inn í myndina. Á móti þessum vanköntum koma frábær og sjónræn hasaratriði með mjög húmorísku ívafi. Ekki skemmir fyrir að dægurtónlist er fléttað inn í myndina á mjög skemmtilegan hátt, og má þar nefna lög eins og „Money for Not- hing“ með Dire Straits og „Freeb- ird“ með Lynyrd Skynyrd. Síð- arnefnda lagið er reyndar tvinnað inn í eitt magnaðasta ofbeldisatriði sem sést hefur í langan tíma á hvíta tjaldinu, þar sem meðlimir í öfgatrúarsöfnuði í Bandaríkjunum ganga berserksgang og við fáum grafíska sýningu á færni kóngs- manna. Ólíkt því sem gengur og gerist í slíkum atriðum er það tek- ið nánast í einu skoti og virka að- farirnar eins og ofbeldisfullur ball- ett. Ef það er ekki þegar ljóst af þessari lýsingu, þá er Kingsman: The Secret Service ekki við hæfi barna, þar sem ofbeldið keyrir um þverbak. Hausar springa, limir fjúka af og tennur fljúga. Þá er nokkuð um sótsvartan húmor í myndinni. Á það ekki síst við um lokaatriði myndarinnar, sem inni- heldur grófan kynlífsbrandara, (í enn einu skotinu á James Bond), sem á eflaust eftir að fara fyrir brjóstið á einhverjum, og dregur nokkuð úr gildi myndarinnar. Að því sögðu er Kingsman alveg ágætis skemmtun sem tekur sig alls ekki of alvarlega, og ættu áhorfendur að varast að lesa of mikið í hana. Eins og sagt er í myndinni sjálfri: Þetta er ekki þannig bíómynd. Óheflað og fjörugt ofbeldi Kóngsmenn Colin Firth og Taron Egerton í hlutverkum sínum í Kingsmen: The Secret Service. Laugarásbíó og Smárabíó Kingsman: The Secret Service bbbmn Leikstjórn: Matthew Vaughn. Handrit: Jane Goldman og Matthew Vaughn. Að- alhlutverk: Colin Firth, Samuel L. Jack- son, Mark Strong, Taron Egerton, Sop- hie Cookson, Sofia Boutella, Mark Hamill og Michael Caine. Bretland og Bandaríkin, 2014. 129 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR ar fjölbreyttari en ella og sem dæmi um þá fjölbreytni má líka nefna „Allt líf“, lag sem er eins og mantra, síend- urtekið stef og texti eftir Shake- speare, mjög í anda gjörninga Ragn- ars Kjartanssonar. „Allt líf skal fölna og falla, deyja til þess að lifa um eilífð alla,“ er sungið aftur og aftur við fagran hljóðfæraleik og maður fellur nánast í trans, verður allur miklu slakari. Eitt besta lag plötunnar er eftir Bubba Morthens, „Háflóð“, sem Teitur flytur í mjög einfaldri útsetn- ingu, syngur og leikur á gítar og ger- ir óaðfinnanlega. Gott ef hann slær ekki kónginum sjálfum við! Það er mikil sköpunar- og leikgleði á þessari fyrstu sólóplötu Teits sem ég hef hlustað á reglulega allt frá því hún kom út í fyrra og hef ekki enn fengið leiða á. Það hefur greinilega verið gaman hjá Teiti og vinum hans í hljóðveri og tilraunamennska í hljóðfæravali gerir plötuna litríka, leikið á framandi hljóðfæri á borð við cuica, sas og sítar. Að lokum ber að hrósa Sigurlaugu Gísladóttur, tón- listar- og myndlistarkonu, fyrir glæsilega hönnun umslags. Afbragð Teitur Magnússon (28) sendi frá sér eina bestu plötu síðasta árs. JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð og endingargóð vetrardekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er Besta leikkona í aðalhlutverki ÍSLENSKUR TEXTI NÝ STUTTMYND VERÐUR SÝND Á UNDAN ÓDÝRT KL. 5:25 800 KR. BARNAVERÐ FYRIR ALLA Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxus HÖRKUGÓÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.