Morgunblaðið - 26.03.2015, Page 90

Morgunblaðið - 26.03.2015, Page 90
VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er óneitanlega gaman að kljást við þessa þjóðsagnapersónu, því Fjalla-Eyvindur stendur okkur Ís- lendingum mjög nærri og allir telja sig þekkja hann. En, líkt og með öll önnur hlutverk sem ég tekst á við, reyni ég að leita að manneskjunni fremur en að leika goðsögnina. Það hefur því verið mjög gaman á æfinga- ferlinu að skoða og rannsaka ólíkar hliðar þessa manns. Þetta er að ein- hverju leyti okkar Hamlet,“ segir Stefán Hallur Stefánsson sem fer með hlutverk útilegumannsins fræga í Fjalla-Eyvindi og Höllu sem Þjóð- leikhúsið frumsýnir á stóra sviðinu í kvöld. Leikritið er eftir Jóhann Sig- urjónsson en leikstjórinn Stefan Metz, sem hlaut mikið lof í fyrra fyrir uppfærslu sína á Eldrauninni eftir Arthur Miller, hefur unnið eigin leik- gerð upp úr verkinu. „Halla er mögnuð af því að hún er svo sterk,“ segir Nína Dögg Filipp- usdóttir sem fer með hlutverk Höllu. „Hún er dæmigerð íslensk kona, en heilt yfir eru íslenskar konur mjög sterkar. Við grenjum alveg, en erum á sama tíma svakalega harðar af okk- ur. Halla er fylgin sér, ákveðin og í raun algjör frenja. Hún er miklu sterkari en allir karlmenn verksins. Hún fer úr góðum aðstæðum þar sem hún er húsfreyja yfir stóru búi með fólk í vinnu og flýr til fjalla fyrir ást- ina,“ segir Nína Dögg. „Sem krefst mikils hugrekkis,“ segir Stefán Hall- ur. „Ekki síst á þessum tíma,“ segir Nína Dögg. Að sögn Stefáns Halls og Nínu Daggar velur leikstjórinn í nálgun sinni að leggja aðaláhersluna á ást- arsöguna í verkinu. „Stefan Metz er búinn að stytta verkið og vinna al- gjörlega sína leikgerð upp úr verk- inu,“ segir Nína Dögg. „Segja má að það sé búið að kjarna verkið í það sem það er, sem er saga þessara tveggja einstaklinga sem berjast fyrir ást- inni,“ segir Stefán Hallur og bendir á að búið sé að strika út megnið af nátt- úrulýsingum verksins. „Auðvitað hefur verið erfitt að sjá á eftir mörgum þessara lýsinga, því þetta er svo fallegt vegna þess að Jó- hann var svo stórkostlegt skáld. En styttingarnar þjóna sýningunni og sögunni sem Stefan Metz vill segja,“ segir Nína Dögg og tekur fram að það sé viss kostur að fá menn að utan sem litið geti verkið ferskum augum. Þar vísar hún annars vegar til Metz og hins vegar til Sean Mackaoui, sem hannar leikmynd og búninga. „Þeir koma að hreinu borði þegar þeir byrja vinnu sína með verkið. Við Íslend- ingar berum svo mikla virðingu fyrir þessu leikriti og leikskáldinu að við þorum kannski ekki að nálgast verkið alfarið á eigin forsendum, en þeir eru alveg lausir við slíkan ótta,“ segir Nína Dögg. Þegar leikritið var frumsýnt hér- lendis árið 1911 og þegar það var ein af þremur opnunarsýningum Þjóð- leikhússins árið 1950 var titil þess Fjalla-Eyvindur, en síðast þegar það var leikið í Þjóðleikhúsinu árið 1988 var það sýnt undir heitinu Fjalla- Eyvindur og kona hans. Enn hefur titlinum verið breytt og nefnist verkið nú Fjalla-Eyvindur og Halla. Það liggur því beint við að spyrja hvort breyttur titill sé til merkis um að hlut- ur Höllu sé gerður meiri í nýju leik- gerðinni. „Sagan hverfist að miklu leyti um Höllu. Í raun ætti verkið að heita Fjalla-Halla,“ segir Stefán Hall- ur. „Hún tekur þá ákvörðun að fylgja ástinni til fjalla. Hún berst við yfir- valdið í sínum hreppi. Fjalla- Eyvindur er auðvitað goðsögnin og flestar heimildir fjalla fyrst og fremst um hann. Það hefur ekki verið skrifað mikið um Höllu, þó hún sé alltaf þarna í bakgrunni,“ segir Nína Dögg og bendir á að samband Eyvindar og Höllu byggist að einhverju leyti á sambandi leikskáldsins við Ingeborg Thidemann eða Ib eins og hún var kölluð. „Hjónaband þeirra var mjög stormasamt. Ib var gift þegar þau kynntust og tíu árum eldri en Jóhann, eins og Halla er eldri en Eyvindur,“ segir Nína Dögg. Að sögn Nínu Daggar hefur verið magnað að fá að setja sig inn í tíma verksins og skoða m.a. hlutskipti kvenna. „Sem dæmi beið hörð refsing þeirra kvenna sem urðu óléttar án þess að vera í hjónabandi. Þær neydd- ust jafnvel til að fara út um hávetur og eiga börn sín í laumi og farga þeim til að verða ekki sjálfar dæmdar til „Þetta er okkar Hamlet“  Þjóðleikhúsið frumsýnir Fjalla-Eyvind og Höllu eftir Jóhann Sigurjónsson á stóra sviðinu í kvöld  Stefan Metz leikstýrir eigin leikgerð á verkinu og einblínir á ástarsöguna á tímum harðstjórnar Ljósmynd/Eddi Ástarsaga Nína Dögg og Stefán Hallur í hlutverkum sínum á stóra sviðinu. 90 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Suðurlandsbraut 48 (bláu húsunum Faxafeni) · 108 Reykjavík · Sími 553 3450 · www.spilavinir.is · Sendum um land allt. Nýtt af öllum Catan spilunum 26. -30. mars. 20%AFSLÁTTUR Frábær fermingar- gjöf! Catan helgarfjör
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.