Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 78
78 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 ✝ GuðlaugurHeiðar Jör- undsson, mód- elsmiður og tónlistarmaður, fæddist á Hellu við Steingrímsfjörð 12. ágúst 1936. Hann lést 14. mars 2015. Foreldrar hans voru Elín Sigríður Lárusdóttir frá Álftagróf í Mýrdal, f. 1900, d. 1983, og Jörundur Gestsson, bóndi á Hellu í Stein- grímsfirði, f. 1900, d. 1989. Systkini Guðlaugs voru Ingi- mundur Gunnar, f. 1922, d. 1979, Ragnar Þór, f. 1924, d. 2005, Lárus Örn, f. 1926, d. 2010, Guðfinna Erla, f. 1927, d. 2013 og Vígþór Hrafn, f. 1932, sem einn lifir systkini sín. Fóst- ursystir, Elenóra Jónsdóttir, f. 1930, d. 2005, hálfbróðir sam- feðra var Magnús Gunnar, f. 1918, d. 1997. Eftirlifandi eiginkona Guð- laugs er Guðrún Valgerður Har- aldsdóttir, f. 7. mars 1940. Þau gengu í hjónaband 11. júní 1960. Tengdaforeldrar Guðlaugs, Val- dís Guðrún Þorkelsdóttir, f. 1918, d. 2012, og Haraldur B. dvaldi hann hjá sæmdarhjón- unum Halldóru og Walter Knauf, sem hann minntist með virðingu og þakklæti. Hann lauk skyldunámi á Drangsnesi og Ísafirði. Jafnhliða náminu lauk hann prófi í orgelleik frá Tón- listarskóla Ísafjarðar undir stjórn Jónasar Tómassonar. Lauk söngkennaraprófi frá Kennaraskólanum, var í Söng- skóla þjóðkirkjunnar og í söng- námi hjá Sigurði Birkis. Hann var um tíma organisti á Strönd- um og eitt ár skólastjóri við Tónlistarskólann á Siglufirði. Starfaði hjá Tollstjóranum í Reykjavík, á teiknistofu Borgar- verkfræðings og Módelvinnu- stofu Reykjavíkurborgar. Stofn- aði eigin módelvinnustofu og starfaði fyrir arkitekta og skipulagsyfirvöld. Smíðaði mód- el af mörgum helstu nýbygg- ingum landsins og eldri mann- virkjum, m.a. Perlunni, Þvottalaugunum, Ráð- herrabústaðnum við Tjörnina, lóð Háskóla Íslands og Nesja- vallavirkjun. Hann starfaði lengst við módelsmíði. Guðlaugur lék á mörg hljóð- færi, einkum orgel, píanó og harmonikku og flutti tónlist sína við ýmis tækifæri. Um tíma lék hann í hljómsveitinni Skuggum. Hann samdi fjölda laga, m.a. við ljóð föður síns. Guðlaugur verður jarðsung- inn frá Neskirkju í dag, 26. mars 2015, kl. 13. Guðmundsson, f. 1910, d. 2004, voru nánustu vinir þeirra hjóna alla tíð. Valdís bjó síð- ustu æviár sín hjá þeim í Bollagörðum 57 á Seltjarnarnesi. Guðlaugi og Guðrúnu varð ekki barna auðið en fjöl- skyldan og vina- hópurinn er stór og umvefjandi. Sérstakur kær- leikur er milli þeirra hjóna og Sifjar Vígþórsdóttur og Auðar Eddu Jökulsdóttur og fjöl- skyldna þeirra. Guðlaugur, sem í daglegu tali var kallaður Laugi, ólst upp á kærleiksríku heimili í stórum systkina- og vinahópi. Foreldrar hans nutu vináttu og virðingar í sinni sveit, móðir hans Elín var húsmóðir á Hellu, stóru og gest- kvæmu æskuheimili Guðlaugs sem var honum mjög kært og faðir hans, Jörundur, var bóndi, hreppstjóri, hagyrðingur og bátasmiður. Á æskuárunum kom vel fram að Laugi var mik- ill náttúruunnandi og dýravin- ur. Á skólaárum hans á Ísafirði Við komum inn í líf hans á ólíkum tímum, hvert af öðru, Auður Edda á unga aldri, Jón Ormur löngu seinna og síðast börnin tvö, Klara og Tómas, sem aldrei kölluðu Guðlaug annað en afa Lauga og töldu það lífsins lukku að eiga þennan yndislega mann að afa. Við finnum öll til mikils þakklætis fyrir að hafa fengið að eiga hlutdeild í lífi Bíbíar og Lauga, sem fólki er svo tamt að tala um í sömu hending- unni. Um leið þökkum við fyrir þá vissu að Laugi, sem var okkur svo kær, átti gott, gæfuríkt og fallegt líf. Auður Edda varð heimagang- ur hjá Lauga og Bíbí frænku sinni strax á unglingsárum þeg- ar hún fór úr sveitinni sinni fyrir vestan til náms í Reykjavík og þau hjónin urðu henni sem kær- leiksríkir fósturforeldrar í borg- inni. Minningarnar frá fallegu menningarheimili þeirra, fyrst í Álftamýri og síðar við Bolla- garða, eru margar. Laugi var glæsilegur maður, dökkur á brún og brá, tónlistarmaður, tónskáld og listrænn smiður fullkominna líkana af ólíkum og oft merkum byggingum og mannvirkjum á landinu. Hans mörgu gjafir voru eins og lítil listaverk og allar kveðjur ritaðar af listrænni hönd og af augljósri hjartahlýju. Þakklæti okkar er mikið fyrir stuðning, kátínu og einstaka um- vefjandi vináttu í okkar garð. Jóni Ormi tók Laugi eins og tengdasyni fyrir tuttugu árum þegar kynni Jóns og Auðar Eddu hófust, og með Bíbí og mæðrunum, Hugrúnu og Aðal- heiði, hélt hann þeim fallega brúðkaupsveislu í Bollagörðum. Börnin komu árin þar á eftir, Klara í Kína og Tómas í Berlín. Þótt þessi nýja fjölskylda þeirra Bíbíar og Lauga væri langdvöld- um erlendis var sambandið alltaf mikið og sérlega náið. Börnin sóttu líka mikið í afa Lauga sem naut þess að sýna þeim náttúr- una sem höfðaði svo sterkt til hans, fuglana í fjörunni sem voru sérstakir vinir hans og steinana sem þau Klara föndruðu með. Hann kynnti þeim líka heima tónlistarinnar og bæði eiga þau sterkar minningar sem munu alltaf fylgja þeim um afa Lauga að leika fyrir þau fögur tónverk á flygilinn sinn heima í Bolla- görðum og léttari stef á harm- óníkuna sem hann þandi af lífs- ins gleði. Líklega hafa fáir kynnst Guð- laugi án þess að taka eftir þeim mikla kærleika sem bjó í honum. Hann kunni að lifa augnablikið, að njóta fegurðarinnar í því fín- lega og smáa og gleðjast yfir líf- inu hvern dag. Og alltaf var hún þarna, hvað sem öðru leið, þessi einlæga leit góðs manns að feg- urðinni í mönnum og mannanna verkum. Hafsjór minninga um góðan vin, og afa Lauga, lifa með okkur áfram. Við óskum þess að elsku amma Bíbí finni styrk í sinni ein- lægu trú. Vina- og frændgarð- urinn mun umvefja hana alla tíð. Vináttu okkar og umhyggju á hún vísa. Auður Edda, Jón Ormur, Klara Benedikta og Tómas Jökull. Elsku Laugi. „Hugsaðu þér ef við hefðum ekki fengið að fæðast, ég hefði orðið alveg svakalega svekktur,“ sagðir þú og vaktir mig til um- hugsunar um lífið og þá fallegu gjöf sem það er og að það er allt annað en sjálfsagt að fá að fæð- ast inn í þennan heim. Þú hlóst og sagðir „þoli ég nú þetta“ þeg- ar eitthvað var alveg frábært og „þú ert alveg ekta“ af því að það fannst þér um mig. Þú sýndir það í verki að það er þess virði að trúa á ástina. Þú talaðir við sjálf- an þig og drakkst ekki kaffi heldur baunaseyði. Þú faðmaðir mig svo hlýtt að ég eignaði mér þig sem afa minn. Þú varst með axlabönd og smitandi hlátur. Þú gafst mér hljóðfæri og tónlist og fjögurra laufa smára. Þú trúðir á mig og tókst mér eins og ég er. Þegar ég var bara pínulítil smeygði ég hendinni á mér inn í lófann þinn og kúrði mig í hálsa- kotið þitt og þegar ég hugsa til þín þá kviknar alltaf þessi um- faðmandi tilfinning og hana mun ég alltaf geyma með mér og ég er þér alveg sammála, elsku Laugi, ég hefði líka orðið svaka- lega svekkt ef þú hefir ekki fæðst því heimurinn hefði verið svo miklu fátæklegri án þín. Þín afastelpa, Sigríður Eir. Sumt í lífinu hefur bara alltaf verið til staðar. Þannig var það með hann Lauga frænda minn. Frá því ég man fyrst eftir mér var hann hluti af minni tilveru. Hann þessi glæsilegi veraldar- vani listamaður sem bæði gat unnið listaverk með huganum og höndunum. Var jafnvígur á tón- verk og myndverk sem sumir kölluðu módel. Allt lék í hönd- unum á honum og hann hafði lag á að hrífa mann með sér. Já, hann var hæfileikaríkur lista- maður en samt var hann fyrst og fremst áhugaverði frændinn minn sem sýndi litlu frænkunni sinni endalausa blíðu og athygli og átti alltaf til fyrir mig tíma hvort heldur sem var til að spila á spil, spjalla eða að fara í ferðir niður í tanga þar sem hann vakti athygli mína á litbrigðum og tónaflóði náttúrunnar og fegurð- inni í því smáa. Er eitthvað til fallegra en lítill æðarungi eða nýorpið kríuegg? Og oftar en ekki fundum við fjögurra laufa smára og þá gat ég óskað mér. Og svo stækkaði ég og fór til Reykjavíkur í menntaskóla, 16 ára gömul. Átti reyndar að búa uppi í Breiðholti en fannst það bara svo miklu betra að vera hjá þeim Bíbí og Lauga í Álftamýr- inni. Þar var alltaf svo gott að vera, t.d. var sérlega gaman þeg- ar Laugi kom heim á nóttunni um helgar eftir að spila í Þjóð- leikhúskjallaranum með „smörrebrauð“, malt og appels- ín, vakti okkur Bíbí og svo spil- uðum við yatzy. Það var því ansi oft sem ég gisti hjá þeim um lengri eða skemmri tíma – ein- mitt á þeim árum sem ég var að mótast úr unglingi í fullorðna konu. Samspil þeirra allt og þau gildi sem það byggðist á, sam- heldni, virðing hvort fyrir öðru, lífsgleði og hvað þau voru alltaf ástfangin varð mér að veganesti út í lífið. Þau höfðu mótandi áhrif á mig. Ég varð stelpan þeirra. Önnur af tveimur einkadætrum. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Og svo eignaðist ég börn sem tóku miklu ástfóstri við Bíbí og Lauga. Sigríður Eir mín var ekki gömul þegar hún valdi sér Lauga sem afa. Það er erfitt að finna réttu orðin til að lýsa þeirra sam- bandi svo einstakt var það og fullt af væntumþykju. Vígþór Sjafnar hugsar nú með söknuði heim og er viss um að himnaríki sé eins og bestu tónleikar og að þar sitji nú Laugi á fremsta bekk, með lokuð augun til að heyra betur og gott ef Lappi liggur ekki við fætur hans. Onni hefur misst tengdaföður og góð- an vin en milli hans og Lauga var einlæg og djúp vinátta sem er vandfundin. Já, það er margs að minnast og söknuðurinn er mikill nú þeg- ar hann Laugi okkar kveður. Okkur þótti svo ósköp mikið vænt um hann. Hann var lista- maður, mannvinur og einstakur ljúflingur sem gaf af sér til okkar hinna ást og hlýju sem engin takmörk voru á. Og þó svo að síðustu árin hans hafi hann verið fárveikur af illvígum sjúkdómi voru það einmitt þessi einkenni í fari hans sem alltaf náðu í gegn. Hann hélt áfram til hinsta dags að hrósa fólki og leggja sinn ljúfa lit á allt umhverfið. Við Onni, Vígþór Sjafnar, As- hley og Brími, Sigríður Eir, Tótla og Úa biðjum algóðan Guð að styrkja Bíbí í sorginni. Minn- ingarnar um einstakan mann munu lifa. Sif. Þá er elsku Laugi farinn frá okkur. Elsku Laugi með bjarta brosið sitt, innilegan hláturinn, hlýja faðmlagið og hálsakotið sem alltaf mátti leita í. Laugi var yngsti bróðir og uppáhald afa míns og ég var mjög ung þegar ég lærði að skilja að milli þeirra tveggja væri einhver ósýnilegur þráður sem tengdi þá á sérstak- an hátt. Ég, sem var líka í uppá- haldi hjá afa mínum, naut þess mjög að eiga Lauga og Bíbí hans að og ekki skemmdi fyrir að vera nafna þeirra beggja, bæði Bíbíar og Lauga. Við störf sín sem tónlistar- maður og módelsmiður varð Laugi þekktur fyrir nákvæmni og ástríðu gagnvart verkefnum sínum. Hann var enda afar hæfi- leikaríkur á sínum sviðum og vann verk sín af slíkri natni að fyrir þann sem ekki þekkti þeim mun betur til, virtist eins og að hann hefði ekkert fyrir því. Ná- kvæmnin og vandvirknin fylgdi Lauga þó ekki einungis í vinnu- tengdum verkefnum heldur öll- um þáttum lífs hans og allt frá því að ég fór að mynda mér eigin skoðanir og álit á fólki, var ég þess fullviss að Laugi væri með einhvers konar yfirnáttúrulegt millimetramál í augunum og inn- byggðan taktmæli fyrir hvers kyns hljóðfæri í hjartanu. Eitt var það þó, umfram ann- að, sem ég geri mér nú grein fyr- ir að átti stærstan þátt í því að honum frænda mínu gekk vel og var elskaður og virtur líkt og raun ber vitni: Hann vandaði sig við allt sem hann gerði, hversu stór eða smá þau atriði virtust eða voru. Þá gilti einu hvort um var að ræða verkefni í vinnunni, samskipti við ástvini eða inn- pökkun á jólagjöfum, alltaf skyldi hann vanda til verks. Nú hafa nákvæmu augun hans frænda lokist aftur í síðasta sinn og taktmælir hjartans er hættur að slá. Eftir sitjum við sem elsk- uðum hann og söknuðurinn er sár, sérstaklega vegna þess að hann Laugi okkar fékk ekki not- ið þess að eldast með henni Bíbí sinni og njóta efri áranna. Sær- indin vegna þessarar ósanngirni nísta og það er meira en að segja það að takast á við slíkt. Til að takast á við það að halda áfram án hans Lauga okkar, hyggst ég heiðra minningu hans með því að gera einn af hans alkunnu frös- um að leiðarstefi lífs mín: Það er svo gaman að vera til, og lifa líf- inu til fulls. Hann Laugi kenndi mér nefnilega ekki bara tónstig- ann, það að reima skóna mína svo að slaufan héldi og að dag- urinn verður alltaf aðeins betri með rótsterku kaffi og sérbök- uðu vínarbrauði. Hann kenndi mér það að lífið er list og að ef maður vandar til verks, hin stærstu og hin smæstu, verður listaverkið stórkostlegt. Mér þykir við hæfi að ljúka kveðjunni til elsku frænda míns með þessum orðum Sigurbjörns Þorkelssonar: Vertu á meðan þú ert því það er of seint þegar þú ert farinn. (Sigurbjörn Þorkelsson) Guðrún Guðlaug (Gulla). Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson.) Aðfaranótt 14. mars var eitt versta veður vetrarins, en um hádegi lygndi, sólin skein, það var komið gott veður, ferðaveð- ur. Þá lagði hann Guðlaugur Jör- undsson í sína hinstu ferð. Ég trúi að hann hafi fengið góðar móttökur í sumarlandinu frá þeim sem á undan eru farnir. Ég hef þekkt hann Lauga í rúmlega hálfa öld. Veturinn 1960-61 dvaldi ég í Fornhaga 22 hjá Vallý systur og Halla. Laugi og Bíbí voru þar líka, nýtrúlofuð. Ég var búin að kynnast Jökli og lífið var rétt að byrja, óendanlega langt í ellina. Þannig líður tíminn. Bíbí og Laugi hafa alltaf verið stór partur af okkar lífi síðan þá. Fermingar, afmæli, brúðkaup eða aðrir viðburðir í fjölskyld- unni, sem haldið var upp á, fyrir vestan eða í Bollagörðunum, þar voru þau mætt og oftar en ekki endað á því að Laugi settist við hljóðfærið og það var sungið fal- lega. Laugi var listamaður bæði í tónlistinni og ekki síður í mód- elsmíðinni sem var hans aðal- starf. Laugi minn átti góða ævi með henni Bíbí sinni. Undir lokin tók Alzheimerssjúkdómurinn völdin og tvær síðustu vikurnar var hann á Sóltúni þar sem er yndislegt starfsfólk og aðstaða. Bíbí vék ekki frá honum fyrr en dauðinn aðskildi þau. Elsku besta Bíbí, þú veist að við í fjöl- skyldunni stöndum öll þétt við bakið á þér. Allar myndirnar og minningarnar eigum við til að ylja okkur við um ókomin ár. Hjartað geymir góðu kynnin glaða drengsins vinarmál. Minningar frá vorsins veldi verma mína hrelldu sál. (Jörundur Gestsson.) Innilegar samúðarkveðjur frá okkur Jóni Þór. Hugrún. Daginn er farið að lengja, vet- urinn gefur eftir og skyndilega heyrum við fuglasöng og sjáum græn blöð krókusa gægjast upp úr moldinni. Það er dapurlegt til þess að hugsa að á sama tíma og sólin hefur unnið á vetrinum hef- ur hún sest í lífi vinar okkar, Guðlaugs Jörundssonar. Við töl- um alltaf um Bíbí og Lauga í sömu andrá en á milli þeirra hjóna var mikill kærleikur og dags daglega hömpuðu þau lífinu og geisluðu af væntumþykju og gleði. Við systkinin ólumst upp erlendis og kynntumst þeim ekki að ráði fyrr en við fluttum heim að nýju árið 1967. Það er óhætt að segja að Bíbí og Laugi urðu fljótt í uppáhaldi hjá okkur systkinunum. Það var alveg sér- stök upplifun að heimsækja þau enda höfðingjar heim að sækja. Það sem stendur þó upp úr voru nýársboðin hjá þeim þar sem var mikið sungið og spilað að ógleymdu púkkinu sem dróst oft fram á nótt. Guðlaugur var myndarlegur maður, svo að eftir var tekið, og gæddur mörgum hæfileikum. Hann var ákaflega músíkalskur og spilaði á harmonikku, orgel og píanó og eftir hann liggja mörg falleg lög og tónverk. Guð- Guðlaugur Heiðar Jörundsson HINSTA KVEÐJA Komdu minn Jesús, kom hér inn og klæddu minn bróður í kærleik þinn. Leiddu hann þinni líknarhönd ljúfust inn í draumalönd. Þar rísa verk úr höndum hans – hallir glæstar – sannleikans. Hann leikur á töfra tónaspil tóna, sem alltaf verða til, stjórnar helgum himnakór, hvar kyssast á Ströndum land og sjór. Vak yfir Bíbí – veit okkur trú vinurinn Jesús – snert okkur nú. Vígþór og Sjöfn. Á himni sínum hækkar sól. Um heiðblá loft og tær hún lýsir enn þitt land í náð, og ljóma sínum slær um hina mjúku, hljóðu gröf. Og hljóta loks þú skalt eitt kveðjuljóð, svo litla gjöf að launum fyrir allt. (G. Böðvarsson) Við biðjum Guð að styrkja Bíbí frænku sem nú sér á eftir lífsförunaut sín- um og besta vini. Góðu minningarnar um Lauga munu ávallt lifa með okkur. Þín frændsystkini frá Vatni, Sigrún Sóley, Jörundur, Sigurður Hrafn og fjölskyldur. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrrinn aldrei stóð um þig, – hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. (Jóhannes úr Kötlum) Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Elsku Laugi, við kveðj- um þig með orðunum sem þú kvaddir okkur alltaf með, Guð blessi þig og góða ferð. Inga og Haraldur. Þegar mér bárust þær fréttir að Elsa Þorvaldsdóttir væri farin heim, eins og við köllum það, við sem trúum, þá rifjuðust upp fyrir mér margar góðar minningar um þessa einstöku konu. Hún reynd- ist mér og mörgum öðrum, í því mikilvæga starfi sem við erum að vinna að, sem móðir og mikill máttarstólpi. Hún var ávallt hvetjandi og uppörvandi og hafði óbilandi trú Elsa Þorvaldsdóttir ✝ Elsa Þorvalds-dóttir fæddist 24. október 1927. Hún lést 22. febr- úar 2015. Útför Elsu fór fram 3. mars 2015. á því verki sem við unnum öll að í sam- einingu. Hún og maðurinn hennar, Davíð, voru alveg einstök fyrir mér og fjölskyldu minni. Við erum þakklát Guði fyrir minningu þeirra beggja og núna sér- staklega, þegar við kveðjum Elsu og minnumst hennar og þess stuðn- ings sem hún veitti útbreiðslu á fagnaðarerindinu um Jesúm Krist til íslensku þjóðarinnar og víðar og vottum fjölskyldu henn- ar samúð okkar og biðjum um huggun og styrk fyrir alla í fjöl- skyldunni. Eiríkur Sigurbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.