Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 80
80 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 ✝ SteingerðurÞórisdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1935. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 12. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Steinunn Sveins- dóttir húsmóðir, f. 1.1. 1911, d. 3.12. 2002, og Þórir Kjartansson lög- fræðingur, f. 6.6. 1909, d. 12.6. 1974. Systur Steingerðar eru Magnþóra Guðrún Pála, f. 5.10. 1938, d. 15.9. 1974, og Sveindís Steinunn læknaritari, f. 1.1. 1944. Fósturbróðir Steingerðar er Sveinn Guðmundsson hæsta- réttalögmaður, f. 4.10. 1958, sonur Magnþóru, systur Stein- gerðar. Steingerður giftist Jóni Hallgrímssyni lækni, 14. júní 1952. Jón er fæddur 20.8. 1931. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Ingiríður Jónsdóttir talsímavörður, f. 20.8. 1909, d. 4.3. 1984, og Tómas Hall- grímsson bankaritari, f. 9.8. 1894, d. 21.3. 1967. Börn Stein- gerðar og Jóns eru: 1. Ingibjörg Þóra hjúkrunarfræðingur, f. 8.12 1952. Dóttir hennar og gerður Ebba Sturludóttir, f. 4.7. 1965, og dóttir þeirra er Stein- gerður Sonja. 5. Tómas við- skiptafræðingur, f. 1.10. 1963. Fyrrverandi eiginkona hans er Gyða Árnadóttir deildarstjóri, f. 14.10. 1966. Synir þeirra eru Valgeir og Styrmir. Steingerður ólst upp á Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík en á neðstu hæð hússins var Sveinsbakarí, sem rekið var af fjölskyldu Steingerðar. Heimilið var mannmargt og þar ríkti engin lognmolla. Í hjúskap sín- um bjuggu Jón og Steingerður lengst af í Búlandi í Fossvogi eða þar til Steingerður veiktist alvarlega í maí 1993. Í liðlega tvo áratugi bjó Steingerður við gott atlæti á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ. Steingerður var húsmóðir eftir að börnin fæddust en áður hafði hún m.a. starfað hjá Inn- flutningsskrifstofunni. Stein- gerður var listakokkur og dug- leg húsmóðir. Hún tók iðulega að sér að undirbúa stórveislur fyrir samferðafólk sitt og var rómuð fyrir listræna snittu- gerð. Hún gekk í Oddfellow- regluna og hafa stúkusystur hennar sýnt henni mikla rækt- arsemi eftir að hún veiktist. Hún stundaði golf síðustu árin áður en hún veiktist. Veik- indum sínum tók hún af æðru- leysi og hélt kímnigáfunni uns yfir lauk. Jarðarför Steingerðar hefur farið fram í kyrrþey. Kristjáns Víkings- sonar læknis, f. 26.6. 1949, d. 21.1. 1982, er Stein- gerður Gná, sem á þrjú börn. Síðar giftist Ingibjörg Herði Þorvaldssyni bifvélavirkjameist- ara, f. 12.11. 1942, d. 4.1. 2011. Börn þeirra eru Hörn, sem á tvö börn og Þorgeir Orri. 2. Steinunn Guðný læknir, f. 18.9. 1956. Eiginmaður hennar er Frosti F. Jóhannsson þjóðháttafræð- ingur, f. 27.4. 1952. Börn þeirra eru Hallgrímur Snær, Þorgerð- ur Drífa og Kristrún Mjöll. 3. Margrét Ingiríður, hjúkr- unarfræðingur og ljósmóðir, f. 13.3. 1959. Eiginmaður hennar er Kristján Erik Kristjánsson húsasmíðameistari, f. 19.4. 1958. Börn þeirra eru Jón Þor- geir, Kjartan Darri og Kristín Erla Lína. 4. Þórir lögfræð- ingur, f. 1.10. 1963. Eiginkona hans er Rannveig Ingibjörg Thejll, starfsmaður í Mýr- arhúsaskóla, f. 16.11. 1965. Son- ur þeirra er Magnús Birnir. Barnsmóðir Þóris og fyrrver- andi sambýliskona er Frið- Við andlát mömmu streyma fram minningar úr bernskunni. Sem fyrsta barn man ég vel eftir móður minni um tvítugt þar sem hún var kornung er hún átti mig. Það er ómetanlegt að hafa átt mömmu sem söng svo margar vís- ur og jafnframt klóraði manni á bakinu þangað til að maður sofn- aði. Mér fannst hún einnig sú fal- legasta. Ég var alltaf svo stolt af henni og það var skemmtilegt að fá að „túpera“ á henni hárið og gefa fallegu kjólunum hennar ein- kunn. Í huga mínum man ég að mér fannst græni tvískipti hörkjóllinn með gullbeltinu klæða hana allra best því hún var með græn augu sem „harmóneruðu“ svo vel við kjólinn. Ég sé hana einnig fyrir mér í flottum hvítum kjól með svörtum blómum og með svartan barðahatt á leið í sumarveislu með pabba á Svíþjóðarárunum okkar. Svo glæsileg bæði tvö. Kóbaltblái „gala“ kjóllinn sem amma saum- aði með mörgum lögum af pilsum; tjulli, atlassilki og siffoni og með sjali í stíl toppaði þó allt. Er hún fór forðum á árshátíð eina (1962) og af myndum úr þeirri veislu er hún klæddist þeim kjól, skein stjarna hennar skærast. Með þessum fáeinu bernsku- minningum vil ég kveðja mömmu og þakka fyrir allt. Ingibjörg Þóra. Við lát foreldris vaknar barnið sem blundar í okkur. Ástkær móð- ir okkar, Steingerður, er látin. Hún fór sátt og þakklát. Fyrir lið- lega tveimur áratugum horfðumst við í augu við hverfulleika lífssins. Það varð skyndilega tvísýnt um líf mömmu og stendur sá dagur okk- ur ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um. Við vissum þá að hvernig sem færi yrði allt breytt. Það var sárt. Nýr kafli hófst í lífi fjölskyldu okkar. Við minnumst æskuáranna, tíma mótunar. Mamma var okkur góð fyrirmynd. Hún var alltaf til staðar, hún var hlý og umfaðm- andi, söng okkur vögguljóðin og leiðbeindi okkur í smáu og stóru. Þau pabbi voru samviskusamir uppalendur sem sköpuðu okkur örugga umgjörð og hvöttu okkur til dáða, sjálfstæðis og ábyrgðar. Líf mömmu eftir áfallið spann- aði fjórðung ævinnar. Breytt hlut- skipti hennar hafði áhrif á lífssýn okkar og skilning. Hún sýndi mik- ið æðruleysi, aðlögun og nægju- semi. Í síðustu orðum hennar fyrir andlátið fólust þakkir til allra. Tár hrynja í sorg og söknuði. En við erum þakklát fyrir lífin tvö sem hún gaf okkur með sér. Nú eru rokkarnir hennar þagnaðir, eins og segir í vögguvísunni sem hún söng okkur oft í svefninn. Elsku mamma. Sof þú rótt. Við þökkum starfsfólki Skógar- bæjar innilega fyrir alúð og umönnun hennar öll árin. Steinunn, Margrét, Þórir, Tómas. Steingerður tengdamóðir mín hefur fengið langþráða hvíld. Í seinni tíð gleymist oft hve mikil- vægt hlutverk kvenna af hennar kynslóð var. Þessar konur höfðu lykilhlutverk, þær voru þeir þegn- ar þjóðfélagsins sem önnuðust uppeldi barnanna, voru alltaf til staðar, heimilið var uppeldisstofn- un og oft félagsmiðstöð. Heils- dagsleikskólar komu síðar til sem nú er litið á sem grundvallarstofn- anir samfélagsins – heimili þess- ara kvenna voru sum sé ígildi þeirra. En þær héldu einnig utan um heimilishaldið, helstu útgjöld- in og sinntu matargerð og hrein- læti og öðrum grunnþörfum ein- staklingsins. Þær sköpuðu aðstæðurnar sem þurfti til þess að hornsteinn þjóðfélagsins, fjöl- skyldan, gæti dafnað með eðlileg- um hætti. Þar var ástúð, hvatning, reglufesta, skjól og öryggi. Og hlutverki þessara kvenna var ekki lokið þó þeirra eigin börn væru farin að heiman. Þær voru iðulega hjálparhella þegar eitthvað kom upp á varðandi barnabörnin. Steingerður var ein þessara húsmæðra og sinnti hlutverki sínu af kostgæfni. Hún var dul á yf- irborðinu en næm undirniðri, mik- ill dugnaðarforkur og flink við matargerð, enda var oft til hennar leitað þegar efna þurfti til veislu úti í bæ. Það var einnig í hennar verkahring að halda stórfjölskyld- unni saman. Þær voru því ófáar samkomurnar í þessu skyni sem hún stóð fyrir í Búlandinu. Hún var skipulögð og fyrirhyggjusöm og var ávallt búin að leggja á borð, hagræða stofustássi og kveikja á kertum er fyrstu gestirnir komu. Við Steina, dóttir Steingerðar og Jóns Þorgeirs, kynntumst 1977 og þá kom ég fyrst inn á heimili þeirra hjóna í Búlandinu. Mér, sveitadrengnum, eru fyrstu heim- sóknirnar mjög minnisstæðar. Hve heimilið var fallegt, hve góð- ur maturinn var, hversu öll fram- reiðsla var smekkvís og hve vel mér var tekið af þessum glæsilegu hjónum. Svo voru það veislurnar um jól og áramót – þær voru óvið- jafnanlegar. Eftir að við hjónin fluttum í næsta nágrenni við tengdafor- eldra mína í Fossvoginum urðu samskiptin nánari, ekki síst hvað börnin okkar varðaði. Það kom sér vitaskuld vel að eiga þau að, húsmóðirin var boðin og búin til að hlaupa undir bagga með þau. Í maí 1993 dró skyndilega ský fyrir sólu. Steingerður fékk heila- blóðfall með tilheyrandi afleiðing- um og skertum lífsgæðum. Eftir það var hún bundin við hjólastól og fór til dvalar á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ þar sem hún naut góðar hjúkrunar. Þá kom hvað skýrast í ljós hvert raunverulegt hlutverk hennar innan fjölskyld- unnar hafði verið. Viðbrigðin voru mikil. Eftir sem áður var hún áfram í lykilhlutverki þó með öðr- um hætti væri. Hún aðlagaðist fötlun sinni af æðruleysi, sýndi andlegan styrk, gat slegið á létta strengi og var þakklát fyrir lítið. Jón Þorgeir kom því þannig fyrir að hún kom að jafnaði heim í kvöldmat á fimmtudögum. Hann á þakkir skildar fyrir að skapa reglubundnar samverustundir á Sléttuveginum með henni og fjöl- skyldunni, sem hafa verið okkur öllum ómetanlegar. Að leiðarlokum er mér innilegt þakklæti efst í huga. Frosti F. Jóhannsson. Látin er elskuleg tengdamóðir mín, Steingerður Þórisdóttir. Steingerður ólst upp í stórri fjöl- skyldu í vesturbæ Reykjavíkur, á Bræðraborgarstíg 1. Hún kynnt- ist ung Jóni Þorgeiri Hallgríms- syni og saman stofnaði glæsilega unga parið fjölskyldu. Ingibjörg, Steinunn og Margrét eru fæddar í húsi fjölskyldunnar á Bræðra- borgarstígnum en tvíburabræð- urnir í Svíþjóð þar sem fjölskyld- an bjó á meðan Jón Þorgeir lagði stund á framhaldsnám í fæðingar- og kvensjúkdómafræðum. Eftir heimkomuna flutti fjölskyldan fljótlega í Fossvoginn sem þá var hálfgerð sveit. Hýbýlin báru vott um smekkvísi ungu húsmóðurinn- ar en Jón hóf störf í sérgrein sinni á Landspítalanum. Ég veit að synirnir minnast móður sinnar með hlýhug þegar þeir komu svangir heim að lokn- um skóla og móðir þeirra ávallt tilbúin með matinn. Börnin fengu gott uppeldi og lærðu vel til verka. Steingerður gekk síðar í Oddfel- lowregluna þar sem hún naut sín vel. Þegar börnin hennar voru öll flogin úr hreiðrinu fór hún að spila golf og tók stöðugum framförum. Þegar ég kom inn í fjölskylduna hafði amma Steingerður misst heilsuna og dvaldi á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ. Í heimsókn- um til barnanna sinna eða á Sléttuveginn fékk hún oft uppá- haldsréttina sína. Oft var sungið eða farið með vísur. Hún virtist kunna alla texta þrátt fyrir veik- indin. Sjálf hafði hún verið frábær kokkur og ófáar sögurnar hef ég heyrt af henni þar sem hún töfraði fram dýrindis veislur fyrir fjöl- skyldu og vini. Elsku tengdamamma, þín verð- ur sárt saknað, en minningin lifir í hugum okkar allra um góða konu. Rannveig Ingibjörg Thejll. Elskuleg amma okkar Stein- gerður er dáin. Flest okkar barna- barnanna muna því miður aðeins eftir henni eftir að hún veiktist ár- ið 1993. Hjá okkur sem erum eldri koma minningarnar fyrir þann tíma einkum fram sem svipmynd- ir. Veislurnar hjá ömmu voru allt- af tilhlökkunarefni. Þar var aðeins það flottasta og besta borið fram og oft fengum við það mikilvæga hlutverk að skera niður snittu- brauðin og fylgjast svo með ömmu skreyta þau af sannri list. Pinna- maturinn í veislum í Búlandinu var listaverki líkastur og mátti finna snittur og rjómatertur að hætti ömmu Steingý í fermingar- og útskriftarveislum okkar. Svo má ekki gleyma sérrílöguðu eft- irréttunum sem fóru misvel í okk- ur frændsystkinin. Þannig muna sum okkar eftir sendiferðum í Grímsbæ, of lág í loftinu til þess að ná yfir inn- kaupaborðið til að fá afgreiddar sígó fyrir ömmu, með handskrif- aðan miða frá „frúnni í Búland- inu“. Við eigum minningar af ömmu fínu sem sat í stigaþrepunum í efri stofunni og spjallaði við okkur um alla heima og geima á meðan hún krullaði á sér hárið. Hún var alltaf vel til höfð, með lakkaðar neglur, varalit og hárið fullkomlega upp- sett eins og stjörnurnar í svart- hvítu bíómyndunum. Við sem eldri erum hugsum til ferðanna með afa og ömmu í gráa Kadiljáknum, m.a. á leið að Apa- vatni og því hlutverki sem amma skipaði okkur í að koma bílnum upp brekkurnar. Ef við hefðum ekki ýtt nógu fast á vínrauðu aft- ursætin hefði bílinn víst aldrei komist á leiðarenda. Amma var þar aðalklappstýran. Við minnumst kvöldanna í út- dregna svefnsófanum fyrir fram- an sjónvarpið og máltíðanna í borðkróknum þar sem við gædd- um okkur á fyrsta flokks rista- brauði með smjöri. Amma var gjafmild og við sérhverja heim- komu frá útlöndum biðum við spennt eftir að fá að komast í ferðatöskurnar sem yfirleitt voru stútfullar af gjöfum handa okkur. Hún mundi alltaf eftir afmælis- dögum og lagði sig fram um að ná í okkur hvar sem við vorum í heiminum. Þegar amma veiktist breyttist margt. Hún flutti í Skógarbæ og eftir það var hinu venjulega lífi sem áður var svo sjálfsagt lokið. Hún fór þá úr húsmæðrahlutverk- inu, úr hlutverki gestgjafa og kon- unnar sem alltaf var hægt að finna inni í eldhúsinu að dúlla sér við matargerð. Í staðinn tók sú venja við að amma kom á Sléttuveginn til afa á fimmtudögum í mat. Þar var oft margt um manninn og stundum slegið upp veglegum veislum. Þetta eru stundir sem við munum ávallt vera þakklát fyrir. Hún varð þannig límið sem hélt fjölskyldum okkar saman og við frændsystkinin fengum þar ómet- anlegt tækifæri til að halda tengslum við hvert annað. Við verðum ávallt þakklát fyrir þær stundir. Elsku amma, þú kenndir okkur svo ótalmargt og sýndir þvílíkan styrk í baráttu þinni síðustu árin sem við óskum að geta sjálf sýnt þegar erfiðleikar blasa við okkur. Nú ertu komin á griðastað og við minnumst bænanna um betri heim handan við skýin sem þú kenndir okkur í Búlandinu og sem þér fannst svo skemmtilegt að fara með þegar við heimsóttum þig í Skógarbæ. Hvíl í friði. Þín barnabörn, Steingerður Gná, Hörn, Þor- geir Orri, Hallgrímur Snær, Þorgerður Drífa, Kristrún Mjöll, Jón Þorgeir, Kjartan Darri, Kristín Erlalína, Val- geir, Styrmir, Steingerður Sonja og Magnús Birnir. Það er sagt að lífið sé ekkert líf ef engin er sorgin, þá er tilveran engin tilvera ef engin er gleðin. Á dánarbeði hennar Steingý upplifði maður trega og harm annars veg- ar og gleði og hamingju hins veg- ar, líkt og allar grunnandstæður lífsins. Hvíldin var kærkomin eftir langa rúmlegu og veikindi hjá Steingý og góðar minningar röð- uðust upp og lifa áfram, líkt og sól- in sem gengur til viðar en heldur alltaf áfram að lýsa. Ég var lánsamur að fá að alast upp hjá ömmu minni Steinunni og afa mínum Þóri Kjartanssyni og þannig eignaðist ég tvær systur, þ.e. Steingerði og Sveindísi. Amma mín var með stóran ætt- boga í kringum sig en hafði verið tekin í fóstur í bernsku og ætt- leidd af Sveini M. Hjartarsyni, bakarameistara og Steinunni Sigurðardóttur. Steingý var hvunndagshetja. Hún hélt fallegt heimili og var um- hugað um að hafa hlutina í kring um sig í lagi. Hún var stórglæsileg í allri framgöngu og bjó yfir nátt- úrulegri fegurð. Í mat og matar- gerð hafði hún viðað að sér víð- tækri þekkingu og reynslu sem amma Steina hefur örugglega lagt til að hluta. Sá siður hélst í hópi yngra fólksins í uppvexti að við gistum til skiptis, frændsystkin komu til helgardvalar hjá ömmu og afa eða ég fór um helgar og dvaldist hjá Steingý og Jorra. Heimsóknirnar voru ætíð á báða bóga kærkomin tilbreyting frá hversdagsleikan- um. Búin voru til lítil ævintýri í leikjum. Gleði og hlátur var aldrei langt undan. Á þennan hátt tengd- ist maður fjölskyldunni nánar sem barn og unglingur sem haldist hefur fram á fullorðinsár. Til lengri tíma safnaðist fjöl- skyldan saman um jóla- og ný- árshátíðir á heimili Steingý og Jorra. Það var ætíð tilhlökkun að gleðjast saman á hátíð ljóss og friðar eða fagna nýju ári í faðmi ættingja og ástvina á heimili þeirra. Í minningunni voru þetta góðar og bjartar stundir. Það sem lífið hefur kennt manni er að það kemur ekki upp í stafrófsröð. Við ráðum ekki þeim bókstaf sem kemur upp í stafrófi lífsins. Erfið veikindi sem komu upp fyrir 22 árum hjá Steingý hafa markað líf hennar til lengri tíma. Af æðruleysi í veikindum sínum hefur hún verið okkur hin- um hvatning og til fyrirmyndar. Hjá himnaföður mætir hún ömmu Steinu, afa Þóri og mömmu sem er hluti af fjölskyldu okkar. Fjölskyldan er mikilvæg og er fjársjóður. Við deilum saman tóm- stundum, tilfinningum, ábyrgð og verkefnum. Fjölskyldan hjálpast að og sýnir stuðning í sorg og gleði. Stuðningur í sorg er núna runninn upp. Steingý hræddist ekki dauð- ann, hún var sótt af konu úr ljós- inu sem hún sá á dánarbeðinu inn í eilífðina. Ég mun sakna þín, elsku Steingý. Sveinn Guðmundsson. Hetjan hún Steingerður mín Þórisdóttir, sem jafnan var kölluð Steingi, er loksins laus úr viðjum máttvana líkama síns eftir rúm- lega 20 ára þjáningu. Allt frá fæð- ingu hennar hef ég fylgst með henni dafna og þroskast í fallega og yndislega mannveru. Sem ung þótti hún ein af falleg- ustu stúlkum Reykjavíkur og tók þátt í fegurðarsamkeppni – svo hafði hún einstakt minni, sem hún hélt allt til síðustu ára og var mjög ljóðelsk. Stundum er ég vitjaði hennar vildi ég reyna á minnið og það brást ekki. Hún hafði engu gleymt. Hún var aðeins 17 ára er hún gafst elskunni sinni, honum Jorra, og hlotnuðust þeim 5 mannvænleg börn, hvert öðru efnilegra. Steingi var afbragðsmóðir og húsmóðir. Þau hjón voru þekkt fyrir gestrisni sína. Margar góðar stundir hef ég átt með þeim og börnum þeirra, sem ég verð ávallt þakklát fyrir. Síðustu árin hafa verið erfið Steingi minni – óróa gætti – en hún átti sinn góða mann, sem vitj- aði hennar daglega og var það henni mikil huggun. Nú hefur sannkölluð hetja fengið langþráða hvíld og veit ég að öll fjölskyldan fagnar með henni. Kær kveðja til vinar míns Jóns og niðja hans og til Sveindísar (Svenný) systur Steingi, – einnig kveðja til Guðnýjar, bestu og tryggustu vinkonu hennar. Áslaug Sigurz. Á þessum tímamótum langar mig að minnast Steingerðar, fyr- verandi tengdamóður minnar. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar ég kom fyrst í Búlandið. Eins og svo oft áður var matarboð og þar voru saman komin amma Steina, Nanna systir og ýmsir aðrir fjölskyldumeðlimir. Þarna stóð ég sveitastúlkan fyrir framan stóradóm og mér til mikils léttis hlaut ég einróma samþykki. Eftir þetta átti ég eftir að koma reglulega í Búlandið, enda hafði Steingerður unun af því að vera með veislur og fólkið sitt í kring- um sig. Alltaf var verið að spá í mat og í lok hverrar veislu var Steingerður farin að velta fyrir sér hvað hún ætti að vera með næst, þvílíkur matgæðingur. Hún hefði sómt sér vel á sjónvarps- skjám landsmanna í dag með þætti um matreiðslu og veislu- höld. Það var alltaf nóg að gera hjá Steingerði og hún var dugleg að hjálpa vinkonum sínum við veislu- höld. Oft fékk ég að hjálpa til og Guðný vinkona hennar var alltaf með. Það mátti ekki vera með ein- hvern flumbrugang við snitturn- ar, það varð að nostra við þær. Það var ákveðið glas sem alltaf var notað við að móta snitturnar og ekki mátti smyrja of mikið eða of lítið, rækjurnar nánast taldar á og roostbeefið átti að ýfast á rétt- um stöðum. Það var svo gaman að fá að taka þátt í þessu og Stein- gerður var þarna í essinu sínu. Þegar hún veiktist fækkaði óhjákvæmilega veislunum og Steingerður skipti um hlutverk við fólkið sem hún hafði stjanað við um áraraðir. Sem betur fer erfðu flottu börnin þín áhuga þinn og dugnað, enda halda þau heiðri þínum sí- fellt á lofti. Elsku Steingerður, ég lærði magrt af þér og sérrítertan þín hefur glatt margan gestinn. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og dugnaður þinn í veikindunum var engu líkur. Ég veit að þú ert frelsinu fegin. Hvíldu í friði. Gyða. Steingerður Þórisdóttir HINSTA KVEÐJA Margt hefur þú misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Með þakklæti fyrir allt og allt Kristján Erik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.