Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 ellefu árum. 62% aðspurðra treystu umboðsmanni Alþingis í febrúar 2005 en 54% treystu embættinu í febrúar 2015. Traust til embættis sérstaks sak- sóknara var fyrst mælt í febrúar 2010 og mældist það vera 57%. Í febrúar 2015 mældist traust til embættis hans vera 61%. 70% aðspurðra treystu heilbrigðis- kerfinu í febrúar 2005, en í febrúar 2015 var hlutfallið 60% aðspurðra. Á ellefu árum hefur traustið á heil- brigðiskerfinu þannig fallið um tíu prósentustig. 4% treystu bönkunum 2009 Bankakerfið er fallkandídat í fyrsta sæti, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Í mælingu Þjóðarpúls Gallup á trausti til bankakerfisins í febrúar 2008 sögðust 40% aðspurðra treysta bankakerfinu. Í febrúar 2015 sögðust 12% aðspurðra treysta bankakerfinu, og sat bankakerfið í neðsta sæti traustlistans, næst á eftir Alþingi. Minnst var traustið á bankakerfinu, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup í febr- úar 2009, nokkrum mánuðum eftir bankahrun, en þá sögðust 4% að- spurðra treysta bankakerfinu. Ríkissaksóknari hástökkvari Embætti ríkissaksóknara naut 29% trausts aðspurðra í febrúar 2010 og 53% aðspurðra treystu ríkis- saksóknara í febrúar í ár. Þannig hef- ur traust aðspurðra til embættis rík- issaksóknara aukist um um tuttugu og fjögur prósentustig á fimm árum. Því má tvímælalaust tala um embætti ríkissaksóknara sem hástökkvara í þessum efnum. Sextán mánuðum eft- ir hrun naut embættið 29% trausts aðspurðra, en fimm árum eftir það mælist traustið á embættinu 53%. Dómskerfið naut trausts 35% að- spurðra í febrúar 2005, en 43% að- spurðra í febrúar 2015. Fjármálaeftirlitið hefur sótt í sig veðrið hvað varðar traustsmælingu, þótt það njóti þriðja minnsta trausts- ins, því í febrúar 2009 treystu 5% að- spurðra stofnuninni en í febrúar í ár sagðist 21% aðspurðra treysta FME og jókst þannig traust aðspurðra á stofnuninni um sextán prósentustig á sex árum. Verulega hefur fjarað undan trausti til embættis forseta Íslands. Í febrúar 2013 sögðust 59% aðspurðra treysta embætti forsetans, en 43% aðspurðra sögðust treysta embætt- inu í febrúar 2015. Á aðeins tveimur árum minnkaði því traust aðspurðra í Þjóðarpúlsi Gallup til embættis for- seta Íslands um sextán prósentustig. 11% aðspurðra sögðust treysta Seðlabanka Íslands í febrúar 2009, en 29% aðspurðra kváðust treysta Seðlabankanum í febrúar 2015. Traust á embætti ríkissáttasemj- ara helst nokkurn veginn óbreytt. 56% aðspurðra kváðust treysta emb- ættinu í febrúar 2005 og 53% í febr- úar 2015. Borgarstjórn Reykjavíkur naut trausts 9% aðspurðra í febrúar 2008, en 31% aðspurðra kvaðst treysta borgarstjórn Reykjavíkur í febrúar 2015. Í febrúar 2005 sögðust 55% að- spurðra treysta Þjóðkirkjunni, en í febrúar 2015 kváðust 36% aðspurðra treysta Þjóðkirkjunni. Traustið á Þjóðkirkjunni hafði þannig fallið um nítján prósentustig á ellefu árum. Loks skal þess getið að embætti umboðsmanns skuldara hefur tvisvar fengið traustsmælingu í Þjóðarpúlsi Gallup. Fyrra skiptið var í febrúar 2014 og þá kváðust 24% aðspurðra treysta embættinu og í febrúar 2015 sögðust 28% aðspurðra treysta emb- ættinu. Fæstir treysta bönkum og Alþingi  Miklar sveiflur í trausti á undanförnum ellefu árum, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup  Traust á lög- reglu, dómskerfinu og ríkissaksóknara hefur aukist  Traust á forsetaembættinu hrunið sl. tvö ár Samsett mynd/Eggert Rúnir trausti 40% aðspurðra sögðust treysta bankakerfinu í febrúar 2008, 4% í febrúar 2009 sögðust treysta bankakerfinu og 12% í febrúar 2015. Traust til stofnana - stjórnmál, eftirlit og dómsstólar 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Alþingi Dómskerfið Umboðsmaður Alþingis Borgarstjórn Reykjavíkur Fjármálaeftirlitið Embætti sérstaks saksóknara Ríkissaksóknari Embætti forseta Íslands 2005 20122007 201420092006 20132008 201520112010 Heimild: Gallup Traust til stofnana - almenningsþjónusta og fleira 100% 80% 60% 40% 20% 0% Háskóli Íslands Lögreglan Þjóðkirkjan Heilbrigðiskerfið Ríkissáttasemjari Bankakerfið Seðlabankinn Landhelgisgæslan Embætti umboðsmanns skuldara2005 20122007 201420092006 20132008 201520112010 BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Það er athyglisvert að bera saman niðurstöður Þjóðarpúls Gallup nokk- ur ár aftur í tímann, þegar skoðuð er útkoma mismunandi stofnana að því er varðar spurninguna, hversu mikið traust aðspurðir bera til þeirra. Ekki er alveg marktækt að bera saman út- komuna, því ekki hafa allar stofn- anirnar verið mældar frá árinu sem notast er við sem upphafsár, en það er árið 2005 – vel fyrir hrun. Mests trausts í dag nýtur Landhelg- isgæslan, en 81% aðspurðra segist treysta henni, en í febrúar 2011 sögð- ust 89% aðspurðra treysta Gæslunni. Lögreglan er í öðru sæti, 77% að- spurðra sögðust í febrúar 2015 treysta lögreglunni. 67% aðspurðra sögðust treysta lögreglunni í febrúar 2005. Flestir treystu lögreglu í febr- úar 2012 og febrúar 2014, eða 83% að- spurðra. Háskóli Íslands naut mests trausts í Þjóðarpúlsi Gallup í febrúar 2005, eða 86% aðspurðra og í febrúar 2015 naut Háskóli Íslands 72% trausts og var kominn niður í þriðja sæti, á eftir Landhelgisgæslunni og lögreglunni. Það er athyglisvert að Háskólinn skuli njóta svo miklu minna trausts í dag en árið 2005, þannig að munar fjórtán prósentustigum. Helmings hrun í trausti Alþingi má muna sinn fífil fegri, hvað varðar traust landsmanna til stofnunarinnar. Samkvæmt Þjóð- arpúlsi Gallup báru 35% þjóðarinnar traust til Alþingis í febrúar 2005, en aðeins tveimur árum áður, í febrúar 2003, treystu 44% landsmanna Al- þingi. Samkvæmt Þjóðarpúlsinum sem Morgunblaðið birti frétt um sl. laugardag treysta 18% landsmanna Alþingi í dag. Þannig hefur traustið til þeirrar háu stofnunar Alþingis hrunið um sautján prósentustig á þeim ellefu árum sem samanburð- urinn nær til, þannig að nánast helm- ingi færri treysta Alþingi nú en fyrir Læknar mæla með selaolíunni Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Selaolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999 Selaolía Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Meiri virkni Einstök olía Nýtt útlit Fyrir konur á öllum aldri Margir litir • Stærðir S-XXXXL • Bolir • Túnikur • Kvartbuxur • Ökklabuxur • Peysur o.fl. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Velúrgallar NÝTT Verið velkomin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.