Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 68
SJÁVARÚTVEGUR68 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is F rá árinu 2010 hefur verið mikil aukning í áhuga á BS námi í sjávarútvegsfræði hjá Háskólanum á Akureyri. Fjöldi nýrra nemenda hefur aldrei verið meiri og kynjahlutföllin breyst til batnaðar svo að konur eru í dag nærri helmingur nemenda. HA er eini há- skólinn á landinu sem býður upp á nám í sjáv- arútvegsfræðum. Hjörleifur Einarsson er for- maður auðlinda- deildar HA. Hann segir að námið hafi verið tekið til ítarlegr- ar endurskoð- unar árið 2008. „Námsbrautin hóf göngu sína árið 1990 og hélst að- sókn nokkuð stöðug allt fram til ársins 2002. Þá komu þrjú mjög góð ár en árin 2005-2007 varð veruleg fækkun í fjölda nýnema. Var þá far- ið í viðamikla naflaskoðun, þar sem við öfluðum okkur upplýsinga um bæði hvað nemendur og atvinnu- greinin teldi gott við námið, hvað mætti betur fara og hver ættu að vera helstu áhersluatriði í náminu. Í kjölfarið var námið endurskipulagt, námskeiðum endurraðað, sumt tek- ið út og öðru bætt við.“ Breytt atvinnugrein Breytingar á náminu, en líka breyttar áherslur í samfélaginu og í atvinnugreininni, ættu að skýra hvers vegna aðsóknin tók stóran kipp á undanförnum árum. „Tilvon- andi nemendur fóru að koma auga á hvaða möguleika þetta nám býður upp á. Sjávarútvegurinn hefur tekið miklum breytingum hvað varðar þau störf sem í boði eru, og orðið til mörg stór og stöndug fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi. Atvinnutæki- færin eru bæði hér heima og er- lendis og eru nemendur okkar í dag að störfum víða um heim, s.s. á Bretlandi, í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og í SA-Asíu. Sjávarútvegsfræðinámið bygg- ist á þremur meginstoðum sem saman mynda heildstæðan þekking- argrunn sem nota má við veiðar, vinnslu, markaðssetningu, stjórnun og þróun. „Í fyrsta lagi er hefð- bundið raungreinanám með áherslu á efnafræði, örverufræði og líffræði. Síðan eru sérgreinar sjávarútvegs- ins s.s. fiskifræði, nám um vinnslu á sjávarfangi, gæðamál og öryggis- mál, haffræði og veðurfræði. Loks tengjum við öll námskeiðin saman gegnum viðskiptagreinar þar sem komið er inn á rekstur, stjórnun og sölu. Nemendur eru þá búnir að koma sér upp heildstæðri og góðri þekkingu á allri virðiskeðjunni, frá miðum ofan í maga.“ Fjölbreyttari störf í boði Hjörleifur segir að vaxandi hlutfall kvenna í náminu kunni að endurspegla fjölbreyttari atvinnu- möguleika í sjávarútvegi sem svo aftur þýði að konur eigi auðveldara með að finna störf við sitt hæfi í greininni, og í sinni heimabyggð. „Hér áður fyrr voru það karlarnir sem fóru á sjóinn og unnu við vél- arnar en konunum helst bara hleypt að snyrtiborðunum í fisk- vinnslunum. Tækniframfarir og aðrar áherslur hafa breytt því hvernig vinnustaðir sjávarútvegs- fyrirtækin eru í dag og orðið til ný atvinnutæki fyrir konur við annað en það sem áður var talið til hefð- bundinna kvennastarfa í fisk- vinnslu. Þetta eru þekkingarstörf sem gefa unga, menntaða fólkinu, bæði konum og körlum, möguleika sem oft voru ekki til staðar áður á að nýta sína menntun í sinni heima- byggð.“ Nemendahópurinn er fjöl- breyttur. Hjörleifur segir fyrsta árs nemendur hafa mjög breiðan bak- grunn úr framhaldsskóla. Þá er líka svigrúm til að taka inn nemendur sem ekki hafa lokið stúdentsprófi en búa að reynslu úr atvinnulífinu. Aðspurður hvað tilvonandi nem- endur ættu að hafa til að bera nefn- ir Hjörleifur að góður raungreina- grunnur komi sér vel og létti suma hluta námsins. „En mestu skiptir að hafa áhuga á greininni, hvort sem það tengist vinnslu, rekstri eða markaðssetningu. Ef áhuginn er til staðar þá kemur hitt nánast af sjálfu sér.“ Kennslunni er hagað þannig að þeir sem ekki búa á Akureyri geta stundað fjarnám. Þó verða fjarnem- endur að koma í skólann til að sinna staðbundnum vinnulotum. Hagnýta þekkinguna Þá er lögð mikil áhersla á sam- starf við atvinnulífið í náminu og hafa nemendur unnið rannsókn- arverkefni í samvinnu við sjáv- arútvegsfyrirtæki á Akureyri og hringinn í kringum landið. „Þar eru bæði nemandinn og fyrirtækið að græða. Nemandinn fær tækifæri til að taka þátt í „raunverulegu“ verk- efni og beita þekkingu sinni en fyr- irtækið fær svör við brýnum spurn- ingum í rekstrinum. Þarna gefst líka oft tækifæri fyrir nemandann að máta sig við fyrirtækið og oftar en ekki kemur í ljós að nemandinn passar vel í hópinn og er fenginn til starfa hjá samstarfsfyrirtækinu að náminu loknu.“ Býður upp á mikla möguleika Tækni Hægt er að stunda námið í fjarnámi með námslotum á Akureyri. Hjörleifur Einarsson  Nemendur með gráðu í sjávarútvegsfræði fást við fjölbreytt störf, bæði innanlands og í fjarlægum löndum  Námið veitir breiðan þekkingargrunn, m.a. á sviði sjávarútvegsgreina, raungreina og viðskipta Yfirsýn Nemendur læra um alla virðiskeðjuna, „frá miðum ofan í maga“ eins og Hjörleifur orðar það. Námið snertir jafnt á skólabókunum og slorinu. 4-hjóla stýrðir liðléttingar 4-hjóla stýrðir liðléttingar hafa margt fram yfir liðstýrða. • Lægri eiginþyngd með sömu burðargetu. • Byggðir á heilli grind og halda því ávallt sömu lögun. • Geta keyrt og beygt með það sem þeir lyfta. • Missa ekki jafnvægið þegar þeir beygja. • Lágbyggðar og stöðugar vélar, minni hætta á að þær velti. Erummeð sýningarvélar í sýningarsal okkar að Krókhálsi 16 í Reykjavík. Kíkið við - sjón er sögu ríkari! ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.