Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 83
MINNINGAR 83 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Guðríður Jóns- dóttir föðursystir okkar er látin, 104 ára síðan í september. Um Jón Þórðarson, föður hennar og afa okkar, sem varð rétt tæplega 103 ára, var sagt að hann hefði verið orðlagður dugnaðarmaður, prúð- ur, hógvær og hlédrægur, heima- kær og alltaf unað glaður við sitt. Þessi lýsing á einkar vel við um flest okkar föðurfólk sem við höf- um kynnst. Í fjölskylduhúsinu að Baldursgötu 7 og 7a sem byggt var í áföngum 1923 og árin þar á eftir, bjó öll stórfjölskyldan að undanskilinni Markúsínu, næst- elsta systkininu, en hún gerðist bóndakona að Egilsstöðum í Ölf- usi. Mikill samgangur var milli þessara tveggja staða og áttu ætt- ingjarnir aufúsa innkomu hvenær sem var, hvort sem fólk fór austur fyrir fjall eða fólkið að austan kom suður til Reykjavíkur. Guðríður og Sæmundur bjuggu á miðhæðinni með sína fjölskyldu og foreldrar okkar á hæðinni fyrir ofan. Æðruleysi Guðríðar í þessu sambýli, já og reyndar þeirra allra á neðri hæðinni, náði líklega lengst, þegar eldri syninum á efri hæðinni áskotnaðist trommusett og tók til við að bjóða upp á há- væra einleikstónleika við öll hugs- anleg tækifæri. Seinna, þegar strákur hafði loks náð þroska til að gera sér grein fyrir þessari óþol- andi framkomu, spurði hann Guð- ríði einu sinni hvort hann hefði ekki alveg verið að gera út af við þau þennan tíma. „Nei, nei, Nonni minn, þú varst alltaf svo músík- alskur á þessum árum, ég hafði Guðríður Jónsdóttir ✝ Guðríður Jóns-dóttir fæddist að Núpum í Ölfusi 21. september 1910. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 13. mars 2015. Guðríður var jarðsungin frá Ás- kirkju í Reykjavík 25. mars 2015. bara gaman af látun- um í þér,“ svaraði hún . Sá einstaki skapgerðareigin- leiki þessarar mætu konu að vera alltaf létt í lund og geta hlegið á einstaklega smitandi hátt við flest tækifæri, skýrði svarið vel. Langlífi krefst örugglega glað- værðar og æðruleysis, jafnvel þótt hið versta skelli á. Guðríður missti Sæmund maka sinn 1983, og þar fór góður lífsförunautur, hnyttinn og skemmtilegur karl, sem okkur krökkunum þótti vænt um. Fleiri dauðsföll í fjölskyldunni settu mark sitt á Guðríði, og það varð þungur baggi að bera, þegar hún missti sjónina og hætti að geta reitt sig á sjálfa sig. Glaðværðin hvarf þó aldrei og einu sinni bað hún Smára son sinn að hringja í trommarann, því hún þyrfti að spjalla. „Ég er í heimsókn hjá Smára,“ sagði hún, „ég er að horfa á íbúðina þína út um stofuglugg- ann og útsýnið er frábært hérna í Grafarholtinu.“ Það var vitað að vel sást á milli íbúðanna en, „Guð- ríður þú getur ekki verið að horfa á íbúðina mína, því þú ert blind“. Hún skellihó og svaraði því til að það skipti engu, því hún hefði komið svo oft með Sæmundi þang- að upp í holtið, löngu áður en farið var að byggja og hún myndi vel hvernig þetta liti allt út. Ástríkið, samheldnin og virð- ingin sem allt þetta fólk sýndi hvað öðru, skilur eftir sig góð spor fyrir okkur afkomendurna að feta eftir. Við systkinin á efri hæðinni þökkum Guðríði fyrir hlýja og góða samferð um æsku- og full- orðinsár, og sendum börnum hennar, Smára, Jóni Gunnari og Þórhildi, og öllum þeirra börnum og barnabörnum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Jón Þórðarson. ✝ ÞórhallurKristjánsson fæddist í Reykja- vík 9. júlí 1936. Hann lést á heimili sínu mánudaginn 16. mars 2015. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jónsdóttir, f. í Holtakoti í Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyj- arsýslu 1911, og Kristján Hólm Skaftason trésmíðameistari, f. á Akureyri 1911. Þórhallur var elstur 13 systkina. Næst komu Jón Skafti, d. 2005, Sverrir, d. 1976, Skúli og Sig- ríður Anna. Sam- mæðra er Ómar Skarphéðinsson. Samfeðra eru Hólmfríður, Lilja Kolbrún, Þorfinn- ur, Sigríður Mar- grét, Þórunn Jóna, Kristín og Bryn- dís. Þórhallur starf- aði við almenn verkamannastörf fram að eftirlaunaaldri. Útför Þórhalls verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 26. mars og hefst athöfnin kl. 15. Það var haustið 1970. Ég var að koma mér fyrir í leiguher- bergi á Miklubraut 1. Þar hitti ég Þórhall Kristjánsson fyrst. Tókst góður kunningsskapur strax á milli okkar. Ég var ekki á bíl þá, en Þórhallur var ólatur að fara með mig á Rússanum það sem ég þurfti. Hann átti þá þennan flotta GAZ 69 sem var einn af uppáhaldsbílum hjá mér. Ég veit að hann fór margar ferð- ir fyrir Helgu Níelsdóttur sem við leigðum hjá. Ég leigði þarna í ein fimm ár og var Þórhallur all- an tímann líka á Miklubrautinni. Þórhallur fór á vertíðir á vet- urna, og eina vertíð var hann í Grundarfirði á Haukaberginu. Þetta voru góð ár sem maður átti á Miklubrautinni, og gaman að hafa kynnst Þórhalli. Eftir að ég flutti í Grundarfjörð hitti maður hann ekki eins oft, en þegar pabbi fór að selja í Kola- portinu og við fjölskyldan vorum að vinna við það, þá var það al- veg víst að þar hitti maður Þór- hall, og alltaf heilsaði hann upp á okkur í sölubásnum. Í síðasta skipti sem ég hitti Þórhall var það í Kolaportinu núna fyrstu helgina í mars og sátum við lengi saman og spjölluðum. Meðal annars var rætt um að hann yrði áttræður á næsta ári, og var ég að segja að við yrðum nú að gera eitthvað skemmtilegt þá. Já, ég veit það nú ekki sagði hann og fór að spyrja um fólkið mitt fyrir vestan og hvort ég hefði ekki heyrt í Gústa Breiðfjörð. Kæri Þórhallur, það verður nú ekki svo að við gerum eitthvað saman á næsta ári, þú varst nú ekki mikið fyrir að láta hafa fyrir þér. Ég kveð góðan dreng og sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Ólafur Hjálmarsson. Þórhallur Kristjánsson ✝ Brynja Kol-brún Lár- usdóttir fæddist í Reykjavík 5. nóv- ember 1942. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk við Suður- landsbraut 7. febr- úar 2015. For- eldrar hennar voru Lárus Ágústsson frá Hellissandi og Anna Olsen. Hún ólst upp hjá föðurfólki sínu á Reykjavíkurvegi 32 í Hafnarfirði. Brynja eignaðist þrjú börn, elstur er Róbert Edward Ró- bertsson, f. 1968, var kvæntur Unni Hrefnu Jóhannesdóttur og þeirra sonur er Þorri Hrafn. Þor- steinn Auðólfur Þorsteinsson, f. 1971, kona hans er Anni og eiga þau þrjú börn, Búa, Emil og Tove, þau eru bú- sett í Berlín. Brynja eignaðist dóttur árið 1973 en hún var ætt- leidd. Brynja giftist Þorsteini Sæmundssyni árið 1970, þau skildu nokkrum árum síðar og var hann faðir tveggja barnanna. Brynja var jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 16. febrúar 2015. Þótt dauðinn sé staðreynd vekur hann ávallt sorg og söknuð. Fráfall vinkonu minnar er engin undantekning frá því. Mér er minnisstætt þegar ég sá Brynju fyrst, það var á heimili vinkonu minnar þar sem Brynja var tíður gestur en síðan eru liðin 50 ár og hún hefur fylgt mér ætíð síðan því allir eru horfnir á vit feðranna sem voru hennar vinir, stoð og stytta í lífsins ólgusjó. Brynja átti við veikindi að stríða sem ekki verða rakin hér en ég minnist allra góðu stundanna sem við átt- um saman. Heimsóknir á Reykja- víkurveginn þar sem alltaf var gott að koma, bíltúrar og göngu- ferðirnar um Hafnarfjörð og Reykjavík. Alltaf á kaffihúsum að spjalla um heima og geima, að skemmta okkur meðan heilsan leyfði. Síðustu árin bjó Brynja á Dvalarheimilinu Mörk þar sem hún undi hag sínum vel og átti í góðum samskiptum við heimilis- menn og starfsfólk. Brynja ólst upp hjá föðurfólki sínu í Hafnarfirði eftir að faðir hennar fórst með Þormóði frá Bíldudal í mannskæðu sjóslysi þegar skipið fórst með sjö manna áhöfn og 24 farþegum utan við Garðskaga 17. febrúar 1943 en Lárus var vélstjóri um borð. Móður hennar þekkti ég ekki en veit að hún giftist aftur og eign- aðist börn og varð háöldruð í Reykjavík. Á heimilinu í Hafnar- firði bjuggu afi og amma Brynju, Ingveldur Lárusdóttir og Ágúst Pálsson, en þau höfðu flutt frá Hellissandi ásamt fimm börnum sínum sem öll voru ógift og barn- laus. Brynja varð því augasteinn þeirra allra þegar hún nokkurra mánaða gömul var tekin í fóstur til afa og ömmu. Hún naut alls hins besta á sínum uppvaxtarár- um, gekk vel í skóla, var í ballett og lærði á píanó. Gaman var að koma í afmælin hennar jafnvel þótt hún væri orðin fullorðin, allt- af rjómaterta og snittur og gam- an að tala við heimilisfólkið segja sögur frá liðnum tímum. Sæ- mundur var elstur og muna margir eldri Hafnfirðingar eftir honum. Elín var hjúkrunarkona, mjög röggsöm og ákveðin, Ragn- hildur var alltaf mjög fín og vildi hafa Brynju fína dömu, hún vann lengi á heilsuverndarstöðinni í Reykjavík. Inga var heimavinn- andi auk þess að vinna í fiski hér áður. Reyndar gekk hún Brynju í móðurstað. Árni frændi hennar reyndist sonum hennar mikill vinur, alltaf var setið við sjón- varpið á laugardagseftirmiðdög- um og horft á ensku knattspyrn- una. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 2008. Brynja vann ýmis störf þegar hún var ung, hún fór eitt sumar á síld til Seyð- isfjarðar 1963, vann í apóteki og gleraugnaverslun en eftir fertugt varð hún að hætta að vinna vegna veikinda sinna en orkan var alltaf mikil og gekk ekki alltaf vel að veita henni farveg. Alltaf var sterkt samand milli Þorsteins fyrri eiginmanns hennar og Brynju gegnum árin. Þegar hún varð 60 ára kom hann í afmælið hennar sem var það síðasta sem haldið var heima í Hafnarfirði, hann lést 2008 sá góði drengur en ég þekkti hann vel. Síðustu árin á Mörkinni fórum við ekki út en góðar stundir áttum við á kaffi- stofunni með öllu því góða fólki sem starfar þar og vistmönnum en nokkra þeirra þekkti ég frá fyrri tíð. Ég vil þakka starfsfólki Markar, öllum konunum sem voru vinkonur hennar. Ein sagði mér við jarðarförina að hún hefði sett sig inn í starfið. Því trúi ég því stjórnsöm var hún og fátt fór framhjá henni enda góðum gáf- um gædd frá náttúrunnar hendi. En við vitum öll að ekki fer alltaf saman gæfa og gjörvileiki. Hvíldu í friði mín kæra. Guð blessi þig og þína afkomendur í framtíðinni. Bjarney Þ. Runólfsdóttir. Brynja Kolbrún Lárusdóttir ✝ Árni Magn-ússon fæddist 10. september 1930 í Hörgsholti í Hrunamanna- hreppi. Hann lést á Vífilsstöðum í Garðabæ 11. febr- úar 2015. Foreldrar hans voru Anna Árna- dóttir, f. 24. maí 1898, d. 10. sept- ember 1985, og Magnús Sig- urðsson, f. 1. júlí 1908, d. 16. apríl 1968. Hálfsystkini Árna samfeðra voru Guðfinna, f. 1934, d. 1972, Helga, f. 1936, Guðmundur, f. 1937, Ragnhild- ur, f. 1941, Anna, f. 1944, og Sigurður, f. 1945. Árni eignaðist eina dóttur með Magneu Kristjánsdóttur, f. 20. mars 1932, d. 13. ágúst 1998; Önnu, f. 9. nóvember 1953, og er hún gift Þorvaldi Finnbjörnssyni, f. 27. október 1952. Börn þeirra eru: 1) Theódóra Steffen- sen, búsett í Sví- þjóð, f. 10 ágúst 1972, gift Magnus Sivnert, börn þeirra eru a) Oli- ver, f. 1. apríl 2003, b) Anna Theódóra, f. 22. ágúst 2004, og c) Óskar Kristján, f. 8. júlí 2012. 2) Kristín, áður gift Daníel Elíassyni, börn þeirra eru a) Anna Dagmar, f. 6. nóv- ember 2004, og b) Embla Dögg, f. 27.apríl 2009. 3) Finn- björn, giftur Gyðu Rós Braga- dóttur, börn þeirra eru a) Þor- valdur, f. 13. desember 2009, og b) Þula Björg, f. 23. desem- ber 2013. Fyrir átti Finnbjörn Ingunni Önnu, f. 1. júní 2001. 4) Halldóra Júlía, f. 3. júlí 1986. Útför Árna fór fram í kyrr- þey í Fríkirkjunni í Reykjavík 23. febrúar 2015. Árni Magnússon, tengdafaðir minn, lést á Vífilsstöðum eftir snarpa baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Aldrei kvartaði Árni þó undan erfiðum áhrifum sjúk- dómsins og bar sig ávallt vel. Við fjölskylda hans; Anna kon- an mín, börnin okkar og barna- börn, sjáum eftir góðum félaga og vini en Árni lagði rækt við að kynnast barnabörnum sínum og barnabarnabörnum og nutu þau samskipta við vingjarnleg- an og rausnarlegan afa og lang- afa. Árni var mikill dugnaðar- forkur alla tíð. Í starfi sínu við fjárbúskap á yngri árum fór hann jafnan gangandi langar leiðir inn til að gefa fénu hey. Þessi dugnaður við gönguferðir fylgdi honum fram á síðustu ár enda var hann sífellt á ferðinni um borgina en hann gekk frá Njálsgötunni, þar sem hann bjó, og kom víða við. Hann kom jafnan við hjá barnabörnum sínum og þáði kaffi áður en hann hélt áfram göngunni. Sagt er að Árni hafi verið al- veg sérstaklega fjárglöggur maður. Hann gat komið auga á kindur í mikill fjarlægð og þekkti á augabragði hvaðan þær komu. Við hjónin höfum heyrt margar sögur af Árna úr göng- um eða eftirleitum þar sem í ljós kom hversu vel hann þekkti allt fé í umhverfi sínu. Einnig höfum við fengið að heyra nokkrar sögur af Árna við smölun og umönnun fjár, en segja má að þar hafi hann verið í sínu uppáhaldsumhverfi. Okkur hjónum er það ætíð minnisstætt þegar Árni heim- sótti okkur í Lundi í Svíþjóð á níunda áratugnum þegar við vorum þar í námi. Árni ferðaðist ekki mikið til annarra landa en hann lét verða af því að leggja á sig langa ferð til að hitta dóttur sína og barnabörn. Okkur þótti sérstaklega vænt um þessa heimsókn þótt jafnan væri gestkvæmt hjá okkur í Lundi. Árni starfaði í Reykjavík eft- ir að hafa flutt frá Kirkjubæj- arklaustri á níunda áratugnum. Hann starfaði m.a. hjá Slát- urfélagi Suðurlands og hjá Reykjavikurborg. Oft sagði Árni mér að hann hafði sérstaklega ánægju af að fara austur fyrir fjall, þaðan sem hann er ættaður, og fylgj- ast með sauðburði. Þetta var sérstakt áhugamál hjá honum þótt hann hefði ekki tök á að fara allra síðustu ár. Útför Árna Magnússonar fór fram frá Fríkirkjunni í Reykja- vík hinn 23. febrúar. En hann sagðist vilja hvíla fyrir austan og verður hann því jarðsettur í Hruna þar sem móðir hans hvílir. Með Árna er fallinn frá mik- ill öðlingur, rausnarlegur mað- ur og nægjusamur. Það var heiður að hafa hann að tengdaföður og fyrir það þakka ég nú þegar liðið er að leiðarlokum. Þorvaldur Finnbjörnsson. Árni Magnússon Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Tökum að okkur viðhald, við- gerðir og nýsmíði fasteigna fyrir fyritæki húsfélög og einstak- linga. Fagmenn á öllum sviðum. Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373. brbygg@simnet.is          Hreinsa þakrennur, laga vatnstjón, ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Smáauglýsingar Bílaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.