Morgunblaðið - 26.03.2015, Page 40

Morgunblaðið - 26.03.2015, Page 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 FRÉTTASKÝRING Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Óhætt er að segja að nýtt vor sé runnið upp í frjálsum íþróttum hér á landi. Ljúfasti vorboðinn er hlaupa- konan Aníta Hinriksdóttir sem að- eins 19 ára gömul hefur heillað landsmenn með mögnuðum árangri á heimsvísu. Aníta, sem árið 2013 varð heimsmeistari 17 ára og yngri, og Evrópumeistari 19 ára og yngri, komst í fyrsta sinn í úrslit stórmóts fullorðinna á Evrópumeistaramótinu innanhúss í Prag í byrjun mánaðar. Aníta endaði tveimur sætum frá verðlaunum í 800 metra hlaupi. Þau hefðu þá orðið fyrstu verðlaun Ís- lendings á stórmóti í frjálsum íþrótt- um, í flokki fullorðinna, síðan Jón Arnar Magnússon fékk silfur á HM í sjöþraut innanhúss árið 2001. Síð- asta kona til að ná verðlaunum á stórmóti var Vala Flosadóttir sem fékk brons í stangarstökki á Ólymp- íuleikunum í Sydney árið 2000. Eftir tíðindalítil ár virðist Aníta nú kyndilberi nýrrar kynslóðar ís- lensks frjálsíþróttafólks, stórs hóps sem stefnir hátt. Til marks um upp- ganginn þá var Aníta ein af sex EM- förum í Prag, á meðan Ísland átti engan fulltrúa á EM á Ítalíu 2009. Þetta er í samræmi við aukinn fjölda Íslendinga á stórmótum unglinga undanfarin ár. Frjálsíþróttalands- liðið vann sig svo upp í 2. deild EM landsliða síðasta sumar, og það gat aðeins gerst vegna þess hve öflugur og fjölbreyttur landsliðshópurinn er. „Þetta er mikið stærri bylgja frjálsíþróttafólks en sú síðasta,“ sagði Gísli Sigurðsson, frjáls- íþróttaþjálfarinn reyndi, sem nú þjálfar meðal annars Íslandsmeist- arana Kolbein Höð Gunnarsson og Hafdísi Sigurðardóttur, og var áður þjálfari Jóns Arnars Magnússonar. „Síðast fengum við hins vegar of- urhæfileikaríkt fólk, íþróttamenn í allra hæsta gæðaflokki, sem urðu þar af leiðandi mjög þekktir á sínum tíma. Ég myndi segja að bylgjan sé núna þéttari og stærri. Það eru fleiri góðir, og líka stór hópur af fólki sem stendur þeim aðeins að baki. Við er- um að nálgast þessa getu sem var í okkar stórkostlega íþróttafólki eins og Jóni Arnari Magnússyni og Völu Flosadóttur, og miklu fleirum frá fyrri tíð,“ sagði Gísli. ÍR-ingar standa upp úr En hvað veldur uppganginum? Af hverju eigum við nú bráðefnilega og/ eða góða íþróttamenn á borð við Anítu, Kolbein og Hafdísi, sleggju- kastarann Hilmar Örn Jónsson, spjótkastarana Ásdísi Hjálmsdóttur, Sindra Hrafn Guðmundsson og Guð- mund Sverrisson (sem kastað hefur yfir 80 metra), maraþonhlauparann Kára Stein Karlsson, fjölþraut- arkappann Einar Daða Lárusson, og fleiri og fleiri? „Þetta kemur til af góðri upp- byggingu í íþróttinni. Frjáls- íþróttadeild ÍR stendur upp úr hvað varðar skipulagningu og viðhorfs- vinnu á síðustu 15-20 árum,“ sagði Gísli, en það hefur skilað sér í fjölda Íslands- og bikarmeistaratitla hjá ÍR og yfirburðastöðu félagsins síð- ustu ár. „FH-ingar eru einnig alltaf rosalega öflugir hvarð varðar að- stöðumálin, og þessi tvö félög eru í mikilli forystu varðandi uppbygg- ingu afreksfólks,“ sagði Gísli. Aðstaða til iðkunar frjálsra íþrótta gjörbreyttist með tilkomu frjálsíþróttahallarinnar í Laugardal í lok árs 2005. Þá var Aníta 9 ára. Hennar kynslóð hefur getað æft allt árið. Á síðasta ári opnaði svo ný frjálsíþróttahöll FH í Kaplakrika. „Á þessari breyttu aðstöðu bygg- ist þéttleiki bylgjunnar, og skilar vonandi á endanum toppafreks- íþróttafólki, eins og við erum reynd- ar þegar farin að sjá. En það eru fleiri hlutir en aðstaða sem koma til. Það er líka risastórt atriði varðandi það að byggja upp afreksgetu, hvernig íþróttamenn eru aldir upp og hvernig er talað við þá. Þetta er hægt að gera án þess að vera í merkilegri aðstöðu, eins og okkar veruleiki er á Akureyri,“ sagði Gísli, en norðanmenn hafa aðeins stutta hlaupabraut í knattspyrnuhúsinu Boganum til að æfa á yfir veturinn, og ljóst að betur má ef duga skal. Fleira kemur til en bætt aðstaða. Frjálsar í tísku? „Það eru tískusveiflur í íþrótt- unum eins og annars staðar. Hérna fyrir 20 árum eða svo, þrátt fyrir glæsilegan árangur okkar fulltrúa og verðlaun á stórmótum, þá voru frjálsar ekkert inni. Ég kann ekki að skýra þetta, en frjálsar virðast vera í tísku núna. Þar spila fjölmiðlar líka sinn þátt. Knattleikir voru yfirgnæf- andi í vinsældum og erfitt fyrir aðra að komast að,“ sagði Gísli, og bendir einnig á að íþróttafólkið sé í góðum höndum hér á landi: „Við höfum gífurlega marga reynslumikla og mjög fjölhæfa þjálf- ara. Fólk sem úr því grasi er sprott- ið að hjartalagið og vinnusemin gagnvart íþróttinni er óviðjafnanleg. Menn leggja sig svo mikið fram, og þar liggur að mínu mati grunnurinn að getu okkar fólks. Þetta er afleið- ing af því viðhorfi sem mótaðist á síðustu áratugum 20. aldarinnar. Við erum með mjög mikið af menntuð- um íþróttafræðingum, toppfólki, sem auk þess hefur áratuga reynslu. Við þetta bætist betri aðstaða, og þar með erum við að nálgast þá stöðu að geta verið með heims- klassafólk í nokkrum greinum.“ „Þetta er mikið stærri bylgja“  Nýtt vor runnið upp í frjálsum íþróttum  Aníta kyndilberi kynslóðar sem hefur getað æft allan ársins hring  Nálgumst þá stöðu að eiga heimsklassafólk í fleiri greinum, segir þjálfari Jóns Arnars Morgunblaðið/Eggert Vonarstjarna Aníta Hinriksdóttir var útnefnd vonarstjarna Evrópu í frjáls- um íþróttum 2013, eftir að hafa orðið heims- og Evrópumeistari ungmenna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Björt framtíð Krister Blær Jónsson, 19 ára sonur Jóns Arnars Magnússonar, tilheyrir nýrri bylgju frjálsíþrótta- fólks. Hann fór yfir 5,21 metra í stangarstökki í vetur og nálgast Íslandsmet í greininni. Hápunktur þessa árs í frjáls- íþróttaheiminum er heims- meistaramótið utanhúss sem fram fer í Peking í Kína í lok ágúst. Aníta Hinriksdóttir, 800 metra hlaupari, Kári Steinn Karlsson maraþonhlaupari og spjótkastarinn Ásdís Hjálms- dóttir eru líklegust Íslendinga til að komast á mótið en ekki er sjálfgefið að þeim takist að ná þeim lágmörkum sem krafist er. Auk þeirra gætu menn á borð við tugþrautarkappann Einar Daða Lárusson og spjótkast- arann Guðmund Sverrisson átt eftir að ná lágmarki. Ásdís var eini fulltrúi Íslands á síðasta heimsmeistaramóti, í Moskvu árið 2013. Hver þeirra fara til Kína? HM Í PEKING ÁRMÚLI 17 533 12 34 WWW.ISOL.IS Batterís Höggborvél Batterís Skrúfvél Batterís Borvél Batterís Borvél Batterís Stingsög Batterís Sleðasög Batterí Hleðslutæki Batterí - Borvél 10,8VBatterís Borvél 10,8V Þyngd 2,1 kg m. magasíni og batteríi. Hægt að slökkva á höggi, Þyngd 2,6 kg m. batteríi. 4 gírar, 1,5-13mm patróna. Þyngd 1,8 kg m. batteríi. 2 gírar. 1,5-13mm patróna. Þyngd 1,7 kg m. batteríi. 1500-3800 str/min, Þyngd 2,4kg m. batteríi. Gengur á 1 eða 2 batteríum og afköstin eru á við snúrusög. 18V 5,2Ah-Li Ion batterí. Mjög fyrirferðarlítið, veggfesting og einfalt að koma snúrunni fyrir 2 gírar og 12 torkstillingar, 10,8V. Kemur í tösku með hleðslutæki og 2 batteríum. Þyngd 0,9kg með 2,6Ah batteríi. Kemur í tösku með hleðslutæki og 2 batteríum. Verð: 70.921 kr. með VSKVerð: 60.547 kr. með VSK Verð: 47.421 kr. með VSKVerð: 55.255 kr. með VSK Verð: 96.325 kr. með VSKVerð: 65.416 kr. með VSK Verð: 11.427 kr. með VSK Verð: 20.562 kr. með VSK Verð: 45.094 kr. með VSK Verð: 45.094 kr. með VSK
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.