Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Malín Brand malin@mbl.is Þó að eldgosinu í Holuhrauni sé lok- ið er rannsóknum vísindamanna og öryggisgæslu lögreglu á svæðinu hvergi nærri lokið. Gert er ráð fyrir að tveir til þrír lögreglumenn standi sólarhringsvakt á svæðinu allt fram á haust. Nokkur fjöldi fólks er að jafnaði í Drekagili. Bæði eru þar starfsmenn Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar við vinnu á svæðinu við að setja upp gasmæla og önnur mælitæki. Að sögn Björns Odds- sonar jarðeðlisfræðings og verk- efnastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra miðast hættumat við að öryggisgæsla sé á svæðinu svo óhætt sé að hleypa almenningi inn á svæðið. „Veðurstofan þarf að vakta svæðið vegna mögulegrar gasmeng- unar og gosóróa vegna jarðhræringa í og við Bárðarbungu. Þá þarf að vera til rýmingaráætlun fyrir svæðið og til þess að virkja áætlunina og láta fólk vita þarf mannskapur að vera á svæðinu,“ segir Björn. Öryggissjónarmið ráða för Björn ítrekar að öryggissjón- armið séu að baki ákvörðuninni um að hafa lögregluna áfram á svæðinu og er vaktin á svæðinu í takt við hættumat vísindamanna sem gefur til kynna að viðvörunartími vegna atburða í og við Bárðarbungu geti verið mjög stuttur. Um samstarf lögreglunnar og Vatnajökulsþjóðgarðs er að ræða og eru landverðir líka á staðnum. Al- mannavarnadeild ríkislög- reglustjóra samhæfir aðgerðir. Lögreglumennirnir sem standa vaktina eru úr umdæmi lögregl- unnar á Norðurlandi eystra og að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlög- regluþjóns á Akureyri eru fleiri þættir en rýmingaráætlun sem kalla á slíkt eftirlit. Aukinn straumur ferðamanna með hækkandi sól er ein breytan sem höfð er með í jöfnunni. Störfin í Drekagili Lögreglan sinnir hinum ýmsu verkefnum á eldgosasvæðinu dags daglega og er vísindamönnum innan handar. „Það sparar þeim líka ferð- irnar að vera með mælingar og myndatöku sem nýtist þeim þannig að það er reynt að samnýta þetta eins og hægt er,“ segir Daníel. Að- spurður hver kostnaðurinn sé við að hafa tvo til þrjá lögreglumenn þarna að staðaldri, segist Daníel ekki hafa þær upplýsingar á takteinum. „Þeir skila vinnuskyldu sinni þarna að hluta. Í vetur hafa þeir verið þarna að jafnaði í sex daga í einu því færðin hefur verið erfið og getur tekið allt að hálfan sólarhring að komast þangað uppeftir,“ segir hann. Daníel segir að reiknað sé með að ástæða sé til að vera með vakt á svæðinu fram á haust. „Því við eigum von á því að það verði mjög mikill ferða- mannastraumur þarna í sumar og þá er hægt að bregðast skjótt við ef frekari náttúrhamfarir verða.“ Þó liggur endanleg ákvörðun ekki fyrir um það þar sem eftir er að tryggja nauðsynlega fjárveitingu. Vegna þessa verkefnis fékk lög- regluumdæmið fjárheimild fyrir tveimur lögreglumönnum s.l. ár og segir Daníel að vonandi verði hægt að halda þeim áfram til hausts. „Auðvitað koma inn í þetta sum- arleyfi og annað en ef við höldum þessum tveimur þá eigum við að geta mannað þarna vaktir í sumar og á því teljum við fulla þörf því vænt- anlega verður ásókn í að skoða þetta nýja hraun.“ Lögregluvakt við eld- stöðvarnar til hausts Morgunblaðið/Árni Sæberg Holuhraun Án efa vilja margir fara að svæðinu í sumar til að sjá nýja hraunið. Lögreglumenn standa vaktina til hausts.  Hættumat miðast við að stöðug öryggisgæsla sé á svæðinu Eðli máls samkvæmt þurfa þeir sem hafa aðsetur í Drekagili að hafa jeppa til umráða enda ekki fært þangað á fólksbílum. Bíla- leiga Flugleiða leigir ríkislög- reglustjóra 38" breyttan Toyota Hi-Lux og var þeim bíl sérstaklega breytt fyrir þetta verkefni og hann útbúinn eftir þörfum lögreglunnar. Sá bíll er hafður uppi í Drekagili. Annar jeppi, Land Rover Defender, er leigður af öðru fyrirtæki. Þá er einnig notaður breyttur jeppi sem embættið á. Að sögn Daníels eru bílarnir leigðir á þeim samningum sem ríkið hefur við bílaleigurnar en hvert leiguverðið er fékkst ekki gefið upp. Samkvæmt þeim upp- lýsingum sem fengust frá Ríkis- kaupum eru samningarnir í formi afsláttar sem getur verið frá 20 prósentum af fyrirtækjaverðskrá bílaleiganna til fimmtíu prósenta afsláttar. Sérútbúinn og breyttur trukkur JEPPAR LEIGÐIR VEGNA GÆSLUNNAR Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) nam 8,9 milljörðum króna í fyrra, líkt og greint var frá í frétt í Morgunblaðinu í fyrradag. Hagn- aðurinn á árinu 2013 var 3,4 millj- arðar, og jókst hagnaðurinn þannig um 162%. „Sá tími mun koma. Enginn yrði kátari en ég, þann dag sem við lækkum gjald- skrár,“ sagði Bjarni Bjarna- son, forstjóri OR, í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður hvort ekki væri lag nú fyrir Orku- veituna að lækka gjöldin fyrir heita vatnið og rafmagnið til við- skiptavina í ljósi svo góðrar af- komu. „Við erum á ótrúlega góðri sigl- ingu og erum auðvitað mjög glöð með það. En það sem hindrar það í raun, að við getum lækkað verðið, er að aðgerðaáætlun okkar, sem gengur undir nafninu Planið og var samþykkt í lok marsmánaðar 2011, er bindandi út árið 2016,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að í tengslum við Planið hafi eigendur Orkuveit- unnar sammælst um nokkra þætti: „Að taka ekki út arð úr fyrirtæk- inu, meðan á aðgerðaáætlunin stendur. Eigendur lánuðu Orku- veitunni 12 milljarða króna og í lánasamningi þar er kveðið á um það að Orkuveitunni beri að láta gjaldskrár halda verðgildi sínu. Ef við gerum það ekki, þá gerist Orkuveitan brotleg við lánasamn- ing gagnvart eigendum,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að í sínum huga sé það ekki hlutverk Orkuveitunnar að græða á tá og fingri, „heldur á hún að veita góða þjónustu við lágu verði. En að sjálfsögðu verður verð- breyting þegar þar að kemur bara pólitísk ákvörðun eigendanna.“ Bjarni segir að afkoman af hita- veitunni undanfarna mánuði hafi verið góð, vegna rysjótts veðurfars, en afkoma af rafmagnssölunni hafi ekki verið góð, vegna þess hversu lágt álverðið hefur verið um hríð. OR ekki heimilt að lækka gjöldin  Orkuveitan bundin af lánasamningi Bjarni Bjarnason Morgunblaðið/Styrmir Kári Höfuðstöðvar OR má ekki lækka gjaldskrá fyrr en eftir árið 2016. Farðu á www.joakims.is og skoðaðu og pantaðu eða sendu tölvupóst á joakims@simnet.is. Sími 698 4651 Veiðivesti kr. 6.500.Öndunarvöðlur kr. 19.000. Vöðluskór kr. 8.500. JOAKIM’SFLUGUVEIÐIVÖRUR FERMINGARTILBOÐ Flugustangir frá kr. 12.500. Fluguhjól frá kr. 16.000. La ge rsa la ím ars -S kú tuv og ur 10 F- Op ið frá 15 -1 8, má n.- fös . Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is Glæsilegar eldhúsinnréttingar ÞÝSKTÍSLENSKT Innréttingarnar frá Eirvík eru sérsmíðaðar í Þýskalandi. Einingarnar koma samsettar til landsins sem sparar tíma í uppsetningu og tryggir meiri gæði. Sérstaða okkar fellst í því að bjóða heildarlausn fyrir eldhúsið. Við höfum næmt auga fyrir smáatriðum og bjóðum persónulega þjónustu. Höfuðáhersla er lögð á lausnir sem falla að þörfum og lífsstíl hvers og eins. Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í innréttinguna og eldhústækin og tryggðu þér raunveruleg gæði á réttu verði. Hönnun og ráðgjöf á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.