Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 77
sama hvort um var að ræða raf- suðu, logsuðu, koparbras eða eld- smíði, alls staðar var hann á heimavelli. Það var Gísla algerlega náttúr- legt og átakalaust að leiðbeina með fallegri blöndu af þolinmæði, áhuga og virðingu, kryddað græskulausri gamansemi og minningarbrotum sem vörpuðu ljósi á viðfangsefnið. Eitt sinn varð ég vitni að því þegar lista- maður mundaði logsuðutæki, skrúfaði gasið í botn og bar síðan neista að með þeim afleiðinum að öskrandi eldtunga teygði sig með sprengingu út í miðjan vinnusal. Gísli var viðstaddur og sagði í ró- legheitum án minnsta vottar um gagnrýni: „Það er hægt að kveikja á gasinu með svo mismunandi hætti.“ Síðan teygði hann sig kurt- eislega eftir logsuðutækinu og slökkti á þessu ógnvænlega eld- hafi og bætti við: „en það er oft betra að gera þetta svo“. Síðan kveikti Gísli af yfirvegun á gasinu þannig að suðaði ljúflega fagur- bláum og hárfínum loganum og færði aftur, með jákvæðum áhuga í hendur á bröttum listamanninum eins og þar færu tveir jafningar. En þrátt fyrir þetta milda viðmót skein alltaf í gegn hversu miklar kröfur Gísli gerði um vinnubrögð. Nýlendugata 15 verður aldrei eins eftir fráfall Gísla Kristjáns- sonar, en nærvera hans og andi á eftir að lifa enn um sinn í huga þess mikla fjölda listamanna sem nutu góðs af kynnum sínum við hann. Aðstandendum Gísla votta ég samúð mína við fráfall hans, þar fór höfðingi og raunverulegur meistari. Hannes Lárusson. Í dag kveðjum við Gísla Krist- jánsson. Við í samtökum psorias- is- og exemsjúklinga viljum minn- ast félaga okkar sem gaf okkar samtökum og félagsmönnum mik- ið. Gísli sat í stjórn samtakanna lengur en nokkur annar félagi eða frá 1980 til 2007 með nokkrum hléum. Starf hans fyrir samtökin spannar því tæp þrjátíu ár og er framlag hans ómetanlegt, framlag sem samtökin búa vel að. Áhugi Gísla sneri einkum að húsnæði samtakanna og rekstri göngu- deildar og nýttist reynsla og þekk- ing Gísla þar vel. Gísli var fyrsti og eini heiðursfélagi samtakanna. Ekki má gleyma hlut Ernu Guð- mundsdóttur, eiginkonu Gísla, sem lést á síðasta ári, en hún tók virkan þátt í starfinu með Gísla. Gísli var um margt eftirminni- legur persónuleiki. Hann hafði góða nærveru og framkomu sem einkenndist af virðingu og hátt- vísi. Hann var glettinn og átti auð- velt með að létta lund þeirra sem í kringum hann voru með hnyttn- um tilsvörum, gamansögum og stundum saklausum „hrekkjum“. Oft var erfitt að átta sig á því hvort Gísli var að grínast eða tala í alvöru. Ekki kvartaði Gísli yfir sinni líðan þó eflaust hafi oft verið til- efni til. Þess heldur var hann ávallt tilbúinn til að styrka og hvetja aðra í baráttunni við að fá bata og betri líðan. Gísli var upp- finningasamur og var oft að prófa nýja hluti í tilraunaskyni til að ná bata og kynnti það fyrir okkur hinum. Minningin um Gísla Kristjáns- son mun lifa innan samtakanna og meðal okkar sem kynntumst hon- um og nutum samvista við hann. Fjölskyldu Gísla eru færðar inni- legar samúðarkveðjur. F.h. Samtaka psoriasis- og ex- emsjúklinga, Helgi Jóhannesson, fv. formaður. Það var mikið gæfuspor fyrir Myndhöggvarafélagið í Reykjavík þegar Gísli Kristjánsson gekk til liðs við hópinn. Það gerðist sum- arið 1993 þegar félagið fékk af- hent húsnæðið að Nýlendugötu 15. Gísli tengist staðnum reyndar órofa böndum enda fæddist hann í húsinu þar sem faðir hans, Krist- ján Gíslason járnsmiður, rak bæði eldsmiðju og vélsmiðju. Snemma beygðist krókurinn og Gísli öðlað- ist dýrmæta reynslu nálægt gló- andi málminum. Síðar lærði hann vélsmíði og fór til Bandaríkjanna þar sem hann bætti við sig bæði raf- og logsuðu. Þegar Gísli gekk í félagið kom hann sér upp vinnuað- stöðu á sínum æskuslóðum. Hann vann ötullega að hinum ýmsu verkefnum og leynist listræn hag- leikssmíði hans víða í borginni. Handriðið á brúnni yfir Reykja- víkurtjörn er þar gott dæmi. Það er fagur minnisvarði um Gísla sem alla tíð lagði áherslu á að brúa bilið á milli kynslóðanna Gísli hefur markað djúp spor í starfsemi félagsins. Hann var gjafmildur á reynslu sína og deildi þekkingu óspart með félagsmönn- um. Málefni félagsins lét hann sig miklu varða og var ávallt tilbúinn til að leggja sitt á vogarskálarnar. Hann hélt ýmiskonar námskeið og veitti okkur vísa hjálparhönd. Þannig hefur Gísli dreift þekking- arneistum sínum áfram til yngri myndhöggvara og kveikt bál í mörgum brjóstum sem loga munu í skúlptúrum framtíðarinnar. Eld- móður hans og persónuleiki voru mikill innblástur þeim sem um- gengust hann. Það eru til dæmis ekki nema nokkrar vikur síðan hann lét koma fyrir trébol á gólfi félagsins. Hann hugðist berja bol- inn með sleggju til að halda skrokknum sínum í góðu standi. Árið 2010 var Gísli gerður að heið- ursfélaga Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Það er með miklum söknuði og djúpu þakklæti sem við kveðjum traustan og góðan félaga. Unndór Egill Jónsson, formaður Myndhöggv- arafélagsins í Reykjavík. Gísli Kristjánsson,vélfræðing- ur, vélsmiður og uppfinningamað- ur, er látinn. Gísli var þekktur handverks-, félags- og listamaður. Hann var upphafsmaður að tillögu um að keypt yrði bifreið til að flytja fatl- aða og fyrir hans tilstuðlun og Kiwanisklúbbsins Kötlu var fyrsti Kiwanisbíllinn keyptur til flutn- inga með fatlaða. Hann hannaði stólasliskjur til að koma hjólastól- um upp í bíla sem á eftir komu. Það þótti svo eftirtektarvert að fagaðilar komu frá útlöndum til að kynna sér þessa uppfinningu. Í framhaldi gaf Gísli uppfinningu sína til fjöldaframleiðslu, til að létta undir með fötluðum. Eftir hans hugmynd voru byggðir veiði- pallar uppi við Elliðavatn svo fatl- aðir gætu notið útivistar við veiði- skap. Hugmyndir Gísla eru allt að því óþrjótandi. Gísli fékk þá hug- mynd 1981 að samningur yrði gerður milli Reykjavíkurborgar og Kötlu um rekstur klukkunnar á Lækjartorgi, klúbburinn fékk heimild til að selja auglýsingar á klukkuna og hafa þeir peningar verið notaðir til ýmissa verkefna vegna þeirra sem minna mega sín í borginni. Ávallt stóð við hlið hans Erna Guðmundsdóttir sem lést 2012 og hvatti kall sinn eða dró úr eftir sem því við átti. Nú seinni ár- in hefur hann verið að aðstoða list- nemendur í handverki í gömlu smiðjunni hans pabba síns við Lindargötu. Starfsárið 1978 – 1979 tók Gísli að sér embætti for- seta á erfiðum tíma Kötlu og skil- aði því verki með sóma eins og öllu sem hann gerði fyrir klúbbinn. Gísli var tryggur félagsmaður. Hann hefur verið Kiwanisfélagi í Kötlu frá stofnun. Á fundum átti hann það til að varpa fram til íhug- unar fyrir félagana ýmsum íhug- unarefnum t.d. „Hvað merkir af- mæli?‘‘ meðan flestar þjóðir tala um fæðingardag þegar talað er um aldur. Ja, hvað merkir afmæli? Við Kötlufélagar munum minn- ast Gísla sem eins af frumherjum Kiwanis á Íslandi með óbilandi trú á að hjálpa þeim sem minna mega sín. Við félagarnir sendum fjöl- skyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hilmar Svavarsson. MINNINGAR 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 ✝ Gísli Steinssonfæddist á Ísa- firði 27. janúar 1918. Hann lést á Landakoti 17. mars 2015. Foreldrar hans voru Steinn Vilhelmsson, f. 1884, d. 1918, og Jónína Gísladóttir, f. 1894, d. 1978. Hún gekk með bróður Gísla, Stein Ágúst Steinsson, f. 1919, d. 1975, þegar faðir þeirra lést úr spænsku veikinni. Móðir hans átti einskis annars úrkosti en að láta hann í fóstur. Föðursystir Gísla, Ólöf Vilhelmsdóttir, f. 1882, d. 1982, tók hann síðan að sér, þá fimm ára gamlan, og gekk honum í móðurstað. Hún fylgdi Gísla allt til æviloka og var ávallt kært á milli þeirra. Móðir Gísla giftist Elíasi Runólfssyni og áttu þau hersins á Ermarsundi og í Norð- ursjó og breska flughernum í Indónesíu, á Indlandi og víðar. Hann tók aldrei beinan þátt í átökum. Við heimkomuna, árið 1947, hóf hann störf á skrifstofu Shell og starfaði síðan sem skrif- stofustjóri hjá Gunnari Ásgeirs- syni og Velti í rúma tvo áratugi eða þar til hann settist í helgan stein. Hann var farsæll í störfum sínum og gegndi þeim af trú- mennsku. Hjá Shell kynntist Gísli eft- irlifandi eiginkonu sinni, Ólöfu Þorsteinsdóttur Thorlacius, og kvæntist henni árið 1961. Hjóna- band þeirra var farsælt enda voru þau samstiga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og einkar natin hvort við annað. Hann dekraði við hana og hún bjó þeim fallegt og bjart heimili og annaðist hann af óbilandi dugn- aði og alúð í veikindum hans síð- ustu æviárin. Útförin fer fram frá Grensás- kirkju í dag, 26. mars 2015, kl. 13. þrjár dætur. Hálf- systur Gísla eru Ólöf, f. 1924, sem var skírð í höfuðið á fóstru Gísla, Anna Margrét, f. 1926, d. 2011, og Dagbjört, f. 1929, d. 2005. Gísli gekk í Mið- bæjarbarnaskól- ann og að loknu skyldunámi lá leið hans í Verslunarskóla Íslands. Hann lauk verslunarprófi þaðan og starfaði síðan um skeið hjá Ölgerðinni. Gísli kynntist bresk- um hermönnum í Reykjavík á þessum tíma og fór til Englands og gekk í breska flugherinn 1943, þá tuttugu og fimm ára gamall. Hann hafði hug á að komast í flugnám en varð ekki að ósk sinni. Hann starfaði hjá sjóbjörgunarsveit breska flug- Í dag kveðjum við Gísla frænda sem við höfum verið svo heppin að eiga samleið með, svo lengi sem ég man eftir mér. Það er alltaf erfitt að kveðja, kveðja einhvern sem hefur verið jafn órjúfanlegur hluti af fjölskyld- unni og á sinn stað í hjarta okkar. Gísli var náttúrulega búinn að lifa langa ævi, nýorðinn 97 ára gamall, en alltaf hress og alltaf kátur en nú er hans tími kominn til að kveðja þetta jarðlíf og við sitjum eftir og minnumst hans með ást og þakklæti. Þegar ég hugsa til Gísla kem- ur alltaf fyrst í hugann hversu barngóður hann var. Börn hænd- ust að honum og þá er ég að tala um þrjár kynslóðir barna, þ.e. við systurnar, síðan koma okkar börn og barnabörn og alltaf var Gísli að kankast við krakkana, svo hlýr og góður og þó að það heyrðist í þeim og þau væru að ærslast hastaði hann aldrei á þau heldur brosti hann bara góðlát- lega og hafði gaman af. Gísli og Ollý, einhvern veginn er erfitt að huga um annað án hins, þau voru alltaf saman og gerðu allt saman. Þau ferðuðust mikið hér áður fyrr á meðan kraftar leyfðu. Ollý og Gísli voru höfðingjar heim að sækja og allt- af tilhlökkun að koma til þeirra á jóladag, vel veitt eins og þeirra var von og vísa, svo enginn fór svangur heim og ekki spillti for- drykkurinn sem Gísli blandaði, hættulega góður. Það var reynd- ar sama hvenær maður kom á þetta hlýja og góða heimili, alltaf var hlýlega tekið á móti manni og alltaf með gleði þannig að maður fór ánægður heim. Þrátt fyrir háan aldur og skert þrek lét Gísli sig yfirleitt ekki vanta í fjölskylduboðin og lét ekki aftra sér að þurfa að labba upp á fjórðu hæð til að vera með, nú síðast um síðustu áramót og það var hann sem alltaf kom með kampavínið til að skála fyrir nýju ári. Hafðu hjartans þökk, mér horfin stund er kær. Í minni mínu, klökk er minning hrein og skær. Þú gengur um gleðilönd, Þér glampar sólin heið og við herrans hönd þú heldur fram á leið. (Páll Janus Þórðarson) Við kveðjum Gísla með sökn- uði og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum, þess- um öðlingsmanni sem hann var, og vottum Ollý okkar dýpstu samúð. Helga, Erling og fjölskylda. 17. mars kvöddum við Gísla í hinsta sinn. Þetta var fallegur vordagur, logn og heiðskírt, og þegar sólin hneig til viðar döns- uðu norðurljósin á stjörnubjört- um himni. Það var friður og ró yfir öllu og eftir sátu minningar um góðan mann. Það var alltaf friður og ró yfir Gísla, alltaf hlýja og vorum við systur, eins og önnur börn, mjög hændar að honum. Gísli átti fast- an stað í lífi okkar og eru þau Ollý órofa hluti af kjarnanum sem við ólumst upp í og eins fyrir börn okkar og barnabörn. Gísli átti langa og viðburða- ríka ævi. Hann lifði aðstæður og atburði sem við lesum um í sögu- bókum. Það sem hann fékk að reyna, barnæsku hans og þátt- töku í síðari heimsstyrjöldinni, fær enginn skilið til fullnustu, sem ekki hefur reynt sjálfur. Hann lét drauma sína rætast og leitaði á vit ævintýranna. Hann hefði getað sagt sögur af fram- andi slóðum, hetjudáð og kjarki og skreytt sig með afrekum sín- um, en hann gerði það ekki – hann þurfti þess ekki. Hann stóð ávallt við sitt og var í friði. Við Terry kveðjum Gísla með þakklæti, virðingu og söknuði. Þorbjörg Jónsdóttir og Terry Gunnell. Gísli Steinsson HINSTA KVEÐJA Í dag kveð ég þig, elsku bróðir. Takk fyrir samfylgdina. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardótt- ir) Ólöf systir. ✝ Þórunn Svein-bjarnardóttir fæddist í Reykja- vík 23. apríl 1921. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi miðvikudag- inn 18. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru Svein- björn Friðfinns- son, kaupmaður og iðnrekandi, og Guðrún Guðmundsdóttir hús- móðir. Systkini Þórunnar voru 1) Guðmundur Borgar Svein- bjarnarson, 1924-1993, 2) Guð- rún Ólína Sveinbjarnardóttir, 1925-1926 og 3) Garðar Svein- bjarnarson, 1928-1971. Eiginmaður Þórunnar var Óskar Kristinn Júlíusson húsa- smíðameistari, 1919-2008. Þau eignuðust þrjú börn, 1) Gunnar Sveinbjörn Ósk- arsson, fæddur 1944, eiginkona Guðfinna Finns- dóttir; 2) Kristjana Óskarsdóttir, fædd 1948, maki Magn- ús Tryggvason og 3) Ingi Ósk- arsson, fæddur 1958, eig- inkona Þóranna Tryggva- dóttir. Barnabörn eru átta og barnabarnabörn 15. Útför Þórunnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 26. mars 2015 kl. 11. Hún amma mín Unna var ein- stök kona. Hún var lífsglöð, dugleg og ákveðin. En fyrst og fremst í mínum augum var hún góð og yndisleg amma. Ég get ekki ímyndað mér lífið án henn- ar. Amma söng, kenndi mér lög, málaði, bakaði og var alltaf tilbúin til að hlusta og skilja. Eldhúsið hennar ömmu var gómsætur fastapunktur í tilver- unni. Þar urðu til pönnukökur, vöfflur, smákökur, rjómatertur og brúntertur. Þar sátum við fjölskyldan við hringborðið hvíta, ræddum um heima og geima og mettuðum magana. Enginn gat galdrað fram veislu eins og amma. Á meðan amma sinnti eldhússtörfunum stóð afi gjarnan í dyragættinni og spjallaði. Samband þeirra var eitthvað sem ég dáist að enn þann dag í dag. Það var öll- um ljóst hvað þau voru ást- fangin og samrýmd. Best held ég að ömmu hafi liðið í Skorradalnum. Þar sinnti hún blómum, trjám, prjónaði og hafði það gott. Í bústaðnum höfðu það allir gott. Það var grillað og drukkið kaffi, spjall- að og hlegið, slakað á og tekið til hendinni. Amma sá alltaf til þess að nóg gott væri að borða og að öllum liði vel. Því að þannig var hún amma, alltaf að huga að fjölskyldunni. Í eigingirni minni er því sárt að kveðja, erfitt að sleppa hendinni af konu sem hefur alltaf verið til staðar, klettur í lífsins ólgusjó. En nú er sú stund komin, amma er komin á betri stað, laus úr fjötrum þessa lífs og við sem eftir erum bíðum sátt þar til við hittumst á ný. Nú ertu farin afa til, hvíldin tekin við. Söknuður í hjartans dýpsta hyl, uns langri lýkur bið. (Þ.I.) Þórunn Ingadóttir. Kær mágkona föður míns, Þórunn Sveinbjarnardóttir (Unna), hefur nú kvatt þennan heim. Hún varð nærri 94 ára. Minningarnar um hana eru margar og rifjast þær upp hver á fætur annarri þegar komið er að kveðjustund. Unna var gift Óskari Júlíussyni, föðurbróður mínum. Tengsl fjölskyldnanna voru mjög náin enda bjuggum við alla tíð á sama stað. Fyrst á Sólvallagötunni í foreldrahús- um bræðranna Óskars og Al- freðs, þar sem Óskar, Unna og fjölskylda leigðu efri hæðina og við kjallarann. Tengdaforeldrar Unnu, María og Júlíus, sem áttu húsið, bjuggu svo á mið- hæðinni. Þetta var hlýlegt sam- félag þar sem þrjár kynslóðir bjuggu. Bræðurnir fengu lóð að Álfheimum 7 þar sem þeir byggðu og fluttu inn árið 1960, Unna og fjölskylda á efri hæð- ina og Alfreð og fjölskylda á þá neðri. Alla tíð var mikil sam- heldni. Báðar fjölskyldur áttu svo sumarbústaði í Skorradal svo samgangur var alltaf mikill og aldrei bar skugga á. Þau voru mörg kvöldin sem við þáð- um kvöldkaffi hjá Unnu og Óskari í Álfheimunum. Unna bar alltaf eitthvað gott fram og var setið og spjallað og allir skemmtu sér vel. Oft fórum við öll saman í sunnudagsbíltúra og þeystum í Þrengslin í berjamó eða bara um Reykjanesið til að skoða og setjast út og fá sér hressingu. Unna átti góða og kæra fjöl- skyldu. Börnin eru þrjú og hafa þau og þeirra fjölskyldur sinnt henni af natni og umhyggju eft- ir því sem árin færðust yfir, en hún missti Óskar, eiginmann sinn, um mitt ár 2008. Það var reisn yfir henni og hún var einnig myndarleg í höndunum eins og heimili hennar bar vitni um. Unna var vel gefin kona og ákveðin og hafði fastar skoð- anir á öllu sem bar á góma. Ég kveð hana með hlýhug, virðingu og þakklæti og sendi Gunnari, Kristjönu, Inga og þeirra fjöl- skyldum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðbjörg Alfreðsdóttir. Þórunn Sveinbjarnardóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóð- ina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.