Morgunblaðið - 26.03.2015, Side 96

Morgunblaðið - 26.03.2015, Side 96
96 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 úrlega bara frábært,“ segir Leifur. Hann sé hrifinn af plötu Hoziers og þá sérstaklega vinsælasta laginu af henni, „Take me to Church“, sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi líkt og erlendis. Þungavigtarmenn Low Roar er ein þeirra íslensku hljómsveita sem héldu hvað flesta tónleika erlendis í fyrra. Hún gaf út aðra breiðskífu sína, 0, um mitt síð- asta ár og þá víða um heim en 12 tónar sjá um að dreifa henni á Ís- landi. Platan hefur hlotið prýðilegar viðtökur og var m.a. á lista yfir mest seldu plötur Íslands um nokkra vikna skeið. Low Roar náði sjöunda sæti á lista tónlistar- tímaritsins Billbord, The next big thing, þ.e. lista yfir þær sveitir sem Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Low Roar, skipuð Leifi Björnssyni, Loga Guðmunds- syni og Bandaríkjamanninum Ryan Karazija, mun hita upp fyrir írska tónlistarmanninn Hozier á tíu tón- leika ferð hans um Bandaríkin sem hefst í byrjun apríl. Spurður að því hvernig það hafi atvikast að Low Roar var fengin til að hita upp fyrir Hozier segir Leif- ur að útgefandi Low Roar í Los Angeles, Andrew Scheps, hafi hljóð- blandað breiðskífu Hoziers, sam- nefnda tónlistarmanninum, frétt af því að Hozier vantaði hljómsveit til að hita upp fyrir sig í tónleikaferð- inni og bent honum á Low Roar. „Við vorum lausir og þetta var nátt- væntanlegar eru til vinsælda og lag sveitarinnar, „Nobody loves my like you“, var í 32. sæti á lista Variance Magazine yfir 100 bestu lög ársins 2014. Útgáfufyrirtækið Tonequake re- cordings í Los Angeles var stofnað sérstaklega fyrir Low Roar og eig- andi þess er fyrrnefndur hljóð- maður, Andrew Scheps. Scheps hef- ur hlotið fjölda tilnefninga til Grammy-verðlauna fyrir hljóð- blandanir sínar og unnið með tónlistarmönnum og hljómsveitum á borð við Johnny Cash, Michael Jackson, Rolling Stones og Red Hot Chili Peppers. Um miðjan næsta mánuð verður gefin út smáskífa með endurhljóðblöndunum á nokkr- um lögum Low Roar af 0 og er Danny Saber meðal þeirra sem end- urhljóðblanda. Saber hefur m.a. unnið fyrir U2 og David Bowie. Það liggur því beinast við að spyrja Leif hvort Low Roar sé að „meika’ða“. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Við höfum ekki náð almennilega að vera áberandi hérna heima að spila, höfum lagt meiri áherslu á útlönd. Við höfum leikið mjög mikið í Evr- ópu og vorum í Bandaríkjunum í fjórar vikur í fyrra að túra. Tón- leikastaðirnir eru að stækka þannig að þetta er allt á réttri leið,“ segir Leifur. „Það lítur út fyrir að þetta verði miklu fleiri tónleikar á þessu ári en í fyrra. Á fyrstu sex mán- uðum ársins erum við með eina 70 tónleika erlendis.“ Low Roar hitar upp fyrir Hozier  Tíu tónleika ferð um Bandaríkin í apríl  „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Leifur í Low Roar um gengi hljómsveitarinnar á erlendri grundu Á uppleið Hljómsveitin Low Roar hefur verið iðin við tónleikahald erlendis og mun brátt hita upp fyrir Hozier. www.lowroarmusic.com Miðasala á uppistand enska grín- istans Eddie Izzard, sem fram fer í Eldborg Hörpu á laugardaginn, hófst kl. 10 í gærmorgun og var orðið uppselt fimm mínútum síð- ar. Engin aukasýning verður haldin, skv. tilkynningu frá Senu sem stendur fyrir viðburðinum. „Við þökkum gríðarlega góð við- brögð við skyndilegri komu Ed- die Izzard til landsins og ekki er langt í að við tilkynnum næsta grínista til landsins,“ segir í til- kynningunni. Izzard er einn vinsælasti uppi- standari heims og kemur því ekki á óvart að miðar á sýninguna hafi rokið út á örskömmum tíma. Uppselt á Izzard á fimm mínútum Uppistand Grínistinn Eddie Izzard. Tónleikum Skálmaldar í Hljómahöll á laugardaginn, 28. mars, hefur verið frestað til 17. apríl vegna óhapps sem söngvari og gít- arleikari hljóm- sveitarinnar, Björgvin Sig- urðsson, varð fyrir á vinstri hendi og kemur í veg fyrir að hann geti leikið með sveitinni. Er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin neyðist til að fresta tónleikum á ferli sínum. Miðar sem keyptir voru á tónleik- ana 28. mars gilda á tónleikana 17. apríl. Tónleikum frestað vegna óhapps Björgvin Sigurðsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.