Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 87
ÍSLENDINGAR 87
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015
heiðum uppi eru alveg ómissandi til
að létta lundina. Prjónarnir og tölvan
stytta mér stundir og ég hef séð um
skýrsluhald í Fjárvís fyrir búið.
Eftir stórframkvæmdir við Kára-
hnjúka hefur lax gengið upp í Jökuls-
ána. Því hefur gefist tækifæri til að
veiða lax í ánni sem var áður jökul-
fljót.“
Ingifinna hefur verið formaður
sóknarnefndar í yfir þrjátíu ár. Hún
hefur einnig starfað í kvenfélaginu
Öskju og verið formaður þar síðustu
árin. Árið 2012 fengu þau land-
græðsluverðlaun fyrir uppgræðslu.
Nú hefur Agnar, barnabarn
þeirra, sonur Benedikts og Guðrúnar
í Hofteigi, tekið við búinu en Ingi-
finna og Arnór búa þar enn: „Við un-
um okkur hér enn meðan einhver
hjálp er af okkur.
Loks langar mig að geta þess að
síðustu ár höfum við frænkur og
systir unnið að því að koma á prent
bók, Skriðdælu, sem faðir minn og afi
söfnuðu efni í síðustu æviár sín. Þar
er að finna ábúendatal og ýmsan
fróðleik úr sveitinni. Mér verður oft
hugsað til allra þeirra framfara sem
orðið hafa á þessum 70 árum sem ég
hef lifað og því má segja við höfum
farið úr torfbæjum inn í tölvuöld.“
Fjölskylda
Eiginmaður Ingifinnu er Arnór
Benediktsson, f. 26.7. 1944, bóndi á
Hvanná í Jökuldal. Foreldrar hans:
Benedikt Jónsson, f. 26.1. 1903, d.
18.6. 1951, bóndi Hvanná, og Lilja
Magnúsdóttir, f. 16.3. 1916, d. 7.6.
1995, húsfreyja á Hvanná.
Börn Ingifinnu og Arnórs eru
Benedikt, f. 19.7. 1965, búfræðingur
og bóndi í Hofteigi, Jökuldal, en kona
hans er Guðrún Agnarsdóttir, bú-
fræðingur og bóndi, og eru barna-
börnin Agnar, f. 1986, bóndi, Kol-
björg Lilja, f. 1988, sálfræðingur,
Magnús Fannar, f. 1999, og Styrmir
Freyr, f. 2001; Bergþóra Hlín, f. 13.7.
1967, kennari og verkefnastjóri á Eg-
ilsstöðum en maður hennar er Finn-
ur Magnússon rafmagnstæknifræð-
ingur og eru barnabörnin María Brá,
f. 1993, hótelstýra, Arnór Daði, f.
1996, nemi, og Kristján, f.2005; Elín
Sigríður, f. 9.3. 1974, starfs-
mannastjóri í Reykjavík en maður
hennar er Páll V. Magnússon bifvéla-
virki og er dóttir þeirra Ingifinna
Glódís, f. 2013; Jón, f. 31.8. 1975,
húsasmíðameistari og bílasmíða-
meistari á Egilsstöðum en kona hans
er Kristjana S. Jónsdóttir sjúkraliði
og eru barnabörnin Inga Lára, f.
1999, Elva Dögg, f. 2002, og Jón Karl,
f. 2008.
Systkini Ingifinnu eru Þorgerður,
f. 9.3. 1944, starfsmaður við sjúkra-
húsið á Seyðisfirði; Haukur, f. 24.4.
1947, d. 27.10. 2013, bóndi á Haugum
og síðar á Egilsstöðum; Sigrún, f. 5.7.
1949, starfsmaður á hjúkrunarheimili
í Noregi; Jóna Björg, f. 16.11. 1953,
leikskólakennari í Kópavogi; Stefán,
f. 11.4. 1956, bóndi á Haugum; Hrólf-
ur Árni, f. 23.4. 1960, vélamaður og
verkstjóri í Fellabæ.
Foreldrar Ingifinnu voru Jón Ein-
ar Hrólfsson, f. 14.2. 1918, d. 5.11.
1990, búfræðingur, bóndi og oddviti á
Haugum, og Bergþóra Stefánsdóttir,
f. 12.9. 1921, d. 10.1. 2008, húsfreyja.
Úr frændgarði Ingifinnu Jónsdóttur
Ingifinna
Jónsdóttir
Soffía Friðriksdóttir
húsfr. á Randversstöðum í Breiðdal
Þórarinn
Sveinsson
b. á Randvers-
stöðum í Breiðdal
Ingifinna Jónsdóttir
kennari og organisti á Mýrum í Skriðdal
Bergþóra Stefánsdóttir
húsfr. á Haugum í Skriðdal Guðrún Björg
Eyjólfsdóttir
húsfr. á Efra-
Firði í Lóni
Jón Björgvin Jónsson
b. á Vaði í Skriðdal
Sigríður Hrólfsdóttir
Jón Stefánsson skósmiður
Svavar Stefánsson mjólkurbússtjóri
Garðar Stefánsson flugumferðarstjóri
Jónína Salný Stefánsdóttir
Guðný María Jóhannesd.
húsfr. frá Bústöðum við Rvík
Árni Ísaksson
b. í Hólalandshjáleigu í
Borgarfirði
Guðríður Þorgerður
Sigríður Árnadóttir
húsfr. Hallbjarnarstöðum
Sveinbjörn Hrólfur Kristbjörnsson
b. á Hallbjarnastöðum í Skriðdal
Jón Einar Hrólfsson
b. og oddviti á Haugum í
Skriðdal
Málfríður Sveinsdóttir
húsfr. frá Skaftárdal á Síðu
Kristbjörn Guðvarðarson
b. á Geirlandi á Síðu
Einar J.
Stefánss. b. á
Hafranesi við
Reyðarfjörð
Vilhjálmur
Einarsson fyrrv.
skólameistari
ME og
Ólympíumethafi
í þrístökki 1956
Einar
Vilhjálmsson
fyrrv.
Norðurlanda-
methafi í
spjótkasti
Þórarinn Stefánsson
kennari Laugarvatni
Stefán Þórarinsson
búfræðingur hreppstjóri
og b. á Mýrum í Skriðdal
Veiðikona Guðrún, tengdadóttirin í
Hofteigi með maríulaxinn sinn.
Steindór S. Gunnarsson, prent-smiðjustjóri í Steindórs-prenti, fæddist í Reykjavík
26.3. 1889, sonur Gunnars Björns-
sonar, skósmiðs í Reykjavík, og
Þorbjargar Pétursdóttur hús-
freyju.
Meðal bræðra Steindórs var Þor-
leifur, stofnandi Félagsbókbands-
ins sem var fullkomnasta bók-
bandsstofa hér á landi og
stórfyrirtæki á sinni tíð. Þorleifur
kom einmitt mjög við sögu í Ís-
lenskum aðli Þórbergs Þórðar-
sonar. Aðrir bræður Steindórs voru
Jón, skrifstofustjóri í Hamri, Gunn-
ar, yfirkokkur á Borginni, og Pétur
heildsali, afi Péturs Blöndal alþm.
Eiginkona Steindórs var Jó-
hanna Petra Bjarnason og eign-
uðust þau fjögur börn.
Steindór hóf prentnám í Félags-
prentsmiðjunni 1903, stundaði
framhaldsnám í Teknisk Selskabs-
skole í Kaupmannahöfn og var
prentsmiðjustjóri Félagsprent-
smiðjunnar 1916-33 en hafði verið
meðeigandi hennar frá 1910. Hann
stofnaði Steindórsprent 1934 og
var forstjóri þess síðan.
Steindórsprent var fyrst til húsa
í Aðalstræti 4, síðan í Kirkjustræti
4, lengi í Tjarnargötu 4 og loks
í Ármúla 5 frá því á sjöunda ára-
tugnum. Er Steindór lét af störfum
tók tengdasonur hans við, Hálfdán
Steingrímsson, en hann var fram-
kvæmastjóri Steindórsprents um
áratuga skeið. Undir hans stjórn
festi Steindórsprent kaup á Guten-
berg og síðan Prentsmiðju Árna
Valdimarssonar.
Steindórsprent var lengi ein öfl-
ugasta prentsmiðja landsins og vel
búin tækjum. Hún var að lokum
seld Odda um síðustu aldamót.
Auk þess að vera mikilhæfur
prentsmiðjueigandi gaf Steindór út
fjölskyldublaðið Vikuna og Við-
skiptaskrána um árabil. Hann
var fulltrúi Félags íslenskra prent-
smiðjueigenda í Iðnráði, gjaldkeri
Hins íslenska prentarafélags um
skeið og einn helsti hvatamaður að
stofnun Prentskólans.
Steindór lést 29.3. 1948.
Merkir Íslendingar
Steindór S.
Gunnarsson
106 ára
Georg Ólafsson
90 ára
Hrönn Kristinsdóttir
85 ára
Brynja Magnúsdóttir
Guðríður Þórhallsdóttir
Rúnar Guðbergsson
80 ára
Garðar Jökulsson
Guðbjörg Jóhannsdóttir
Hlín Einarsdóttir
Júlía Gunnarsdóttir
Sverrir Ragnarsson
75 ára
Baldvin Jónsson
Guðrún Jónsdóttir
Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir
70 ára
Fríða Sigurðardóttir
Kjartan Gústafsson
Kristján Árnason
Nína Sólveig Markússon
Ragnhildur Bjarnadóttir
Sigríður Jónsdóttir
60 ára
Ásrún Karlsdóttir
Björn Stefánsson
Einar Sigurðsson
Elín Kjartansdóttir
Ingimundur Hákonarson
Jóhanna Jónasdóttir
Linda Wright
Matthías Henriksen
Ragnhildur Ingólfsdóttir
Sigríður Stefánsdóttir
Sigurður Óli Þórisson
Stefán Ingi Óskarsson
Þröstur Unnar
Guðlaugsson
50 ára
Arnar Birgisson
Arnar Reynisson
Björn Gunnarsson
Friðleifur Hallgrímsson
Helga Sæmundsdóttir
Ingi Hjörtur Bjarnason
Jóney Kristjánsdóttir
Jón Ingi Björnsson
Oddur Árnason
Svala Reynisdóttir
Svanur Hafsteinsson
40 ára
Ásgeir Stefán Ásgeirsson
Bjarney Inga Jónsdóttir
Bryndís Ruth Gísladóttir
Eydís Þórunn
Sigurðardóttir
Hafsteinn Elfar Sveinsson
Hekla Jósepsdóttir
Hlynur Halldórsson
Vala Tryggvadóttir
Vanessa Alexandría Loque
Vordís Svala Jónsdóttir
Yngvi Magnús Borgþórsson
30 ára
Árni Björn Jónsson
Ása Gunnarsdóttir
Daníel Már Kárason
Eleni Podara
Eyrún Haraldsdóttir
Gísli Jónsson
Hafþór Ingi Sigurgeirsson
Harpa Dröfn Skúladóttir
Íris Von Björnsdóttir
Kristinn D. Guðmundsson
Nils Erik Daniel Johansson
Óðinn Davíðsson Löve
Ragnar Smári Ragnarsson
Til hamingju með daginn
30 ára Þórhalla ólst upp í
Garðabæ, er þar búsett,
lauk BA-prófi í félagsfræði
frá HÍ 2010 og stundar nú
MA-nám í alþjóða-
samskiptum við HÍ.
Systkini: Sveinbjörn Að-
algeirsson, f. 1963; Vé-
steinn Aðalgeirsson, f.
1965, og Ingunn Þóra
Hallsdóttir, f. 1973.
Foreldrar: Aðalgeir Aðdal
Jónsson, f. 1935, og Bryn-
dís Þórarinsdóttir, f. 1946.
Þórhalla Rein
Aðalgeirsdóttir
30 ára Sigríður ólst upp i
Reykjavík, býr á Djúpa-
vogi, lauk B.Ed.-prófi frá
HÍ 2013, er nú í M.Ed.-
námi og er kennari við
Djúpavogsskóla.
Systkini: Þorvarður Atli,
f. 1982; Anna Lilja, f.
1990; Gylfi Geir, f. 1991,
og Gréta Sjöfn, f. 1993.
Foreldrar: Ingunn Ólafs-
dóttir, f. 1959, móttökurit-
ari hjá Hjartavernd, og
Atli Sævar Grétarsson, f.
1959, bifreiðastjóri.
Sigríður Ósk
Atladóttir
30 ára Sindri ólst upp í
Kópavogi, býr þar og
starfar hjá Securitas og er
Herbalife dreifingaraðili.
Börn: Alexander Leó, f.
2008, og Nadía Rós, f.
2012.
Foreldrar: Alexander
Kristjánsson, f. 1957,
starfsmaður hjá Húsa-
smiðjunni á Egilsstöðum,
og Guðbjörg Guðmunds-
dóttir, f. 1955, móttökurit-
stjóri hjá Heilsugæslu-
stöðinni í Smáralind.
Sindri Freyr
Alexandersson
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón