Reykjalundur - 01.06.1968, Page 6
ODDUR ÓLAFSSON:
LÆKN AMIÐSTÖD
Aðsetur héraðslœknis Álafosshéraðs
flytzt að Reykjalundi
Friðrik Sveinsson
Stuttu eftir að Reykjalundur tók ril starfa, var
allmikið um það rætt að læknir héraðs okkar
fengi starfsaðstöðu hér. Mörg rök hnigu að því,
að slík staðsetning væri heppileg. Reykjalundur
er staðsettur í þéttbýliskjarna héraðsins, marg-
vísleg tæki þar og önnur aðstaða, sem ekki var
fyrir hendi, ef héraðslæknirinn ynni einn og út
af fyrir sig. Af ýmsum óstæðum varð þó ekki
úr þessu og fyrir 4 árum var hafin bygging
læknisbústaðar fyrir héraðið að Varmá.
Er Friðrik Sveinsson var skipaður héraðslækn-
ir Álafosshéraðs á árinu 1966, stóðu málin þann-
ig, að héraðslæknisbústaðurinn var ekki tilbúinn
og aðstaða læknisins öll hin erfiðasta.
Þá hófu forráðamenn læknishéraðsins máls á
því við stjórn Reykj alundar, að læknirinn fengi
síarfsaðstöðu hér, en skyldi búa að minnsta
kosti íyrst um sinn annars staðar.
Samningar tókust, og í ágúst 1966 hóf hér-
aðslæknirinn starfsemi sína hér og skömmu síð-
ar vorum við svo lánssamir að starfsmannahús
losnaði, svo að hann gat flutt til okkar með
fjölskyldu sína.
Nýlega hefir S.Í.B.S. fallizt á að láta læknis-
héraðinu i té lóð undir læknisbústað úr landi
Reykjalundar. Þar með má segja að þessi skipan
mála sé endanlega ákveðin sem varanlegt fyrir-
komulag.
Á síðastliðnu hausti, þegar læknadeild Reykja-
lundar var flutt í nýtt húsnæði, var héraðslækn-
inum fengið þar til afnota sérstakt og viðunandi
húsrými.
Frá því að Friðrik Sveinsson kom hér til
starfa í ágúst 1966, hefir hann unnið með okkur
sem þriðji læknir Reykjalundar, við sem fvrir
vorum aftur á móti sinnt sjúklingum úr héraðinu,
hafi hann verið að störfum annars staðar og all-
ir höfum við skipt með okkur kvöld-, nætur- og
helgidagavöktum. Þannig hefir skapazt ákjósan-
Ieg og náin samvinna, að okkar áliti, öllum til
ánægju, léttis og hagsbóta.
Héraðsbúar njóta nú þess öryggis, að þeir
geta náð til læknis hvenær sem á liggur, enda
þótt héraðslæknirinn kunni að vera bundinn við
störf annars staðar í héraðinu. Þeir eiga kost á
því að njóta allrar þeirrar þjónustu, sem stofn-
un eins og Reykjalundur getur veitt. Við höfum
aftur á móti fengið aukinn starfskraft og fjöl-
breyttari viðfangsefni.
4
REYKJALUNDUR