Reykjalundur - 01.06.1968, Qupperneq 25

Reykjalundur - 01.06.1968, Qupperneq 25
ALPHONSE DAUDET: HULDUKONUR FRAKKLANDS Þýð.: Málfríður Einarsdóttir Ur Contes du lundi (1873) lifðu. Við táknuðum skáldskap landsins, trú þess, heiður þess, æsku þess. Hvar sem við komum fram, hvort heldur að baki runna í stórum skrúð- görðum, við lindirnar, í turnum gamalla kastala eða við þokusælar tjarnir á víðlendum fenjafló- um, gafst þessum stöðum einhvers konar óskiljan- legur töfrakraftur og tign. í hulduljósi þjóðsagn- anna gat að líta hvar við drógum kjólslóðann, þar sem tunglið stafaði geislum eða hlupum yfir engið án þess að bæla stráin. Sveitafólkið elskaði ckkur, trúði á okkur og bar lotningu fyrir okkur. Það var ekki laust við, að þeim stæði samt beigur af ennisdjásnunum okkar, töfrastafnum okkar, snældunum okkar. Lindirnar okkar voru alltaf tærar, enginn dirfðist að ata þær. Vagnar staðnæmdust á vegunum, sem við gættum, og virðingin fyrir okkur, sem vorum eldri en allt, sem gamalt er, færðist yfir á alla gamla hluti, og þess vegna fengu gömul tré að vaxa i næði, múrar að hrynja af sjálfu sér. En nú er öldin önnur. Það voru grafin jarð- göng, vötn brúuð, og svo mikið fellt af trjám, að við vissum ekki hvað við áttum af okkur að gera. Smátt og smátt hætti sveitafólkið að trúa á okkur. - Á kvöldin, þegar við klöppuðum á gluggahlerana hjá Nonna litla, þá sagði hann: „Þetta er vindurinn“, og sofnaði aftur. Konurn- ar fóru að jrvo þvottana sína í tjörnunum okkar. Eftir þetta fór að halla undan fyrir okkur. Því að það var trú fólksins á okkur, sem við lifðum á, og þegar hún hvarf, misstum við allt. Allur töfrakraftur vék úr stöfunum okkar, og við, sem áður vorum voldugar drottningar, vorum allt í einu orðnar að kerlingum, ellilegum, hrukkóttum og illgjörnum eins og allir verða, sem út undan eru hafðir, auk þess, sem það hlóðst á okkur að verða að vinna fyrir okkur með þessum höndum, sem aldrei hafði verið difið í kalt vatn. Um tíma mátti sjá okkur, hvar við vcrum að staulast um skógana með hrísbyrði á bakinu, eða að tína kornöx, sem fallið höfðu af vögnunum við veg- inn. Skógarverðirnir voru harðir við okkur, og bændurnir köstuðu í okkur steinum. Að síðustu hlutum við að flækjast til borganna, eins og all- ir gera, sem upp flosna í sveitinni. Sumar af okkur reyndu að hafa ofan af fyrir sér með spuna. Aðrar reyndu að selja vetrarepli við brúarsporðana eða við kirkjudvr. Við ókum á undan okkur hjólbörum með appelsínum, rétt- um fram móti vegfarendum blómvönd fyrir fimm aura, sem enginn vildi líta við. Börnin hæddust að þessum tannlausa, japlandi munni, lögreglan hræddi okkur, vagnarnir veltu okkur um koll. Framhald á bls. 35 REYKJALUNDUR 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.