Reykjalundur - 01.06.1968, Page 36

Reykjalundur - 01.06.1968, Page 36
UNNUR EIRÍKSDÓTTIR: Þrjú Ijóð Unnur Eiríksdóttir DRAMA í ÞÚSUND ÞÁTTUM Þúsund konur þögul fylking í morgunskímu kaupa þúsund fiskstykki snúa aftur sömu leið þöglar í grárri morgunskímu sjóða þúsund fiskstykki þúsund menn þyrpast í strætisvagninn klukkan tólf. Síðan sezt fiskurinn til borðs og kroppar úr okkur sálirnar. TRÚÐARNIR Kynjabirta fyllir bilið milli svefns okkar og vöku hálflukt svefnaugun kunna ekki nafn hennar trúðarnir þyrpast að dansa á draumum okkar ólmir taumlausir við skiljum ekki brögð þeirra í svefnrofunum búum við okkur örlög og draumarnir reika naktir út í veruleikann. HARMUR Nýr harmur og ferskur fyllir hugann heiður ljúfur harmur seytlar um blóð mitt þar sem ég geng án þín í átl til ófæddra daga ódreymdra drauma frá þér. 34 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.