Reykjalundur - 01.06.1968, Page 43

Reykjalundur - 01.06.1968, Page 43
umboðsmenn er þeir náðu til. Fróðleg og gagn- leg ferð. — o — Apríl 9.: Kosnir fulltrúar S. í. B. S. í fulltrúa- ráð Öryrkjabandalags íslands: Oddur Ólafsson, Hjörleifur Gunnarsson og Þórður Benediktsson. Til vara: Júlíus Baldvinsson. - o — Að fullu gengið frá innréttingu 3. hæðar verksmiðj uhússins í Múlalundi. Þar afþiljað svæði til geymslu á fullunnum varningi til af- greiðslu og pökkunar. Allur frágangur húsnæðis- ins hinn fegursti. Heilnæmur vinnustaður. Leigu- húsnæði Múlalundar að Hjarðarhaga 24 sagt upp og það rýmt. — o — Oddur Ólafsson, yfirlæknir, sat þing alþjóða- sambands berklavarna (I. U. A. T.), sem haldið var í Róm 24.-28. sept. Fundinn sátu um 4000 manns, læknar og leikmenn frá 78 löndum. Hinn heilagi faðir Rómar veitti þingheimi áheyrn og blessun. — o — Verð á merkjum Berklavarnadagsins hækkar úr 10,00 kr. í 25,00 kr. Til að koma í veg fyrir hugsanlega sölutregðu vegna þessarar ráðstöfun- ar var merkið gert jafngildi happdrættismiða. Vinningur var fólksbíll að frjálsu vali að kaup- verði allt að kr. 130.000,00. Verð blaðsins einn- ig hækkað úr 15,00 kr. í 20,00 kr. Seld merki á Berklavarnadaginn voru 23.869. Seld voru 9.206 eintök af tímaritinu. - o — Okt. 23.: S. í. B. S. 25 ára. í stað þess að efna til mannfagnaðar af þessu tilefni ákvað sambands- stjórnin að gefa bókasöfnum Reykj alundar, Víf- ilsstaða og Kristneshælis, hverju fyrir sig, kr. 25.000,00. - o - Stjórnarfundur D. N. T. C. haldinn í Osló 12. -14. okt. Fulltrúar S. I. B. S. voru þeir Kjartan Guðnason og Þórður Benediktsson. Niðurstöðutölur á rekstrarreikningi S. I. B. S. kr. 7.816.422,00, þar af netto hagnaður kr. 6.122.519,00. Niðurstöðutölur á efnahagsreikn- ingi voru kr. 65.932.286,00. - o — 115 sjúklingar nutu lækninga á hinni nýju endurhæfingarstofnun á fyrsta starfsári hennar. Þessir sjúklingar fengu samtals 3.231 læknisað- gerð. - o — Vistmenn Reykjalundar í ársbyrjun voru 89. Á árinu komu 118 vistmenn, en 116 fóru. Meðal- dvalartími Jjeirra, er fóru, var 9 mánuðir. Vist- menn í árslok 91. í Múlalundi störfuðu á þessu ári rúmlega 50 öryrkj ar. 1964. Engin breyting gerð á tilhögun Vöruhappdrætt- isins. Vinningaskrá ársins og verð miðans ó- breytt, 50,00 kr. miðinn. - o — Niðurstöðutölur í fjárhagsáætlun S. í. B. S. þessar: í sjóðsyfirliti kr. 5.890.000,00. Gert ráð fyrir lántöku úr Erfðafjársjóði kr. 1.100.000,00. Framlag til Reykjalundar áætlað kr. 3.100.000,00, Múlalundar kr. 1.628.000,00. - o - Febr. 25.: 25 ára afmæli Berklavarnar Reykja- víkur minnzt með mjög fjölmennu hófi í veizlu- sal Sigtúns. Form. félagsins, Hróbjartur Lúthers- son, ávarpaði gesti með hvatningarorðum. Prúð- mannlegur mannfagnaður, svo orð var á gert. Þrjú vistmannahús í Reykjalundi í smíðum. Húsin eru af sömu gerð og þau 11, sem fyrir voru í smáhýsahverfinu. Mikið unnið að viðhaldi elztu húsa staðarins, nýir gluggar settir í og hús máluð. - o - 5. hæð í skrifstofuhúsi S. í. B. S. að Bræðra- borgarstíg 9 var öll leigð Bandalagi starfsmanna 41 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.