Reykjalundur - 01.06.1968, Qupperneq 43

Reykjalundur - 01.06.1968, Qupperneq 43
umboðsmenn er þeir náðu til. Fróðleg og gagn- leg ferð. — o — Apríl 9.: Kosnir fulltrúar S. í. B. S. í fulltrúa- ráð Öryrkjabandalags íslands: Oddur Ólafsson, Hjörleifur Gunnarsson og Þórður Benediktsson. Til vara: Júlíus Baldvinsson. - o — Að fullu gengið frá innréttingu 3. hæðar verksmiðj uhússins í Múlalundi. Þar afþiljað svæði til geymslu á fullunnum varningi til af- greiðslu og pökkunar. Allur frágangur húsnæðis- ins hinn fegursti. Heilnæmur vinnustaður. Leigu- húsnæði Múlalundar að Hjarðarhaga 24 sagt upp og það rýmt. — o — Oddur Ólafsson, yfirlæknir, sat þing alþjóða- sambands berklavarna (I. U. A. T.), sem haldið var í Róm 24.-28. sept. Fundinn sátu um 4000 manns, læknar og leikmenn frá 78 löndum. Hinn heilagi faðir Rómar veitti þingheimi áheyrn og blessun. — o — Verð á merkjum Berklavarnadagsins hækkar úr 10,00 kr. í 25,00 kr. Til að koma í veg fyrir hugsanlega sölutregðu vegna þessarar ráðstöfun- ar var merkið gert jafngildi happdrættismiða. Vinningur var fólksbíll að frjálsu vali að kaup- verði allt að kr. 130.000,00. Verð blaðsins einn- ig hækkað úr 15,00 kr. í 20,00 kr. Seld merki á Berklavarnadaginn voru 23.869. Seld voru 9.206 eintök af tímaritinu. - o — Okt. 23.: S. í. B. S. 25 ára. í stað þess að efna til mannfagnaðar af þessu tilefni ákvað sambands- stjórnin að gefa bókasöfnum Reykj alundar, Víf- ilsstaða og Kristneshælis, hverju fyrir sig, kr. 25.000,00. - o - Stjórnarfundur D. N. T. C. haldinn í Osló 12. -14. okt. Fulltrúar S. I. B. S. voru þeir Kjartan Guðnason og Þórður Benediktsson. Niðurstöðutölur á rekstrarreikningi S. I. B. S. kr. 7.816.422,00, þar af netto hagnaður kr. 6.122.519,00. Niðurstöðutölur á efnahagsreikn- ingi voru kr. 65.932.286,00. - o — 115 sjúklingar nutu lækninga á hinni nýju endurhæfingarstofnun á fyrsta starfsári hennar. Þessir sjúklingar fengu samtals 3.231 læknisað- gerð. - o — Vistmenn Reykjalundar í ársbyrjun voru 89. Á árinu komu 118 vistmenn, en 116 fóru. Meðal- dvalartími Jjeirra, er fóru, var 9 mánuðir. Vist- menn í árslok 91. í Múlalundi störfuðu á þessu ári rúmlega 50 öryrkj ar. 1964. Engin breyting gerð á tilhögun Vöruhappdrætt- isins. Vinningaskrá ársins og verð miðans ó- breytt, 50,00 kr. miðinn. - o — Niðurstöðutölur í fjárhagsáætlun S. í. B. S. þessar: í sjóðsyfirliti kr. 5.890.000,00. Gert ráð fyrir lántöku úr Erfðafjársjóði kr. 1.100.000,00. Framlag til Reykjalundar áætlað kr. 3.100.000,00, Múlalundar kr. 1.628.000,00. - o - Febr. 25.: 25 ára afmæli Berklavarnar Reykja- víkur minnzt með mjög fjölmennu hófi í veizlu- sal Sigtúns. Form. félagsins, Hróbjartur Lúthers- son, ávarpaði gesti með hvatningarorðum. Prúð- mannlegur mannfagnaður, svo orð var á gert. Þrjú vistmannahús í Reykjalundi í smíðum. Húsin eru af sömu gerð og þau 11, sem fyrir voru í smáhýsahverfinu. Mikið unnið að viðhaldi elztu húsa staðarins, nýir gluggar settir í og hús máluð. - o - 5. hæð í skrifstofuhúsi S. í. B. S. að Bræðra- borgarstíg 9 var öll leigð Bandalagi starfsmanna 41 REYKJALUNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.