Reykjalundur - 01.06.1968, Qupperneq 55

Reykjalundur - 01.06.1968, Qupperneq 55
stað. Þeir skildu því vel aðstæðurnar og sættu sig við þær eins og þær voru. Oddur Ólafsson var ráðinn til þess að veita vinnuheimilinu forstöðu, og var hann bæði lækn- ir þess og forstjóri fyrstu árin. Var það ærið umfangsmikið starf. Eftir þetta rak svo hver fram- kvæmdin aðra. Herskálarnir voru endurbættir og síðan notaðir fyrir margs konar starfsemi vist- manna. Síðan hófst hið stóra átak, bygging stór- hýsis - sjálfs heimilisins. Eflaust má telja eitt mesta afrek sambandsins að koma því mikla og glæsilega húsi upp og búa það svo vel, að vakið hefur athygli allra, er séð hafa. Eftir að framkvæmdir voru komnar á þennan rekspöl, var brýn nauðsyn að leita nýrra leiða til fjáröflunar. Var þá stofnað til happdrættis um flugvél og síðar um margar bifreiðar. Allt gekk þetta að óskum, enda var vel unnið að útbreiðslu- starfsemi og kynningu. Sjá má af þessu, sem hér hefur verið drepið á, að fyrstu tíu árin, hefur mikið starf verið af höndum leyst, og er þó fátt eitt tanö'. Gengi S.I.B.S. byggðist fyrst og fremst á óbilandi áhuga og atorku forystumannanna. Hinu skal heldur ekki gleymt, að þeir höfðu þjóð- ina alla með sér. íslendingar voru orðnir langþreyttir á berkla- veikinni og þeim hörmulegu afleiðingum, sem hún oft hafði í för með sér. Þeir tóku þess vegna tveim höndum málefnum berklasjúklinga, þegar þeir báru þau fram sjálfir, undir merki öflugra samtaka, og sýnt var, að þeir vissu, hvað þeir höfðu að markmiði. Þegar S.I.B.S. var tíu ára, hafði starfsemi þess vakið athygli alþjóðar. Og orðstýr þess náði þá þegar út fyrir Iandsteinana. Læknar og ýmsir aðrir kunnir forvígismenn berklamálanna frá öllum Norðurlöndunum heimsóttu það á af- mælishátíðinni og töldu sig margt af því geta lært. Ekki er unnt að telja hér upp nema fátt eitt, er gerðist frá ári til árs. Þó skulum við minnast þess, að í ágúst 1948 komu saman í Reykjalundi fulltrúar frá Norðurlöndunum fimm, tveir frá hverju landi, og stofnuðu til allsherjar banda- lags berklasjúklinga á Norðurlöndum. Samband þetta er venjulega nefnt D.N.T.C., en hið sænska nafn þess er De nordiska tuberkulösförbundens centralorganisation. Fulltrúar héðan hafa ætíð setið stjórnarfundi sambandsins, sem háðir eru til skiptis í þessum löndum annað hvert ár. Þetta má telja til merkra atburða í sögu S.I.B.S. og hefur orðið snar þáttur í auknum tengslum við nágrannaþjóðirnar í þessum málum. Á þessu sama ári er Árni Einarsson ráðinn meðframkvæmdastjóri í Reykjalundi, þar sem starfið var orðið ofviða einum manni, og hefur Árni verið þar framkvæmdastjóri fram að þessu“. Árdagur þagði um stund. Ef til vill var hann að leita í gullaskríni minninganna - en svo hélt hann ræðu sinni áfram: „Já, það var rétt, sem þú hugsaðir. Ég var að leita í því liðna. Minningarnar leita fram í hug- ann, ekki sízt núna á þessum tímamótum - á- leitnar, en bjartar og heillandi. - Það má segja, að nú gengi allt eins og í sögu. í byrjun árs 1950 var aðalbygging Reykjalundar tekin í notk- un að fullu og var þá vistmönnum bráðlega fjölgað upp í 90, en voru 50 áður. Að sjálfsögðu var þá nauðsynlegt að auka starfsemina og leita nýrra verkefna í hlutfalli við þessa fjölgun. Fjárþörf fór sífellt vaxandi, en fyrir því hafði verið séð með ýmsum ráðum. Ár- ið 1949 var Vöruhappdrætti S.Í.B.S. stofnað og samþykkt Iög um það á Alþingi. Var dregið í fyrsta skipti 5. október þá um haustið. Vöruhapp- drættið var stofnað með það fyrir augum, að það gæti orðið fastur tekjustofn á ókomnum árum, og svo hefur það líka reynzt. - Já, ég hef annars oft verið að hugsa um það, hvað happ- drætti eru kynleg fyrirtæki. Þarna koma bæði rík- ir og fátækir, lifandi af áhuga, með peningana sína og leggja þá fram glaðir og frjálsir - já, án þess að nokkur maður hafi eiginlega beðið þá um það. Auðvitað gefum við með ýmsu móti í skyn, að við óskum eftir, að miðarnir okkar verði keyptir. En þeir eru ekki boðnir á strætum úti og ekki heldur bornir í hús. - Nei, nei, fólk- ið kemur bara sjálft til okkar og hefur gert það REYKJALUNDUR 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.