Reykjalundur - 01.06.1968, Qupperneq 59
6. dagur. Sunnudagur 30/9.
Dagur í ró og næði. Reiknum og kalkulerum
til þess að geta staðið klárir við samningsgerð við
Rhodin. Gengum snemma til náða. Vissum að
framundan var erfið vika.
7. dagur. Mánudagur 1/10.
Fyrir hádegi gengið á fund Hansens hjá Sam-
einaða. Hann var gramur yfir áróðri okkar við
skipstjórann. Kvartar yfir því að hafa ekkert
heyrt frá Rhodin. Heimtar enn á ný nákvæmar
skriflegar upplýsingar um góssið, allt smátt og
stórt, vegið og mælt og er smámunalegur og sér-
vitur úr hófi fram. „Maður ætti ekki að taka í
mál að flytja öll þessi óargadýr í farþegaskipi og
hafa þau á dekkinu til að hræða farþegana“,
sagði hann. - Við segjum honum að á
morgun ætlum við að fara á fund hjá Rhodin og
lofum að koma með fullnægjandi skýrslu. Áreið-
anlega verðið þið að borga í d. kr. fyrir fólkið.
Þessu bætti hann við til að hrella okkur.
Fórum á fund Jóns Guðbrandssonar hjá Eim-
skip til að fregna um hugsanlegan flutning cirk-
usins frá Reykjavík til Kaupmannahafnar. Taldi
hann líkur fyrir því hverfandi litlar, enda væri
allt óráðið um vetrarferðir m. s. Gullfoss. Litum
líka í sömu erindum inn í Skrifstofu S. í. S. Þar
var enga úrlausn að fá. Þá undum við okkur til
S. A. S., ef ske kynni að loftflutningur væri
hugsanlegur. Stóð stuggur af þeirri tilhugsun að
sitja uppi með cirkusinn í Reykjavík lengur en
hagkvæmt reyndist. S. A. S. lofar svari á mið-
vikudaginn. Fengum neikvætt svar á tilteknum
tíma.
8. dagur. Þriðjudagur 2/10.
Fórum til Malmö á ferjunni kl. 10.45. Þaðan
í strætisvagni til Mariedal. Rhodin, sem tiltekið
hafði stað og stund til mótsins lét sér sæma að
vera fjarverandi. Hafði brugðið sér til Stock-
hólms snemma morguns. Engan var í Mariedal
að finna, sem umboð hafði til að semja né láta
aðrar upplýsingar í té. Þó vildi svo vel til að
tjaldmeistarinn var viðstaddur og gátum við með
aðstoð hans mælt allt hafurtaskið utan dýrabúrin,
sem geymd voru í Trelleborg. Nú komu þau skila-
boð frá Rhodin að hann muni koma með lestinni
til Malmö kl. 21.45. Við fórum þangað og ætluð-
tnn að grípa hann glóðvolgan á brautarpallinum.
Oðru hverju hringdum við til Mariedal, ef ske
kynni að Rhodin væri kominn heim um aðra vegi
og það var einmitt það, sem hann gerði. Kl. 20.00
upplýsir Mariedal að hann hafi litið þar inn, en
farið samstundis til Trelleborgar. Nú vorum við
Árni orðlausir af undrun og gremju og vorum
þó orðnir ýmsu vanir. Fórum með næstu ferju til
Hafnar.
9. dagur. Miðvikudagur 2/10.
Kl. 7.30 hringir Rhodin frá Trelleborg og bið-
ur afsökunar á fjarveru sinni í gær og setur okk-
ur nýtt stefnumót í Mariedal kl. 13.30. Áður en
við yfirgáfum hótelið, hringdum við í Hansen og
sögðum honum hvernig farið hafði um för okk-
ar til Mariedal í gær, en í dag værum við vissir
um að hitta Rhodin og umbeðin gögn skyldi
hann fá í hendur í fyrramálið. Hann var van-
trúaður og ekki gátum við láð honum það. Og
enn er siglt yfir sundið til Malmö og þaðan beina
leið með strætisvagni til Mariedal, svo nákunnug-
ir sem við vorum nú í þessum landshluta. Trolle
tók á móti okkur brosandi og allur elskulegur.
Furðu létt var að fyrirgefa þeim manni. Hófst
nú samningafundur í viðurvist Rhodins-fjölskyld-
unnar. Bar þar mest á móður Trolle og leyndi
sér ekki að hann var móður sinni háður og að
hún var hinn raunverulegi forstjóri. Þetta var
hörkukerling og erfiður aðili í samningum.
Seinna komumst við að því, að hún var lítt vin-
sæl meðal starfsfólksins og Trolle var bara auga-
steinn hennar, fallegi drengurinn hennar.
Fyrsta innlegg í málið af hálfu fjölskyldunnar
var krafa um að báðar ferðir skyldu vera cirk-
usnum að kostnaðarlausu, en önnur atriði samn-
ingsins óbreytt. Þetta var veigamikið atriði og
átti að knýja það fram á þeirri forsendu að Rhod-
in var ekki viðlíka skuldbundinn sem við. Hann
var búinn að segja upp öllum artistunum og ráð-
stafa dýragarðinum. Framundan var vetrarfrí
hans og móðirin hrædd við þá áhættu, sem hana
UEYKJALUNDUR
57