Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Síða 9

Húnavaka - 01.05.1964, Síða 9
H Ú N AVAKA 7 ir. Þau eru vörður við veg lífsins og traustustu hornsteinarnir und- ir byggingu þess." Annar merkur Norðurlandamaður landkönnuð- urinn og atorkumaðurinn Sven Hedin segir einhvers staðar: „Hefði ég ekki átt sterka og örugga trú á guð og almáttuga vernd háns iiefði mér reynzt ókleift að lifa tólf ár í menningarsnauðustu hér- uðum Asíu. Biblían lielir verið mitt bezta lestrarefni og samfélag á öllum mínum ferðum." Þannig væri hægt að tilgreina ýmsa fleiri vitnisburði frá frægustu og merkustu mönnum veraldarsögunnar fyrr og síðar, en þess gerist ekki þörf, því að sem betur fer er biblían með sínar háleitu Inigsjónir og sína dýrmætu leiðsögn enn þá í vit- tmd ótal margra bezta bókin, sem við eigum völ á að kynnast. Þess viljum við minnast á þessum lielgidegi, sem nú síðari árin hefir verið helgaður og tileinkaður trúarbók okkar, umhugsuninni um mikilvægt gildi hennar, útbreiðslu hennar og lestrar nauðsyn. Hún geymir þau frækorn, sem þurla að gróðursetjast í hvers manns sál og geta þá borið hina blessunarríkustu ávexti. Og við minnumst þess einnig nú, er undirbúningur fermingarbarnanna er að hefjast frá minni hálfu. Víst vildi ég geta sáð þeim frækornum í sálir þeirra, sem bera mætti þeim blessunarríka ávexti í lífinu. Og ég er sann- færður um það, að bezta veganestið, sem þau geta haft með sér út í lífið er það, að hafa tileinkað sér sem bezt orð og anda Jesú Krists. I'.g vildi að þau mættu hugsa eitthvað svipað og sveitapiltur, sem var að leggja af stað til dvalar í Lundúnum. Vinur hans, sem fylgdi honum á leið sagði þá við liann: „Mundu það vinur, að þú leggur nú út á mikið hættuhaf." „Veit ég það, svaraði hinn, en ég hefi líka góðan áttavita,“ sagði hann, um leið og hann dró biblíu upp úr vasa sínum. Megi guðs orð vera oss öllum skærasta leiðarljósið. í jesú nafni. Amen.

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.