Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1964, Síða 53

Húnavaka - 01.05.1964, Síða 53
H Ú N A V A K A treysti sér ekki til að ganga, heltlur lór ríðancli alla leið, og skil ég ekki, að liann skyldi ekki verða veiknr, þ\í svo kalt \ar hontnn, en það varð ekki. I>að er ekki að orðlengja það, að eftir langa inæðn og niikið erl'- iði, erum \ ið komnir alla leið að inelununi við Strönguk\’ísl, þar sem kofinn okkar stendur, en þá er svo mikið myrkur bæði af nótt og liríð, að við vorum farnir að ráðgera að bíða til morguns unclir hengju, sem myndazt hafði í melbrúninni, þ\í að okkur \ irtist til- viljun ein, ef' við l'yndum kofann eins og veðrið var. F.n þegar \ ið höfðum beðið þarna góða stund, birtir allt í einu og sér til tungls- ins. Við urðum heldur glaðir og tveir okkar leggja þegar af st;ið að leita kofans og fá hjálp, til þess að kttma hestunum upp fyrir hengjuna. Fara þeir Guðmundur fósafatsson og Tryggvi Jónasson. og líðtui ekki á lcingu, þar til Guðmundur kemur aftur og með hon- um Sigurður Þorfinnsson, en Tryggvi \arð eftir í kofanum, sem Jjeir félagar höfðu strax fundið, þegar rofaði til, en jreir Sigurður Þorfinnsson og Finar bróðir minn höfðu verið úti og gætt hest- anna. Nú var lagt af stað og brotizt með hestana upp yfir liengj- itna og gekk það við illan leik, en þá vorum \ ið von bráðar komnir lieim að kofanum, og hestarnir í skjól. Mikill fögnuður ríkti í kofanum, þegar allir voru Jjar saman komnir heilir á húfi, og ekki veit ég með \ issu, hvort þeir hafa ver- ið öllu betur haldnir, sem biðu okkar í óvissu, en við, sem úti í hríðinni vorum. Ég gerði það fyrir Sigurjón í Hólum, að súpa á gangnapelanum hans, en hann kenndi sér hálfpartinn um villu mína. Hann hafði farið að elta einhver tryppi, sem farið hiifðu úr- leiðis, en kom auðvitað ekki til hugar að ég mundi villast á meðan. \bð lögðum okkur smástund, en Jjar sem komið var undir morgun varð fáum svefnsamt og þ\ í lljótlega risið aftur. Veðrið hafði mik- ið skánað, enda þótt enn þá væri hríðarveður. F.n ljótt var um að litast, þar sem skilið hafði verið við féð kvöldið áður. í snjó og krapi í lækjum og tjörnum höfðu margar kindur orðið til, og má mikið vera, ef ekki hafa orðið slæmar heimtur hjá sumum þá um haustið. Þennan dag gerðist ekkert sögulegt, en það gekk seint að koma fénu áfram vegna ófærðar, og skánaði þé> heldur er utar dró á heið- ina. Næstu og jafnframt síðustu nóttina á heiðinni, var gist við Galt- ará, bæði í kofa og tjöldum. Síðasta daginn á heiðinni var ágætt 4*

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.