Morgunblaðið - 20.05.2015, Síða 4

Morgunblaðið - 20.05.2015, Síða 4
Morgunblaðið/Golli Félagsdómur Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þótti ekki tekið nægjanlega mikið tillit til at- hugasemda þeirra áður en ríkið gaf út öryggisskrá/undanþágulista og fór því til Félagsdóms. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Við vorum ekki sátt við að ríkið hefði bætt fjölda hjúkrunarfræðinga á öryggisskrána á milli ára, en ekki var tekið nógu mikið tillit til athugasemda okkar áður en hún var gefin út. Auk þess sér félagið ekki hvaða breytingar hafa orðið á starfseminni, sem réttlæta þessa fjölgun,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Fé- lags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Öryggisskrá, sem oftast er nefnd undanþágulisti, var gefin út fyrr á árinu fyr- ir árið 2015. Þetta er listi yf- ir störf sem undanþegin eru verkfalli. Á honum er tilgreindur sá fjöldi hjúkrunarfræðinga sem skal vera við störf í verkfalli á hverri stofnun og deild ríkisins. Tilgangurinn er að tryggja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu og koma í veg fyrir skaða. Eins og fyrr segir var Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga ekki sátt við fjölgun stöðugild- anna og vildi fækka þeim um 40, úr 90 og niður í 50 og sendi því málið til Félagsdóms sem úr- skurðaði 15. maí sl. Þar var þeim fækkað um 15 talsins. Ólafur segir að félagið muni una nið- urstöðunni. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga átti stuttan fund með ríkissáttasemjara í gær. Þar lögðu hjúkrunarfræðingar fram kröfugerð sína á ný. Að sögn Ólafs gekk fundurinn ágætlega en sá næsti verður á morgun. Hann bindur vonir við að samninganefnd ríkisins skoði vel kröfur þeirra og bregðist við þeim á næsta fundi. „Við viljum að menntun hjúkrunarfræð- inga og ábyrgð sé metin til launa á sambæri- legan hátt og annarra háskólamenntaðra,“ segir Ólafur og bætir við að alltaf sé von þegar fólk talar saman í kjaraviðræðum. Hjúkrunarfræðingar samþykktu verkfall 27. maí næstkomandi. Beiðnirnar um undanþágur vegna verkfallsins hafa enn ekki komið til um- ræðu en væntanlega verður farið yfir stöðuna á fundi með Landspítalanum á föstudaginn næsta. Hjartagáttin lokuð í verkfallinu Ef til verkfallsins kemur þá liggur fyrir að hjartagáttinni á Landspítalanum verður m.a. lokað ef litið er til öryggisskráarinnar. Hjarta- gáttin er lokuð um helgar og þá er sjúklingum bent á að fara á slysadeildina. Ríkið fjölgaði á öryggisskrá  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vildi fækka stöðugildum á öryggisskrá um 40 en fækkað var um 15 eftir úrskurð Félagsdóms  Fundur á morgun Ólafur Guðbjörn Skúlason 4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Félagsmenn stéttarfélaga sem fara í verkfall og eru atvinnuleitendur á fyrstu fjórum vikum atvinnuleysis- bóta, missa atvinnuleysisbæturnar tímabundið vegna verkfallsins. „Ef þú ert að sækja um atvinnu- leysisbætur og félagið þitt fer í verk- fall þá færðu ekki greiddar bætur fyrstu fjórar vikurnar,“ sagði Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofn- unar. Leysist verkfallið áður en þess- ar fjórar vikur eru liðnar hefst greiðsla bóta. Hann sagði ákvæði um þetta vera í lögum. „Samhliða því að þú sækir um at- vinnuleysisbætur þá sækir þú um starf í gegnum Vinnumálastofnun. Við gerum kröfu um að fólk tilgreini þrjú óskastörf í umsókn sinni. Þau eru ekki endilega í sömu starfsgrein og þú kemur úr,“ sagði Gissur. Hann sagði að fyrstu fjórar vik- urnar í atvinnu- leysi gæti um- sækjandi hafnað starfi sé það í ann- arri starfsgrein en hann kemur úr. Eftir fjórar vikur geti umsækjandinn ekki lengur hafnað starfi úr annarri grein án afleiðinga. „Eftir fjórar vikur horfum við ekki á úr hvaða stéttar- félagi eða starfsgrein umsækjandinn kemur heldur á það hvaða starf er laust,“ sagði Gissur. Atvinnuleitandi sem hefur til dæm- is verið tvær vikur á atvinnuleysis- skrá þegar stéttarfélagið hans fer í verkfall mun því tapa atvinnuleysis- bótum næstu tvær vikurnar ef verk- fallið stendur það lengi. „Við höfum reynt að túlka lögin frekar rúmt en þröngt í þessu sam- bandi,“ sagði Gissur. „En þetta varð- ar bara fyrstu fjórar vikurnar sem fólk er á bótum og hefur áhrif á hvort það fær bætur greiddar þann tíma eða ekki. Eftir það fær fólk greiddar bætur svo fremi sem fólkið sem greið- ir bæturnar er ekki líka í verkfalli, en það er annað mál.“ gudni@mbl.is Atvinnuleitendur geta misst bætur komi til verkfalla  Bótamissirinn gildir um fyrstu fjórar vikur atvinnuleitar Gissur Pétursson Leiðsögu- menn til ríkis- sáttasemjara Kjaranefnd Fé- lags leiðsögu- manna hefur vísað samninga- viðræðum til ríkissátta- semjara. Þótt aðeins hafi þok- ast í samkomu- lagsátt hefur enginn viðunandi ár- angur náðst, segir á heimasíðu félagsins. Þar segir einnig að kjara- nefnd og félagið hafi lagt mikla vinnu í undirbúning vegna kjaraviðræðn- anna en formaður nefndarinnar er Snorri Ingason. „Niðurstaðan varð því sú að 18. maí afhenti Vilborg Anna Björns- dóttir, starfandi formaður félagsins, ríkissáttasemjara og SA bréf um að kjaraviðræðum hefði verið slitið. Þess er vænst að innan viku frá af- hendingu bréfsins verði kjaranefnd boðuð til fundar hjá ríkissáttasemj- ara,“ segir á ennfremur á vef leið- sögumannafélagsins. Þingvellir Ferða- menn skoða sig um. Þessir ferðamenn náðu síðustu sólargeislunum við Sæbrautina í gær áður en ský dró fyrir sólu og þungskýjað varð yfir Esjunni og sundunum bláu. Ekki ósvipuð lýsing á við stöðuna á vinnumarkaðnum þessa dagana þar sem aukin harka hefur færst í deilur viðsemjenda. Allt stefnir í verkföll. Morgunblaðið/Styrmir Kári Þungt yfir Esjunni eins og á vinnumarkaðnum „Í þessu verkfalli hefur öllu verið frestað sem mögulega er hægt, en við höfum lagt áherslu á að láta bráðastarf- semina ganga. Það sem við höfum lagt áherslu á er að forgangsraða því brýnasta en það er ekki gott að hafa yfir- sýn yfir að hvort þeim sem bíða versni og það er ljóst að vand- inn safnast upp,“ segir Sigríður Gunnars- dóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Hægt hefur á allri starf- semi á Landspítalanum og hefur t.d. meðallegutími sjúklinga lengst um nokkra daga. Undirbúningur er þegar hafinn fyrir næsta verkfall sem verður í næstu viku ef samningar nást ekki í tæka tíð. „Við erum að skoða hvernig við getum unnið með þá undanþágulista sem við höfum og erum að teikna upp þá mynd núna en ráðunum fækkar sem við getum gripið til. Í mínum huga er það ljóst að það verður að afstýra þessu verkfalli. Okkar hlutverk er að reka heilbrigðisþjónustu og það er ekki auðvelt að halda henni úti núna því þetta bitnar á sjúklingunum.“ Sigríður bendir á að rúmlega 400 hjúkrunarfræðingar séu á undanþágulist- anum. Stöðugildin á Landspítalanum eru rúmlega 1.000. „Það er enn vika til stefnu og við vonum að það sé nóg til að samningar náist,“ segir Sigríður vongóð. Ráðunum fækkar sem gripið er til UNDIRBÚA NÆSTA VERKFALL Sigríður Gunnarsdóttir Deilur á vinnumarkaði Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is 2.–9. júní. Íbúð með einu svefnherbergi og sjávarsýn 79.900 KR. PORTO DRACH Superior íbúðahótel í Porto Cristo. Í næsta nágrenni við hótelið eru verslanir, veitingastaðir, barir og smábátahöfn. Hótelið stendur í nágrenni við Drekahellana sem enginn má láta framhjá sér fara. m.v. 2 fullorðna og 2 börn. 136.500 kr. m.v. 2 fullorðna. Þeir sem b óka ferð til Mallorca í maí fá frítt fyrir alla fjölsky lduna í Aqualand, á meðan birgðir end ast. VA LIÐ BESTAHÓTELIÐMALLORCA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.