Morgunblaðið - 20.05.2015, Side 6

Morgunblaðið - 20.05.2015, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Á siglingu um Dóná líðum við áfram um fjölbreytilegt landslag, heimsækjum fallegar gamlar borgir, glæsilega kastala og lítil þorp.Við hefjum ferðina í Linz í Austurríki, heimsækjum Vínarborg, Búdapest, Bratislava og Dürnstein, þar sem við skoðum helstu aðdráttaröfl og fræðumst um heillandi sögu. Verð: 286.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Fararstjóri: Pavel Manásek 13. - 20. september Fljótasigling áDóná Sumar 25 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Könnunin sýnir sláandi niðurstöðu en er í takt við það sem Seðla- bankinn hefur sagt um hvaða af- leiðingar slíkir kjarasamningar hafa inn í efna- hagslífið. Það er ekki bara aukin verðbólga heldur einnig mikið tjón í töpuðum störf- um,“ segir Þor- steinn Víglundsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, um könnun sem SA létu gera meðal sinna aðildarfyrirtækja. Hún sýni að afleiðingarnar verði alvarlegar fyrir fyrirtæki og heimili landsins ef kröf- ur Starfsgreinasambandsins (SGS) um 50-70% almennar launahækkanir næstu þrjú árin nái fram að ganga. Könnunin sýni einnig að meira en annað hvert fyrirtæki muni neyðast til að bregðast við miklum launa- hækkunum með fækkun starfsfólks og verulegri hækkun á verði fyrir vörur og þjónustu. „Það má sjá greinilega á greiningu Seðlabankans á umhverfi og mögulegum sviðs- myndum kjarasamninga að þeim mun lengra sem farið er út fyrir svigrúmið, þeim meiri hætta er á að það verði áfall fyrir vinnumarkaðinn með verulegum fækkun starfa. Það sjáum við mjög glögglega í þessari könnun að höggið verður mikið ef svona samningar fara í gegn. Þess vegna höfum við sagt að tjónið af óskynsamlegum kjara- samningi er miklu meira en tjónið af verkföllum.“ Lítið innihald Eins og lesa má hér til hliðar segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, að könnunin sé hræðsluáróður. Þorsteinn tekur ekki undir þau orð. „Það er mjög ódýrt sloppið ef allir helstu efnahagssérfræðingar Seðla- bankans vara við alvarlegum afleið- ingum óskynsamlegra kjarasamn- inga. Að menn leyfi sér slíkt ábyrgðarleysi að slá á þær aðvaranir sem einhvern hræðsluáróður – ég get ekki gefið mikið fyrir slíkar yf- irlýsingar – það er heldur lítið inni- hald í þeim,“ segir Þorsteinn. Aukin verðbólga og tjón í töpuðum störfum  Ekki hægt að ganga að kröfum SGS  Könnun SA sýnir sláandi niðurstöður Þorsteinn Víglundsson Malín Brand malin@mbl.is Matvælastofnun er samkvæmt lög- um falið að hafa yfirumsjón með kjöt- skoðun og heilbrigðiseftirliti í slátur- húsum og kjötafurðastöðvum. Sama á við um málefni tengd dýravelferð. Ekki verður orðið við óskum svína- og kjúklingaræktenda um að land- búnaðarráðherra skipi kjötskoð- unarlækni eða grípi til aðgerða í verkfalli dýralækna Matvælastofn- unar til að tryggja velferð dýra þar sem ráðherra er óheimilt að taka ákvarðanir um þau mál. Í svari atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins við bréfi frá Síld og fiski ehf. kemur fram að í lögum um slátrun og sláturafurðir nr. 96/ 1997 sé Matvælastofnun falið að taka ákvörðun um hver annist kjötskoðun og þeim tilmælum beint til framleið- andans að beiðninni sé vísað til Mat- vælastofnunar. Málsvari dýranna Fleiri beiðnum þarf að vísa til Mat- vælastofnunar í stað ráðuneytisins og það á við um mál er tengjast dýra- velferð. Framkvæmd stjórnsýsl- unnar í dýravelferðarmálum er í höndum Matvælastofnunar sam- kvæmt 1. mgr. 4. gr laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Formaður Svínaræktarfélags Ís- lands, Hörður Harðarson, segir að margir bændur óttist um búin sín. „Það fjarar hægt og sígandi undan búunum og það sem fer verst með okkur núna er tekjutapið en kostn- aðurinn heldur áfram að hlaðast upp,“ segir Hörður og vísar þar til kostnaðar vegna fóðurkaupa. Bænd- ur viti ekki hvað til bragðs skuli taka ef fóðursalar hætti viðskiptum við þá vegna greiðsluörðugleika. Þá beinast spjótin enn að Mat- vælastofnun sem mun, fari allt á versta veg, bera m.a. ábyrgð á fóðrun dýra séu bændur sviptir vörslu þeirra t.d. vegna vanfóðrunar, eins og fram kemur í 37. gr. laga um dýra- velferð. Áður gilti ákvæði í 5. mgr. 16. gr. laga 103/2002 um búfjárhald en þar var kveðið á um að sveitarstjórn skyldi útvega fóður og hlutast til um fóðrun búfjár ef sú staða kæmi upp að fóðrun væri ábótavant. Ákvæðið féll úr gildi 1. janúar 2014 en eftir standa ákvæði dýravelferðarlaga um aðkomu Matvælastofnunar í slíkum tilvikum og þá væru það dýralæknar stofnunarinnar sem ganga þurfa í verkin. Öll spjót bein- ast að Mat- vælastofnun  Ekki heimild til afskipta af dýra- læknum  Fjarar undan búunum Morgunblaðið/Hallur Már Frost Sláturafurðir hlaðast upp í frystigeymslum víða um land. Hver sér um hvað? » Matvælastofnun tekur ákvörðun um hver annist kjöt- skoðun. Hún fer með fram- kvæmd stjórnsýslunnar í dýra- velferðarmálum. » Við vörslusviptingu dýra ber Matvælastofnun m.a. ábyrgð á fóðrun þeirra. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Það er ljóst að menn ná ekki saman. Það er mjög langt í land og enginn flötur á milli manna í þessari stöðu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins (SA). Viðræður SA við VR og Flóabandalagið sigldu í strand í gær og hefur ekki verið boðaður nýr fundur í deilunni. Bilið er orðið það mikið að ríkis- sáttasemjari á eftir að meta það hvort eða hvenær sest verður aftur að samningaborðinu. Verðtryggðar skuldir hækka Vandséð er að hægt sé að afstýra víðtækum verkföllum verkalýðs- hreyfingarinnar, segir í tilkynningu frá SA, afleiðingarnar verði alvarleg- ar fyrir bæði launafólk, fyrirtæki og þjóðarhag. „Verðtryggðar skuldir heimila og fyrirtækja munu hækka mikið, vext- ir hækka og störfum fækka. Við slík- um búsifjum má Ísland vart við um þessar mundir en verkalýðsforystan hefur valið að fara þá leið,“ segir í til- kynningu frá samtökunum. Þorsteinn segir að SA hafi ítrekað reynt að finna skynsamlega lendingu í málinu en það sé enginn vilji hjá viðsemjendum að lenda yfir höfuð. „Við höfum ítrekað reynt að freista þess að finna skynsamlega lendingu með einhverju raunveru- legum innihaldi sem skilar raunveru- legum árangri á kaupmáttaraukn- ingu en ekki tjóni og verðbólgu. Þar stendur hnífurinn í kúnni,“ segir Þorsteinn. Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar og samninganefndar Flóa- bandalagsins, segir engan árangur hafa orðið. Talið verður upp úr at- kvæðakössum Eflingar um verk- fallsboðun í dag. Ólafía Rafnsdóttir, for- maður VR, segir hug- myndir SA um breytingar á vinnutíma- fyrirkomulagi vera ástæðuna fyrir slitun- um. „Við lögðum fram ýmsar hugmyndir sem við höfðum hugsað okkur að tala eitthvað meira um, en þeir höfn- uðu því að sinni.“ Morgunblaðið/Ómar Sitt í hvora áttina Deiluaðilar halda nú í sitthvora áttina og lítið heyrist í sáttatón beggja aðila. Varla hægt að afstýra víðtækum verkföllum  Viðræðum SA við VR og Flóabandalagið slitið Félagsmenn VR samþykktu verkfallsboðun í atkvæða- greiðslu en aðeins var alls 25,3% kosningaþátttaka. Kosið var um verkfall meðal félags- manna sem starfa í fyrirtækjum innan SA annars vegar og Fé- lags atvinnurekanda hins vegar. Alls samþykktu 58% félags- manna, sem semja við SA, verk- fall og 57,4% félagsmanna sem semja við FA. Ólafía Rafnsdótt- ir, formaður VR, segir kosn- ingaþátttökuna hafa verið góða ef miðað er við kosn- ingaþátttöku almennt hjá VR. Þátttaka í kosningum hafi stundum verið undir tíu prósentum. Þetta veiki ekki umboðið. Dræm kosn- ingaþátttaka VERKFALLSBOÐUN VR Ólafía Rafnsdóttir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, lítur á könnunina sem SA létu framkvæma sem hræðslu- áróður og hótanir. „Þetta herðir frekar í okkur ef SA setur þetta fram með þessum hætti,“ segir Björn. „Ég lít á þetta sem hræðslu- áróður og ákveðnar hótanir. Ef þeir halda að þeir geti, með þessari tilkynningu sinni, hrætt okkur til að skrifa undir lága samninga þá er það mikill mis- skilningur. Það er greinilegt að þeir hafa miklar áhyggjur af okkur en ef 33 þúsund krónur á ári drepa fyrirtækin þá eru þau ekki stöndug,“ segir hann og bætir við að könnunin efli SGS frekar en hitt. „Þetta eflir okkur í því sem við erum að gera,“ bætir Björn við. Næsti fundur er boðaður á morgun hjá sáttasemjara. Áróður og hótanir FORMAÐUR SGS Deilur á vinnumarkaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.