Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Með upprennandi KR-ingum Guðjón ásamt leikskólabörnum úr Ægisborg sem heimsóttu höfuðstöðvarnar.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Eins og flestir strákar semalast upp í nágrenni KR íVesturbæ Reykjavíkurvar Guðjón Guðmundsson
ekki hár í loftinu þegar hann byrjaði
að sparka bolta með félaginu. Hann
var – og er vitaskuld enn, svo sannur
KR-ingur að í huga hans var ekkert
sjálfsagðara en sjálfboðaliðastarf í
þágu félagsins um leið og hann hafði
aldur og getu til. Það var fyrir tæpri
hálfri öld. Og enn starfar Guðjón fyrir
KR, nú sem formaður stjórnar Fram-
tíðarsjóðs KR. Hann var formaður
knattspyrnudeildar KR frá 1998 til
2003 þegar hann tók við formennsku
félagsins, sem hann gegndi í tíu ár.
Aðspurður kveðst Guðjón hafa
átt hugmyndina að Framtíðar-
sjóðnum, sem stofnaður var fyrir
þremur árum, en hafi fram til þessa
kannski ekki verið á allra vitorði.
„Stofnun sjóðsins var með mínum síð-
ustu verkum sem formaður. Hug-
myndin vaknað fyrst og fremst vegna
þess að mér fannst vanta vettvang
fyrir fólk sem hafði alist upp með fé-
laginu og vildi leggja sitt af mörkum
til að tryggja KR fjárhagslega til
framtíðar; safna peningum í sér-
stakan sjóð sem meðal annars væri
notaður til uppbyggingar barna- og
unglingastarfinu, í stað þess að þeir
færu í daglegan rekstur.“
Hornsteinn félagsins
Svarthvíta þráðinn í 116 ára
sögu félagsins segir Guðjón vera
barna- og unglingastarfið og það
samfélagslega hlutverk sem KR hafi
gegnt í nærsamfélaginu frá upphafi.
Metnaður KR til að sinna þessu mik-
ilvæga hlutverki enn betur speglist í
stofnun Framtíðarsjóðsins, sem KR-
ingar leggi nú sérstaka áherslu á að
kynna fyrir velunnurum félagsins.
„Markmiðið er að sjóðurinn verði
með tíð og tíma hornsteinn félagsins
og varanlegur grunnur að framþróun
þess.“
Framtíðarsjóður KR er sjálfs-
eignarstofnun. Framlög í sjóðinn
mynda höfuðstól sem skerðist ekki
heldur vex með nýjum framlögum.
Guðjón segir að aðeins megi nota
ávöxtun sjóðsins umfram verðbólgu
til úthlutunar í verkefni sem teljist
stuðla að framtíðarheill félagsins.
Sem dæmi nefnir hann að fénu verði
varið til uppbyggingar og þróunar á
starfsemi og aðstöðu. „Úthlutun úr
sjóðnum á hvorki að standa undir
daglegum rekstri né einstaka deild-
um nema því aðeins að gefandinn
setji slíkt sem skilyrði. Verkefnin eru
óþrjótandi, kostnaður við menntun
þjálfara er eitt, uppbygging aðstöðu
er líka viðvarandi verkefni, sem sjóð-
urinn getur væntanlega lagt fé í þeg-
ar fram líða stundir og ótal margt
fleira mætti tína til.“
Háleit markmið
Velunnarar KR hafa vitaskuld í
hendi sér með hvaða hætti þeir styðja
við félagið. Framlögin geta verið í
formi styrkja og gjafa. Guðjón segir
dæmi um að í stað þess að þiggja
gjafir á stórafmælum hafi margir
„sem eigi allt“ mælst til að gestir láti
andvirði gjafanna renna til KR.
„Framlögin, sem eru eyrnamerkt
þeim einstaklingi, fyrirtæki eða félagi
sem að þeim standa, geta verið í
tengslum við skipulagt söfnunarátak,
minningarkort og arf auk þess sem
velunnarar geta greitt ákveðna fjár-
hæð sem eingreiðslu eða mánaðar-
lega stuðningsgreiðslu,“ segir hann
og bendir á vefinn kr.is, vilji fólk fá
nánari upplýsingar.
Spurður hvort sjóðurinn muni
styrkja einstaklinga eða lið vegna
fjárfrekra verkefna segir Guðjón slíkt
koma til greina ef stjórnin meti til-
tekið verkefni koma framtíðarþróun
og uppbyggingu félagsins til góða.
Hann tekur þó fram að fénu verði
ekki varið til að kaupa leikmenn.
„Markmiðin eru háleit, við vilj-
um stuðla að því að láta drauma
ungra KR-inga í öllum deildum fé-
lagsins rætast. Við erum að vinna að
því að kynna sjóðinn, koma honum á
kortið ef svo má segja og ég trúi því
að arðsemin verði góð og nýtist vel í
uppbyggingu félagsins. Við setjum
okkur ekki tímamörk en markmiðið
er að úthluta úr sjóðnum þegar 50
milljóna takmarkinu er náð,“ segir
Guðjón. Núna eru 3 milljónir í kass-
anum og því töluvert í að þeim áfanga
verði náð.
Búið í haginn fyrir KR-
inga framtíðarinnar
Svarthvíti þráðurinn í sögu Knattspyrnufélags Reykjavíkur er öflugt barna- og ung-
lingastarf sem Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi formaður KR, segir gegna þýðingar-
miklu samfélagslegu hlutverki. Hann er formaður stjórnar Framtíðarsjóðs KR, sem sett-
ur var á laggirnar til að viðhalda því starfi og láta drauma ungra KR-inga rætast.
Morgunblaðið/Ómar
Alls konar íþróttir Innan vébanda KR eru starfræktar margar deildir.
Knattspyrnufélag Reykjavíkur var stofnað 1899. Árum saman snerist
starfsemin eingöngu um fótbolta en með tímanum færði félagið út kví-
arnar og stofnaðar voru fleiri íþróttadeildir. Innan vébanda KR eru nú níu
deildir auk knattspyrnudeildarinnar; badminton-, borðtennis-, frjáls-
íþrótta-, glímu-, handbolta-, körfubolta-, sund- og skíðadeild.
Aðbúnaður og aðstaða hefur að vonum mikið breyst í áranna rás og er
allsendis ólíkt því sem Pétur Á. Jónsson óperusöngvari upplifði þegar
hann sparkaði bolta í nafni KR í lok 19. aldar. Í æviminningum sínum
sagðist honum svo frá:
„Flestir sem íþróttina iðkuðu voru krakkar og unglingar. Enginn átti
knattspyrnustígvél. Var fótabúnaður með margvíslegu móti, sumir jafn-
vel á kúskinns- eða selskinnsskóm, og mun boltinn þá ekki hafa verið
þægilegur viðureignar, einkum þegar hann var rennblautur upp úr poll-
inum.
Knötturinn, sem þá hét fótbolti, var áreiðanlega af ódýrustu gerð, oft
linur og gúlóttur. Sá þótti mesti maðurinn sem lengst gat sparkað, hvern-
ig sem á stóð, eða vaðið gegnum fylkingu með boltann og þjösnast ein-
hvern veginn með hann í gullið.
KR-ingar á kúskinnsskóm
EINU SINNI VAR . . .
Laugavegi 103 | 101 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is
Eurovision tilboð
30% afsláttur af
Adax ferðatöskum
18-30 maí