Morgunblaðið - 20.05.2015, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.05.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Hörður Óskarsson, fyrrverandi fjármála- stjóri og síðar aðal- bókari Ísfélags Vest- mannaeyja, lést að heimili sínu, Hrauntúni 12, Vestmannaeyjum, 16. maí sl. á 58. aldurs- ári. Hörður fæddist í Vestmannaeyjum 18. ágúst 1957. Foreldrar hans voru Ásta Har- aldsdóttir húsfreyja og Óskar Haraldsson netagerðarmeistari. Hörður lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1977 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1981. Að námi loknu hóf Hörður störf hjá Vestmannaeyjabæ og starfaði þar uns hann réð sig til starfa hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja. Árið 1985 hóf hann störf hjá Hraðfrysti- stöð Vestmannaeyja, sem síðar sameinaðist Ísfélagi Vestmannaeyja og starfaði hann þar til dánardags, fyrst sem fjármálastjóri og nú hin síðustu ár sem aðalbókari. Hörður kom víða að trúnaðar- og félagsstörfum í Vestmannaeyjum. Hann var félagi í Akóges í Vest- manneyjum frá 1983, sat þar í stjórn og var formaður félagsins um skeið. Hörður var virkur í starfi ÍBV íþróttafélags og kom þar víða að, sat í stjórn knattspyrnuráðs um tíma og var gjaldkeri Shellmóts- nefndar félagsins frá aldamótum til dánardags. Þá var Hörður lengi skoðunarmaður reikninga félagsins og sat í nýstofnaðri fjárhagsnefnd félags- ins allt frá stofnun hennar til dánardags. Hörður sat einnig í stjórn Golfklúbbs Vestmannaeyja frá aldamótum til dán- ardags og var þar virkur félagi og stundaði golf af miklu kappi. Hörður sat í stjórn Vestmanna- eyjadeildar Rauða kross Íslands um tíma og tók þátt í æfingum og öðrum þeim við- burðum sem deildin stóð fyrir. Hann var virkur félagi í Sjálfstæð- isflokknum í Vestmannaeyjum og var m.a. formaður fulltrúaráðs flokksins um tíma. Hin síðari ár sat Hörður í stjórn Sparisjóðs Vest- mannaeyja frá endurreisn hans árið 2010 þar til hann sameinaðist Landsbankanum í lok mars sl. Þá var Hörður margsinnis í kjörstjórn í Vestmannaeyjum við sveitar- stjórnar-, alþingis- og forsetakosn- ingar. Eftirlifandi eiginkona Harðar er María Guðbjörg Pálmadóttir, grunnskólakennari í Vestmanna- eyjum. Þau eiga þrjú börn: Pálma, f. 1987, Elínu Ósk, f. 1992 og Ástu Maríu, f. 1996. Útför Harðar verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 30. maí kl. 11. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakk- aðir en þeim sem vilja minnast Harðar er bent á Kvenfélagið Líkn í Vestmannaeyjum. Andlát Hörður Óskarsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Óvænt en velkomin viðbót varð í fjárhúsunum á Krossnesi í Árnes- hreppi á Ströndum í fyrrinótt. Auk unglambanna hafði ærin Golsa, tíu vetra, bæst í hóp lambánna. Hún hefur að líkindum gengið úti í urð- um í fjallinu milli Fells og Munað- arness í vetur og sótt í klettasyllur sem fuglinn helgar sér á sumrin. Þar festir ekki snjó en getur blásið hressilega á móti norðrinu. Hugs- anlega hefur litasamsetningin hjálp- að þessari lífsreyndu, golsóttu á í frelsisbaráttunni og virkað sem felulitir í fjallinu. Oddný Þórðardóttir, bóndi á Krossnesi, segir að það hafi verið ánægjulegt að heimta Golsu því nánast hafi verið búið að afskrifa hana. Þessi frjósama ær var ein á ferð í fjallinu því lömbin hennar tvö skiluðu sér með öðru fé í fjárhúsin í haust. Golsa hefur frá því að hún var veturgömul ævinlega borið tveimur eða þremur lömbum. Slíkt verður ekki endurtekið í vor því engan fékk hún félagsskapinn í fjallinu í desember. Sást fyrsta sólardaginn Þegar fjárhópur frá bæjum í Ár- neshreppi var sóttur á Munaðarnes síðari hluta nóvember var Golsa bágræk og sótti að lokum niður í fjöru. Þar var hún skilin eftir, en tveimur tímum síðar þegar Úlfar bóndi ætlaði að sækja hana á drátt- arvél fannst hún hvergi. Daginn sem sólin sást í fyrsta skipti á árinu, 10. janúar, fór Björn bóndi Torfason á Melum í göngu í góðu veðri yfir fjallið og sá Golsu þá í Munaðarnesurðunum. Í þá kletta fara menn ekki. Nokkrir leið- angrar voru gerðir út í vetur til að leita að Golsu og öðrum kindum sem vantaði af fjallinu milli bæj- anna Munaðarness, Fells, Krossnes og Steinstúns, en Golsa lét ekki sjá sig. Komin heim á tún við Fell Bæirnir Fell og Munaðarnes eru báðir í eyði, en um helgina komu eigendur heim að Felli til að gera klárt fyrir sumardvöl. Á mánudag kom í ljós að Golsa var komin á tún við bæinn, en eigraði niður í fjöru þegar hún varð vör við athygli. Talsvert bras var síðan að koma henni aftur upp bakkann við gilin á Felli. Golsa er sæmilega á sig kom- in að sögn Oddnýjar og er enn í skjólgóðri ullinni. Oddný segir að veturinn hafi ver- ið stormasamur í Árneshreppi og tíðin heldur leiðinleg, þó svo að oft hafi snjóað meira. Sauðburður er nú að ná hámarki, en lítið hefur minnt á sumarið þar til í gær að brá til betri tíðar. Að kvöldi fyrsta sum- ardags brast á með fjögurra sólar- hringa norðanbyl og síðan hefur verið hryssingur í veðrinu, að sögn Oddnýjar. Vegurinn norður í Ár- neshrepp lokaðist á ný í þessu áhlaupi, en búið er að opna hann fyrir nokkru. Tún eru orðin auð og fyrstu grænu stráin byrjuð að stingast upp úr sverðinum eftir vætu mánu- dagsins. Hugsanlega verða fyrstu lambærnar settar út í dag. Í felulitum í fjallinu í allan vetur  Golsa á Krossnesi í Árneshreppi skilaði sér heim á miðjum sauðburði  Tíu vetra og hefur alltaf átt 2-3 lömb þar til nú  Stormasamur vetur að baki og sumarið byrjaði með fjögurra daga norðanbyl Ljósmynd/Oddný Þórðardóttir Treg í taumi Magnús Guðmundsson og Ásþór Jökulsson, afkomendur síðustu ábúenda á Felli, fundu Golsu og komu henni upp úr bröttu gilinu neðan við bæinn. Úlfar Eyjólfsson bóndi á Krossnesi fylgist með aðförunum. Komin heim Golsu var vel tekið í fjárhúsunum og sátt við tugguna. LISTHÖNNUNARDEILD GRAFÍSK HÖNNUN Í grafískri hönnun er lögð áhersla á tækniþekkingu og frumlega framsetningu hugmynda. Á þremur árum öðlast nemendur yfirgripsmikla þekkingu og þjálfun í faginu, sem gerir þá hæfa til að fást við krefjandi verkefni á sviði hönnunar fyrir prentmiðla ogmargmiðlun. Námseiningar: 180 FAGURLISTADEILD FRJÁLS MYNDLIST Námið í Fagurlistadeild er fjölþætt, þriggja ára sérhæft nám sem veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Nemendur fá nauðsynlega þjálfun og tilsögn sem gerir þá hæfari til að takast á við ólík viðfangsefni og fjölbreyttar aðferðir í listsköpun sinni. Námseiningar: 180 MYNDLIST - HÖNNUN - ARKITEKTÚR FORNÁM Alhliða undirbúningur fyrir nám í hönnun og listum. Listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir framhalds- nám á sviði myndlistar, hönnunar og arkitektúrs. Myndlistaskólinn á Akureyri býður upp á hnitmiðað 72ja eininga heildstætt nám í sjónlistum. Umsóknarfrestur er til 5. júní 2015 auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 2015-2016 WWW.MYNDAK.IS 462 4958 · Kaupvangsstræti 16 · Pósthólf 39 · 602 Akureyri Mannanafnanefnd hefur hafnað því að skrá kvenmannsnöfnin Prins- essa og Gail í mannanafnaskrá en samþykkt nafnið Tíalilja. Karl- mannsnöfnin Kvasir og Góði voru samþykkt en nafninu Ethan var hafnað. Í úrskurði nefndarinnar segir meðal annars að orðið prinsessa sé samnafn sem þarfnist ekki sér- stakrar útskýringar, enda vel þekkt í íslensku máli. Allmörg dæmi eru um það í íslensku að samnöfn séu notuð sem mannanöfn, t.d. Hrafn. Samnöfn sem merkja titla eða starfsheiti, til dæmis ráðherra, for- seti eða drottning, eru hins vegar ekki notuð sem sérnöfn. Telur nefndin ljóst miðað við hefðir íslensks máls að mannanöfn af þessu tagi séu ekki í samræmi við hefðir í íslensku máli. Góði í lagi en ekki Prinsessa og Ethan Morgunblaðið/Ásdís Nafn Íslenskar stúlkur má ekki skíra Prinsessa. En Tíalilja var þó samþykkt. Starf stýrihóps um sameiginlega at- hugun ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group á flugvallar- kostum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Rögnunefndin, og greiningarvinna hefur til þessa kostað 34,8 millj. kr. án vsk. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Ögmundar Jónassonar um störf stýrihópsins. Segir í svarinu að hlutur ríkisins sé þriðjungur af heildarkostnaði, eða 11,6 millj. kr. án virðisauka- skatts. Kostnaður deilist jafnt á að- ila samkomulagsins. Unnið er að sérstöku samkomulagi um lok vinn- unnar sem ekki liggur fyrir. Rögnunefndin hefur kostað 35 milljónir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.