Morgunblaðið - 20.05.2015, Page 34

Morgunblaðið - 20.05.2015, Page 34
VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Heimasveit mín hefur auðvitað allt annað yfirbragð nú en sú byggð og það samfélag sem ég yfirgaf fyrir meira en hálfri öld. En svipurinn er þó á margan hátt líkur því sem var og í þessu verk- efni hefur mér þótt gaman að kynnast betur sögu héraðsins og samtímanum. Ég hef reyndar lengi haldið sam- an ýmsum fróð- leik um héraðið sem kom sér vel sem heimildir og efniviður þegar ég settist niður við þessar skriftir,“ segir Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður. Landslag og kennileiti Árbók Ferðafélags Íslands 2015 kom út nú í vikunni. Þar er fjallað um Vestur-Húnavatnssýslu sem enn heitir svo þótt í stjórnsýslu nefnist það Húnaþing vestra, reyndar nú að Bæjarhreppi í Strandasýslu við- bættum. Þetta er svæðið frá Hrúta- fjarðará að Gljúfurá. Innan þessara sýslumerkja fer sögumaður rétt- sælis um sýsluna – en þó út fyrir venjubundna boðleið og bæjaröð. Í hverjum kafla eru tekin fyrir af- mörkuð landsvæði en ekki hreppar, enda búið að leggja hreppana niður. Lýst er landslagi, sögu og kennileit- um, rétt eins og tíðkast í Árbókum FÍ. Bókin er um 300 bls. og vönduð að allri gerð með fallegum myndum og greinargóðum kortum. „Tengsl mín við héraðið hafa allt- af haldist þótt ég hafi farið þaðan ungur,“ segir Þór Magnússon sem er fæddur á Hvammstanga árið 1937 og uppalinn þar. Á uppvaxtar- árum hans var þetta lítið og kyrr- látt sveitaþorp með um 250 íbúum. Staðurinn efldist og fólki þar fjölg- aði síðar með breyttum atvinnuhátt- um og nýjum möguleikum. Sveit- irnar breyttust sömuleiðis, margar jarðir lögðust í eyði en víða er enn vel búið og myndarlega. „Það eru hryggilega margir bæir farnir í eyði; svo sem í Miðfjarð- ardölum, á Vatnsnesi og í Vestur- hópinu. Um það er svo sem fátt að segja, þetta er þróunin víðast. Nokkrar jarðir eru nytjaðar vegna veiði og hestamennsku, en hinn rót- gróni landbúskapur hefur víða lagst af. En það er mikilvægt að halda sögu þessa alls til haga, einnig víkja að mannlífinu, enda er fólk á bak við sérhverja sögu,“ segir Þór Magnús- son. Þegar orð fór af afbrotum Sú var tíðin að orð fór af af- brotum og ólgu í Húnaþingi. Nat- ansmálið, snemma á 18. öldinni, og eftirleik þess, sem var síðasta af- taka á Íslandi, þekkja margir. Mætti þá nefna ýmis fleiri mál okk- ur nær í tíma. Á sum þeirra er minnst í árbókinni, en sannarlega sleppt mörgu sem viðkvæmt gæti talist. „Þegar skoðuð eru gömul sóknar- manntöl er eftirtektarvert hve hlut- skipti margra varð leiguábúð á jörð- um. Margar voru svonefndar konungsjarðir, gamlar klaustra- jarðir sem konungur hafði sölsað undir sig við siðskiptin, ýmsar voru kirknajarðir og aðrar höfðu safnast á hendur fárra auðmanna. Fólk bjó oft aðeins fáein ár á hverri jörð, jafnvel aðeins eitt, jarðir voru byggðar mönnum til eins árs í senn. Leigurnar voru í smjöri, tólg og vaðmáli, gjaldmiðli þess tíma. Hús- mennska varð líka hlutskipti margra,“ segir Þór Magnússon. Hann bætir við að eftirtektarvert sé í þessu sambandi að þeir sem börð- ust mest fyrir sjálfstæði þjóð- arinnar á 19. öld hafi ekki lagt meira kapp á að koma jörðum í eignarábúð, enda hafi sífelld leigu- ábúð skapað bæði stöðnun og ör- yggisleysi í búskap og heft allar framfarir. Fólk er á bak við sérhverja sögu  Árbók Ferðafélags Íslands 2015 fjallar um Vestur-Húnavatnssýslu  Þór Magnússon skrifar um þjóðlífið og landið  Heimabyggðin hefur breyst  Leiguábúð á jörðum forðum hefti framfarir Grettla Athygli vekur hliðið að Bjargi, hvaðan Grettir Ásmundarson var. Arfleifð hinnar frægu Íslendingasögu er fólki á svæðinu enn býsna nálæg. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hvammstangi Dæmigert sveitaþorp. Þar búa um 550 manns og afkoman byggist mikið á þjónustu við sveitirnar. Auðunarstaðir Þekktur bær neðan við þjóðveginn í Víðidalnum. Náttúruvætti Fossinn fellur fram í Kolugljúfri sem er í Víðidalsá. Þór Magnússon 34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Eins og vera ber með Árbók Ferða- félag Íslands er þar fjallað um marga staði og náttúrufyrirbæri sem vert er að skoða. Slíkt efni er að finna í öllum þessum bókum sem hafa komið út samfellt síðan frá því nokkru fyrir 1930. Um staði sem fjallað er um í bókinni nýju nefnir Þór til að mynda Kolugljúfur í Víði- dal og Borgarvirki í Vesturhópi, mikla klettaborg um 5-6 metra háa með skeifulaga dæld og skarð út úr að austanverðu, en hlaðið var fyrir þar sem uppgengt var. Inni í virk- inu eru rústir, en allt er þó á huldu um hverjir hafi hlaðið veggina, sem sumir vilja telja frá landnámsöld. „Vatnsnesið er áhugaverður staður fyrir ferðafólk. Talið er að um 30 þúsund manns leggi leið sín fyrir nesið árlega, þrátt fyrir miður góða vegi. En tilefnið er þó til, óvíða á landinu er auðveldara að komast að selalátrum en til dæmis við Svalbarð og Illugastaði. Þar er fagurt um að litast þótt oft sé nap- urt þegar norðanátt leggur inn Húnaflóann. Í engri sýslu landsins mun meðalhiti lægri en í Vestur- Húnavatnssýslu. En víða er skjól- sælt og skógrækt er sums staðar farin að gefa landinu nýjan, hlýleg- an og fallegan svip,“ segir Þór Magnússon að síðustu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarvirki Enginn þekkir nákvæmlega tilurð hleðslu virkisveggjanna í þessum stapa sem setur svo sterkan svip á umhverfi sitt í Vesturhópinu. Virkið og selirnir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.