Morgunblaðið - 20.05.2015, Síða 40

Morgunblaðið - 20.05.2015, Síða 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! HRINGDU NÚNA 820 8080 Sylvía Löggiltur fasteignasali sylvia@fr.is Brynjólfur brynjolfur@fr.is SVIÐSLJÓS Atli Vigfússon Laxamýri „Ég var ekki viss um að það yrði neitt vor, en núna þegar ég er bú- inn að fá gæsareggin þá veit ég að vorið er komið.“ Þetta segir Agnar Kristjánsson, bóndi í Norðurhlíð í Aðaldal, en honum finnst öll egg góð og hann gleðst mikið yfir eggjum gæsanna. „Ég er brjálaður í stropuð egg, en þá verður hvítan harðari og mjög gott að naga hana. Ég er heldur ekkert hræddur við ung- ann. Hins vegar hef ég eggin yfir- leitt linsoðin því þannig verða þau bragðmeiri og bara rosalega góð. Þá bíð ég aldrei til kvölds ef ég fæ egg að degi til. Ég fer strax og sýð mér tvö egg sem er mátulegur skammtur. Ég get ekki beðið til kvölds eftir svona kræsingum,“ segir hann og hlær. Fór snemma að borða egg Agnar fór snemma að borða egg og þótti sá matur góður. Á hans bernskuheimili í Norðurhlíð voru egg á borðum á vorin, en hann segir að þau hafi ekki tínt mikið undan mófuglum. Á hans æskuár- um var mikið af öndum við Laxá og verptu þær í hólmunum. Þessi andavörp voru nytjuð og allir hlökkuðu til að fá andaregg í mat- inn. Nú er öldin önnur og mjög fá- ar endur verpa í þeim hólmum þar sem áður var krökkt af fugli. Gæsirnar eru seint á ferðinni þetta vorið í Þingeyjarsýslu því hretið á dögunum virðist hafa sett strik í reikninginn. Þær voru liggjandi í snjónum svo dögum skipti og höfðu lítið upp í sig. Eft- ir að snjóa fór að leysa eru margir varpstaðir gæsanna undir vatni eða mjög blautt undir. Þar af leið- andi virðast færri fuglar vera komnir í varp en venja er til á þessum tíma. Þetta getur átt eftir að lagast og margar eiga eflaust eftir að byrja þegar jörð þornar og gæsirnar hafa jafnað sig eftir norðanáhlaupið. Allir vildu fá egg í matinn Það var mikil hefð fyrir nýtingu eggja í Þingeyjarsýslu fyrr á ár- um og sérstaklega þar sem endur verptu í stórum flokkum í Laxár- hólmum. Sumir settu eggin í ker- öld og geymdu þau í kalki fram eftir öllu sumri og fram á vetur. Voru þá alltaf til góð egg til matar og baksturs, en kalkið var ótrú- lega góð geymsluaðferð. Fúlegg voru líka nýtt til manneldis og stundum kom fólk úr öðrum sveit- um eða frá Húsavík til þess að tína fúlegg eftir að endurnar höfðu ungað út. Enn er til fólk sem heldur fúleggjaveislur þegar varptíma lýkur. Gæsum hefur heldur fjölgað Það er alltaf til nóg af eggjum í búi Agnars, en hann og kona hans Elín Kjartansdóttir búa með u.þ.b. 30 landnámshænsni. Agnari þykir bjargfuglsegg mjög góð, en á sveitabæjum inni í dölum var ekki alltaf aðgangur að slíku góðmeti í hans uppvexti. Hann vonar svo sannarlega að gæsirnar nái sér á strik svo það fáist fleiri egg á þessu vori, enda er það auðvitað alveg meinlaust að fækka undir þeim. Gæsum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og þær hafa valdið miklu tjóni á túnum Þing- eyinga. Ekkert vor án gæsareggja  Mikil hefð fyrir nýtingu eggja í Þingeyjarsýslu  Enn er til fólk sem heldur fúleggjaveislur Morgunblaðið/Atli Vigfússon Egg í öll mál Agnar Kristjánsson, bóndi í Norðurhlíð í Aðaldal, með gæsaregg en honum finnst öll egg góð. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, VSV, hefur fest kaup á tveimur upp- sjávarskipum HB Granda, Faxa RE og Ingunni AK. Þau munu leysa Kap VE 4 og Ísleif VE 63 af hólmi. Jafn- framt kaupir Vinnslustöðin tæplega 0,7% af loðnukvótanum af HB Granda, en miðað við tæplega 400 þúsund tonna loðnukvóta eins og var á síðustu vertíð hefði um 2.800 tonn- um meira komið í hlut VSV. Við þessi viðskipti minnkar aflahlutdeild HB Granda í loðnu úr 18,67% í 18,0%. Heildarsamningsverð er 2.150 millj- ónir króna. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki stjórna félaganna og ástandsskoðun. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum, segir að að- dragandi þessara viðskipta hafi ekki verið langur, en gengið var frá þeim í fyrradag. Áður hafði fyrirtækið með- al annars kannað möguleika á og fengið tilboð í nýsmíði í Kína, en sá kostur var ekki talinn fýsilegur að mati stjórnenda Vinnslustöðvarinnar. Áætla má að nýtt uppsjávarskip geti kostað 3-4 milljarða króna. Í Kína er nýr ísfisktogari, Breki, í smíðum fyrir Vinnslustöðina. Fyrirtækið tekur við Ingunni AK í byrjun júlí og Faxa RE í desember. Í næstu viku er Venus, nýtt uppsjávar- skip HB Granda, væntanlegt til lands- ins frá Tyrklandi og Víkingur, einnig nýsmíði frá Tyrklandi, í lok ársins. Mikil breyting fyrir útgerðina Sigurgeir reiknar með að Kapin verði seld og Ísleifi lagt þegar kaupin verða að fullu komin til framkvæmda. Hann reiknar með að áhafnir á skip- um Vinnslustöðvarinnar flytjist yfir á nýju skipin, en í raun er verið að fjölga um eitt veiðiskip, því Ísleifur hefur ekki verið virkur á veiðum nema að hluta á loðnuvertíð. Skipið hefur á sumrin að mestu verið notað sem hleri á makríl á tvílembingsveið- um á móti Sighvati og Kap. Athygli vekur að Faxi er ári eldri en Kapin, en Sigurgeir segir að Faxi hafi verið mikið endurnýjaður. Þann- ig sé hann með nýja og öflugri vél og mun meiri kæligetu. Þessi kaup þýði mikla breytingu fyrir útgerð Vinnslu- stöðvarinnar. Ingunn fer á makrílveiðar í sumar undir nýju nafni og segir Sigurgeir að áfram verði stundaðar tvílembings- veiðar, sem hafi gefið góða raun hjá Vinnslustöðinni. Þá togar eitt skip, annað er notað sem hleri og það þriðja er í löndun. Skipin munu skiptast á hlutverkum í þessari keðju. Sighvatur og Kap eru nú á kolmunna í færeyskri lögsögu. Til hagsbóta fyrir báða aðila Á heimasíðu HB Granda er haft eftir Vilhjálmi Vilhjálmssyni, for- stjóra HB Granda, að hann telji að salan á Faxa RE og Ingunni AK, ásamt 0,67% af heimildum til veiða á loðnu og veiðarfærum til togveiða, sé bæði seljanda og kaupanda, Vinnslu- stöðinni, til hagsbóta. Ekki náðist í Vilhjálm við vinnslu fréttarinnar. Faxi og Ingunn til Vestmannaeyja Uppsjávarskipin » Ísleifur VE 63 var smíðaður í Færeyjum 1976. » Kap VE 4 var smíðuð í Dan- mörku 1988. » Sighvatur Bjarnason VE 81 var smíðaður 1975 í Noregi. » Faxi RE 9 var smíðaður í Pól- landi 1987. » Ingunn AK 150 var smíðuð í Síle árið 2000. » Lundey NS 14 var smíðuð í Þýskalandi 1960, er á söluskrá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.