Morgunblaðið - 20.05.2015, Síða 42

Morgunblaðið - 20.05.2015, Síða 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 VANDAÐUR vinnufatnaður frá BULLDOG á góðu verði Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Öryggisskór Sýnileikafatnaður Vinnufatnaður Vinnuvetlingar www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Íslenskt þjóðfélag mun lamast ef ekki nást samningar um kaup og kjör áður en boðuð verkföll um 70 þúsund félagsmanna launþegahreyfing- arinnar skella á innan tíðar. Svo víð- tæk verkföll hafa ekki orðið hér á landi í áratugi og því líklegt að þeir séu margir sem ekki átta sig því hve áhrifin yrðu mikil á daglegt líf allra landsmanna. Helst er til sam- anburðar hið harða og langvinna verkfall BSRB og Félags bókagerð- armanna fyrir um þrjátíu árum, haustið 1984, en það setti þjóðlífið úr skorðum í margar vikur. Tólf þúsund opinberir starfsmenn voru þá frá vinnu í fjórar vikur frá 3. október. Lá allt skólahald niðri, barnaheimilum var lokað, strætisvagnar gengu ekki og Ríkisútvarpið hætti útsendingum, svo nokkuð sé nefnt. Verkfall bókagerðarmanna hófst fyrr, 11. september, og stóð í sex vik- ur. Dagblöðin hættu að koma út og þegar við bættist vinnustöðvun starfsmanna útvarps og sjónvarps lokaðist fyrir nær alla hefðbundna upplýsingamiðlun í landinu. Á vegum DV kom um skeið út fjölritað frétta- blað, en útgáfu þess lauk þegar verk- bann var sett á blaðamenn. Vildu 35% kauphækkun Það var í lok júlí 1984 að BSRB kynnti stjórnvöldum kröfugerð sína. Hljóðaði hún upp á 35% kauphækkun sem yrði að fullu verðtryggð. Áttu 30% að koma til framkvæmda 1. sept- ember og 5% 1. janúar á næsta ári. Undirtektir Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra voru ekki uppörv- andir. Hann kvað fast að orði eftir að kröfurnar voru kynntar: „Ég lít á þessa kjarabaráttu hjá þeim, eins og öðrum verkalýðsfélögum, sem póli- tíska baráttu til að koma ríkisstjórn- inni frá og svo hefur verið allt frá því núverandi ríkisstjórn tók við. Það er ekkert vit í þessu,“ sagði ráðherrann. Samninganefnd ríkisins bauð 3% launahækkun, en hafnaði algjörlega verðtryggingu. Verðtrygging væri aðeins ávísun á aukna verðbólgu. Hafa ber í huga að á þessum tíma var nokkur verðbólga helsta meinsemd efnahagslífsins. Hafði ríkisstjórnin náð talsverðum árangri í viðureign við hana með róttækum en afar um- deildum efnahagsaðgerðum.. Eftir þras og þref við samningaborðið ákvað BSRB að boða verkfall frá 4. október. Aðeins laun í þrjá daga Mikið uppnám varð meðal verk- fallsmanna í byrjun mánaðarins þeg- ar í ljós kom að fjármálaráðuneytið og Reykjavíkurborg höfðu ákveðið að aðeins yrðu greidd þriggja daga laun 1. október. Fóru margir opinberir starfsmenn sér hægt í vinnu fram að verkfalli. Það fauk svo í starfsmenn Ríkisútvarpsins að þeir ákváðu að leggja niður vinnu þegar í stað. Hættu þá útvarps- og sjónvarpssend- ingar. Andrúmsloftið í verkfallinu var mjög þungt og átök við verkfalls- vörslu tíð. Meðal annars reyndu verkfallsverðir að stöðva kennslu í Háskóla Íslands á þeim grundvelli að húsverðir væru í verkfalli. Þá reyndu þeir að stöðva millilandaflug Ice- landair sem hélt áfram þótt tollverðir væru í verkfalli. Ennfremur kom til átaka við afgreiðslu skipa í Reykja- víkurhöfn og víðar. Lokun skóla og barnaheimila skapaði erfiðleika á heimilum fólks. Verkfallsmenn urðu fyrir miklu tekjutapi. Smám saman byggðist upp mikill þrýstingur á að semja og ljúka verkfallinu. Tókust samningar eftir 27 daga vekfall. Var samið um rúmlega 20% launahækk- un.. Engin ákvæði voru um kaup- máttartryggingu. Ekki leið á löngu þar til kauphækkunin var horfin í hít verðbólgunnar. Allt þjóðfélagið fór úr skorðum  Boðuð verkföll minna á atburðina 1984  Stór hluti opinberrar starfsemi lá niðri  Skólum og barnaheimilum lokað  Strætisvagnar gengu ekki  Dagblöð komu ekki út  Ríkisútvarpið þagnaði Morgunblaðið/RAX Átök Árekstrar á Keflavíkurflugvelli þegar verkfallsverðir reyndu að stöðva millilandaflugið við litla hrifningu farþega og flugstarfsmanna. Útifundur Fjölmenni sótti baráttufund opinberra starfsmanna við Stjórnarráðið í miðju verkfallinu haustið 1984. Sumarið 1985 samþykkti Alþingi að afnema einkaleyfi Ríkisútvarps- ins til útvarps- og sjónvarpsrekst- urs. Eftir það var brautin rudd fyrir frjálsa starfsemi á þessu sviði. Þetta gerðist í kjölfar verk- falls BSRB haustið 1984. Það að starfsmenn Ríkisútvarpsins fóru í verkfall og þögn ríkti á ljósvak- anum þótti sýna að ekki væri hægt að treysta á að ríkisrekstur á þessu sviði tryggði upplýsinga- miðlun í landinu. Einokunin var sögð tefla öryggi í tvísýnu. Tvær útvarpsstöðar voru starf- ræktar í óleyfi meðan á verkfall- inu stóð en lögreglan lokaði þeim fljótlega. En starfsemin sýndi hvað hægt var að gera án ríkisaf- skipta. Morgunblaðið/Björgvin Pálsson Frjálst Tvær útvarpsstöðvar voru reknar í óleyfi meðan á BSRB-verkfallinu stóð um haustið. Myndin er tekin hjá Frjálsu útvarpi í Valhöll. Ráku útvarp án leyfis í verkfallinu  Lögreglan stöðvaði reksturinn Blekið á samningum ríkisins við opinbera starfsmenn 1984 var varla þornað þegar Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra lýsti því yfir að útilokað væri að verja þann kaupmátt sem þeir byggðust á. Samningarnir mundu leiða til 20% verðbólgu. Eftir væri að semja við Alþýðu- sambandið sem ekki mundi sætta sig við minni kauphækk- anir. Þeir samningar voru gerðir 7. nóvember. Nokkrum dögum seinna, 20. nóvember, lét ríkisstjórnin fella gengi krónunnar um 12%. Það hafði áður sigið um 4%. Þetta hafði þegar áhrif á kaupmátt launafólks til verulegrar lækk- unar. Gengið var fellt í kjölfarið RÝR VAR UPPSKERAN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.