Morgunblaðið - 20.05.2015, Side 46

Morgunblaðið - 20.05.2015, Side 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Danmörk er helsta hjólreiðaland Evr- ópu og skaust fram úr Hollandi á nýjum lista ECF, samtaka evrópskra hjól- reiðamanna. Hlutfall þeirra sem hjóla á hverjum degi er þó enn hæst í Hollandi. Danmörk og Holland voru saman í efsta sæti á sams konar lista samtak- anna árið 2013. Listinn nær yfir aðildar- ríki Evrópusambandsins og byggist á upplýsingum um öryggi hjólreiða- manna, vægi hjólreiðaferðamennsku, fjölda seldra hjóla, fjölda félaga í sam- tökum hjólreiðamanna og hlutfalli þeirra íbúa sem nota reiðhjól sem helsta samgöngutæki sitt. Öryggi hjólreiðamanna er mest í Lúx- emborg en salan á reiðhjólum var mest í Slóveníu á síðasta ári miðað við höfða- tölu. Hjólreiðar eru víða í mikilli sókn í álfunni, m.a. Ungverjalandi, einkum Búdapest þar sem fjöldi hjólreiðamanna ellefufaldaðist á 20 árum. Heimild: ECF Hjólað á hverjum degi Þýskaland Holland 36% 23% 22% 17% 14% Danmörk Lettland Eistland Svíþjóð Finnland Bretland Austurríki Tékkland Slóvakía Litháen Pólland Grikkland Malta Kýpur Ítalía Rúmenía Búlgaría Króatía Ungverja- land Spánn Frakkland Slóvenía Portúgal Lúxemborg Írland Belgía 5 efstu Hlutfall þeirra íbúa sem hjóla dag hvern Minna en 5% 5 til 10 15 til 28 Meira en 35% 10 til 15 Hjólreiðar víða í sókn Á vefsvæði félagsmálaráðuneytis Saudi-Arabíu er auglýst eftir átta starfsmönnum. Ekkert er tekið fram um reynslu eða menntun. Ekki er heldur minnst á laun. Starfið er að- eins ætlað körlum og felst í að fram- fylgja „dauðarefsingum í samræmi við sjaríalög eftir að þær hafa verið kveðnar upp með dómi“ og refs- ingum fyrir þjófnað. Með öðrum orð- um vantar fólk til að hálshöggva og aflima. Auglýsingin var í flokki trúar- legra starfa. Í Saudi-Arabíu varða brot á borð við eiturlyfjamisferli, morð og vopna- smygl dauðarefsingu. Nú síðast var maður tekinn af lífi á sunnudag fyrir fíkniefnabrot. Höfðu þá 85 menn ver- ið hálshöggnir á árinu, þremur færri en allt árið í fyrra. Aðeins í Kína og Íran voru fleiri teknir af lífi í fyrra. Aftökur í Saudi-Arabíu fara fram á almannafæri og stundum birtast upptökur af þeim á netinu, þótt bann- að sé að mynda. Hinir dæmdu eru yfirleitt hálshöggnir með bjúgsverði, en þess eru einnig dæmi að menn séu leiddir fyrir aftökusveit og skotnir, grýttir til bana eða krossfestir. Stjórnvöld segja að aftökur hafi mikilvægan fælingarmátt. Í frétt í The New York Times segir að þar sem starfið sé í eðli sínu óhugnanlegt, skortur sé á mönnum, sem kunni til verka með sverð, og dauðarefsingum fari fjölgandi geti álagið orðið mikið í starfinu. Þar kemur einnig fram að í sumum hér- uðum Saudi-Arabíu gangi böðuls- starfið frá föður til sonar. Nefnt er að í Qassim-héraði sé helsti böðullinn í fullu starfi sem líf- vörður prinsins í héraðinu. Aftökur séu aukavinna og fái hann greidda þúsund dollara á haus. Hins vegar mun sjaldan gripið til aflimana þótt kveðið sé á um það í íslömskum rétti að í sumum tilfellum skuli refsað fyr- ir þjófnað með því að höggva af út- limi. Í The New York Times er haft eftir lögmönnum í Saudi-Arabíu að ástæðan sé sú að dómurum þyki af- limanir ósmekklegar. Í frétt um starfsauglýsinguna á vefsíðu Der Spiegel er birtur saman- burður á refsingum samtakanna Rík- is íslams og í Saudi-Arabíu. Hjá báð- um varðar guðlast, samkynhneigð og að ganga af trúnni dauðarefsingu. Þeir sem fremja hjúskaparbrot eiga yfir höfði sér að vera grýttir. Kynlíf fyrir hjónaband varðar hýðingu í Saudi-Arabíu, en í Ríki íslams er refsingin hýðing og brottvísun úr landi. Hjá báðum eru hendur höggn- ar af þjófum og fylgi ráni ofbeldi eru höggnar af hendur og fætur. kbl@mbl.is Saudar auglýsa eftir böðlum  85 hafa verið teknir af lífi á árinu Indónesískir læknar hlynna að Shahira Bibi, þriggja ára stúlku sem er alvarlega vannærð og liggur meðvit- undarlaus á sjúkrahúsi í Langsa í Aceh-héraði í Indóne- síu. Indónesískir sjómenn björguðu stúlkunni á föstu- daginn var ásamt fleiri flóttamönnum frá Búrma og Bangladess, meðal annars systur og móður stúlkunnar. Talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna sagði í gær að a.m.k. 2.000 flóttamenn hefðu kúldrast í a.m.k. fimm bátum nálægt ströndum Búrma og Bangladess í meira en 40 daga og margir þeirra þjáðust af vannæringu og vessaþurrð. Nær 3.000 flóttamönnum hefur tekist að synda í land eða verið bjargað í fiskibáta í Indónesíu, Malasíu og Taílandi síðustu daga. Talið er að þúsundir annarra flóttamanna hafist við í bátum sem komast ekki að landi vegna þess að stjórnvöld í löndunum neita að leyfa þeim það. Á meðal flóttafólksins eru rohingya- múslímar sem hafa lengi sætt ofsóknum í Búrma. AFP Flóttafólk að deyja úr hungri Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Um 25.000 manns hafa flúið frá Ra- madi í Írak og þúsundir þeirra þurfa að sofa undir berum himni eftir að samtök íslamista, Ríki íslams, náðu borginni á sitt vald á sunnudaginn var. Ósigur stjórnarhers Íraks í Ra- madi eftir hörð átök við íslamistana er álitinn mikið áfall fyrir stjórnina í Bagdad og Bandaríkjastjórn sem hafði sætt gagnrýni fyrir að kalla nær alla hermenn sína í Írak heim árið 2011 án þess að hafa tryggt frið í landinu. Loftárárásir sem Banda- ríkjaher hóf í ágúst hafa lítinn árang- ur borið í baráttunni við íslamistana. Ósigur stjórnarhersins varð til þess að stjórnin í Bagdad þurfti að leita eftir aðstoð vopnaðra hópa sjíta sem njóta stuðnings klerkastjórnar- innar í Íran. Íbúar Ramadi eru um það bil hálf milljón og flestir þeirra eru súnnítar. Hermt var í gær að um 3.000 liðs- menn vopnaðra sveita sjíta væru komnir í herstöð í grennd við Ra- madi og undirbyggju árás á borgina. Jim Muir, fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins, segir að árásir sjíta á svæði súnníta geti leitt til blóðugs borgarastríðs milli sjíta og súnníta. Langvinn átök milli fylkinganna gætu einnig orðið til þess að Íranar létu meira til sín taka í Írak og sendu jafnvel hersveitir inn í landið. Fréttaveitan Reuters hefur eftir bandarískum embættismanni að sýna þurfi ýtrustu varfærni þegar vopnuðum sveitum sjíta sé beitt gegn liðsmönnum Ríkis íslams. Hann lýsir Ramadi sem „púður- tunnu“ og segir hættu á að hernaðurinn „fari mjög, mjög illa“, þótt hann spái því ekki að niðurstað- an verði sú að allt fari í bál og brand. Óttast sjíta meira en Ríki íslams Svo virðist sem stjórnin í Bagdad eigi einskis annars úrkosti en að leita eftir aðstoð sjítasveitanna sem eru orðnar öflugasti herafli landsins eftir ósigur stjórnarhersins í júní á síð- asta ári þegar liðsmenn Ríkis íslams náðu stórum svæðum á sitt vald. Sumir íbúar Ramadi segjast óttast sjítana meira en vígamenn Ríkis ísl- ams. „Ef liðsmenn sjíta ráðast inn í Ramadi gera þeir það sama og Ríki íslams hefur gert. Hvorirtveggju drepa okkur eða hrekja okkur á flótta,“ hefur fréttaveitan AP eftir einum borgarbúanna. Vopnaðar sveitir sjíta gegndu mikilvægu hlutverki í árásum á liðs- menn Ríkis íslams í Tikrit í apríl þegar þeir voru hraktir frá borginni. Íbúar Tikrit segja að hópar sjíta hafi farið ránshendi um borgina, kveikt í húsum og ráðist á súnníta, eins og liðsmenn Ríkis íslams hafa gert á yfirráðasvæðum sínum. Íslamistar náðu borginni á sitt vald eftir þriggja daga átök Barist um Ramadi ÍRAN SÁDI- ARABÍA KÚV. TYRKLAND Efrat Tígris BAGDAD SÝRLAND 100 km Ramadi ANBAR Í RAK Gæti leitt til stríðs milli sjíta og súnníta  Sjítar undirbúa árás á Ramadi  Lýst sem púðurtunnu Liðsmenn Ríkis íslams, samtaka ísl- amista, réð- ust inn í hús í Ramadi til að leita að stuðnings- mönnum Íraks- stjórnar og köstuðu lík- um í Efrat-fljót, að sögn íbúa borgarinnar í gær. Íslamistarnir létu greipar sópa um heimili og verslanir lögreglumanna og annarra stuðningsmanna stjórnarinnar úr röðum súnníta og kveiktu síðan í húsunum. Íslamistarnir lögðu einnig jarðsprengjur í grennd við Ram- adi og bjuggust til varnar gegn vopnuðum sveitum sjíta sem undirbúa árás á borgina. Líkum kastað í Efrat-fljót ÍSLAMISTAR VÍGBÚAST Flóttamenn frá Ramadi. Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 Stærðir 38-54 Smart föt fyrir smart konur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.