Morgunblaðið - 20.05.2015, Síða 52

Morgunblaðið - 20.05.2015, Síða 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Einu sinni las ég um slöngu sem óvart át sig sjálfa þar til hún dó. Hún komst ekki að þessu fyrr en hún var að deyja. Þetta er að gerast fyrir augum okkar Íslendinga með okkur sjálf. Hvernig þá? Þetta eru verkföll- in sem lama allt með nokkurra ára millibili. Nú er það orðið lýðum ljóst að það voru mistök að veita ríkisstarfs- mönnum verkfallsrétt. Það voru mistök, sem verður að leiðrétta sem allra fyrst og einnig ættu allir þeir sem tefja eða slökkva á vélinni sem heldur daglegu lífi þjóðarinnar í gangi og í eðlilegum farvegi ekki að geta farið í verkfall. Það eru svo margir sem segja það heilagan rétt manna að fara í verkfall og eru upp- fullir af allskynstali máli sínu til stuðnings, eins og persónuvernd, mannréttindum og eins og að segja svona er þetta erlendis. En hvað er þá með réttindi þeirra sem líða fyrir verkföllin, sjúklingana sem verða að bíða með að fá bót meina sinna og eiga jafnvel líf sitt þar undir? Hvað með þeirra réttindi, persónuvernd og mannréttindi? Nú líða bæði menn og málleys- ingjar fyrir þennan svokallaða heil- aga rétt. Við erum bara með eina köku og þegar við byrjum að skipta henni þá er númer eitt að þeir sem vinna verði að geta lifað á laununum sínum og að þeir sem vinna verk sem alls ekki eru spennandi eða eftir- sóknarverð eiga að vera á góðum launum, því annars fæst enginn í þau verk til að vinna. Hjón, þar sem t.d. bæði eru hátekjufólk, eiga ekki að geta haft börn sín á dagheimilum í umsjá láglaunafólks sem berst í bökkum við að hafa of- an í sig og á. Það ættu allir að borga slíkt eftir efnum og ástæðum. Kjararáð á að ákveða laun og launahækkanir. Þeir sem ekki una þessu verða þá að segja upp og leita annað. Nú er gat komið á botninn á þjóðarskút- unni og enginn vill troða upp í gatið, nema hann fái hærri laun. Við þessar aðstæður á skipstjórinn að taka á sig rögg og skipa svo fyrir að allir verði að hjálp- ast að við að troða upp í gatið og halda fleyinu á floti, allt annað verði að bíða betri tíma, nema laun lág- launafólks verða að hækka strax, því öll verðum við að geta lifað. Lýðræðið er hættulegt fyrir þjóð, ef þegnarnir kunna ekki að fara með það. Þegar allir vilja ráða, þá ræður í raun enginn. Þá er stjórnleysi. Vond stjórn er betri en engin. Alþingismenn virðast hugsa bara um flokkinn sinn og sína kjósendur en hugsa minna um heill landsins. Við erum ein fjölskylda, sem heitir Íslendingar, og við eigum fyrst og fremst að hugsa um landsins gagn og nauðsynjar og hvert okkar á að vera landi okkar sómi, sverð og skjöldur. Nú er mál að linni Eftir Eyþór Heiðberg Eyþór Heiðberg »Kjararáð á að ákveða laun og launahækk- anir. Þeir sem ekki una þessu verða þá að segja upp og leita annað. Höfundur er athafnamaður. Það eru fáar borgir eins og Istanbúl. Hún er perlan sem tengir saman Svartahaf og Miðjarðarhaf, austur og vestur, Asíu og Evrópu, íslam og kristindóm, en einnig fortíð, nútíð og fram- tíð. Hún er eins og púlsmælir, mælir púls- inn í framvindu sög- unnar. Um leið er hún eins og regnboginn, litadýrð þar sem öllu ægir saman. Istanbúl er fölmennasta borg Tyrklands, og miðstöð menningar og fjármála landsins. Borgin liggur beggja vegna Bosporussunds, sem tengir Svartahaf og Marmarahaf, svo borgin er í raun eins og brú milli Asíu og Evrópu, bæði hvað varðar landafræði og menningu. Áætlað er að á milli 12 og 19 millj- ónir búi í borginni, sem þýðir að þetta er ein stærsta borg Evrópu og veraldar. Í borginni er mikill fjöldi sögulegra bygginga, spenn- andi listasafna og annarra safna, og ekki má gleyma öllum fornminj- unum og verslunarmiðstöðvunum. Í Istanbúl er fjöldi verslunarmið- stöðva, sumar þeirra gamlar og sögufrægar, en aðrar nýtískulegar. Basarinn mikli, sem hefur starfað frá árinu 1461, er einn elsti og stærsti yfirbyggði markaður ver- aldar. Markaðurinn Mahmutpasha-basar er undir berum himni, og nær frá Basarnum mikla að Egypska basarnum, sem hefur verið stærsti krydd- markaður Istanbúl frá árinu 1660. Og þannig mætti lengi telja. En fyrst og fremst er Istanbúl spegill sögunnar. Hún ber í raun sögu þriggja borga sem hverfast í eina. Fyrst mætum við henni sem hinni fornu grísku borg Býsantíum á öldunum fyrir tímtal okkar, sem seinn varð rómversk. Og sem róm- versk borg varð hún að höfuðborg rómverska heimsveldisins þegar Konstantínus mikli keisari flutti miðstöð veldisins frá Róm í byrjun fjórðu aldar. Þá fékk hún nafnið Konstantínópel. Eða hin önnur Róm. Árið 410 féll Rómaborg í hendur villimanna og vesturhluti rómverska ríkisins hætti að vera til. Þá varð Konstantínópel höf- uðborg Austrómverska ríkisins eða Bysantium. Sem slík varði hún Evrópu fyrir innrásarþjóðum allt til ársins 1453 og keypti evrópskri menningu tíma til að vaxa og styrkjast með blóði sínu. Um leið varð hún höfuðborg grísk-kaþólsku kirkjunnar og grísk-kaþólskrar menningar. Og er það enn. Þar stendur ein elsta kirkja heims, Æg- issif, eins og norrænir menn köll- uðu hana, reist árið 537, ólýsanlegt listaverk. Og þar dvelur patríarki grísk-kaþólsku kirkjunnar, eða helsti leiðtogi hennar. Þó að flestir Grikkir hafi verið hraktir þaðan í ofsóknum í kjölfar fyrra heims- stríðs. Árið 1453 féll borgin í hendur Tyrkja undir stjórn Mehmed sig- urvegara, eða Ottómana. Hún fékk þá núverandi nafn, Istanbúl, sem er dregið af grísku, „eis ten polin“ en það merkir „þeir eru komnir inn í borgina“ og var neyðarópið sem Tyrkjaher heyrði þegar múrar borgarinnar féllu. En sem Istanbúl var hún höfuðborg Tyrkjaveldis til ársins 1922 þegar kalífatið var af- numið. En þó að Ankara hafi verið höfuðborg Tyrklands síðan liggja í dag allar leiðir til Istanbúl sem á ný tengir saman álfur og sögu og trúarbrögð og menningu. Þannig er þessi magnaða borg. Þrjár borgir í einni. Ekki skrítið að norrænir menn gæfu henni nafnið Mikligarð- ur. Og það er hún. Hin mikla borg við sundið. Istanbúl – saga þriggja borga Eftir Þórhall Heimisson »En fyrst og fremst er Istanbúl spegill sögunnar. Hún ber í raun sögu þriggja borga sem hverfast í eina. Sr. Þórhallur Heimisson Höfundur er áhugamaður um sögu Tyrklands. Ég hef í mörg ár hugsað það að fara í há- skólanám en aldrei látið verða neitt af því, hef hugsað að ég væri allt of gamall (45 ára) og hefði ekkert í slíkan skóla að gera, háskólar væru bara fyrir ungt og ferskt fólk sem hefði háleit markmið. Þegar - ég sá hins vegar að boð- ið væri upp á fjölmiðlanám í háskól- anum á Akureyri í fjarnámi ákvað ég að slá til að skrá mig í skólann haustið 2014. Margir af mínum félögum voru hissa á þessu, sögðu að ég kynni þetta allt saman enda búinn að vera blaða- maður í 25 ár, ég gæti ekki lært meira, en öðrum fannst þetta frábær ákvörðun og hvöttu mig áfram. Nú er ég búinn með fyrsta árið mitt í skól- anum (tvær annir) og á tvö ár eftir og sé að ég á margt ólært í faginu. Ekki bara kennitala Ég þekkti ekkert til Háskólans á Akureyri en eftir fyrsta veturinn eru þessi orð mér efst í huga: „frábær skóli“. Skólinn er mjög fagleg- ur og metnaðarfullur með frábærum kenn- urum og starfsfólki sem mér finnst skipta öllu máli. Kennslan er per- sónuleg og kennararnir og stjórnendur eru allt- af til staðar ef leita þarf aðstoðar eða ráða. Ég er ekki bara kennitala í skólanum, ég hef mitt nafn, mitt nám og hef greiðan aðgang að öllu háskólasamfélaginu á Akur- eyri. Við sem erum í fjarnámi fáum frábæra þjónustu, upptökur af fyrir- lestrum og glærur koma jafnóðum inn á tölvukerfi skólans og getur mað- ur hlustað og lært hvenær sem maður vill sólarhringsins, maður er sem sagt ekki bundinn við að mæta í tíma á ein- hverjum ákveðnum tíma þennan dag og svo framvegis. Heilasellurnar virka enn Fjarnemar í mínu námi mæta til að mynda einu sinni á önn á Akureyri í staðarlotu og eigum við þar góðan tíma í skólanum. Það sem hefur líka komið mér skemmtilega á óvart er að heilasellurnar eru í lagi hjá mér því mér hefur gengið vel í skólanum, hef náð flestum fögum en tekið þá upp fög sem hafa ekki gengið í fyrstu tilraun. Með þessari grein vil ég nota tækifær- ið og þakka Háskólanum á Akureyri fyrir fyrsta veturinn, með tilhlökkun til næstu tveggja ára í skólanum. Ef einhver er að velta fyrir sér háskóla- námi þá mæli ég 100% og miklu meira en það með háskólanum á Akureyri, a.m.k. hvað varðar fjarnámið, ég þekki ekki til staðarnámsins. Háskólinn á Akureyri – frábær skóli Eftir Magnús Hlyn Hreiðarsson »Kennslan er per- sónuleg og kennar- arnir og stjórnendur eru alltaf til staðar. Höfundur er háskólanemi. Magnús Hlynur Hreiðarsson, Verslunareigendur! Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.gm.is | Sími 535 8500 | info@gm.is Ítalskir pappírspokar í úrvali Flottar lausnir til innpökkunar allskyns vöru Eingöngu sala til fyrirtækja Rafhitun Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. Rafhitarar fyrir heita potta Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is íslensk framleiðsla í 20 ár Hiti í bústaðinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.