Morgunblaðið - 20.05.2015, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 20.05.2015, Qupperneq 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín! Nú í apríllok þegar farfuglarnir flykkjast til landsins, er við hæfi, vegna efnis þessarar greinar, að láta náttúrufræðinginn og þjóð- skáldið Jónas Hallgrímsson ríða á vaðið. Annað skáld, Hákon Aðalsteins- son, segir í vorkvæði sínu um mar- íuerluna: „Langt í burt er lítill fugl á leiðinni til mín“. En eitt er það svæði, þessa dagana, hátt í 2% af flatarmáli landsins sem „vorboðinn ljúfi“ er ekki lengur á „leiðinni til“. Þegar refurinn rænir hreiðrin vor eftir vor eða eltir ungana uppi vík- ur átthagaástin fyrir þörfinni á ör- yggi og fuglinn leitar nýrra bú- svæða. Dauðaþögn Hornstrandir eru norðan Hrafns- fjarðar, Skorarheiðar og Furu- fjarðar, sæbrattar og vogskornar. Þar bjuggu áður harðsæknir og fengsælir bændur sem héldu refn- um í skefjum. Eftir að heilsárs- búsetu lauk var grenjavinnslu áfram sinnt af samviskusemi. Þegar umhverfisráðherra friðaði þar refi frá og með 1. júlí 1994, var það gert í algerri óþökk og án sam- ráðs við landeigendur og nágranna- sveitarfélög, og án nokkurrar und- angenginna rannsóknar á fuglalífi eða ref. Svo kom á daginn 1998 í rann- sóknum Páls Hersteinssonar og fé- laga að grenstæði á svæðinu voru 170-190 eða 0,3 á hvern ferkíló- metra. Setin greni voru 43-49 og meðalfjöldi yrðlinga fjórir á greni. Nýliðun því 172-192 og útstreymi árlega 62-156 ungrefir. Þegar ríkið hætti að taka þátt í kostnaði sveit- arfélaga lagðst grenjavinnsla alveg af á Norður-Ströndum frá Furu- firði austur að byggð í Árneshreppi nema sumarfólk ver kríuvörpin í Reykjarfirði og Dröngum. Sömu sögu var að segja hjá Ísafjarðarbæ varðandi Grunnavíkurhrepp eða sunnanverða Jökulfirði. Þrátt fyrir skjalfest loforð Ísfirðinga við síð- ustu sveitarstjórn Snæfjallastrand- ar vegna sameiningar um að áfram yrði þar haldið hefðbundinni grenjavinnslu var það svikið af nú- verandi heilbrigðis- ráðherra og þáverandi bæjarstjóra sem í sím- tali við mig viður- kenndi kvöðina, en bæjarfélagið hefði ekki efni á að standa við hana og við það sat. Í raun hefur því dauðaþagnarríkið þre- faldast að stærð og þó að í þessum hjálendum sé reiknað með skemmri tíma og minni þéttleika grenja lætur þó nærri að ríkisvaldið hafi att á okkur Vest- firðinga á þessum 20 árum 10.000 refum til að leggjast á sauðfé, rjúpu og æðarvörp og stórskaða annað fuglalíf, auk óbærilegs við- bótarkostnaðar sveitarfélaga vegna vargaeyðingar. Fótum troðnir Þetta er einfaldlega versta um- hverfislys á þessum vettvangi síðan hið „háa“ alþingi heimilaði innflutn- ing á minkum og mundu nú sumir orða landsdóm af minna tilefni. En þetta er bara í takt við aðrar yfirtroðslur og lítilsvirðingu að sunnan í garð okkar Vestfirðinga. Fiskauðlindinni að mestu rænt, jarðgöng til að losna við mann- drápshlíðar fá og seint, nokkrar birkikræklur í Teigsskógi látnar standa í vegi fyrir að Barðstrend- ingar komist í viðunandi vega- samband og nú vofir þjóðlendu- skrímslið yfir okkur, til að ná vatnsréttindum undir sig. Tíu þúsund ríkisrefir Eftir Indriða Aðalsteinsson Indriði Aðalsteinsson »En þetta er bara í takt við aðrar yfir- troðslur og lítilsvirðingu að sunnan í garð okkar Vestfirðinga. Höfundur er bóndi á Skjaldfönn v/Djúp. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Sveit Norðurlands eystra kjördæmameistari Sveit Norðurlands eystra undir styrkri stjórn Stefáns Vilhjálms- sonar sigraði með yfirburðum í kjördæmamótinu sem fram fór um síðustu helgi í Stykkishólmi. Sveit- in tók af skarið í sjöttu umferð og gaf engan höggstað á sér eftir það enda minnugir lokastöðunnar í Færeyjum í fyrra. Lokastaðan: Norðurland eystra 340.83 Reykjavík 298.22 Vestfirðir 292.44 Reykvíkingar fóru hægt af stað í mótinu – of hægt – en voru komnir á siglingu í mótslok. Keppnisstjóri var Vigfús Pálsson og hafði hann lítið að gera, reynd- ar svo lítið að hann dró ýsur í loka- umferðinni. 32 pör hjá eldri borgurum í Reykjavík Mánudaginn 18. maí var spilaður tvímenningur á 16 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Efstu pör í N/S Trausti Friðfinnss. – Guðlaugur Bessas. 395 Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 371 Jón Hákon Jónss. – Sigtryggur Jónss. 352 Ingibj. Stefánsd. – Elín Guðmannsd. 351 A/V Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 426 Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 403 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 352 Björn Péturss. – Valdimar Ásmundss. 344 Spilað er í Síðumúla 37. Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Garðsláttur Láttu okkur sjá um sláttinn í sumar Mikill kraftur hefur verið í skattrann- sóknarstjóra undan- farið við að afla leyni- gagna um skatt- svikara sem fela fé í erlendum skatta- skjólum. Minna fer hins vegar fyrir fregnum af uppljóstr- unum innanlands. Mér leikur því for- vitni á að vita hvort skattrann- sóknarstjóri hafi leitað eftir að fá afhent gögn frá ríkisskattstjóra yfir aðila sem fengið hafa greidda ferðadagpeninga undanfarin ár en bæði ríkisskattstjóra og skatt- rannsóknarstjóra má vera ljóst að þar eru almennar rangfærslur í framtölum og því um gríðarleg skattsvik að ræða. Hafi ekki verið leitað eftir því að afla þessara gagna væri ágætt að fá skýr svör við því hvers vegna svo er í ljósi þeirra gríðarlegu fjármuna sem um er að tefla fyrir ríkissjóð. Lög um þessar greiðslur eru skýr og ekki um villst að greiða skal tekjuskatt af öllu því sem ekki er hægt að sanna að sé ferðakostn- aður á móti fengnum dagpen- ingum. Skattyfirvöld snerta hins vegar ekki á að uppræta það svindl sem hér á sér stað vegna þess að þeir starfsmenn þar sem eiga að uppræta svikin eiga þess kost persónulega að njóta þessara vafasömu fríðinda sem í raun eru ekkert annað en skattsvik í sinni tærustu mynd. Eins og ég hef vik- ið að í fyrri greinum mínum eru þeir aðilar sem helst njóta þessara undanskota embættismenn og op- inberir starfsmenn en flugliðar eru sennilega stórtækastir í þessu í almenna geiranum. Þessar greiðslur geta numið allt að 62.000 á dag vegna ferða til útlanda með frádráttarheimildum upp að því marki en þó að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Innanlands getur þessi upphæð numið allt að 24.900 krónum á dag. Það segir sig sjálft að sá afgangur sem þessir aðilar eiga eftir þegar kostnaður hefur verið greiddur er veruleg launauppbót í ljósi þess að skattyfirvöld ganga ekki eftir því að rétt sé talið fram til skatts enda njóta þeir sjálfir þessa fyrirkomulags. Þá hafa verið ótaldir vildarpunktar sem þessir aðilar safna á kostnað almennings en nýta til að greiða fyrir vörur og þjónustu fyrir sig persónulega og það án þess að greiða af þessum verðmætum tekjuskatt jafnvel þrátt fyrir að slíkt beri að gera samkvæmt lögum. Á sama tíma og skattyfirvöld sýna tómlæti í þess- um efnum varðandi sína starfs- menn og fólk af sama sauðahúsi er hnykkt á reglum um þessa hluti varðandi þá aðila sem stunda eigin atvinnurekstur og aðila sem tengj- ast þeim fjölskylduböndum. Sérstaklega er kveðið á um að þessir aðilar einir skuli halda sam- an öllum reikningum til að sanna að ekki sé fært meira til frádrátt- ar en varið hafi verið til greiðslu kostnaðar af þessum sökum. Í sinni einföldustu mynd hljómar þetta einhvern veginn þannig: „Það, sem okkur leyfist að skjóta undan, skal þér ekki líðast.“ Eru þessir aðilar meðvitaðir um jafn- ræðisákvæði stjórnarskrárinnar? Ég skora á skattrannsóknarstjóra að falast eftir þeim upplýsingum sem hér er vísað í frá ríkisskatt- stjóra jafnvel þótt greiða þurfi fyrir þær. Verði einhver vand- kvæði á að fá þessi gögn afhent frá ríkisskattstjóra má kannski finna einhvern innanbúðarmann þar til að stela þeim gegn greiðslu „undir borðið“ í reiðufé. Ég vil benda þessum aðilum á að hefðir og/eða tómlæti yfirvalda geta ekki orðið grundvöllur fyrir því að ákvæði gildandi laga séu snið- gengin. Þrátt fyrir lögboðið hlut- verk þeirra aðila sem uppræta eiga þessa hluti þrjóskast þeir við vegna gríðarlegra eigin hagsmuna sem þeir njóta þrátt fyrir að slíkt gangi í berhögg við gildandi lög. Augljóst er að stattsvik varð- hundanna sjálfra eru minna til- tökumál í þeirra huga en hins al- menna borgara. Þessir aðilar virðast algjörlega hafa misst sjón- ar á því að þeir eru þjónar al- mennings og geta ekki bara valið sér þau viðfangsefni sem þeim hentar. Ráðamenn sem háværastir hafa verið um nauðsyn þess að uppræta skattsvik eru því miður ekki að tala um að uppræta þau almennt. Þeir eru fyrst og fremst að tala um að uppræta skattsvik annarra en vilja áfram fá að stunda sjálfir þessa iðju í friði. Ég hef sent öllum 63 alþingismönnum tölvupóst nýlega varðandi þessi mál en ekki verið virtur svars af einum einasta þeirra – í þessum efnum standa þessir aðilar þétt saman og ef þetta væri eina mál- efnið fyrir kosningar væri aðeins einn flokkur í framboði. Í opnu bréfi til fjármálaráðherra, sem birt var í Morgunblaðinu 27. febr- úar sl., bauð ég fram vinnuframlag mitt án endurgjalds við að yfirfara framtöl alþingismanna sem og starfsmanna ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra. Þrátt fyrir endurteknar ítrekanir hefur hann ekki virt mig svars. Spillingin í opinberri stjórnsýslu er gjör- samlega botnlaus og nær í hina áttina langt út fyrir veðrahvolf. Það er löngu tímabært að hreinsa ærlega til þannig að allir þegn- arnir sitji við sama borð. Meðan því kerfi er viðhaldið að herrarnir gangi eins sóðalega um og raun ber vitni er ekki við því að búast að hinum almenna borgara þyki undanskot af nokkrum toga annað en léttvæg hagræðing í eigin þágu. Leynigögn frá RSK – opið bréf til skattrannsóknarstjóra Eftir Örn Gunnlaugsson »… má kannski finna einhvern innanbúð- armann hjá RSK til að stela þeim gegn greiðslu „undir borðið“ í reiðufé. Örn Gunnlaugsson Höfundur er atvinnurekandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.