Morgunblaðið - 20.05.2015, Side 62
62
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 þriðjudaginn 26.maí.
GARÐAR OG GRILL
Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn,
pallinn, heita potta, sumarblómin, sumarhúsgögn
og grill ásamt girnilegum uppskriftum.
SÉRBLAÐ
Morgunblaðið
gefur út
glæsilegt
sérblað um
garða og grill
föstudaginn
29. maí
upp á sviðið í gráum síðum frökk-
um. „Fatnaður þeirra smellur klár-
lega ekki við atriðið í heild sinni og
erfitt að koma auga á ástæðuna fyr-
ir þessu vali.“
Rautt á rauðu
Hera Björk, sem keppti fyrir Ís-
lands hönd árið 2010 fær líka sinn
skammt af gagnrýni. „Það skiptir
miklu í svona keppni að spila með
litina. Í tilviki Heru virkar dökk-
rauður síðkjóllinn ekki vel á sviðinu
og mjög varasamt að láta rauð-
hærða konu í rauðan kjól. Rautt á
rauðu gengur sjaldan upp og hefði
ég valið henni t.d. grænan kjól í
staðinn.“
Linda er þess fullviss að hægt sé
að gera mun betur í fatahönnun ís-
lensku keppnisliðanna og það geti
hjálpað til að vinna fleiri stig. Hún
segir að margt bendi til þess að
búningastjórnun Eurovision-liðanna
sé ekki sinnt af nægilegri fag-
mennsku og synd að nota ekki það
tækifæri sem þessi viðburður er til
að sýna bestu hliðar þjóðarinnar á
sviði fatahönnunar rétt eins og á
sviði tónlistarinnar.
„Rúv mætti leggja á það ríkari
áherslu að fá besta fólkið að borð-
inu þegar kemur að listrænni
stjórnun liðsins. Eins og útkoman
hefur verið sum árin grunar mig að
einhver dóttir, vinur eða vinkona
hafi fengið djobbið, frekar en þaul-
reyndur fagmaður sem veit upp á
hár hvað hann er að gera.“
Roði Hera Björk, rauðhærð og fögur, var í rauðum kjól. Linda segir litavalið ekki sniðugt.
Ljósmynd / Eurovision
Formið Jóhanna Guðrún í bláa kjólnum. Linda setur út á bæði snið og frágang.
Reuters
Smáatirði Næmt auga Lindu kom auga á óvandaðan saumskap í kjól Selmu.