Morgunblaðið - 20.05.2015, Page 78
FRÁ VÍN
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Eurovision. Enginn getur búiðþig undir hvað þetta erstórt. Svo sagði Valli Sport
mér allavega þegar ég hitti hann og
Maríu Ólafs á mánudaginn og
heyrði aftur í gær þegar ég ræddi
við norsku keppendurna. Þessi
keppni er alltaf í 10. veldi við það
sem fólk býst við, sama hvað það bjó
sig undir.
Valli hefur óþægilega rétt fyrir
sér. Umstangið og utanumhaldið í
kringum þessa keppni, sem er
stærsta söngvakeppni í heimi, er
ótrúlegt. Mörg þúsund manns koma
að keppnninni sem starfsfólk og
sjálfboðaliðar, fyrir utan allar
sendinefndir, aðdáendur og blaða-
menn.
Blaðamannasalurinn er á stærð
við fótboltavöll og er þétt setinn
flestum stundum. Bara kaffið sem
er drukkið hér á hverjum degi
hleypur örugglega á hundruðum
lítra. Eins og allir vita eru blaða-
menn í raun ekkert nema vélar sem
breyta orðum og kaffi í fréttir og
greinar. Jafnvel þótt okkur Íslend-
ingum takist einhverntíma að sigra
í þessari keppni, þá er hreinlega
spurning hvort við höfum
mannafla, eða kaffi, til að halda
hana.
Sjálfmenntaðir sérfræðingar
Samanlögð sérfræðiþekking
viðstaddra, aðdáenda og blaða-
manna, mælist örugglega í terabæt-
um. Á móti mér sat til að mynda
maður sem gat nánast rakið stiga-
gjöfina í keppninni 1999, þegar við
vorum hársbreidd frá sigri, og
mundi nokkurn veginn hvenær Sví-
ar náðu forystunni. Svona þekking
verður ekki til án raunverulegs
áhuga. Hér er valinn maður í hverju
rúmi. Það er hjálplegt fyrir Euro-
vision-græningja eins og undirrit-
aðan.
Þegar Conchita Wurst sigraði í
Eurovision fyrir ári sat ég dolfall-
inn ásamt þýsku og austurrísku
sambýlisfólki mínu við túbu-
sjónvarpið þeirra í íbúðinni okkar í
7. hverfi Vínarborgar. Þá þegar
einsetti ég mér að fara á Eurovision
í Vínarborg. Og viti menn, aftur er
ég kominn í gömlu íbúðina mína í 7.
hverfi. Eina breytingin er að ég sef
á sófanum og það er kominn flatskj-
ár í staðinn fyrir túbusjónvarpið.
Höfðingjar heim að sækja
Fyrir suma er þessi keppni eins
og jólin. Stærri en jólin. Fólk sturl-
ast af gleði þegar það sér kepp-
endur, svo ekki sé talað um að það
fái mynd af sér með þeim. Meðal-
stóískur maður eins og ég er meira
að segja gripinn með í stemning-
unni. Á sunnudagskvöldið var opn-
unarpartí hátíðarinnar, þar sem
nokkrir keppendur létu sjá sig.
Fólk trylltist og slóst nánast um að
vera með þeim á mynd.
Ísrael hélt svo sitt partí á
mánudagskvöldið. Ísraelar eru
löngu búnir að sanna sig sem bestu
gestgjafarnir í keppninni, og ekki
til umræðu annað en að Ísrael taki
þátt. Hlaðborðið þeirra svignaði
undan hummus og alls konar ísr-
aelsku góðgæti. María Ólafsdóttir
kom fram í partíinu og flutti, í
fyrsta skipti að mér vitandi, dans-
útgáfu af „Unbroken“. Það á eftir
að heyrast á B5 í allt sumar.
Á leiðinni í opnunarpartíið var
ég fyrir tilviljun samferða ísraelsk-
um aðdáanda keppninnar, sem
sagði að þegar hann var sorgmædd-
ur unglingur þá hefði lagið hennar
Selmu, „All Out of Luck“,, fært hon-
um smá gleði. Þarf að segja meira?
Já, sennilega. Sami maður sagði
mér, þegar Conchita sigraði í fyrra,
að hann hefði bókað herbergi í öll-
um meðalstórum borgum í Aust-
urríki; Vín, Linz, Graz, Salzburg,
með árs fyrirvara, til að geta
örugglega komist á keppnina. Ég á
enn eftir að vefja hausnum almenni-
lega utan um þetta.
Ekki fyrir viðkvæma
Þessi keppni hefur líka opnað
fyrir mér nýjar víddir. Ég get til
dæmis núna gert mér í hugarlund
hvernig það er að vera sæt stelpa á
skemmtistað. Aldrei í mínu lífi hef-
ur jafnmikið verið reynt við mig á
jafnstuttum tíma – og eingöngu af
karlmönnum. Ég hef á tilfinning-
unni að ég sé, eins og persónan í
Little Britain, eini homminn í þorp-
inu – bara með öfugum formerkj-
um. Afsakið orðaleikinn. En ég
kvarta ekki. Eurovision hefur alla
tíð snúist um að fagna fjölbreyti-
leikanum, áður fjölbreytileika þjóða
en í síðari tíð, og sérstaklega á
keppninni í ár, fjölbreytileika
mannfólksins, sem er í öllum stærð-
um, hneigðum og gerðum. Þeir sem
eru það óöruggir með eigin gagn-
kynhneigð að þeim mislíki að karl-
menn reyni við sig ættu sennilega
bara að halda sig heima.
Þó svo að hafa aldrei áður farið
á Eurovision áður hef ég það fram-
yfir aðra sem koma að keppninni að
Eurovision 2015
Stanslaust stuð að eilífu
Ljósmynd/ Elena Volotova (EBU)
Norðmennirnir Dúóið Mørland og Debrah Scarlett á æfingu að flytja lagið „Monster Like Me“, framlag Noregs í Eurovision í ár.
78 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015
Sumardrykkur 300,-
Se
nd
um
íp
ós
tk
rö
fu
·
s.
52
88
20
0
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Æfingar íslensku sendinefndarinnar
í Vínarborg í Austurríki hafa gengið
vel að undanförnu. Hópurinn hefur
æft daglega í sal í Margarete, sem
er fimmta hverfi borgarinnar. Fyrra
undankvöld Eurovision fór fram í
gær þar sem tíu atriði komust
áfram í úrslitin á laugardag og síð-
ari undanriðillinn því næstur á svið,
undanriðillinn sem Ísland er í.
María Ólafsdóttir og hennar föru-
neyti munu í dag taka síðasta
rennslið fyrir undankvöldið sem er á
morgun, en dómnefnd mun dæma
atriði síðari undanriðilsins í kvöld og
því mætti segja að undankvöldið
hefjist með formlegum hætti í dag.
Vægi dómnefndar er 50 prósent, á
móti öðru eins vægi símakosningar.
Aldrei af hótelinu ótilhöfð
María hafði nýlokið við hádegis-
mat með sendiherra Íslands í Aust-
urríki þegar Morgunblaðið náði tali
af henni í gær. „Æfingin á laugar-
daginn gekk mjög vel og ég er orðin
róleg yfir deginum,“ sagði hún en
engar breytingar hafa verið gerðar
á atriðinu frá æfingunni á laugardag
sem gefur til kynna að hópurinn telji
atriðið tilbúið fyrir stóru stundina.
Aðspurð hvernig dagur í lífi Euro-
vision-stjörnu sé úti í Austurríki
segir María að það sé aldrei logn-
molla í kringum keppendur.
„Ég þarf alltaf að vakna mjög
snemma, fer í förðun og læt laga á
mér hárið. Ég má helst ekki fara út
af hótelinu án þess að vera búin að
láta hafa mig til,“ segir María og
hlær sínum sanna hlátri sem hefur
vafalaust sitt að segja um þann með-
byr sem íslenska atriðið hefur fengið
í skrifum erlendra blaðamanna.
Umfjöllunin stressaði hana upp
María segir marga blaðamenn og
aðdáendur taka af henni myndir og
því sé hún alltaf vel tilhöfð áður en
haldið er út af hótelinu. Dagskrá
hennar frá því að út var haldið hefur
verið samsett af viðtölum við blaða-
menn og æfingum með íslenska
hópnum.
Aðspurð hvort skrif erlendra
blaðamanna, sem eru að mestu leyti
jákvæð í garð íslenska atriðisins,
hafi áhrif á hana, segir hún svo vera.
Til að mynda hafi það verið umtalað
Syngur fyrir
dómnefnd í dag
Undanriðillinn hefst formlega í dag