Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Ferðatöskur Sími: 528 8800 drangey.is Smáralind Stofnsett 1934 Töskur Hanskar Seðlaveski Ferðatöskur Tölvutöskur Belti Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta Kíktu inn á drangey.is Tilvalin útskriftar- gjöf Ítarlegar upplýsingar á drangey.is/ferdatoskur Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í tilefni þess að nú er aldarfjórð- ungur síðan Áfangar, hið merka umhverfislistaverk bandaríska myndlistarmannsins Richards Serra var sett upp í vesturey Við- eyjar, verður á morgun klukkan 17 opnuð í Lista- safni Reykjavík- ur samnefnd sýning. Þar get- ur að líta röð teikninga með olíukrít á pappír sem Serra, sem er einn þekktasti og virtasti myndlistarmaður samtímans, gerði í tengslum við verkið sama ár, 1990, auk þjátíu grafískra verka, ætinga og þrykkja frá árinu 1991. Þá eru á sýning- unni þrjú vídeóverk eftir Svein M. Sveinsson í Plús film sem er varp- að samtímis á þrjá veggi. Meðan á sýningunni stendur verður áhersla lögð á tengsl sýningarinnar við umhverfisverkið, með reglulegum ferðum til Viðeyjar, með leiðsögn og námskeiðum fyrir ungmenni Sýningin í Hafnarhúsinu er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík en Listahátíð átti á sínum tíma frumkvæði að uppsetningu Áfanga. Verkið leggur alla hina flötu vest- urey undir sig og samanstendur af átján stuðlabergsdröngum sem standa tveir og tveir saman og mynd hring um eyna.Verkið er einstakt á ferli Serra, bæði vegna umfangs þess og efnis, en þetta er eina stóra verk hans úr steini. Ekki eftirmyndir skúlptúrsins „Við sýnum hér öll verkin sem hann gerði í tengslum við uppsetn- ingu Áfanga í Viðey,“ segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur sem er jafnframt sýn- ingarstjóri þessarar athyglisverðu sýningar. „Þetta eru sjö seríur grafískra verka, mest ætingar og þrykk,“ segir hann en þær eru all- ar í eigu Landsbankans. Hann bætir við að myndirnar með olíu- krítinni séu dregnar þykkum dráttum. Serra gaf Listasafni Ís- lands þær allar. Hann gaf íslensku þjóðinni Áfanga og var stofnaður sjóður í hans nafni sem styrkir reglulega efnilega myndlistarmenn á sviði þrívíðrar myndlistar. „Þessi myndverk eru ekki stúdí- ur fyrir Áfanga í Viðey heldur gerði Serra þau eftir að það var komið upp,“ segir Hafþór. Serra sagði ætingarnar þannig ekki vera eftirmyndir skúlptúrsins heldur hefði reynslan við gerð hans orðið kveikja að aðskildu sköpunarferli sem leiddi teikningarnar og graf- íkverkin af sér. Serra bætti við, til útskýringar: „Að draga upp myndir eftir skúlp- túr sem er tilbúinn, er leið til að upplýsa sjálfan mig um verkið, til- raun til að færa verkið nær mér, tilraun til að sjá á nýjan hátt það sem ég sækist eftir, til að sjá það ferskum augum.“ Óvenjulegt verk á ferli Serra „Serra er því að teikna eftir verkunum og endurupplifa þau og í mínum huga er þetta sýning á sjálfstæðum verkum sem tengjast út í eyju,“ segir Hafþór. Hann bætir við að Áfangar sé mjög óvenjulegt verk á ferli Serra. „Það gengur nokkuð þvert á ímynd flestra af verkum hans – en eftir að hafa skoðað þetta verk mjög vel finnst mér ég skilja hann enn bet- ur. Hann er kunnastur fyrir þessi miklu stálverk, sem fá mann til að hugsa um efnið og hvernig hann notar stálið. Þau má sjá í mörgum helstu samtímasöfnum, en eftir að hafa kynnt sér hvernig hann teng- ir þetta verk hér við umhverfið, þá er það mjög upplýsandi um það hvernig hann bregst við umhverf- inu á hverjum stað.“ Þess má geta að Serra vann ungur í stálsmiðjum og það hafði mikil áhrif á það sem á eftir kom. Hafþór bendir á að stálverkin bergmáli jafnframt það borgarumhverfi sem hann ólst upp í. „Í Áföngum bregst Serra við allt öðruvísi umhverfi og gerir allt öðruvísi verk, þótt hann fylgi sömu hugmyndum. Eyjan er mjög flöt en súlupörin eru eins og hlið, sem afmarka útsýnið. Serra sagðist ekki sjá fyrir sér að fólk rýndi í hverja súlu heldur á það sem sæist á milli þeirra; í eina átt er það Esjan, borgin í aðra, þá Snæfells- jökull, Engey og þannig má áfram telja. Það eru þessir áfangar, áhorfandinn fer að sjá hlutina á nýjan hátt, dregur saman landslag sem hefur ákveðin einkenni og í mörgum tilfellum nöfn sem skipta okkur máli.“ Hafþór var á sínum tíma for- stöðumaður listaverka í almenn- ingsrými í Cambridge í Bandaríkj- unum og sýningarsalar sem því tengdist. Hann vann þá töluvert með hugmyndir frá listamanninum Robert Smithson um „site“ og „non-site“ sem heimfæra má nú upp á samspil Áfanga, sem „site“ og sýningarinnar í Hafnarhúsinu sem „non-site“. „Þannig verður á hverjum laug- ardegi boðið upp á leiðsögn í safn- inu kl. 11 og síðan verður siglt frá gömlu höfninni út í Viðey og leið- sögn verður á staðnum kl. 12.30. Þá verður sumarskóli í eyjunni, fjögur vikulöng námskeið fyrir ungmenni, sem Ósk Vilhjálms- dóttir og Margrét H. Blöndal kenna í gamla skólahúsinu þar úti. Þetta er námskeið um náttúru og list, þar sem krakkarnir vinna út frá Serra og náttúru eyjunnar á fjölbreytilegan hátt. Bandaríska sendiráðið styrkir námskeiðið,“ segir Hafþór. Blaðamaður fær stundum á til- finninguna að Íslendingar viti ekki af þessu merka verki Serra en einnig hefur hann hitt hér erlenda listunnendur sem koma sér- staklega til landsins að skoða Áfanga. „Ef skoðaðar eru bækur um Serra og hans list þá hefur verkið merkan sess. Hann er alger risi í samtímamyndlist. Það mætti líkja honum við Cézanne eða Micelang- elo okkar tíma – hann er listamað- ur sem rís upp yfir flesta aðra,“ segir Hafþór. „Listamaður sem rís upp yfir flesta“  Sýningin Áfangar með teikningum og grafíkverkum eftir Richard Serra verður opnuð í Hafnar- húsinu á morgun  Sýningin tengist og kallast á við merkilegt útilistaverk listamannsins í Viðey Morgunblaðið/Einar Falur Súlnapör Richard Serra í Viðey árið 1990, þegar hið kunna verk hans Áfangar var vígt. „Hann er alger risi í samtímamyndlist,“ segir Hafþór. Hafþór Yngvason Sýningin Áfangar í Listasafni Reykjavíkur er sú síðasta sem Haf- þór Yngvason er sjálfur sýningar- stjóri þar að. Hann lætur af störfum sem forstöðumaður safnsins 21. ágúst og greindi samstarfsfólki þar frá því í gær að 1. september tæki hann við nýrri stöðu sem for- stöðumaður skúlptúrgarðs og lista- safns Western Washington Univers- ity í Bellingham í Washington-ríki í Bandaríkjunum. „Þetta er mjög spennandi há- skólasafn,“ segir Hafþór. „Slík söfn eru mikilvæg miðstöð grósku í myndlistarheiminum vestanhafs, mitt á milli hinna stóru almennings- safna og gallería og listamannsrek- inna rýma. Háskólasöfnin eru mörg vinsælar og sveigjanlegar stofnanir sem spennandi er að vinna við.“ Hann bætir við að það geri safn Western-háskólans sérstaklega spennandi að hluti þess er stórt og afar virt skúlptúrsafn. „Þar er til að mynda afar mikilvægur og stór skúlptúr eftir Serra og þá má nefna skúlptúra eftir Donald Judd, Anth- ony Caro, Bruce Nauman, Robert Morris, Isamu Noguchi, Mark di Su- vero, Ulrich Ruckriem, Nancy Holt, Magdalena Abakanowicz, Do Ho Suh og fleiri.“ Hafþór segir þrjú söfn í Wash- ington-ríki hafa stofnað sameigin- legan sjóð,Washington Art Con- sortium, og séu verkin sem hann hafi fjárfest í í háskólanum. Þau séu eftir fræga listamenn, hann nefnir verk eftir Alexander Calder, Judd og Robert Rauschenberg sem dæmi. „Svo er í skólanum stór sýn- ingarsalur, með mikilli lofthæð. Ég verð yfir sýningaprógramminu þar og hyggst vinna talsvert út frá úti- listaverkununum og gera sýningar sem kafa ofan í þau á fjölbreyti- legan hátt. Þar eru spennandi tæki- færi,“ segir hann. Voldugt Stálverk Richards Serra við Western-háskólann. Tekur við safni Western-háskóla  Hafþór Yngvason forstöðumaður skúlp- túrgarðs og safns Listahátíð í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.