Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Side 12
12 föstudagur 11. september 2009 fréttir
Litlar breytingar hafa verið gerðar á
yfirstjórn Íslandsbanka frá banka-
hruninu. Þar starfa nánast sömu yf-
irmennirnir og voru hjá Glitni áður
en bankinn var yfirtekinn. Auk þess
starfa enn undir þeim sömu starfs-
menn og voru þar áður. Fjórir yfir-
menn fengu margra milljarða króna
kúlulán til hlutabréfakaupa í bank-
anum. Eins og frægt er fékk Birna
Einarsdóttir, bankastjóri Íslands-
banka, hins vegar aldrei lán vegna
„tæknilegra mistaka“.
Lausafé til 12 mánaða
Þann 1. ágúst 2008 kynnti Lárus
Welding, þáverandi forstjóri Glitn-
is, uppgjör annars ársfjórðungs hjá
bankanum. Þar kom fram að Glitn-
ir hefði lausafé og aðrar eignir til að
standa undir öllum fjárhagslegum
skuldbindingum til næstu tólf mán-
aða. Þann 5. ágúst 2008 kynnti Lár-
us uppgjörið í London ásamt Rósant
Má Torfasyni, þáverandi fjármála-
stjóra bankans. Þann 15. septemb-
er 2008 varð bandaríski bankinn
Lehman Brothers síðan gjaldþrota
og þar með lokaðist fyrir endurfjár-
mögnun bankans í október. Glitnir
átti gjalddaga á 70 milljarða króna
láni í október. Eftirleikinn þekkja lík-
legast flestir.
Allt sömu starfsmenn
Þegar Fjármálaeftirlitið (FME) tók
yfir Glitni þann 7. október 2008 skip-
aði FME Sverri Örn Þorvaldsson,
framkvæmdastjóra áhættustýringar
Glitnis, og Ágúst Hrafnkelsson, for-
stöðumann innri endurskoðunar
Glitnis, í skilanefnd bankans. Mán-
uði síðar var Ágúst aftur ráðinn í
gamla starfið sitt þar sem hann starf-
ar enn í dag sem innri endurskoð-
andi bankans. Í innri endurskoðun
Íslandsbanka starfa sex starfsmenn.
Þeir störfuðu allir hjá bankanum fyr-
ir bankahrun.
Sverrir Örn starfar í dag sem for-
stöðumaður áhættustýringar Ís-
landsbanka. Þar starfa 22 starfs-
menn. Enginn breyting hefur verið
gerð á starfsmannahaldi áhættustýr-
ingar.
Í lánaeftirliti Íslandsbanka starfa
20 starfsmenn. Þar er Guðrún Gunn-
arsdóttir forstöðumaður. Hún var í
sama starfi í gamla bankanum. Und-
ir hana heyra lánanefndir sem þurfa
að samþykkja lánveitingar bankans.
Allir starfsmenn þar störfuðu áður
hjá Glitni. Eftir bankahrunið bættust
við starfsmenn úr öðrum deildum.
Kúlulánakóngar
Rósant Már Torfason, fyrrverandi
fjármálastjóri Glitnis, sem kynnti
uppjör annars ársfjórðungs í Lond-
on 5. ágúst 2008 ásamt Lárusi Weld-
ing, starfar enn hjá bankanum. Eftir
bankahrunið var Rósant gerður að
yfirmanni áhættustýringar, lánaeft-
irlits og lögfræðisviðs Íslandsbanka.
Sverrir Örn, forstöðumaður áhættu-
stýringar, og Guðrún Gunnarsdótt-
ir, forstöðumaður lánaeftirlits, starfa
undir Rósant. Eignarhaldsfélög í eigu
Rósants fengu 800 milljóna króna
lán til hlutabréfakaupa í Glitni. „Það
er ljóst að eiginfjárstaða þessa félags
er verulega neikvæð,“ sagði Rósant í
samtali við DV í lok mars 2009.
Vilhelm Már Þorsteinsson var
framkvæmdastjóri fjárstýringar og
viðskiptaþróunar Glitnis. Hann starf-
ar í dag sem framkvæmdastjóri fyr-
irtækjasviðs Íslandsbanka. Vilhelm
fékk 800 milljóna króna kúlulán til
hlutabréfakaupa í Glitni í gegnum
eignarhaldsfélag sitt AB 154. Hann er
sonur Þorsteins Vilhelmssonar, fyrr-
verandi eiganda Samherja og síð-
ar Atorku. Undir honum starfar líka
Magnús A. Arngrímsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs.
Hann kom til starfa á sama tíma og
Lárus Welding en þeir eru sagðir
góðir vinir.
Jóhannes Baldursson var fram-
kvæmdastjóri markaðsviðskipta
Glitnis. Hann starfar í dag sem yfir-
maður fjárstýringar og markaðsvið-
skipta Íslandsbanka. Jóhannes fékk
800 milljóna króna kúlulán til hluta-
bréfakaupa í Glitni í gegnum eign-
arhaldsfélag sitt Gnóma. Þeir Jó-
hannes, Rósant og Vilhelm fengu því
samtals 2.400 milljóna króna kúlulán
hjá Glitni í byrjun sumars 2008 en á
sama tíma og þeim voru veitt lánin
sagði Glitnir upp 88 starfsmönnum.
Stefán Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri eignastýringar Íslandsbanka,
fékk síðan 170 milljóna króna kúlu-
lán á sama tíma og þeir. Hann var
áður starfsmaður í þeirri deild sem
Vilhelm Már var yfir. Ekki má gleyma
Birnu Einarsdóttur. Hún var fram-
kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs
og fékk 185 milljóna króna kúlulán
þegar hún tók við því starfi í mars
2007. Lánið gufaði síðar upp en
Birna er sem kunnugt er bankastjóri
Íslandsbanka í dag.
Óbreytt yfirstjÓrn
Íslandsbanka
AnnAs sigmundsson
blaðamaður skrifar: as @dv.is
Nánast engar breytingar hafa verið gerðar á yfirstjórn Íslandsbanka frá því að bank-
inn var yfirtekinn síðasta haust. Þar starfa sömu yfirmenn í áhættustýringu, innri
endurskoðun og í útlánaeftirliti. Hjá þessum deildum starfa 50 starfsmenn og unnu
þeir allir hjá gamla Glitni. Þrír af æðstu stjórnendum Íslandsbanka fengu samtals
2.400 milljónir króna í kúlulán á sama tíma og Glitnir sagði upp 88 starfsmönnum.
sömu stjórnendur Birna Einarsdóttir var
framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs
Glitnis áður en hún var gerð að banka-
stjóra. Engin breyting var gerð á yfirstjórn
Íslandsbanka eftir hrunið. Þar starfar enn
sama fólkið og stjórnaði þar áður.
spyrja kröfuhafa Vilhjálmur Bjarnason segist ekki hafa sérstaka
skoðun á óbreyttri yfirstjórn Íslandsbanka. Nær væri að spyrja
um skoðun kröfuhafanna á því.