Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Síða 21
fréttir 11. september 2009 föstudagur 21 Ómar Ragnarsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Noregi í fyrra fyrir að ráðast á tíu ára stúlku með hníf og reyna að nauðga henni. Sigrún Jóhanna Ragnarsson, fyrrverandi eiginkona Ómars, segist hafa kastað upp þegar lögreglan fann barnaklám í tölvu Ómars. Hún hefur hvorki séð né talað við Ómar síðan hann var handtekinn. „Þetta er búið að vera alveg hrika- legt. Andlega og líkamlega hef- ur þetta verið hroðalegt. Það hef- ur verið gríðarlegt álag á mér og börnunum mínum. Ég hélt beinlín- is þegar þetta gerðist að krakkarn- ir myndu tryllast. Þau héldu rónni en þau skilja ekki af hverju pabbi þeirra gerði þetta,“ segir Sigrún Jó- hanna Ragnarsson, fyrrverandi eig- inkona Ómars Ragnarssonar. Ómar var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Noregi í fyrra fyrir að ráð- ast á tíu ára stúlku, ógna henni með hníf og reyna að nauðga henni. Ógnaði stúlku með hníf Þegar Ómar var handtekinn bjuggu þau Sigrún í Stavanger í Noregi og höfðu búið þar í sautján ár. Þau eiga saman tvö börn, stúlku sem er nú 25 ára og dreng sem er átján ára. Þann 3. september síðastlið- inn hefðu Sigrún og Ómar fagnað 26 ára brúðkaupsafmæli en Sigrún fékk lögskilnað frá Ómari 15. júní síðastliðinn. Föstudaginn 29. febrúar árið 2008 var hin tíu ára gamla Maren Vassvik á leið í skólann á reiðhjóli sínu þegar Ómar stökk á hana úr felum bak við tré. Hann bað hana að koma með sér inn í skóg en hún vildi það ekki. Þá reiddist Ómar, dró upp hníf og reif hana af reiðhjól- inu. Stúlkan reyndi að hrópa á hjálp en Ómar hélt fyrir munn hennar. Í skóginum skipaði hann stúlkunni að klæða sig úr buxunum á með- an hann afklæddi sig. Hann reyndi að setja getnaðarlim sinn í munn barnsins. Það tókst ekki og stúlkan náði að komast undan á hlaupum. Innstilltur á að ljúga Lögreglan setti rannsókn málsins í forgang og eftir mikla leit fannst hnífurinn sem Ómar notaði. DNA- sýni á hnífnum og sýni sem tekið var af Ómari bar saman. Fjórtán dögum eftir árásina var bankað upp á hjá Sigrúnu og Ómari. Lögreglan var komin til að handtaka Ómar. „Þegar lögreglan kom til að handtaka hann var eins og honum væri alveg sama. Lögreglan kom inn í stofu og einn lögreglumaður- inn spurði Ómar hvort hann vissi af hverju þeir væru hér. Ómar sagði nei. Þá sagðist lögreglumaðurinn þurfa að handtaka hann. Og Ómar sagði: „Allt í lagi,“ eins og það væri ekkert mál,“ segir Sigrún sem grun- aði ekkert. „Ég hringdi í Ómar rétt eftir að hann réðst á stúlkuna og sagði að hann þyrfti að kaupa í matinn. Þetta var föstudagur og ég spurði hvenær hann kæmi heim. Hann sagðist verða aðeins seinn. Hann var innstilltur á að ljúga að mér í símann. Hann var ekkert öðruvísi. Hann gat haldið þessu leyndu fyrir mér og hagaði sér alveg eðlilega frá þessum degi og þangað til hann var handtekinn.“ Grét sig í svefn Við húsleit á heimili Ómars og Sig- rúnar fann lögreglan mikið magn af barnaklámi í tölvu Ómars. Sig- rún hafði aldrei séð það áður og trúði því varla þegar lögreglan sagði henni frá því sem hún hafði fundið. „Ég fékk algjört sjokk. Ég skildi ekki hvað Ómar hafði verið að hugsa. Ég átti ekki orð. Ekki eitt ein- asta orð. Ég fékk illt í magann og kastaði upp,“ segir Sigrún. Í langan tíma eftir þennan dag var líf hennar óbærilegt. „Fleiri vikum og mánuðum eftir að þetta gerðist grét ég mig í svefn. Tilfinningarnar voru svo svakaleg- ar. Þetta er búið að vera helvíti á jörðu.“ Eftir strangar yfirheyrslur játaði Ómar verknaðinn. Vill aldrei sjá hann aftur Ómar á að baki önnur kynferðisaf- brot. Hann var tvítugur þegar hann fékk tveggja og hálfs árs dóm fyr- ir tvær nauðganir á Íslandi. Í báð- um tilfellum notaði Ómar hníf til að hóta og hræða fórnarlömb sín. Fyrsta fórnarlamb hans var fjórtán ára gömul stúlka. Hin stúlkan var aðeins tólf ára og þótti sú nauðgun sérlega hrottaleg. Þessu vissi Sig- rún af en hún hélt að slíka hegð- un myndi hún aldrei aftur sjá hjá Ómari. „Ég vissi að hann gerði þetta fyr- ir þrjátíu árum á Íslandi. En það eru þrjátíu ár síðan. Svo hefur ekk- ert gerst í öll þessi ár og allt í einu gerist þetta,“ segir Sigrún. Í fyrstu grunaði lögreglu að Ómar tengdist öðrum kynferðis- afbrotamálum í Noregi. Eftir nán- ari rannsókn kom í ljós að svo var ekki. Sigrún hefur ekki talað við Ómar frá því að hann var handtekinn. „Hann vill ekkert við mig tala, vill ekki sjá mig eða í mér heyra. Ég hef hvorki talað við Ómar né séð síðan 14. mars í fyrra. Og ég vil aldrei sjá hann. Ekki eftir það sem hann gerði.“ Eitthvað klikkaði í hausnum Ómar var upphaflega dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi. Þegar málinu var áfrýjað var dóm- urinn þyngdur í fjögur og hálft ár. Ómar var fyrst vistaður í fangelsi í Jæren í Suðvestur-Noregi en er nú í fangelsi í Bergen. Þar er hann í sér- stöku prógrammi fyrir kynferðisaf- brotamenn. „Þar fær hann hjálp til að bæta sig og hætta með þessar „vondu hugsanir“ eins og hann segir sjálf- ur,“ segir Sigrún. Börn þeirra hjóna tala við föður sinn vikulega. „Dóttir mín er pabbastelpa og hefur alltaf verið. Hún heimsækir hann í fangelsið og kaupir handa honum hluti og hann hringir í hana einu sinni til tvisvar í viku. Sonur minn hefur ekki mikið samband við pabba sinn. Hann talar við hann í síma einu sinni í viku. Þau eru búin að spyrja Ómar af hverju hann gerði þetta. „Ég veit það ekki,“ segir hann. „Það bara klikkaði eitthvað í hausnum á mér.“ Það er hans afsökun.“ Getur ekki komið til Íslands Sigrúnu reyndist mjög erfitt að búa áfram í Stavanger eftir að Ómar var handtekinn og flutti fljótlega í burtu. Fjallað var um Sirevågs-mál- ið, eins og mál Ómars var kallað, í öllum helstu fjölmiðlum Noregs í dágóðan tíma. „Það var mjög erfitt fyrir mig að tækla þetta. Einn daginn hugsaði ég með mér að ég gæti ekki meir og flutti til Osló. Sem betur fer kom ég mér í burtu því nú hef ég hafið nýtt líf. Ég hef það mjög gott í Osló, er búin að fá mjög fína íbúð og það gengur mjög vel. Þetta er búið að vera hroðalegt en lífið heldur áfram,“ segir Sigrún. Hún segir allar dyr opnar fyrir sér nema eina. „Ég get ekki farið aftur til Ís- lands. Það yrði of erfitt fyrir mig ef einhver myndi spyrja um Ómar því nú vita þetta allir á Íslandi.“ Sigrún hefur einnig lent í að- kasti vegna greinar sem skrifuð var í DV í nóvember þar sem fjallað var um Ómar og árásina. Margir henn- ar nánustu voru handvissir um að hún hefði fengið greiðslu fyrir að láta blaðið vita af málinu. Svo er ekki og er þetta í fyrsta sinn sem Sigrún tjáir sig við blaðið. GRÉT SIG Í SVEFN lIlJa KatRÍn GunnaRSdÓttIR blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Þau eru búin að spyrja Ómar af hverju hann gerði þetta. „Ég veit það ekki,“ segir hann. „Það bara klikkaði eitthvað í hausnum á mér.““ HÉlT að ÓmaR myNdI dREpa SIG tíu ára stúlkan sem Ómar réðst á í Jernbane-skóginum í Sirevåg í lok febrúar í fyrra var þjökuð af hræðslu löngu eftir árásina. Móðir stúlkunnar bar vitni í réttarhöldunum yfir Ómari og sagði dóttur sína hafa talað mikið um hnífinn sem Ómar ógnaði henni með. „Stúlkan okkar er upptekin af því að hann var með hníf. Hún hefur talað mikið um hnífinn. Hún hefur spurt mig oft síðan árásin átti sér stað hvort hann hafi ætlað að drepa hana,“ sagði mamman. Hún sagði einnig frá að stúlkan hefði verið hrædd við að vera ein. Þegar móðirin sótti póstinn var dóttirin alltaf upptekin af því hvert hún væri að fara. Stúlkan þurfti líka alltaf að fullvissa sig um að útidyrahurðin væri læst. „Sérstaklega rétt eftir árásina þurfti að fylgja henni hvert sem hún fór, og hún var sérstaklega hrædd áður en árásarmaðurinn var handtekinn. Nú er hún upptekin af því hvar maðurinn er, hvort hann er í fangelsi og hve lengi hann þarf að dúsa þar.“ Við réttarhöldin var sýnt myndband af því þegar stúlkan var yfirheyrð. „Ég var hrædd allan tímann. Ég var hrædd við að hann myndi stinga mig,“ sagði stúlkan meðal annars. Mikið álag Mikið álag hefur verið á Sigrúnu og hefur hún meðal annars misst um tuttugu kíló. Myndin er ekki af henni. Mynd PhotoS.coM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.