Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Side 25
Hver er maðurinn? „Ólafur Ingi Skúlason.“ Hvað drífur þig áfram? „Fjölskyldan, vinir og keppnisskapið.“ Það er nóg til af því? „Jebbs.“ Hvar ertu uppalinn? „Í Árbæ. Er 110% Árbæingur.“ Hver er uppáhaldsknattspyrnu- maðurinn? „Patrick Viera.“ Kynntistu honum ekki þegar þú varst hjá Arsenal? „Ég spilaði einn leik með honum í deildarbikarnum þegar hann var upp á sitt allra besta og Arsenal ósigrandi. Ég var heppinn að komast honum nær en margur annar og lærði margt af honum.“ Ertu laus við meiðsli? „Já, algjörlega.“ Hver er uppáhaldsbíómyndin? „Pulp Fiction eða Reservoir Dogs. Tarantino er minn maður.“ Hvernig fannst þér nýja myndin hans? „Á eftir að sjá hana. Hlakka mikið til.“ Tekurðu sænskt í vörina? „Nei.“ Hvernig er að búa í Svíþjóð? „Mjög gott. Við erum á mjög góðum stað.“ Hvernig var tilfinningin að sjá boltann í netinu? „Fyrst trúði ég þessu ekki. Hugsaði með mér að það hlyti að vera eitthvað að. Ég gæti ekki verið að skora og ég beið bara eftir því að eitthvað væri að. En svo kom ekkert og tilfinningin var mjög sæt.“ Ef ekki fótbolti, hvað þá? „Skóli og handbolti.“ Varstu góður í handbolta? „Nei.“ Eru menn rassskelltir eftir fyrsta markið? „Nei. Pyntingakóngurinn Hermann Hreiðarsson var ekki með þannig að ég þakkaði guði fyrir það.“ Er eitthvað sem þú vilt segja við unga knattspyrnuiðkendur? „Að æfa eins og þeir geta. Það er allt hægt í þessu. Ef ég get fengið borgað fyrir að spila fótbolta þá getur það hver sem er.“ Á Ólafur JÓhannesson að halda Áfram sem landsliðsþJÁlfari? „Já, mér finnst hann hafa staðið sig mjög vel. Eigum við betri landsliðs- þjálfara? Það er spurningin. Mér finnst hann góður.“ ViKToríA ruT SmárAdóTTir 30 ÁRA NEMI „Já, mér finnst það. Hann hefur verið að gera góða hluti og mér finnst hann hafa staðið sig vel.“ JEnný JEnSdóTTir 58 ÁRA FÉlAgSlIðI „Já, ég held að hann sé ekkert verri en aðrir.“ Sigríður KriSTJánSdóTTir 47 ÁRA SkRIFSToFuMAðuR „Ég hef enga skoðun á því svo sem. Þeir hafa allir orðið að hætta. Það þarf ekki mikið til að óánægja verði.“ ólAfur SigurðSSon 70 ÁRA EFTIRlAuNAÞEgI Dómstóll götunnar ólAfur ingi SKúlASon, leikmaður Helsingborgar í sænsku úrvalsdeildinni, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark gegn georgíu. Hann átti stjörnuleik og er maður dagsins. TaranTino er minn maður „Já, hann hefur staðið sig vel og hann er sérstaklega skemmtilegur karakter. Hann er sniðugur að sjá út hverjir eiga saman og hverjir ekki.“ fríður ÞorVAldSdóTTir 58 ÁRA SJúkRAlIðI maður Dagsins Þegar ég var lítill léku krakkar sér gjarnan í götunni hérna í Þingholt- unum, fóru í brennó eða parís eða aðra leiki sem þóttu viðeigandi. Nú er orðið ansi langt síðan maður hef- ur séð börn hér að leik. Ef til vill eru þau öll inni í tölvuleikjum, en það getur þó verið að umferðin hafi átt sinn þátt í að hrekja þau í burtu. Fyr- ir rúmum þremur áratugum gerðist það endrum og eins að krakkarn- ir þurftu að rýma götuna þegar bíll átti leið hjá. Undanfarið hefur verið hér stöðug umferð. Því hefur það komið á óvart hvað bílum í götunni hefur fækkað mikið. Árum saman hefur verið vonlaust að fá stæði hérna, en nú er rúmt á milli bíla. Það þarf kannski ekki að koma svo mikið á óvart. Skuldirnar hrann- ast upp og bensínið fer hækkandi og því hlýtur fólk að vera að huga að því að losa sig við bíl númer tvö og þrjú. Og kannski kominn tími til. lopinn teygður Önnur hver manneskja, og þá kon- ur sérstaklega, virðist ganga um í lopapeysu þessa dagana. Lengi vel var lopapeysan nokkurs konar tákn sveitamennskunnar. Þær voru eftir- sóttar af útlendingum en Íslending- ar, sem helst af öllu vilja teljast stór- borgarbúar, sáust sjaldan í þeim. Við fórum flatt á því að reyna að leika eftir brellur stórþjóða, og því er þetta kannski eðlileg staðfesting á eigin menningararfi. Eða kannski er ástæðan fyrir því að fólk sækir í lop- ann einfaldlega sú sama og þegar fólk gerði það upprunalega. Heima- prjónaðar peysur eru ódýrari en keyptar út úr búð, og prjónaskapur- inn er þar að auki ódýrt og nytsam- legt tómstundagaman á köldum kreppukvöldum. Hver sem ástæð- an er hefur salan á lopa að minnsta kosti fjórfaldast á undanförnum mánuðum. Í september hefst nám við Há- skóla Íslands eins og í öðrum skól- um. Það kemur lítið á óvart að nem- endum skuli fjölga til muna nú þegar litla vinnu er að fá. En það er ekki aðeins fjölgun nemenda sem er til marks um breytta tíma, heldur einnig hvað þeir kjósa að læra. Enn eru ekki komnar inn end- anlegar tölur fyrir veturinn, en svo virðist sem fjölgunin sé einna mest í hugvísindagreinunum, meðan mikið brottfall hefur orðið í við- skiptafræði. Þetta þarf heldur ekki að koma á óvart. Fólk sem snýr aftur í skóla eða fer í nám þar sem ann- að er ekki boði er ef til vill líklegra til að velja „skemmtileg“ fög eins og sagnfræði, bókmenntafræði og heimspeki. Einnig getur verið að fólk vilji forðast stærðfræðina og leiti þess vegna á náðir hinna svo- nefndu „kjaftafaga“, sem er hugtak sem ég veit ekki til þess að sé til ann- ars staðar en í íslensku máli. Kjaftafög og önnur Hugmyndin um „kjaftafög“ lýs- ir ákveðnu viðhorfi til hugvísinda. Það gefur til kynna að hugvísindi séu minna mikilvæg en þau fög sem hingað til hafa þótt praktísk. Hug- vísindafólk fer ekki að vinna í bönk- um, í besta falli eru þau ávísun á kennsludjobb. Þetta viðhorf er sér- staklega áberandi á jaðarsvæðum, svo sem á Álandseyjum eða í Norð- ur-Noregi. Það er litið niður á það að læra þekkingarinnar vegna og iðulega spurt: „Og hvað ætlarðu að gera við það?“ Svarið er oft eitthvað á þessa leið: „Ég er bara að gera þetta fyrir sjálfan mig.“ Eins og allt annað nám sé í raun gert fyrir aðra. Nú virðist hins vegar sem kjafta- fögin séu að hljóta uppreisn æru. Enginn getur lengur sagt til um hvað sé praktískt og hvað ekki. Fög sem áður þóttu ávísun á vel launuð störf, svo sem viðskiptafræði, arkitektúr og verkfræði, eru það ekki lengur. Kennslustörfin eru hins vegar mun eftirsóttari en þau voru. Því getur vel verið að ungt fólk sem áður sog- aðist inn í bankakerfið kjósi nú frek- ar að læra það sem það raunveru- lega hefur áhuga á. Ef til vill munu sumir telja þetta óheppilega þróun fyrir hagvöxtinn. En af fenginni reynslu má vel vera að þjóðfélag fótgangandi lopapeysu- klæddra bókmenntafræðinga fari betur með verðmæti sín en þjóðfé- lag hagvaxtarpostulanna gerði. Lopinn og landið mynDin Stendur upp úr lúpínan er á undanhaldi þessa dagana. Rakel Ósk Sigurðardóttir ljósmyndari tók þó eftir einni sem sannarlega stóð upp úr, umkringd visnandi tegundar- systrum sínum, þar sem Rakel gekk á úlfarsfellið. mynd rAKEl óSK SigurðArdóTTir kjallari umræða 11. september 2009 föstudagur 25 VAlur gunnArSSon rithöfundur skrifar „Fög sem áður þóttu ávísun á vel launuð störf eru það ekki lengur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.