Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 45
Sport 11. september 2009 föStudagur 45
Það eru ekki margir sem fá tæki-
færi til þess að upplifa drauminn.
Og jafnvel enn færri sem stökkva á
tækifærið þegar það gefst. En hinn
36 ára gamli Giancarlo Fisichella lét
tækifæri lífs síns ekki renna sér úr
greipum. Hann mun upplifa æsku-
draum sinn um helgina þegar hann
keppir fyrir hið fornfræga Ferrari-
lið í Formúlu 1 á Monza-brautinni
sem er bæði heimavöllur Ferrari og
hans sjálfs.
Eftir að Felipe Massa slasaðist
illa var varaökumaður Ferrari, Luka
Badoer, fenginn til þess að keyra bíl-
inn í tveimur mótum. Hann var hins
vegar svo vandræðalega lélegur að
Ferrari gat ekki annað en fengið inn
nýjan mann út tímabilið. Fisichella
náði sínum besta árangri í ríflega
þrjú ár um síðustu helgi þegar hann
kom annar í mark á eftir núverandi
liðsfélaga sínum, Kimi Raikkonen, í
Belgíu. Ferrari-menn búast þó ekki
við miklu um helgina en Red Bull-
menn verða að fara að hala inn stig-
um ætli þeir að veita Jenson Button
keppni á toppnum.
Farþegi í Formúlunni
Giancarlo Fisichella er á sínu þrett-
ánda ári í Formúlu 1. Hann keppti
fyrst fyrir Minardi árið 1996 en hef-
ur síðan þá söðlað um og keyrt fyrir
Jordan, Benetton, Jordan aftur, Sau-
ber, Renault og nú síðast Indlands-
kraftinn eða Force India. Hann hef-
ur aldrei verið líklegur til afreka
heldur verið meira eins og farþegi
í Formúlu-heiminum. Fisichella á
að baki þrjá sigra á ferlinum, þann
síðasta í Malasíu í byrjun árs 2006,
en það var hans besta ár er hann
keyrði fyrir Renault.
Hann tók sæti hjá Force India í
fyrra sem ætlar sér að byggja upp
sterkt lið. Gengið hefur þó ekki ver-
ið frábært, ekkert stig í fyrra og ekk-
ert stig var komið í hús enn fyrr,
en Fisichella náði öðru sætinu um
þarsíðustu helgi. En hann hefur
nú gefið Force India upp á bátinni
fyrir fimm keppnir með Ferrari en
ekki er nokkur möguleiki að hann
haldi starfinu sem fyrsti eða annar
ökumaður hjá ítalska risanum eftir
tímabilið. Verður hann þó líklega
þriðji ökumaður liðsins á næsta ári.
„Ég valdi Fisichella því hann á
sætið skilið. Hann er frábær öku-
maður og í toppformi. Þá vildi ég
ítalskan ökumann fyrir Monza-
keppnina og í framtíðinni verður
hann þriðji ökumaður liðsins. Þetta
er mikilvæg stund í sögu Ferrari og
ekki sakar að við unnum síðustu
keppni,“ segir forseti Ferrari, Mont-
ezemolo.
Button þarf að passa sig
Jenson Button leiðir enn þá heims-
meistarakeppni ökuþóra. Hann hef-
ur þó aðeins hirt öfrá stig í síðustu
sex keppnum eftir að hafa unnið
sex af fyrstu sjö. Hefur hann enn þá
sextán stiga forskot á félaga sinn hjá
Brawn, Rubens Barrichello, og nítj-
án stiga forskot á Sebastian Vettel
hjá Red Bull. Button hefur ekkert
getað síðan síðasta sigur hans kom
í hús og er farið að tala um hversu
ómerkilegur heimsmeistari hann
yrði vinni hann ekki fleiri mót. Taka
þarf þó fram að Lewis Hamilton
vann aðeins fimm mót á leið sinni
að heimsmeistaratitlinum í fyrra en
það er víst betra að dreifa sigrun-
um. Að því virðist.
Eftir sigurinn um síðustu helgi
hjá Kimi Raikkonen er hann kom-
inn nítján stigum á eftir Vettel um
þriðja sætið og gæti farið að pressa
á menn um sæti á endanlegum
verðlaunapalli. Það þykir alla-
vega ekki líklegt en Ferrari-
menn eru líka í harðri baráttu
við McLaren um þriðja sæti í
heimsmeistarakeppni bíla-
smiða.
Jenson Button veit alla-
vega alveg af því hvað fólk
er að segja. „Ég verð að fara
að vinna aftur. Auðvitað
er ég búinn að vinna sex
keppnir og ef það dugar á
endanum meðan ég hala
inn einhver stig þá tek
ég heimsmeistaratitil-
inum fagnandi. En ég
veit alveg hvað fólk er
að segja. Ég veit líka að
ég hef ekkert verið sér-
stakur að undanförnu.
Við munum
sækja til sig-
urs á Monza
eins og allt-
af í öllum
keppnum. Það
væri allavega
óskandi að fara
að komast á pall
aftur til að finna
bragðið,“ segir
Bretinn Jenson
Button.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
ÍtalSki
draumurinn
Draumur ítalska ökuþórsins Giancarlos
Fisichella rætist um helgina þegar þrettánda
Formúlu 1-mótið fer fram á árinu. Hann
mun loksins fá að aka Ferrari-bíl á
heimavelli liðsins og hans sjálfs, á
Monza-brautinni. Hann gefur frá
sér kappakstur á næsta ári fyrir
fimm mót með Ferrari. Það dreg-
ur saman með forystusauðnum Jenson
Button og öðrum í toppbaráttunni.
UNGveRjAlANdS-
kAppAkSTURiNN 2008
eFSTU MeNN
1. Sebastian Vettel, Red Bull
2. Heikki Kovalainen, McLaren
3. Robert Kubica, BMW
4. Fernando Alonso, Renault
5. Nick Heidfeld, BMW
RáSpÓll 2008
Sebastian Vettel, Red Bull - 1:37:555
FljÓTASTUR í eiNSTökUM
hRiNG 2008
Kimi Raikkönen, Ferrari - 1:28:047
BRAUTARMeT
Rubens Barrichello, Honda - 1:21:046
FyRRi SiGURveGARAR
2004: Rubens Barrichello, Ferrari
2005: Juan Pablo Montoya, McLaren
2006: Michael Schumacher, Ferrari
2007: Fernando Alonso, McLaren
2008: Sebastian Vettel, Red Bull
HeiMiLd: KAPPAKStuR.iS
vann loksins Kimi Raikkonen vann loksins aftur í síðustu keppni en býst ekki við
öðrum sigri á Monza.
Upplifir drauminn Giancarlo Fisichella gefur frá sér
kappakstur á næsta ári til að aka fimm mót með Ferrari.
jenson Button
Þarf að fara að
vinna keppnir
aftur.
MyNd AFp