Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 FRÉTTIR
Bjarni Jónsson deildarstjóri er á full-
um launum hjá Veiðimálastofnun á
meðan hann stundar doktorsnám við
Standford-háskóla í Bandaríkjunum.
Hann hefur einnig þegið rannsókn-
arstyrki í gegnum fyrirtæki sitt Fræða-
veituna ehf. þrátt fyrir að starfa fyrir
Veiðimálastofnun. Styrkina er ekki að
finna í ársreikningi einkahlutafélags
Bjarna. Bjarni er sonur Jóns Bjarna-
sonar, sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra. Veiðimálastofnun heyrir
enn fremur undir ráðuneytið.
Fræðaveitan fékk að minnsta kosti
tvo styrki árið 2008 til að útbúa gagn-
virka upplýsingaveitu um vötn og
veiði á Norðurlandi vestra. Styrkirnir
námu samtals 2,5 milljónum króna.
Annar þeirra kom frá Framleiðni-
sjóði landbúnaðarins. Hann var upp
á eina milljón króna og voru 400 þús-
und krónur greiddar út við upphaf
verkefnisins. Hinn styrkurinn kom frá
Vaxtarsamningi Norðurlands vestra
og var hann upp á eina og hálfa millj-
ón króna, en 900 þúsund krónur voru
greiddar út við upphaf verkefnisins.
Fulltrúar þessara sjóða könnuð-
ust báðir við að styrkirnir hefðu ver-
ið greiddir til Fræðaveitunnar. Jón G.
Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins,
segir að engin framvinduskýrsla hafi
borist vegna verkefnisins. „Það er nú
ekki einsdæmi að svona verkefni dagi
uppi, en um áramót munum við fara
yfir öll verkefni sem sjóðurinn hefur
styrkt og sjá hver staða þeirra er,“ seg-
ir Jón.
Hjördís Gísladóttir, framkvæmda-
stjóri Vaxtarsamnings Norðurlands
vestra, segir að verkefni Fræðaveit-
unnar hafi verið frestað um ár og því
eigi að ljúka á þessu ári.
Styrkirnir ekki í ársreikningi
Í ársreikningi Fræðaveitunnar fyrir
árið 2008 kemur hvergi fram að fyr-
irtækið hafi fengið styrki frá þess-
um sjóðum. Einu tekjurnar eru und-
ir liðnum: Seld fræðsla o.þ.h. upp
á tæpar 3,2 milljónir króna. Stærsti
útgjaldaliður fyrirtækisins eru laun
upp á rúmar 2 milljónir. Aðspurður
hvernig styrkjunum hafi verið varið
segir Bjarni að þeir hafi farið í marg-
víslega undirbúningsvinnu við að
koma verkefninu áfram. „Ég ætla svo
sem ekkert að fara út í það í smáatrið-
um í hverju það felst,“ segir Bjarni og
spurður hvort hann hafi notað pen-
ingana í upplýsingaveituverkefnið
segir hann svo vera. Aðspurður hvort
fyrirtækið hafi greitt laun svarar hann:
„Ég ætla bara ekkert að fara meira yfir
það. Það hafa fleiri komið að þessu en
ég sem vinna að þessu með mér og
þetta er bara í góðum gír. Þetta er bara
flott verkefni sem ég vona að komist
sem fyrst á koppinn og snýr að veiði-
nýtingu á svæði sem ekki er inni á
kortinu í dag.“
Endurskoðendum að kenna
Þegar Bjarni er spurður að því af
hverju styrkirnir til Fræðaveitunnar
komi ekki fram í ársreikningi félags-
ins bendir hann á endurskoðanda
fyrirtækisins. „Ég er með virta end-
urskoðunarskrifstofu sem klárar og
sér um þetta bókhald og ársreikninga
fyrir mig þannig að ég geri ráð fyrir
að þetta sé allt með eðlilegum hætti
eins og annars staðar gerist, enda ekki
miklar upphæðir undir,“ segir Bjarni
og spurður hvort það væri ekki eðli-
legt að opinberir styrkir kæmu fram í
ársreikningi segist hann ekki vera sér-
fræðingur í ársreikningagerð. „Enda
fæ ég aðra til að vinna það fyrir mig.
Mér finnst bara að það eigi að koma
fram það sem þurfi að koma fram í
þessum reikningi og þetta eru engin
feluverkefni eða slíkt. Ég er bara stolt-
ur af því að vera að vinna þessi verk-
efni og ég vona að þau eigi eftir að
skila árangri.“
Fjölmargir styrkir
Árið 2009 fékk Fræðaveitan styrk upp
á 2 milljónir króna frá AVS, rannsókn-
arsjóði í sjávarútvegi. Styrkurinn var
ætlaður til rannsókna á ósakola við Ís-
landsstrendur, en Bjarni hefur í nafni
Veiðimálastofnunar sótt um og fengið
fjölmarga styrki í sama verkefni und-
anfarin ár. Meðal annars fékk hann
styrk úr verkefnasjóði sjávarútvegsins
upp á 3,4 milljónir árið 2009 og árið
áður fékk hann 3,8 milljónir króna.
Bjarni virðist því vera í samkeppni við
Veiðimálastofnun um styrki því hann
sækir annars vegar um í nafni Veiði-
málastofnunar og hins vegar í nafni
Fræðaveitunnar til sama verkefnis.
Vill ekki svara um reksturinn
Bjarni segir að styrkurinn sem Fræða-
veitan fékk hafi nýst vel. „Þeir nátt-
úrulega fóru í það að framkvæma
verkefnið og það sem þeir náðu til, en
verkefnið varð ekki af sama umfangi
og það hefði orðið ef það hefðu ver-
ið meiri upphæðir undir. Þess vegna
var það lagað að því,“ segir Bjarni, en
hann vill ekki svara því hvort styrkirn-
ir sem Fræðaveitan hefur fengið hafi
farið í að greiða laun til hans í ljósi
þess að launakostnaður er stærsti
einstaki útgjaldaliður fyrirtækisins.
„Veistu það að ég sé ekkert ástæðu til
þess að fara nákvæmlega ofan í rekst-
ur á þessu við þig.“
Gott samstarf við forstjóra
Bjarni segist hafa verið duglegur við
að sækja um styrki til verkefna sem
hann sinni hjá Veiðimálastofnun.
Hann telur fyrirtæki sitt Fræðaveit-
una ekki vera í samkeppni við Veiði-
málastofnun. „Varðandi félagið þá
snýr það að verkefnum sem ekki eru á
verksviði stofnunarinnar eða reyndar
mjög takmarkað,“ segir Bjarni og bæt-
ir við að í lögum Veiðimálastofnun-
ar sé einungis talað um rannsóknir í
ám og vötnum. „Það er ekkert um það
að ræða að það séu einhver verkefni
í samkeppni við stofnunina. Ég hef
ekki fengið neinar athugasemdir frá
forstjóra og hef átt gott samstarf við
hann,“ segir Bjarni og bætir því við að
forstjórinn hafi óskað eftir skýringum
frá öllum starfsmönnum stofnunar-
innar þar sem þeir séu beðnir um að
greina frá hagsmunatengslum sínum.
„Það eru fleiri starfsmenn hjá stofn-
uninni sem hafa aðkomu að einhverj-
um fyrirtækjum,“ segir Bjarni.
Veiðimálastofnun logar
Að mati Bjarna er ástæða þess að DV
skrifar um fyrirtæki hans sú að Veiði-
málastofnun logi í illdeilum. „Það
sem er fyrst og fremst um að ræða er
öfund og erfiður starfsandi á Veiði-
málastofnun – það er málið. Sem fær
samstarfsmenn til margra ára til að
vega að félögum sínum úr launsátri
með fjöldatölvupóstsendingum og
nafnlausum bréfasendingum. Það er
búið að vera að senda fjölpósta um
allt með einhverjum rógsamantekt-
um og beðið um að nota það gegn
manni. Það eru nokkrir einstaklingar
sem láta öfund og vanlíðan ráða för –
menn sem hefur fundist þeir sitja eft-
ir og láta það bitna á samstarfsmönn-
um. Þeir sem njóta velgengni í starfi
og alþjóðlegrar viðurkenningar fyr-
ir vísindastörf fara sérstaklega í taug-
arnar á þessum mönnum. Það er al-
veg ljóst hverjir eru heimildarmenn
varðandi þetta mál og þeir eru því
miður í hópi félaga minna á vinnu-
staðnum,“ segir Bjarni.
Á launum í námi
Bjarni stundar nú doktorsnám við
Stanford-háskóla og er á fullum laun-
um hjá Veiðimálastofnun í eitt ár á
meðan á náminu stendur, en stór-
an hluta af náminu stundar hann á
Íslandi. Bjarni segir að námið teng-
ist þeim rannsóknum sem hann hafi
stundað á Veiðimálastofnun undan-
farin ár. Hann fái opinbera styrki sem
renni til Veiðimálastofnunar sem aft-
ur séu nýttir til að greiða laun hans.
„Verkefni sem ég er að vinna í þessu
doktorsnámi eru hluti af verkefn-
um stofnunarinnar og ég stend skil á
greinargerðum og skýrslum til þeirra
sem veita þessa styrki til stofnunar-
innar,“ segir hann.
Bjarni segir þá staðreynd að hann
sé sonur Jóns Bjarnasonar ráðherra
ekki hafa hjálpað sér að fá styrki: „Ég
hef ekki fengið neina styrki í verkefni
í hans ráðherratíð fyrir mig persónu-
lega.“
Bjarni Jónsson, sviðsstjóri hjá Veiðimála-
stofnun, hefur móttekið opinbera styrki
til rannsókna í nafni einkahlutafélags sem
hann á. Innan Veiðimálastofnunar er verið
að skoða hvort Bjarni sé kominn í samkeppni
við stofnunina með því að þiggja styrkina.
Forstjóri Veiðimálastofnunar vissi ekki um
félagið fyrr en í vetur og segir ámælisvert
af Bjarna að hafa ekki látið vita af fyrir-
tækinu. Bjarni er sonur Jóns Bjarnasonar,
landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og
stundar nú doktorsnám á fullum launum.
MILLJÓNASTYRKIR
RÁÐHERRASONAR
JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
Sonurinn Bjarni Jónsson á fyrirtækið
Fræðaveitan ehf. Opinberir styrkir sem
félagið hefur fengið koma ekki fram í
ársreikningi þess.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri
Veiðimálastofnunar, segir að mál
Bjarna sé nú til skoðunar innan
stofnunarinnar. Bjarni hefur sótt
um styrki vegna verkefna sem sögð
eru í samstarfi við Veiðimálastofn-
un. Sigurður segir að það sé eitt af
því sem hann hafi spurt Bjarna að.
„Ég vissi ekki af þessum styrkjum.
Það sem maður byrjar á að skoða
er hvað sé rétt og maður þarf að
sinna hinni svokölluðu rannsókn-
arskyldu. Það ferli er í gangi og lýkur
vonandi innan tíðar,“ segir Sigurður.
„Fræðaveitan hefur mér vitan-
lega sótt um þrjá styrki og fengið.
Mér er ekki kunnugt um neitt fleira.
Síðan er Veiðimálastofnun að fá
ótal styrki,“ segir Sigurður og spurð-
ur hvað honum finnist um það að
hann sem forstjóri fái ekki upplýs-
ingar um styrki sem Bjarni hafi sótt
um svarar hann: „Það er ámælis-
vert.“
Um þá staðreynd að Bjarni sé
á fullum launum hjá stofnuninni
á meðan hann stundi doktorsnám
segir Sigurður að hann sé ekki sá
eini sem hafi fengið slíkt leyfi. Hann
hafi einnig upplýsingar um það
að innan fleiri ríkisstofnana hafi
slíkt leyfi fengist fyrir starfsmenn.
Spurður hvort honum finnist það
rétt að Bjarni fái laun frá stofnun-
inni þar sem svo virðist sem hann
hafi farið á bak við forstjórann
varðandi styrkveitingar segir hann
menn verða að fara eftir lögum
og reglum. „Á mér hvílir fyrst sú
skylda að rannsaka málið og eins
og ég sagði þá er það í gangi. Síð-
an verður maður að sjá hvort eitt-
hvað sé ekki eins og það á að vera.
Við skulum orða þetta svona. Hon-
um láðist að tilkynna um að hann
ætlaði sér að fara í þessar rann-
sóknir eða hans fyrirtæki. Það er
ákveðin yfirsjón af hans hálfu – það
liggur fyrir í málinu en hvort hann
hafi farið í samkeppni, það eru ekki
nein úrslit komin í það.“
Forstjórinn rannsakar
Forstjóri Veiðimálastofnunar skoðar mál Bjarna Jónssonar:
Ég hef ekki fengið neina
styrki í verkefni í hans
ráðherratíð fyrir mig
persónulega.
Pabbinn Bjarni Jónsson er sonur
Jóns Bjarnasonar landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra. Fyrirtæki sem
Bjarni á hefur sótt um og fengið
styrki til rannsóknarverkefna sem
virðast í beinni samkeppni við
Veiðimálastofnun, þar sem hann
starfar sem sviðsstjóri.